Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Albanskt velferðarríki Hagfræðingur útvegsmanna segir, að lána- og styrkja- kerfi sjávarútvegs hafi byggt upp tvær stéttir atvinnu- rekenda, annars vegar þá, sem borgi skuldir og standi við skuldbindingar, og hins vegar þá, sem geri hvorugt. Segir hann, að sífellt fari íjölgandi í síðari hópnum. Á aðeins tveimur árum hafa hallærisfyrirtækjum verið útvegaðir tíu milljarðar króna á vegum tveggja nýrra sjóða, Atvinnutryggingasjóðs og Hlutafjársjóðs, svo og á vegum Verðjöfnunarsjóðs og Byggðastofnunar. Fyrirgreiðslan hefur framlengt vonlaust dauðastríð. Sighng dauðvona fyrirtækja til grafar gegnum þetta kerfi er á þann veg, að fyrst útvegar Atvinnutryggingar- sjóður lán með skilyrði um aukningu hlutafjár. Síðan leggur Hlutafjársjóður fram mest af hlutafénu. Og loks leggur Byggðasjóður fram afganginn af hlutafénu. Fyrirtækin eru auðvitað áfram rekin af þeim, sem komu þeim á hausinn, meðal annars með því að halda, að peningar séu ekki verðmæti, sem borga þurfi af leigu í formi raunvaxta, heldur sé fjármagnskostnaður eitt- hvert ytra fyrirbæri, sem fundið hafi verið upp syðra. Vegna þessa hefur verið lagt í framkvæmdir í skipum og vinnslustöðvum, sem eru langt umfram það, sem veiðanlegt fiskmagn leyfir. Þannig er vandi skussa yfir-' færður á greinina í heild og veldur þyngri samkeppni en mundi þrífast, ef peningamarkaður væri frjáls. Of mörg skip berjast um of lítinn afla. Réttur til fisk- veiða gengur kaupum og sölum. Of margar fiskvinnslu- stöðvar berjast um of lítinn afla. Skussarnir fara með fuha vasa af ríkisfé á fiskmarkað og yfirbjóða hina, sem velta fyrir sér hverri krónu, áður en þeir eyða henni. Við erum að fikra okkur í öfuga átt við þjóðir Austur- Evrópu. Meðan þær eru að hverfa frá opinberri fyrir- greiðslu handa gæludýrum í atvinnulífmu erum við að auka hana. Meðan þær eru að leyfa eymdarfyrirtækjum að fara á höfuðið erum við að reyna að fresta andlátum. Meðan þjóðir Austur-Evrópu eru að hverfa frá ofan- stýringu atvinnuvega erum við að efla ofanstjórn með reglugerðum úr ráðuneytum. Meðan þjóðir Austur- Evrópu eru að segja, að hver skuli vera sinnar gæfu smiður erum við að gera ríkið að smiði okkar ógæfu. Tíu milljarðar hafa farið á tveimur árum í að fram- lengja dauðastríð fyrirtækja, svo að fólk megi vera áfram á lágu kaupi við færiböndin, í stað þess að freista gæfunnar í greinum, sem gefa meira kaup og betri vinnu. Þetta fé er horfið og kemur aldrei aftur. Ekki vill heldur svo vel til, að þessir tíu milljarðar séu eitthvað, sem íslendingar skuldi hver öðrum, svo að í heild sé dæmið í lagi. Tíu milljarðarnir eru beint eða óbeint fengnir frá útlöndum til að bæta upp innlent framboð af lánsfé. Og erlend lán þarf að endurgreiða. Á Vesturlöndum er fátítt, að tekin séu lán til að greiða annað en vandlega skoðuð verkefni, er geta stað- ið undir fjármagnskostnaði, sem er sízt minni en hér. Erlend lán eru hér hins vegar notuð til að brenna pen- ingum í úreltum og óþörfum fyrirtækjum og verkefnum. Við notum hið opinbera og sjóði þess til að ýta bjart- sýnismönnum í of mikla Qárfestingu í landbúnaði og sjávarútvegi, nú síðast í loðdýraeldi og fiskeldi. Við setj- um allt okkar traust á ríkið og ráðherrann í ráðuneyt- inu. Við viljum reka velferðarríki fyrirtækja. Eftir um það bil eitt ár verða ekki mörg lönd 1 Evr- ópu, önnur en Albanía, með meiri og dýrari ofanstýr- ingu atvinnuvega en við erum búnir að koma okkur upp. Jónas Kristjánsson .efnaminni nemendur munu fresta bókakaupum þar til niöurfellingin tekur gildi. segir greinarhöfundur. >c, JzSmM Niðurfelling virðisauka- skatts á námsbækur Undanfarnar vikur hafa skólafé- lög og námsmannasamtök vakið athygli á því hversu bagalegt það kann að vera fyrir skólafólk að nið- urfelling virðisaukaskatts á ís- lenskar bækur tekur ekki gildi fyrr en 16. nóvember nk. Hafa ýmsir úr röðum námsmanna skorað á þingmenn aö styöja frumvarp þriggja sjálfstæðismanna en sam- kvæmt því tekur niðurfellingin . gildi 1. september nk. Lagabreytingar fyrir síðustu jól Þegar breytingar voru gerðar á lögum um virðisaukaskatt skömmu fyrir síðustu áramót vakti tvennt fyrir ríkisstjóminni. Ann- ars vegar taldi ríkisstjómin að hækka þyrfti skatthlutfallið til að afla nýrra tekna í ríkissjóð og hins vegar voru staðfestar ýmsar und- anþágur frá skattinum. Ein þeirra undanþága, sem Al- þingi samþykkti, var niðurfelling á virðisaukaskatti á íslenskar bæk- ur. Þannig var þó gengið frá hnút- unum að niðurfellingin á ekki að taka gildi fyrr en 16. nóvember til aö ríkissjóður missi einskis af tekj- um sínum á yfirstandandi ári. Virðisaukaskattur, sem fellur til eftir 15. nóvember á þessu ári, er ekki gjaldkræfur fyrr en á því næsta. Stjómarandstaðan á Alþingi flutti ýmsar breytingartillögur við stjómarfrumvarpið um virðis- aukaskattinn. Þar á meðal voru til- lögur um breyttan gildistökutíma niðurfellingar virðisaukaskatts á íslenskar bækur. í efri deild komu fram tvær tillögur um að breyta dagsetningunni í 1. september 1990, önnur frá sjálfstæðismönnum, hin frá Kvennalistanum. Þær voru báðar felldar. í neðri deild endur- fluttu sjálfstæðismenn sína tillögu en Kvennalistinn lagði fram tillögu um 16. september. Þær voru báðar studdar af stjómarandstöðuflokk- unum þremur en felldar með at- kvæðum stjórnarliðsins. Meðrök og mótbárur í framsöguræðu með stjórnar- frumvarpinu um breytingu á virð- isaukaskattslögunum sagöi fjár- málaráðherra að ekki væri talið rétt aö láta niðurfellinguna hafa áhrif á tekjuforsendur fjárlaga á yfirstandandi ári. Talsmenn stjóm- arandstöðunnar bentu hins vegar á að bókakaup skólafólks ættu sér fyrst og fremst stað í byrjun sept- ember. Hætta væri á því að nem- endur drægju bókakaup fram yfir Kjallariim Friðrik Sophusson alþingismaður 15. nóvember til að njóta niðurfell- ingarinnar. Slíkt gæti haft slæm áhrif á námið og ríkissjóöur yrði af skattinum hvort eð væri. Þær fréttir berast nú úr fram- haldsskólum landsins að reynt verði að taka tillit til niðurfelling- arinnar með því að fresta eins og hægt er kennslu bóka sem koma til með að lækka í verði eftir 15. nóvember. Þá er og ljóst að efna- minni nemendur munu fresta bókakaupum þar til niðurfellingin tekur gildi. Hvort tveggja getur haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir námið. Fresti námsmenn bókakaupum verður ríkissjóður af skattinum hvort eð er. Sala á ís- lenskum bókum öðrum en náms- bókum á sér einkum staö rétt fyrir jólin. Bækur, sem fólk kaupir til jólagjafa á næstu jólum, verða án virðisaukaskatts. Þótt erfitt sé að meta tekjutap ríkissjóðs verði gild- istímanum breytt virðist það verða minna en ætla mætti. Flestir munu fresta kaupum á bókum, sem þeir geta án verið, þar til bókaverð lækkar. Stjórnarþingmaður skiptir um skoðun Á fundi á Hótel Borg, þar sem Ásgeir H. Eiríksson, þingmaður Borgaraflokksins, Jýsti yfir ákvörðun sinni um að taka þátt í prófkjöri Nýs vettvangs, var hann spurður um þetta mál. Einn for- svarsmanna námsmanna úr Iðn- skólanum í Reykjavík notaði tæki- færið og spurði þingmanninn um afstöðu hans til að breyta dagsetn- ingu gildistökunnar í 1. september eins og framhaldsskólanemendur hafa baris^fyrir. í svari Ásgeirs kom fram að hann hefði boðiö fulltrúum nemenda á fundinn. Þess vegna kæmi fyrir- spumin ekki á óvart. Síðan sagði þingmaðurinn orðrétt. „Mér finnst eðhlegt að þingið beiti sér fyrir því að þetta verði leiðrétt." Þetta svar þingmannsins er merkilegt fyrir þá sök að Ásgeir var í hópi þeirra sem felldu fram- komnar tillögur þegar Alþingi tók ákvörðun um gildistökuna rétt fyr- ir síðustu jól. Því ber að sjálfsögðu að fagna þegar slík sinnaskipti verða eftir að menn hafa kynnt sér mál gaumgæfilega og áttað sig á afleiðingum óbreyttra laga. Verður gildistöku- deginum breytt? í trausti þess aö fleiri þingmenn endurskoði afstöðu sína fluttum við þrír sjálfstæöismenn frumvarp til laga um að breyta gildistökudag- setningu niðurfeÚingarinnar. Ekki er víst að allir stjómarliðar hafi á sínum tíma áttað sig á því hve mik- ilvægt það er fyrir framhaldsskóla- nema að niðurfellingin eigi sér stað frá og með 1. september nk. Málið er nú til meðferðar hjá fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar. Þótt stuttur tími sé til þing- loka er auövelt aö afgreiöa málið enda er það einfalt. Talsmenn íjár- málaráðuneytisins telja að tekjur af virðisaukaskattinum verði jafn- vel heldur meiri en ráð var fyrir gert í upphafi. Vonandi fá náms- menn að njóta þess í lægra bóka- verði þegar skólar hefjast næsta haust. Friðrik Sophusson „Þær fréttir berast nú úr framhalds- skólum landsins að reynt verði að taka tillit til niðurfellingarinnar með því að fresta eins og hægt er kennslu bóka sem koma til með að lækka í verði eft- ir 15. nóvember.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.