Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990. Fólk í fréttum Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfund- ur og aðstoðarforstjóri SONY-fyrir- tækisins í Bandaríkjunum, sagði m.a. í viðtali í síðasta helgarblaði DV að hann yrði aldrei uppstoppað- urbisnesskarl. Ólafur er fæddur 26. september 1962 í Reykjavík. Hann nam eðiis- fræöi í háskólanum í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum 1982-1985 og var sérfræðingur í rannsóknum hjá SONY í Bandaríkj- unum 1986-1987. Ólafur var rann- sóknarforstjóri hjá SONY1987 og forstjóri SONY-fyrirtækisins í tölvuiðnaðinum 1987-1988. Hann var aðalforstjóri tölvufyrirtækis SONY1988-1989 og framkvæmda- stjqri hjá SONY-fyrirtækinu 1989- 1990. Ólafur hefur verið varafor- stjóri SONY í,Bandaríkjunum frá 1990. Eftir Ólaf hafa komið út bæk- urnar Níu lyklar, smásagnasafn, 1986, og Markaðstorg guðanna, skáldsaga, 1988. Óláfur kvæntist í ágúst 1984, Önnu Ólafsdóttur, f. 6. ágúst 1963. Foreldar Önnu eru Ólaf- ur Haukur Árnason, húsasmiður og verktaki í Reykjavík, og kona hans, Birna Jakobsdóttir, fulltrúi á launa- deild Ríkisspítalanna. Bróðir Ólafs er Jón, f. 17. nóvember 1943, haf- fræðingur í Rvík, kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur. Foreldrar Ólafs eru: Ólafur Jó- hann Sigurðsson, f. 26. september 1918, d. 30. júlí 1988, rithöfundur í Reykjavík, og kona hans, Anna Jónsdóttir, f. 31. maí 1918. Ólafur Jóhann var sonur Sigurðar, kenn- ara og hreppstjóra á Torfastöðum í Grafningi, Jónssonar, b. á Núpi á Berufjarðarströnd, Einarssonar. Móðir Jóns var Þórdís Erlendsdótt- ir, b. á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði, Þórðarsonar. Móðir Erlendar var Sigríður Erlendsdóttir, b. á Ásunn- arstööum í Breiðdal, Bjarnasonar, ættfóður Ásunnarstaðaættarinnar. Móðir Þórdísar var Helga Þorsteins- dóttir, b. á Þorvaldsstöðum, Þor- steinssonar, b. á Þorvaldsstöðum, Erlendssonar, bróður Sigríðar. Móðir Sigurðar var Þrúður, systir Bjarna, afa Halldórs Halldórssonar prófessors. Þrúður var dóttir Sveins, b. í Viðfirði, Bjarnasonar.' Móðir Þrúðar var Sigríður, lang- amma Eyþórs Einarssonar, for- manns Náttúruverndarráös. Sigríð- ur var dóttir Davíðs, b. í Hellisfirði, Jónssonar og konu hans, Sesselju Þorsteinsdóttur, systur Guðnýjar, langömmu Jóns, föður Eysteins, fyrrv. ráðherra og Jakobs, prests og rithöfundar, föður Jökuls rithöf- undar. Móðir Ólafs Jóhanns Sigurðsson- ar var Ingibjörg Þóra Jónsdóttir Mathiesens, b. í Gröf í Mosfells- sveit, Matthíasar Mathiesens, kaup- manns í Hafnarfirði, bróður Páls, langafa Ólafs Ólafssonar landlækn- is. Systir Matthíasar var Agnes, langamma Matthíasar Á. Mathies- ens alþingismanns. Önnur systir Matthíasar var Guðrún, amma Stef- aníu Guðmundsdóttur leikkonu, móður Önnu Borg. Guðrún var einnig langamma Steindórs Einars- sonar, afa Geirs Haarde alþingis- manns. Móðir Jóns Mathiesens var Agnes Steindórsdóttir Waage, skip- stjóra í Hafnarfirði, hálfbróður Sig- uröar Sívertsens, afa Regine, langömmu Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Móðir Agnesar var Anna Kristjánsdóttir Veldings, verslunar- manns í Hafnarfirði, ættföður Veld- ingsættarinnar. Matthías var sonur Jóns prests í Arnarbæli, Matthías- sonar, stúdents á Eyri í Seyðisfiröi, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ól- afssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, ættföður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir fngi- bjargar Þóru var Ingibjörg Guð- laugsdóttir, b. í Öxney, Jónssonar, bróður Matthíasar kaupmanns. Móðir Ingibjargar var Guðrún, syst- ir Kristínar, ömmu Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Guðrún var dóttir Gríms, prófasts á Helgafelli, Páls- sonar, bróður Ingibjargar, konu Jóns, prests í Arnarbæli. Anna var dóttir Jóns, læknis á Kópaskeri, bróður Þuru, skálds í Garði, og Björgvins, föður Þorgríms Starra í Garði. Jón var sonur Árna, b. í Garði viö Mývatn, bróður Arn- fríðar, langömmu Kristínar Hall- dórsdóttur, formanns Ferðamála- ráðs. Ámi var sonur, Jóns, b. í Garði, Jónssonar, b. í Garði, Mar- teinssonar, b. í Garði, Þorgrímsson- ar, b. í Baldursheimi, Marteinsson- ar. Móðir Jóns Jónssonar í Garði var Helga Jónsdóttir, b. á Gautlönd- um, Marteinssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Árna var Guðrún, systir Jóns, langafa Kristjáns Eld- járns forseta, föður Þórarins Eld- járns rithöfundar. Guðrún var dótt- ir Þorgríms, b. í Hraunkoti í Aðal- dal, Marteinssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Guðrúnar var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraunkoti, Helgasonar, ættföður Hraunkots- ættarinnar. Móðir Jóns Árnasonar læknis var Guðbjörg Stefánsdóttir, b. í Haganesi við Mývatn, Gamalí- elssonar og konu hans, Bjargar Helgadóttur, b. á Skútustöðum, ætt- föður Skútustaðaættarinnar, Ás- mundssonar, b. í Baldursheimi, Helgasonar, bróður Hallgríms í Hraunkoti. Móðir Bjargar var Helga Sigmundsdóttir, b. í Vindbelg, Árna- sonar. Móðir Sigmundar var Krist- veig Marteinsdóttir, systir Þorgríms í Baldursheimi. Móðir Helgu var Steinvör Guðmundsdóttir, systir Ásu, ömmu Jóns Þorsteinssonar, prests í Reykjahlíð, ættföður Reykj ahlíðarættarinnar. Móðir Önnu var Valgerður Guð- rún Sveinsdóttir, b. og hreppstjóra í Felli í Sléttuhlíö, Árnasonar, bróð- ur Steinunnar, langömmu Árna Hjartarssonar jarðfræöings. Móðir Valgerðar var Jórunn Sæmunds- dóttir, b. í Haganesi, Jónssonar og Ólafur Jóhann Ólafsson. konu hans, Bjargar, systur Margrét- ar, móður Jóns Þorlákssonar for- sætisráðherra. Önnur systir Bjarg- ar var Guðrún, amma Sigurðar Nor- dals prófessors. Þriðja systir Bjarg- ar var Katrín, langamma Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu. Björg var dóttir Jóns, prests á Undom- felli, Eiríkssonar og konu hans, Bjargar, systur Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar skálds. Björg var dóttir Benedikts Vídalíns, stúdents á Víðimýri, Halldórssonar Vídalíns klausturhaldara á Reyni- stað. Móðir Halldórs var Hólmfríður Pálsdóttir, Vídalíns lögmanns. Móð- ir Bjargar Benediktsdóttur var Katrín Jónsdóttir, biskups á Hólum, Teitssonar og konu hans, Margrétar Finnssonar, biskups í Skálholti, Jónssonar, föður Hannesar, biskups í Skálholti, ættföður Finsensættar- innar. Afmæli Ragnar Þóroddsson Ragnar Þóroddsson sjómaður, Garðaflöt 4, Stykkishólmi, er sex- tugurídag. Ragnar fæddist á Hofsósi í Skaga- firði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann byrjaði ungur til sjós, fyrst á trillum fyrir norðan og síðan á stærri bátum á vetrarvertíðum í Keflavík og á Akranesi. Ragnar og kona hans bjuggu sín fyrstu hjú- skaparár á Hofsósi en fluttu til Stykkishólms haustið 1966 þar sem þau hafa búið síðan. Ragnar kvæntist 26.12.1954 Svan- hvíti Pálsdóttur, f. 20.6.1936, kaup- konu í Stykkishólmi, en foreldrar hennar vom Jóhanna Kristin Jón- asdóttir, vinnukona og síðar ráðs- kona, f. 2.9.1894, d. 15.3.1972, og Páll Óskar Guðjónsson, lengst af leigubílstjóri í Reykjavík, f. 6.9.1911, d. 11.9.1966. Börn Ragnars og Svanhvítar eru: Kristín Jónsdóttir (fósturbarn), f. 8.1.1949, húsmóðir á Akranesi, en maður hennar er Gestur Svein- björnsson sjómaður og eiga þau fjögur börn; Jóhann Kristinn Guðnason (sonur Svanhvítar fyrir hjónaband), f. 28.1.1953, sjómaður í Reykjavík, en kona hans er Ólöf Jóhannsdóttir og eiga þau saman eina dóttur, auk þess sem Jóhann á tvö böm frá því áður; Ólafur Ragn- arsson, f. 19.10.1954, sjómaður í Stykkishólmi; Björgvin Ragnars- son, f. 17.5.1956, skipstjóri í Stykkis- hólmi, en kona hans er Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir, húsmóðir og skrif- stofustúlka og eiga þau þrjú börn saman auk þess sem Björgvin á tvö börn frá þvi áður; Þóroddur Halldór Ragnarsson, f. 26.6.1957, sjómaður í Reykjavík, en kona hans er Sólveig Ólafsdóttir húsmóðir og eiga þau tvær dætur; Kristinn Huldar Ragn- arsson, f. 22.5.1959, d. 11.3.1960; Sigrún Hildur Ragnarsdóttir, f. 8.11. 1961, húsmóöir, en maður hennar er Jóhann Nikulásson langferðabíl- stjóri og eiga þau saman eina dótt- ur, auk þess sem Hildur á aðra dótt- ur frá því áður; Sólrún Hulda Ragn- arsdóttir, f. 8.11.1961, húsmóðir í Borgarnesi, en hennar maður er Eyjólfur Steinsson múrari og eiga þau einn son en Hulda á auk þess eina dóttur frá því fyrir hjónaband; Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, f. 17.11. 1969, dvelur á Akranesi, og Ragn- heiður Kristín Vignisdóttir, f. 16.5. 1979, (fósturdóttir) í foreldrahúsum. Ragnar áþrjú systkini á lífi en ein sy stir hans lést í barnæsku. Systkini Ragnars: Svanfríður Þóroddsdóttir, f. 17.6.1931, húsmóðir á Sauðár- króki, gift Árna Guðmundssyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjög- ur börn; Jósef Þóroddsson, f. 20.8. 1933, verkstjóri hjá Steinullarverk- smiðjunni á Sauðárkróki, kvæntur Önnu Jóndóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Svandís Þórodds- dóttir, f. 17.2.1941, húsmóöir og verkakona á Hofsósi, gift Eysteini Jónssyni verkamanni og eiga þau fjögur börn, og Jónasína Kristín, f. 21.3.1935, d. 3.8. sama ár. Ragnar Þóroddsson. Foreldrar Ragnars voru Þóroddur Pálmi Jóhannsson, f. 5.3.1894, d. 4.5. 1965, verkamaöur á Hofsósi, og kona hans, Ólöf Jósefsdóttir, f. 31.1.1904, d. 19.7.1983, húsmóðir. Þóroddur var sonur Jóhanns Skúlasonar, bónda á Brúarlandi í Deildardal, og fyrri konu hans, Guð- rúnar Guðmundsdóttur húsmóður. Ólöf var dóttir Jósefs, b. á Stóru- Reykjum í Flókadal í Skagafirði, Björnssonar, b. að Hvanndölum, Gíslasonar, b. í Saurbæ í Siglufirði, Hinrikssonar, b. í Auðnum í Ólafs- firði, Gíslasonar, b. að Fjalli í Sæ- mundarhlið, Þorkelssonar. Móðir Jósefs var Arnbjörg Þorvaldsdóttir, b. á Frostastöðum, Ásgrímssonar, b. á Minni-Ökrum, Dagssonar, Pét- urssonar. Ragnar verður að heiman á af- mælisdaginn. Aðalheiður Þorleifsdóttir og Kristinn Guðlaugsson. Aðalheiður Þorleifs- dóttir og Kristinn Guðlaugsson Hjónin Aðalheiður Þorleifsdóttir og Kristinn Guðlaugsson á Dalvík áttu gullbrúðkaupsafmæh 2. apríl sl. í tilefni þess munu þau taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sonar síns að Frostaskjóli 117, Reykjavík, laugardaginn 7. apríl nk. milli klukkan 17 og 19. Til hamingju með afmælið 6. apríl 90 ára 60ára Jón Björnsson, Dilksnesi, Nesjahreppi. AlvaDainCox, Heiðarhvammi7, Keflavík. Lóðvík Þórarinsson, 80ára Vahholti 14, Ólafsvík. Svava Jóhannsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 50ára Kolbrún Sigurbjörnsdóttir, 75 ára Vahahreppi. _ Hjördís Guðmundsdóttir, Helga Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Skjaldarvík, Glæsibæi arhrenni. Birkigrund 60, Kópavogi. Aí\ ára Hj örtur Hj artarson, njuKiunanieinimiiu okjoii, Kleppsvegi 64, Reykjavik. Ingólfur Gíslason, Eskihlíð 14A, Reykjavík. ♦Jon Auöunn Kristinsson, Brattholti 7, Mosfellsbæ. Rannveig Margeirsdóttir, írabakka 24, Reykjavík. Ástríður Ólafs, 70 ára Tjamargötu 37, Reykjavík. Guðmundur Már H. Beck, Hans Clementsen, Hafnargötu 40B, Seyðisfiröi. “ Kollaleiru, Reyðarfjarðarhreppi. Ólafur Donald Helgason, Orrahólum 7, Reykjavík. Björgvin Þóroddsson Björgvin Þóroddsson, bóndi í Garði í Þistilfirði í Norður-Þingeyj- arsýslu, er fimmtugur í dag. Björgvin fæddist á Grímsstöðum í Þistilfirði og ólst upp í Þistilfirðin- um. Hann var bóndi á Hagalandi 1963-73 og hefur verið bóndi í Garði síðan. Björgvin hefur setið í hrepps- nefnd Svalbarðshrepps í tólf ár, auk þess sem hann hefur unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðis- flokkinn síðan 1964. Björgvinkvæntist 15.11.1964 Margréti Jónsdóttur húsfreyju, f. 24.8.1944, dóttur Jóns Þórðarsonar og Soffiu Jónsdóttur frá Siglufirði. Börn Björgvins og Margrétar eru Soífia Björgvinsdóttir, f. 2.6.1964; Þóroddur Björgvinsson, f. 26.7.1965; Sóley Helga Björgvinsdóttir, f. 16.7. 1966; Árni Hermann Björgvinsson, f. 21.9.1972, og Jón Guðmundur Björgvinsson, f. 29.3.1978. Björgvin er elstur þrettán áystk- inasem öll eruálífi. Foreldrar Björgvins: Þóroddur Björgvinsson, f. 12.3.1907, d. 20.2. 1986, bóndi, og kona hans, Sigríður Árnadóttir, f. 8.7.1922, húsmóðir. Foreldrar Björgvins fæddust í Þistil- firði og hafa búið þar alla sína tíð. Þóroddur var sonur Björgvins, b. í Borgum í Þistilfirði, Kristjánsson- ar og Vilborgar Guðmundsdöttur frá Klifshaga í Öxarfirði af Bucks- ættinni. Foreldrar Sigríðar voru Árni Kristjánsson, b. á Grímsstöðum, og Sesselja Sigurgeirsdóttir. Björgvin verður heima á afmælis- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.