Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRlL 1990. Afrnæli Jónas Pétursson Jónas Pétursson, Lagarfelli 8 í Fellabæ við Egilsstaði, varð áttræð- ur20. aprílsl. Jónas er fæddur á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1932 og var í verklegu námi í Gróðrar- stöðinni á Akureyri. Jónas var bóndi á Hranastöðum 1933-1946 og ráðunautur hjá Nautgriparæktar- sambandi og Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1934-1940. Hann var til- raunastjóri á Hafursá í Suður- Múlasýslu 1947-1949, á Skriðu- klaustri í Fljótsdal 1949-1962 og var fyrsti tilraunastjóri á Skriðu- klaustri. Hann var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1959-1971, formaður í stjórn Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins 1965-1969 og formaður landnámsstjórnar 1971- 1975. Jónas var fulltrúi hjá Norður- verki hf. við Lagarfossvirkjun 1971-1974, framkvæmdastjóri hjá Verslunarfélagi Austurlands 1974- 1982 og formaður Þjóðhátíöarnefnd- ar Austurlands 1974. Jónas kvæntist 1. janúar 1933 Önnu Jósafatsdóttur f. 11. apríl 1910, d. 1. janúar 1984. Foreldrar Önnu voru Jósafat Guðmundsson, bóndi í Krossanesi og Hofdölum í Skaga- firði, og Ingibjörg Jóhannsdóttir. Börn Jónasar og Önnu: Hreinn, f. 13. október 1933, rafmagnstækni- fræðingur í Reykjavík og forstöðu- maður rafmagnsdeildar Hitaveitu Suðurnesja, kvæntur Sigríöi Hal- blaub tækniteiknara og eiga þau þrjú börn: Jónínu, Jónas Pétur og Önnu Katrinu og tvö barnabörn; Erla f. 15. mars 1936, talsímavöröur hjá Pósti og síma á Egilsstöðum, í sambúð með Ármanni Magnússyni vinnuvélastjóra og á Erla eina dótt- ur, Önnu Bryndísi Tryggvadóttur; Pétur Þór landbúnaðarverkfræð- ingur, kvæntur Freyju Magnús- dóttur, hjúkrunarfræðingi og ljós- móöur, og eiga þau tvær dætur: Guðrúnu Gígju og Hrefnu Hrund. Fyrir átti Pétur son, Davíð. Systkini Jónasar: Sigríður f. 31. október 1900, d. 24. febrúar 1954; Anna f. 4. mars 1903, d. 9. nóvember 1924; Jakob f. 1905, d. í mars 1907; Jakob Ólafur ritstjóri og hagyrðing- ur, f. 13. mars 1907, d. 7. febrúar 1977; Helgi bóndi á Hranastöðum, f. 11. júlí 1912, d. 4. janúar 1954; Krist- björg, f. 25. júlí 1916, kennari og húsmóðir á Akureyri og síðar í Kópavogi. Foreldrar Jónasar: Pétur, bóndi á Hranastöðum, Ólafssonar, bónda á Stokkahlöðum, Jónssonar og kona hans, Þórey Helgadóttir, bónda á Leifsstöðum í Eyjafirði. Móðir Pét- urs var Sigríður Kristjánsdóttir og móðir Þóreyjar var Kristbjörg Ein- arsdóttir. Bróðir Þóreyjar var Einar Helga- son garðyrkjuráðunautur og sem reisti Gróörarstöðina í Reykjavík. Annar bróðir Þóreyjar var Sveinn, faðir Þórgunnar sem gift var Birrn Jónssyni, ráðherra og forseta ASÍ, en sonur þeirra er Björn, banka- stjóri og fyrrum hagfræðingur ASÍ. Móðursystir Þóreyjar var Sigríður Ljótunn, sem átti soninn Einar, fóð- ur Kristjáns frá Djúpalæk, fóður Kristjáns heimspekings. Ömmu- systir Þóreyjar var Sigríður, kona séra Bjöms í Laufási og móðir Þór- halls biskups. Börn hans voru Tryggvi, forsætisráðherra og bankastjóri; Svava, gift Halldóri Vil- hjálmssyni, skólastjóra á Hvann- eyri, en dóttir þeirra, Valgerður, móðir Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra; Björn; Dóra, kona Ásgeirsforseta. Bróðir Péturs var Jón Ólafsson, bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal. Dóttir Jóns var Ásrún, móöir Jóns Jónas Pétursson. Haraldssonar, föður Einars miðils á Einarsstöðum og Sigfúsar bónda þar. Önnur dóttir Jóns Ólafssonar var Kristín, móðir Halldóru Sigur- jónsdóttur á Laugum, móður Krist- ínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþingis- manns. Systkini Halldóru voru Bragi Sigurjónsson, fyrrv. alþingis- maður, og Unnur, móðir Inga Tryggvasonar, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda og alþing- ismanns. Gísli B. Kristjánsson Gísli Benóný Kristjánsson, fyrrv. skrifstofustjóri, Þinghólsbraut 72, Kópavogi, er sjötugur í dag. Gísli fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann ílutti til Reykjavíkur 1943 og í Kópavoginn 1952 þar sem hann hefur búið síðan. Gísli stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla ísa- fjarðar og lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1944. Á skólaámnum kynntist Gísh öll- um almennum störfum til sjávar og sveitar. Hann hóf svo að námi loknu störf hjá Prentsmiðjunni Eddu þar sem hann hefur starfað síðan, fyrst sem bókari, síöan gjaldkeri en lengst af og um árabil sem skrif- stofustjóri. Þá sá hann um bíóstjórn Kópavogsbíós í fjögur og hálft ár frá stofnun fyrirtækisins. Gísli tók virkan þátt í fiölda íþróttagreina og hefur unnið að íþróttamálefnum á ýmsum vett- vangi. Hann stundaði knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Herði á ísafirði og meö ÍR í Reykjavík og keppti í ýmsum greinum skíða- íþrótta meö Skátafélagi ísafiarðar og síðar með ÍR. Hann var um skeið með fremstu skíðamönnum hér á landi og sigraði þá íýmsum greinum á fiölda skíðamóta Vestfiarða og Reykjavíkur. Þá keppti hann í hand- bolta og frjálsum íþróttum hjá ÍR og sýndi fimleika hjá ÍR og á ísafirði. Gísli var flokks- og sveitaforingi hjá Skátafélaginu Einherjum og stofnaöi skátafélag á Hólmavík 1938. Hann var áhugaskíðaþjálfari í Strandasýslu 1938, þjálfari í skíða- göngu KR1945 og liðstjóri á þremur vetrarólympíuleikum, í Osló 1952, Cortina 1956 og í Grenoble 1968, auk þess sem hann var fararstjóri á heimsmeistaramótið á skíðum í Fal- umogÁrel956. Gísli sat í sfiórn Knattspyrnufé- lagsins Harðar 1939-43. Hann var um skeið formaður skíðadeildar ÍR og tvívegis í sfiórn ÍR um nokkurra ára skeið í hvort sinn. Þá sat hann í stjórn Skíðasambands íslands i nær tvo áratugi, í stjórn HK í Kópa- vogi í nokkur ár og var fulltrúi í Ólympiunefnd í mörg ár. Þá hefur Gísli starfað mikið í Li- onshreyfingunni í Kópavogi og er nú gjaldkeri klúbbsins. Hann er mikill áhugamaður um skógrækt og situr í stjórn Skógræktarfélags Kópavogs. Gísli kvæntist 28.7.1951 Sigur- björgu Jóhönnu Þórðardóttur, f. 5.2. 1924, húsmóður og kennara, dóttur Þórðar Kristjánssonar, hreppstjóra á Breiðabólstað á Fellströnd, og konu hans, Steinunnar Þorgilsdótt- ur, húsfreyju og kennara. Gísli og Sigurbjörg eiga fióra syni. Þeir eru: Unnsteinn Þórður, f. 7.3. 1952, arkitekt í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, starfsmanni Flugleiða, og eiga þau tvö börn; Magnús, f. 11.6.1957, framkvæmda- sfióri Banana hf., búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Elínu Kristinsdóttur, starfsmanni hjá Banönum hf., og eiga þau þijú böm; Kristján, f. 8.10. 1960, skrifstofustjóri Banana hf., búsettur í Kópavogi, kvæntur Guð- rúnu Elíasdóttur kennara og eiga þau tvær dætur, og Gísli Örn, f. 17.4. 1965, nemi í Tækniskólanum, í sam- býli með Birnu Bjarnadóttur, sjúkraliða og aðstoðarmanni hjá tannlækni, og eiga þau einn son. Foreldrar Gísla: Krisfián H. Magnússon, f. í Króksbæ á ísafirði, 4.4.1890, d. 13.7.1961, verkamaður og sjómaöur á ísafirði, og kona hans, Rannveig Salóme Sveinbjörnsdótt- ir, f. 9.7.1895, á Súgandafirði en alin Gísli Benóný Kristjánsson. upp á Kirkjubóli í Skutulsfirði, hús- móðiráísafirði. Gísli og Sigurbjörg taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs á efri hæð á afmælisdaginn milli klukkan 17 og 19. Ingibjörg Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir húsmæðra- kennari, Hrafnistu í Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Ingibjörg fæddist á ísafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk prófi í hússfiómarkennslu í Stabekk í Noregi vorið 1939 og hóf störf við Húsmæðraskólann á ísafirði það haust. Hún var skólasfióri skólans 1939-42 er hún gifti sig og flutti til Reykjavíkur þar sem hún hefur búiðsíðan. Ingibjörg giftist 17.10.1942 Gísla Guðmundssyni, f. 30.10.1907, d. 29.12.1989, kennara og leiðsögu- manni, en þau slitu samvistum 1965. Ingibjörg og Gísli eignuðust sex böm. Þau era: Jón Halldór, f. 3.11. 1943, vélsfióri á Tálknafirði, kvænt- ur Margréti Sigurðardóttur og eiga þau fjögur böm og tvö bamaböm; Brandur, f. 15.12.1944, garðyrkju- maður í Reykjavík, kvæntur Mörtu Hauksdóttur og eiga þau tvo syni, auk þess sem Brandur á eina dóttur frá fyrra hjónabandi; Guðmundur Tómas, f. 11.1.1946, garðyrkjumaður í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Vig- fúsdóttur og eiga þau þijár dætur; Atli, f. 12.8.1947, hrl. í Reykjavík, kvæntur Unni Jónsdóttur og eiga þau þijá syni; Ásmundur, f. 6.2.1951, staðarhaldari elliheimilisins á Höfn í Homafirði, var kvæntur Guörúnu Sveinsdóttur, sem er látin, og eign- uðust þau fjögur böm en sambýlis- kona Asmundar er Rannveig Hall- varðsdóttir og eiga þau einn son, auk þess sem Rannveig átti fyrir tvö böm sem hjá þeim búa; Guðrún, f. 11.12.1954, starfsmaður á Þjóðvilj- anum, var gift Jóni Leifssyni en þau shtu samvistum og eiga þau tvær dætur. Ingibjörg á tvo bræður. Þeir eru Vilhelm Jónsson, f. 18.9.1913, bú- fræðingur, lengst af búsettur í Nor- egi, en býr nú á Akureyri, og Högni Jónsson, f. 22.12.1917, lögmaður í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Halldór Jóhannesson, f. 11.6.1887, d. 11.6.1955, verksfióri ogfiskverk- andi á ísafirði, síðar búsettur í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Sæmundsdóttir, f. 18.1., d. 1.3.1985, húsfreyja.. Jón Halldór var sonur Jóhannes- ar, sonar Ara, b. á Múla í Kolla- firði, Jónssonar, b. í Djúpadal, Ara- sonar, b. á Eyri, Magnússonar, b. á Eyri í Gufudalssveit, Pálssonar. Móðir Jóns Halldórs var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Fremri-Arnardal og í Ytri-Húsum, Halldórssonar, b. í Fremri-Arnardal, bróður Einars, langafa Kristínar, ömmu Kristínar Ólafsdóttur borgarfulltrúa og Guð- mundar Ólafssonar verkfræðings. Halldór var sonur Ásgríms, b. í Am- ardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, ættföður Arnardalsættarinnar 111- ugasonar. Móðir Jóns í Ytri-Húsum var Ingbjörg Jónsdóttir en kona hans var Guðrún Jónsdóttir, rokka- smiðs á Ytri-Veðrará, Jónssonar. Guðrún, móðir afmælisbamsins, var dóttir Sæmundar búfræðings Bjömssonar, b. á Klúku í Bjarnar- firði, Bjömssonar, prestí Trölla- Ingibjörg Jónsdóttir. tungu, Hjálmarssonar, prests þar, Þorsteinssonar. Móðir Guðrúnar Sæmundsdóttur var Sigríður Magnea, systir Guö- mundar, föður Ólafs, föður Kristín- ar Ólafsdóttur fyrmefndrar. Guð- mundur var einnig faðir Ragnheið- ar, föður Gests Ólafssonar skipu- lagssérfræðings og Valdimars Ól- afssonar yfirflugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar. Ingibjörg verður heima á afmælis- daginn en að heiman þá um kvöldið. 80 ára Hafsteinn Björnsson, Grandarstíg 7, Reykjavík. Valgeir Bjarni Gestsson, Heiöarbæ 10, Reykjavík. Haraldur Guðmundsson, Nónási 1, Raufarhöfn. 75 ára Eyjólfur B. Ólafsson, Aðalgötu 21, Stykkíshólmi. 50ára Ingunn Jónsdóttir, Daltúni 36, Kópavogi. Kolbrún Ólafsdóttir, Leirubakka 1, Seyðisfirði. 70 ára Sigrún S. Jónsdóttir, Sunnuvegi 5, Haíharfirði. Ágúst Gíslason, Austurgerðí 6, Reykjavík. Kristin Guðmundsdóttir, Miðgarði 12, Keflavík. Kristján Tryggvason, Brekkugötu 15, Akureyri. 60 ára Lára Hjartardóttir, Rjúpufelli 21, Reykjavík. Steinunn Guðmundsdóttir, Álfaskeiði 72, Hafnarfiröi. 40ára Sólveig Guðmundsdóttir, Hjallavegi 4, Reykjavík. Jón Bjarni Magnússon, Marbakka 9, Neskaupstað. Sigurjón Pálsson, Kirkjuteigi 15, Reykjavík. Þorsteinn Baldursson, Sólbrekku 28, Húsavík. Eva Sigurbjömsdóttir, Hótel Djúpavík, Ámeshreppi. Árni Heimir Jónsson, Kárastíg 10, Reykjavík. Þórður Magnússon, Ægissíðu 21, Grýtubakkahreppi. Gunnar Böðvarsson, Engjaseli 77, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.