Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25, Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskríft - Dreífing: Sími ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990. Kvótinn: Afgreiðsla málsins er „í hættu“ „Málið tók nú skyndilegar vend- ingar í gær með tillögum Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins. Þarna voru algerlega nýjar hug- myndir settar fram sem setja af- greiðslu málsins í hættu,“ sagði Stef- án Guðmundsson, formaður sjávar- útvegsnefndar efri deildar Alþingis, en það var ætlun hans aö afgreiða kvótafrumvarpið úr nefndinni í dag. Sagði Stefán í morgun að hann væri ekki bjartsýnn á að það tækist. Málið er nú í hnút í nefndinni en í gær lögðu alþýðuflokksmenn til sölu veiðileyfa og Alþýðubandalagið lagði fram hugmyndir um flutning 40% kvóta frá bátum og skipum til vinnslustöðva. Hvort tveggja felur í sér grundvallarbreytingar á frum- varpinu. Stefán sagði að það væri ljóst að ekki yrði unnt að mynda meirihluta í nefndinni og yrði líklega að afgreiða málið frá henni margklofinni. Karvel Pálmason, fulltrúi Alþýðuflokks í nefndinni, sagði í samtali við DV í morgun að af hans hálfu kæmi ekki til greina að samþykkja kvótafrum- ,varp sem færði útgerðarmönnum eignarhald á kvótanum. Þar að auki sagðist hann vilja auka hlut Vest- firðingaíkvótanum. -SMJ Stöð 2: Orri og félagar kröfuðst nafna „Eg og Þorvaldur Guðmundsson lögðum fram tillögu á fundinum í gær um að gengið skyldi þegar að tilboöinu. Hún náðist hins vegar ekki fram þar sem aðrir stjórnarmenn vilja fyrst fá að vita hveijir eru að kaupa. Ég hef því lagt fram ósk um ^nöfn þeirra sem standa að tilboðinu til Jóns Magnússonar lögmanns sem lagði tilboðið fram. Svo er bara að sjá hvort búið verði að leggja nöfnin fram klukkan fimm í dag þegar fundi verður fram haldið,“ sagði Gísli V. Einarsson, formaður stjórnar Eign- arhaldsfélags Verslunarbankans, í morgun. Á stjómarfundi Eignarhaldsfélags- ins í gær mættu þessir: Gísli V. Ein- arsson, Þorvaldur Guömundsson, Hilmar Fenger, varamaður Þorvarð- ar Elíassonar, Hannes Þ. Sigurðsson, varamaður Guðmundar H. Garðars- sonar, og Orri Vigfússon. Miklar sögusagnir voru í viðskipta- lífinu í gær um það hverjir standa -að tilboðinu. Tilboðið rennur út í hádeginuámorgun. -JGH LOKI Stöðin stöðugt í stríði! Tveir listar sjálf stasðismanna? Nokkrir félagar í Sjálfstæðis- flokknum á ísafirði vinna nú að nýju framboði fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar. Meðal þeirra sem mest hafa unnið að þessu máli eru Harald L. Haraldsson bæjarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir og Sigrún Halldðrsdóttir. í prófkjöri sem fram fór á ísafirði lenti Sigrún í þriðja sæti framboðs- lista Sjálfstæðísflokksins. Vegna deilna við Ólaf Helga Kjartansson, sem skipar efsta sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins, dró hún framboð sitt til baka. Þau sem vinna að þessu nýja framboði funduðu um málið í gær- kvöld. Endanlega niðurstaða fékkst ekki og lialdið verður áfram að vinna að málinu í dag og á morg- un. Framboðsfrestur reimur út á föstudag. Hugmyndir að framboðinu eru tilkomnar vegna óánægju með for- ystu Sjálfstæðisflokksins á ísafirði. Viðmælandi DV. en hann þekkir vel til málsins, sagöi að prófkjörið og vinnan við það sé aðeins hluti af málinu. Hann sagði að lítil þátt- taka heffli verið í prófkjörinu og niðurstöður þess segðu þvi litið. Ólafur Helgi Kjartansson skatt- stjóri fékk glæsta kosningu í fyrsta sæti. Óánægja þeirra sem vinna að nýja framboðinu virðist því beinast talsvert að Ölafi Helga. „Ég kann engar skýringar á þess- ari óánægju þeirra,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson. Dalvík: Fóðurstöðin lýst gjald- þrota I dag Geir A. Guösteinsson, DV, Dalvflc Davíð Oddsson borgarstjóri mætti til fundar við Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra til að reyna að finna flöt á ágreiningi ríkisstjórnarinnar og borgarráðs um Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Borgarráð vill verksmiðj- una burt þar sem hún stofni iífi Reykvikinga í hættu. Ríkisstjórnin vill reka verksmiðjuna áfram þar sem hún sé þjóðhagslega hagkvæm en hugsanlegt sé að flytja hana ef Reykjavikurborg greiði hluta af hátt í þriggja milljarða kostnaði. DV-mynd GVA Stjórn og framkvæmdastjóri Fóð- urstöðvarinnar á Dalvík fara klukk- an 14 í dag fram á við bæjarfógetann á Akureyri að stöðin verði lýst gjald- þrota og skipaður verði skiptaráð- andi. Þetta var niðurstaða fundar sem forstjóri Byggðastofnunar og fulltrúi framleiðnisjóðs héldu á Ak- ureyri í gær með stjórn fóðurstöðv- arinnar og Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar. Stöðinni var lokað með fógetavaldi 28. mars sl. vegna vanskila á stað- greiðslu skatta. Skuldir stöðvarinnar munu vera um 65 milljónir króna, eiginfjárstaða neikvæð um 30 millj- ónir króna ep útistandandi skuldir hjá loðdýrabúum og fiskeldisstöðv- um um 12 milljónir króna. Óskað verður eftir því að fá stöðina leigða af þrotabúinu fram eftir hausti þar til pelsun loðdýra verður lokið en loðdýrabændum hrýs hugur við þeim flutningskostnaði sem fylgir kaupum á fóðri frá fóðurstöðinni Melrakka á Sauðárkróki. Hver ferð þaðan til Eyjafiarðar með sex tonn af fóðri kostar nú um 60 þúsund krónur eða 10 krónur á kíló, sem er nær tvöfóldun á núgildandi fóður- verði. Flutningskostnaðurinn fram á haust muni nema nær 8 milljónum króna. Veðrið á morgun: Norðlægar Utsynningur síðustu daga er nú á enda og við taka norðlægar og norðvestlægar áttir um mestallt land. Víðast verður kaldi og von á einhverri sólarglætu sunnan- lands með tveggja til þriggja stiga hita. Norðanlands verður hann öllu kaldari og má þakka fyrir ef ekki verður frost um hádaginn. Éljagangur verður á víð og dreif um allt land, helst þó viö noröur- ströndina en slydda við austur- ströndina. Menn mega alveg kalla þetta sumar ef þeir vilja. SKUnUBIUR 25050 SENDIBILASTOÐIN Hf opið um kvöld og helgar BILALEIGA v/FIugvallarveg 91-61-44-00 w 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.