Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. 5 JOV Spurt í Mosfellsbæ: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna í Mosfelisbæ? Katrín Blöndal: Ég held að Sjálfstæð- isflokkurinn haidi meirihlutanum. Þó getur nýja framboðinu gengið vel. Fríða Jónsdóttir: Ég hef ekkert vit á þessu. Sigríður Sigurðardóttir: Það getur farið svo að E-listinn felh meirihluta Sjálfstæðisflokks. Bent ívarsson: Fimm tvö. Einar Magnússon: Ég veit það ekki. Ég á ekki von á miklum breytingum. Gunnar Karl Jónsson: Ég hef enga skoðun á því. Þó á ég varla von á miklum breytingum. Mosfellsbær: SjáKstæðismenn með menihluta í 16 ár - sameiginlegur listi minniMutaflokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ör- uggan meirihluta í bæjarstjórn Mos- fehsbæjar, eða fimm fulltrúa af sjö. Alþýðuflokkur hefur einn og Al- þýðubandalag einn. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í meirihluta í sveitarstjórn frá kosningunum 1974. Flokkurinn hefur aldrei áður haft fimm fuhtrúa. Kosningarnar í næsta mánuði eru fyrstu bæjarstjómarkosningarnar í Mosfellsbæ. MosfeUssveit varð að MosfeUsbæ 9. ágúst 1987. Nýtt framboð býður fram nú, E- listi Einingar. Að Ustanum standa minnihlutaflokkarnir, bæði þeir sem eiga fuUtrúa í bæjarstjóm og eins þeir sem ekki eiga þar fulltrúa. Það eru: Alþýðuflokkur, Alþýðubanda- lag, Framsóknarflokkur og Kvenna- Usti sem standa að Einingu. Með framboði Einingar er þess freistað að ná meirihlutanum af Sjálfstæðisflokki. Við síðustu kosn- ingar var Framsóknarflokkur mjög nærri því að ná inn manni á kostnað fimmta manns Sjálfstáeöisflokks. Með sameiginlegu framboði er reikn- að með að atkvæði nýtist betur og því meiri möguleiki en áður að feUa meirihlutann eftir 16 ára forystu í sveitarfélaginu. -sme Magnús Sigsteinsson, SjálfstæöisflokM: Mosfellsbær paradís íþrótta- og útilífs „MosfeUsbær er paradís íþrótta- og útivistarfólks. A yfirstandandi kjörtímabili hefur helsta fram- kvæmd á vegum bæjarins verið á íþróttasvæðinu að Varmá. Fjárhags- staða bæjarsjóðs er nyög góð. Það er okkar markmið að halda stöðu bæj- arsjóðs sterkri. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir er staöan góð. Þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp,“ sagði Magnús Sigsteinsson sem skipar efsta sæti framboðsUsta Sjálfstæðisflokks. Magnús sagði að nú væru helstu framkvæmdir bygging íbúða fyrir aldraða. Fjórtán íbúðir eru í húsinu sem er tilbúið að utan en fokhelt að innan. Stefnt er að því að fuUgera húsið og taka í notkun fyrri hluta árs ! „Fegrunumhverfisinsogumhverf- ismál almennt vega og munu vega þungt. Það verður mikið unnið í þeim málum eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. MosfeUsbær fékk viðurkenningu frá Sambandi sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna framtaks í umhverfismálum á þessu ári. Við höfum fengið verulega úrbót í umferðaröryggismálum þar sem hringtorgin eru. Sú aðgerð hefur virkað vel. Það hefur dregið mikið úr hraða. En það þarf frekari úrbæt- ur - sérstaklega á mótum Þverholts og Vesturlandsvegar. Við höfum lokið skipulagi að nýju íbúðahverfi vestan við Tangahverfi. Það er okkar stefna að ganga frá götum og gangstéttum jafnharðan. Hvað varðar atvinnumál ætlum við að hafa mikið framboð af lóðum fyr- Magnús Sigsteinsson sem skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæð- isflokks. DV-mynd GVA ir atvinnurekstur og stilla gjöldum á atvinnurekstur í hóf,“ sagði Magnús Sigsteinsson. -sme Halla Jörundardóttir, Einingu: Viljum ekki sorp- urðun í Álfsnesi „Sorpurðun í Álfsnesi er eitt þeirra mála sem við erum með á okkar stefnuskrá. Við munum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að sorp veröi urðað í Álfsnesi. Okkur þykir meirihlutinn hafa sýnt þessu stóra máli lítinn áhuga,“ sagði Halla Jörundardóttir sem skipar efsta sæti á framboðslista Einingar. Halla sagöi að það þyrfti að gera sérstakt átak í húsnæöismálum. Byggð í Mosfellsbæ væri mjög ein- hæf og til dæmis væru þar aðeins tvö fjölbýhshús. „Það þarf að gera átak bæði fyrir ungt fólk og ekki síður gamalt fólk sem vih minnka við sig. Þá þarf að fjölga hér félagslegum íbúðum. Við munum styðja viö Búseta en búið er að stofna Búsetafélag hér. Atvinnumálin eru ofarlega á stefnuskrá okkar. Atvinnutækifær- um hefur fækkað vegna samdráttar og gjaldþrota fyrirtækja. Það þarf því að gera átak í atvinnumálum. Mos- fellsbær er bæjarfélag í alfaraleið og hggur því vel við fyrir atvinnurekst- ur ýmiss konar. Það þarf að auka þjónustu fyrir börn og unghnga. Þá vh ég nefna öryggismál barna. Það vantar fleiri göngustíga og þeim sem fyrir eru er ábótavant. Það þurfa að koma örugg- ar leiðir yfir Vesturlandsveginn. Sjálfstæðismenn segja að fjárhagur bæjarins sé traustur. Ef svo er því hafa þeir þá ekki gert meira fyrir íbúana? Það er engin dagvistun fyrir yngri en tveggja ára böm og það vantar skóladagheimih. Það má hraða byggingu íbúða fyrir aldraða. Halla Jörundardóttir sem skipar efsta sæti á framboðslista Einingar. DV-mynd GVA Það er hægt að telja upp margt fleira, til dæmis samgöngumálin. Ferðir milh Reykjavíkur og Mosfehs- bæjar eru á klukkutímafresti. Þetta er mál sem þarf að bæta,“ sagði Halla Jörundardóttir. -sme Stjómmál KOSNINGAR1990 H«ukur L. H«uk»»on ofl Slgufjón Egll—on MOSFELLSBÆR D Úrslitin 1986 Við kosningamar 1986 fékk Al- þýðuflokkur 240 atkvæði og einn mann kjörinn, hafði einn áður. Framsóknarflokkur fékk 194 at- kvæði og engan mann. Flokkur- inn bauð ekki fram 1982. Sjálf- stæðisflokkur fékk 979 atkvæði í kosningunum 1986 og fimm menn kjöma - bætti við sig einum. Al- þýðubandalag fékk 357 atkvæði og einn mann. Alþýðubandalagið bauð ekki fram 1982. 1982 var M-hsti félagshyggjumanna. List- inn átti tvo menn í hreppsnefnd. Flokkur mannsins bauð fram 1986 og fékk 22 atkvæði og engan kjörinn. Þessi vom kjörin í sveitarstjóm 1986: Oddur Gústafsson (A), Magnús Sigsteinsson (D), Helga Richter (D), Óskar Kjartansson (D), Þór- dís Sigurðardóttir (D), Þengih Oddsson (D) og Aðalheiður Magnúsdóttir (G). Framboóslisti Sjálfstæðisflokks: L Magnús Sigsteinsson bútækniráðunautur. 2. Helga A. Richter kennari, 3. Hhmar Sigurðsson viðskiptaíræðingur. 4. Þenghl Oddsson heilsugæslulæknir. 5. Guöbjörg Pétursdóttir markaðsráðgjafi. 6. Guðmundur Davíösson vélsmiður. 7. Valgerður Sverrisdóttir augl- og markaösráögjafi. 8. Jón Baldvinsson framkvæmdastjóri. 9. Svala Ámadóttir bókari. 10. Bjarni Steinar Bjarnason sölustjóri. 11. Hafsteinn Pálsson yfirverkfræðingur. 12. Helgi Kr. Sigmundsson læknanemi. 13. Sigurður Jón Grímsson tölvujiarfræðingur. 14. Þórdis Sigurðardóttir skrifstofustjóri. Framboðslisti Einingar: 1. Halla Jörundardóttir fóstra. 2. Oddur Gústafsson sölustjóri. 3. Gylfi Guðjónss., ökukennari. 4. Kristín Sigurðardóttir skrifstofukona. 5. Jónas Sigurðss., húsasmiður. 6. Ólafur H. Einarsson húsasmiður. 7. Sveingerður Hjartardóttir bókari. 8. Áslaug Hauksdóttir leirhstarkona. 9. Pétur Hauksson læknir. 10. Ríkharð Öm Jónsson bflamálari. 11. Ævar Sigdórsson bílarafvirki 12. Dóra Hlín Ingólisdóttir rannsóknarlögreglukona. 13. Soffia Guðmundsdóttir hjukrunarfræðingur. 14. Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.