Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. 3 Fréttir Forsendur Þjóðhagsstofnunar vegna nýs álvers: Gera ráð fyrir tæplega 25% hækkun á áli 1994 í þessari töflu sést að álverð hefur sveiflast mjög á þessum áratug. Virðist spá Landsvirkjunar gera ráð fyrir þvi að verðið nái meira jafn- vægi á níunda áratugnum, auk þess sem gert er ráð fyrir þvi að það muni hækka. Hér sést hvernig álverð hefur þróast á síðustu mánuðum en eins og sést þá var verðið í mikili lægð i febrúar en hefur verið að smáhækka á ný. Áburðar- verksmiðjan til Húsavíkur? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Húsvíkingar eru reiðubúnir að taka við Áburðarverksmiðju ríkisins og eru tilbúnir með land undir verk- smiðjuna ef stjórnvöld vilja flytja hana norður. Það er ekki ný hugmynd á Húsavík að fá.þessa verksmiðju þangað en Húsavíkurbær mun hafa boðið rík- inu land undir verksmiðjuna fyrir tveimur árum. Nokkuð breið sam- staða mun vera um þetta mál meðal bæjarfulltrúa á Húsavík og bæjarráð hefur þegar samþykkt það fyrir sitt leyti. Ámeshreppur: Á vélsleðumum í skírnina Regfim Thoiarensen, DV, Selfossi: Skírt var í Ámeskirkju á Ströndum laugardaginn fyrir páska. Séra Bald- ur Rafn Sigurðsson, Hólmavík, kom ásamt fleira fólki á vélsleöum til að messa og skíra í hinni gömlu og fall- egu Ámeskirkju sem er nýuppgerð. 50 manns voru í kirkjunni og komu flestir á vélsleðum því gífurlegt fann- fergi er í Ámeshreppi og hefur verið síðan á jólum. I forsendum Þjóðhagsstofnunar vegna nýs álvers er gert ráð fyrir því að verð á áh hækki þegar líður á áratuginn. Er gert ráð fyrir því að álverð sé tæplega 25% hærra árið 1994, þegar ætlunin er að hið nýja álver taki til starfa, en það er núna. Forsendur Þjóðhagsstofnunar um álverð eru fengnar frá Landsvirkjun og miðast við nýja spá James F. King sem unnin var fyrir Landsvirkjun í janúar 1990. Þessi spá miðast við verð á Londonmarkaði fyrir málma (Lon- don Metal Exchange). Spáð er að ál- verð veröi 1775 bandarískir dollarar á tonn árið 1994. Síðan er óhætt að bæta ofan á það 75 dollurum vegna forms álafurðanna, að mati Atlantal- hópsins. Þetta þýðir um það bil 25% hækkun á áh frá því í janúar síöast- liðnum en þá var tonnið selt á 1500 dollara. Gert er ráð fyrir að verðið haldist óbreytt 1995 en hækki síðan upp í 1875 dollara á tonn 1996 og haldist óbreytt 1997. Súrálsverð tekur að sjálfsögðu mið af þessu verði en reiknað er með að það sé um 14% af grunnverði áls. Þar eð tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu verða væntanlega tengdar verði á áli, eins og hefur tíðk- ast í samningum við ísal, þá skiptir verðþróun áls að sjálfsögöu miklu máh þegar þjóðhagslegur ávinning- ur nýs álvers er reiknaður út. Álverð hefur sveiflast mikið á undanförnum árum eins og sést í meðfylgjandi línu- ritum og er það samdóma álit þeirra sem um þessi mál fjalla að mjög erf- itt sé að spá nokkru um verð á áli. -SMJ 6 cyl 4,0 lítra vél með beinni innspýtingu. 177 hö. 4 gíra sjálfskipting með SELEC TRACK millikassa. Læst mismunadrif. Stokkur með hitamæli, áttavita o.fl. Jeep Cherokee Amerískur lúxusjeppi Frábærir aksturseigiiileikar. Hentar jafnt í bæjarakstri sem utan vega. Allur hugsanlegur aukabúnaður innifalinn í verði. Verð frá kr. 2.370.500 Samlæsing á öllum hurðum og afturhlera með fjarstýringu. Rafdrifnar rúður. CATALYZERSKEEP/ NATURECLEAN. &CHRYSLER Jeep Cherokee er búinn mengunarvamarbúnaði af fullkomnustu gerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.