Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. Útlönd Liz Taylor alvarleaa veik Leíkkonan þekkta, Elizabeth Taylor, liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi í Kaliforniufylki í Bandaríkjunum. Símamynd Reuter Kvikmyndalelkkonan Elizabeth Taylor liggur nú alvarlega veik með luagnabólgu á gjörgæsludeDd St. John's sjúkrahússins í Santa Monica í Kalifomíufylki í Bandaríkjunum. Læknar viö sjúkrahúsið tóku veöar- sýni úr öðru lunga hennar á sunnudag til að reyna að komast orsökum lungnabólgu sem hún er með. Taylor, sem nú er 58 ára gömul, var fyrst lögö inn á sjúkrahús í Los Angeles fyrir tveimur vikum og var þá með háan hita. Hún var færð á St. John’s sjúkrahúsið fyrír viku og á gjör- gæsludeild síðastliöinn föstudag, að því er blaðafulltrúi hennar í New York skýröi frá í gær. í yfirlýsingu blaöafulltrúans segir að líðan leikkonunar sé betri í kjöl- far aðgerðar læknanna á sunnudag þegar vefjarsýni var tekiö úr lunga hennar. Þar segir einnig að læknarnir séu ánægöir með framför hennar. Fangauppreisnin að fjara út Fangarnir, sem tóku Strangeways-fangelsið i Manchester í Bretlandi á sitt vald fyrir tæpum mánuði, hafa heitiö því aö láta af uppreisn sinni og gefa sig á völd yfirvöldum klukkan tvö aö staðartíma í dag. Lögregla og fangaverðir handtóku einn uppreisnarfanganna í gær en fangarnir hafa nú haft hluta fangelsisins á sínu valdi frá 1. þessa mánaðar. Ekki er ljóst hvort föngunum er alvara meö loforöi sínum um að gefast upp. Sumir telja að þetta sé bara enn eitt bragðið af þeirra hálfu. Fanga- verðir hótuðu því í gær að grípa til harkalegri aðgerða en þeir hafa beitt hingað til losni ekki um deilu fanganna og yfirvalda innan sólarhrings. Lelta að upprana veraldar Embættismenn' við bandarísku geimíérðastofnunina vonast 01 aö geimskutlan Discovery fari í loftiö í dag, þriðjudag, en þá verður öðru sinni reynt aö skjóta henni á loft. Embættismennirnir segja að þau tæknivandamál, sem komu í veg fyrir aöfiaugin færi i loftið eins og áætlað var þann 10. þessa mánað- ar, hafi verið lagfærð. Þeir sögðu einnig að veðurspáin lofaði góðu fyrir flugtak. Fimm geimfarar verða um borð í Discovery og veröa þeir á ferð og flugi um geiminn í fimm daga. Verk þeirra er aö koma fyrir geimkíki, Hubble kíkinum. Þessi kíkir, sem íostaði alls 2,5 milljarða dollara, gerir geimförunum kleift að horfa aftur til fortíöar, ef svo má að oröi komast, allt til upphafs heimsins. Vísindamenn vonast neftiilega til að meö kíkinum geti þeir sannaö svo aö ekki verði um villst að heimurinn hafi orðið til i kjölfar míkillar spreng- ingar fyrir 20 milljöröum ára. Geimfaramir munu nota kíkinn til að leita eftir fiarlægum sfiömuþokum og öörum fyrirbærum í geimnum og verö- ur kunnátta sú sem þeir afia þannig hluti leitarinnar að upprana veraldar. Róstur í Nepal Vonast er til að bandaríska geim- skutian Discovery fari i ioftið um hádegisbilið í dag, að íslenskum tíma. Símamynd Reuter . —— ...................—i ■ i .. ............. Sex manns, þar af fjórir borgarar, létust f Nepal i gær þegar blóðugar róstur brutust út f höfuðborginnl Kathmandu. Símamynd Reuter Að minnsta kosti sex manns létu lífið í róstum í Kathmandu, höfuð- borg Nepal, í gær. Flest dauðsföllin urðu þegar lögregla vopnuö byssum réðst á mótmælendur sem voru að láta í ljósi anduð sína með að konung- ur skuli enn hafa mikil völd. Fyrir fiórum dögum, í kjölfar mikilla og blóðugra mótmæla stiórnarandstöðunnar, tók við völdum samsteypu- sljórn kommúnista, frjálslyndra og mannréttindasinna. Þrátt fyrir það eru íbúar þessa lands óvissir um hversu mikfi völd Birendra konungur kemur til með að hafa. Konungur er enn, samkvæmt lagabókstafnum, einvaldur í Nepal og það á eftir aö koma í ljós hvaö hann er fús tíl aö afsala sér miklum völdum í hendur borgaralegrar sfiórnar. Dregið hefur úr bílaumferð í Litháen en bensín er nú skammtað. Efnahagsþvinganir Moskvu eru farnar að segja til SÍn. Símamynd Reuter Beitir Bush refsiaðgerðum? Bush Bandaríkjaforseti átti í gær fund með æöstu ráðgjöfum sínum til að ræöa til hvaöa aðgerða, ef nokk- urra, Bandaríkjastjórn ætti að grípa vegna efnahagslegra þvingana Sov- étstjórnarinnar gegn Litháum. Þetta kom fram í máli bandarískra emb- ættismanna í gær. í viötali við Reut- er-fréttastofuna í gær sagði háttsett- ur bandarískur embættismaöur að hann teldi fundinn hafa veriö til að skoöa stöðuna og meta aöstæður frekar en að taka ákvarðanir. Margir bandarískir embættismenn telja aö Bush muni tilkynna í dag til hvaða aðgerða hann mun grípa vegna ástandsins við Eystrasalt. Þeir telja líklegt aö mótsvar Bandaríkj- anna veröi á efnahagslega sviðinu, s.s. að dregið veröi úr undirbúningi aö gagnkvæmum fiárfestingarsamn- ingi ríkjanna. Annar mótleikur kann að vera sá aö stjórnvöld í Bandaríkj- unum styðji ekki þá viðleitni Sovét- manna aö fá aukaaðild að Gatt, al- þjóöasamkomulagi um tolla og viö- skipti. Bandaríkin hafa heitiö því aö ekki veröi gripið til banns við korn- sölu til Sovétríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur veriö treg- ur til að beita Sovétmenn refsiað- gerðum af einhverju tagi til að grafa ekki undan stöðu Mikhails Gor- batsjovs Sovétforseta innan Sovét- ríkjanna. Þá segja sérfræðingar aö þíðan í samskiptum stórveldanna og umbæturnar í Austur-Evrópu eigi hér hlut að máli. *» í Litháen í gær hófust starfsmenn einu olíuvinnslustöövarinnar í lýð- veldinu handa við að loka henni. Ástæðan var sögö skortur á hráefni en olíuflutningar til Litháen hafa verið stöövaöir. Fastlega er búist viö að dregið verði úr starfsemi í öörum verksmiðjum fljótlega en efnahags- þvinganir Moskvu eru þegar farnar aö segja til sín. Moskvustjórnin hefur lýst því yfir að hún sé ekki að reyna að knésetja Litháa og að hún muni ekki fara fram á að fullveldisyfirlýs- ingin frá 11. mars verði dregin til •baka. Sendinefnd á vegum Litháen er nú í Moskvu og mun reyna að hefia samningaviðræður við sovésk stjórnvöld í dag. Reuter * Refsiaðgerðir Sovétmanna gegn Litháum: Viðtæk áhríf SOVET- RÍKIN Miklir vöruflutningar fara um landamæri Litháen, til beggja átta. Efnhags- þvinganir Moskvu gegn íbúunum vegna sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra munu því hafa áhrif bæði í og utan Litháen. Efnahagslegar refsiaðgerðir yfir- valda í Moskvu gegn Litháen, svo sem stöðvun á olíu- og gasílutning- um, geta komið í veg fyrir ílutning á ýmsum nauðsynlegum vörum frá Litháen til sovésks iðnaöar. Sam- kvæmt fréttaritara breska blaðsins Financial Times í Moskvu framleiða að minnsta kosti 20 af þeim 150 stóru ríkisfyrirtækjum sem eru í Litháen vörur sem eru nauðsynlegar fyrir sovéskan iðnað og sem ekki eru framleiddar annars staðar í Sovét- ríkjunum. 'Það sem hér er um að ræða er meðal annars fiöldi varahluta í bif- reiðar og hlutir til rafmagnsiðnaðar- ins og hergagna. Auk þess framleiða Litháar sjónvörp, ísskápa og reið- hjól. Þá selja bændur í Litháen kjöt og nfiólkurvörur til stórborga annars staðar í Sovétríkjunum. Helmingi allrar útflutningsolíu Sovétríkjanna er skipað út í hafnar- borginni Klaipeda í Litháen og ekki er talið óhugsandi aö stöðvun olíu- flutninga til Litháen geti haft áhrif á olíuútflutninginn úr landi. Litháar lýstu því yfir í síðustu viku að þeir heföu nægar olíubirgðir í lýð- veldinu til sex vikna og nóg gas til tveggja vikna. En að eftir það myndi stór hluti iðnfyrirtækjanna lamast. Slíkt kynni, þótt kaldhæðnislegt sé, að koma harðast niður á Rússum í Litháen því þeir era meirihluti starfsmanna í verksmiðjunum. Að- eins eitt kjamorkuver er í Litháen. Það er reyndar mjög umdeilt og era kjarnaofnar þess oft lokaðir vegna bilana. Litháar eru algjörandi háðir Sovétríkjunum varðandi orku. Erfitt mun vera að senda nægilega olíu til Litháen með lestum eða flug- vélum frá Vesturlöndum. Helsti möguleikinn virðist vera að nota skip en öll þau skip sem Litháar gætu notað eru undir yfirráöum Moskvu. Enn eitt vandamáliö er að allur vestrænn gjaldmiðill, sem Litháar hafa aflað, er frosinn inni á reikningi í Moskvu. Þess vegna geta Litháar ekki greitt með vestrænum gjald- miðli fyrir olíu sem þeir myndu hugsanlega kaupa frá Vesturlönd- um. Þeir útiloka hins vegar ekki aö þeir geti útvegað sér olíu þaðan. Áhrif á samskipti stórveldanna Efnahagsþvinganir af hálfu Moskvustjórnarinnar geta einnig haft veruleg áhrif á samskipti Sovét- ríkjanna viö önnur ríki s.s. tilraunir Gorbatsjovs forseta til frekari efna- haglegs samstarfs við Vesturlönd, að mati sérfræðinga. Þeir segja einnig að deilurnar við Eystrasalt geti haft slæm áhrif á samskipti stórveldanna þótt ólíklegt sé að fyrirhuguðum leið- togafundi Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna veröi frestað. Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, James Baker, hefur sagt að aðgerðir Moskvu gegn Litháen gæti leitt til minnkandi stuðnings Bandaríkjastjórnar við umbótaherferð Sovétforseta. Fréttaskýrendur segja að ágrein- ingur Litháa og Moskvuvaldsins hafi haft í för með sér alvarlegustu kreppu sem Sovétforseti hafi þurft að horfast í augu við á sfiórnmála- ferli sínum. Ef Litháar fara með sigur af hólmi í þessari deilu kann svo að fara að íbúar annarra lýðvelda feti í fótspor þeirra. Það kynni einnig að leiða til vaxandi andstöðu harðlínu- manna í kommúnistaflokknum gegn Gorbatsjov sem og aukinnar hættu á valdaráni hersins. Ef aftur á móti Gorbatsjov fær sínu framgengt gæti farið svo aö kalda stríðið tæki sig upp á nýjan leik. Þá kann einnig svo aö fara að vonir so- véska forsetans um aukna tækniað- stoð Vesturlanda sem og efnahagsleg aðstoð bregðist. Reuter, Ritzau og NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.