Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. íþróttir________________ Sport- stúfar Benfica, sem leikur til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða gegn AC Milan, náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn einu af botnlið- inum í 1. deild portúgölsku knatt- spyrnunnar um helgina. Það var Svúnn Mats Magnusson sem skoraöi mark Benfica úr auka- spymu af um 30 metra færi og er hann langmarkahæstur í deildinni meö 30 mörk. Önnur úrslit í deildinni urðu þessi: Be- lenenses - Madeira 1-1, Boa- vista - Portimonense 1-0, Braga - Maritimo 3-0, Chaves- Guimaraes 0-0, Amadora - Pen- afiel 0-1, Setubal - Beira Mar 0-0, Tirsense - Sporting 1-1. Porto er í efsta sæti með 50 stig og á leik til góða, Benfica 47, Guimaraes 40, Sporting 40 stig. Sanchez markahæstur á Spáni Mexíkóbúinn Hugo Sanchez er enn markahæstur í l. deíld spænsku knattspymunnar. Sanchez skoraði tvö af mörkum Real Madrid um helgina og hefur skorað 35 mörk. Austurríkismað- urinn Anton Polster, Sevilla, kemur næstur með 31 mark. Á Ítalíu hefitr Hollendingurinn Marco Van Basten skoraði flest mörkin eða 19 alls og þeir Ro- berto Baggio og Maradona koma næstir meö 16 mörk. í Hollandi er Brasilíumaðurinn Romario, sem leikur með PSV, markahæst- ur meö 23 mörk, Wim Kieft, PSV, er raeð 19 mörk ásamt Harry van der Laan leikmanni með Den Haag. Bretí vann Lundúna- * maraþonhlaupið Bretinn Allistair Hutton sigraði á sunnudaginn í 10. Lundúna- maraþoninu. Hutton hljóp á tím- anum 2 klukkustundir 10 raínut- ur og 10 sekúndur. Annar varö ítalinn Salvatore Bettiol á 2:10,10 og þriöji Spánverjinn, Juan Ro- mera, á tímanum 2:10,48 sekúnd- ur. í kvennaflokki sigraði pólska stúlkan Wanda Panfil á timanum 2:26,31. Ólafur Haukur vann skjaldarglímuna Ólafur Haukur Ólafs- son, KR, sigraöi í skjaldarglímu Ár- manns sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardaginn. Ólafur vann allar sínai- glímur mjög örugglega og hlaut samtals fimm vinnínga. Þetta var í 7. sinn sem Ólafúr vinnur skjaldarglimuna og vann hann sinn annan skjöld til eignar með því að vinna hann þrisvar i röð. Annar í glímunni varö Jón Birgir Valsson, KR, sem hlaut Qóra vinninga og í þriðja sæti Helgi Bjarnason, KR, sem fókk 2Vz vinning. Stórsigur KR-inga gegn Leikni KR-ingar unnu stórsigur gegn Leikni á Reykjavíkurmótinu i knattspyrnu. Ragnar Margeírs- son opnaði markareikning sinn hjá félaginu með því að skora tvö mörk. Pétur Pétursson skoraði einnig tvö mörk, Þormóður Egils- son og Rúnar Kristinsson skor- uðu eitt mark hvor. Jóhann Við- arsson skoráöi eina mark Leikn- is-hösins. Útisigur hjá Bristoí Rovers Tranmere tapaði á heimavelli fyrir Bristol Rovers, 1-2, í 3. deild ensku knattspymunnar í gær- kvöldi. Einn leikur var háður í 4. deild, Stockport sigraði Cam- bridge, 0-2. Tyrkneska knattspyman: Atli borinn á gullstóli - skoraði með skalla 1 góðum sigri „Það ríkti mikil taugaveiklun í leik beggja liða enda leikurinn afar mikil- vægur fyrir bæði Hðin. Það eru fjórar umferðir eftir í 1. deild og ég hef trú á að okkur nægir að fá þrjú stig til viðbótar til að gulltryggja sæti okkar í deildinni," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, en á sunnudag sigraði lið hans, Genc- lerbirligi, á heimavelli lið Adana- demispor, 2-0. Það virtist allt ætla að stefna í markalaust jafntefli en þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Atli Eðvaldsson með skalla eftir aukaspyrnu og ætlaði allt að verða vitlaust á vellinum í Ankara á meðal 30 þúsunda áhorfenda eins og Ath komst að oröi í samtali við DV í gær- kvöldi. Aðeins mínútu síðar bætti Genclerbirligi við öðru marki úr vítaspyrnu. Strax eftir leikinn hljóp fiöldi áhorfenda inn á völlinn og var Átli Eðvaldsson borinn á gullstóli til búningsherbergis. Atli og félagar eru nú í 10. sæti en eftir keppnina í vor verður breyting gerð á deildarkeppninni sem felur í sér að liðum verður fækkað um tvö. „Þetta keppnistímabil er búið að vera erfitt og ég verö feginn að komast heim til íslands í sumarfrí en deild- inni lýkur 20. maí,“ sagði Atli Eð- valdsson. -JKS Deilakeppnin í badminton: D-lið TBR vann Deildakeppni Badmintonsam- bands íslands fór fram um helgina í húsi TBR við Gnoðarvog. Mest spennandi keppni varð í 1. deild en þar sigraði d-lið TBR eftir harða keppni við a, b og c-lið TBR og a-lið KR. í sigurliði d-Hðs TBR voru Guð- mundur Adolfsson, Snorri Ingvars- son, Sigfús Ægir Árnason, Skarphéð- inn Garðarsson, EHsabet Þórðardótt- ir og Hanna Lára Köhler. í 2. sæti varð a-liö TBR en athygli vakfí að lið í A mætti ekki til leiks og verður liðið að keppa í 3. deild á næsta ári. Lið Víkings sigraði í 2. deild eftir að hafa unnið alla sína andstæðinga og fer því upp í 1. deild í stað ÍA. HSK mætti ekki til leiks og fellur því nið- ur í 3. defld. SigurUð Víkings skipuðu Frímann Ferdinandsson, Kristján Kristjánsson, Viðar Gíslason, Andri Stefánsson, Valgeir Magnússon, Helgi Magnússon, Helga Þórisdóttir, Hafdís Þórisdóttir, Hafdís Böðvars- dóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Hólmfríður Einarsdóttir og Jenný Brynjarsdóttir. Lið Badmintonfélags Hafnaríjarð- ar sigraöi í 3. deild og leikur því í 2. _ deild að ári. Sigurlið BH var þannig ’ skipað: ® Þórhallur Jóhannesson, Heimir Sverrisson, Árni Sigvalda- son, Kjartan Guðjónsson, Sigurður Friðfinnsson, Sigurður Asgeirsson, Kristján Óskarsson, Guðrún Péturs- dóttir, Helga Björnsdóttir, Stella Mathíasdóttir og Drífa Þórarinsdótt- ir. -GH • Sigursveit d-liðs TBR í deildakeppni Badmintonfélags íslands. Fram og Stjarnan leika til úrslita Fram og Stjaman leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í handknattleik. UndanúrsUtaleikir keppninnar voru í gærkvöldi. í Vestmannaeyjum sigraði Fram ÍBV í hörkuleik, 21-17, eftir að staðan í hálfleik var 13-10 þeim í vfl. Markahæstar hjá Fram voru þær Guðríður með 6 mörk og Arna með 5 mörk og stóðu þær sig einna best. Hjá ÍBV bar mest á útiskyttunum, þeim Helgu sem skoraði 7 mörk og Andreu sem var með 6 mörk. Stjarnan átti ekki í erfiðleikum með reynslulítið Uð Selfoss, vann, 37-20, eftir að staöan í hálfleik var 21-7 henni í vil. Markahæstar hjá Stjörnunni voru Ragnheiður meö 12 mörk og Erla með 7 mörk. Hjá Selfossi var Auður markahæstmeð6mörk. -BG ÍBR KRR REYKJAVIKURMOT MEISTARAFLOKKUR KARLA Kl. 20.30 ÁRMANN - FRAM Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL • Jón Otti Ólafsson. DV-mynd HH Páll Kolbeinsson var u leikmaður úrvalsdeildar í körfu leiksmanna fór þá fram. Páll v< ara KR og átti glæsiiegt keppr ir, Keflavík, var kjörin besti leil nýliðinn í deildinni var kosinn vík. Friðrik Rúnarsson, Njarðví urinn, Jón Otti Ólafsson var kc án Möller efnilegasti dómarinn þau Páll og Björg með viðurken ♦ *B<_ A-sveit Akureyringa vann síð- ustu grein Skiöamóts íslands sem lauk í Bláflöllum í gærmorgun, 3x10 km boðgöngu karla, eftir hörkukeppni við A-sveit Ólafsfirð- inga. Fyrir síðasta hringinn höfðu ÓI- afsfirðingar 45 sekúndna forskot en Haukur Eiríksson vann það upp með glæsibrag og kom í mark 20 sekúndum á undan Sigurgeiri Svavarssyni, sem gekk lokahring- inn fyrir ÓMsfirðinga. Auk Hauks voru í sigursveitinni þeir Kristján Ólafsson og Rögn- valdur Ingþórsson og fengu þeir timann 1 klukkustund, 47,14 mín- útur, en Ólafsfirðingar 1:47,34. Fyrh Ólafsfirðinga gengu Sigur- geir, Kristján Hauksson og Ólafur Björnsson. Sveit Siglfirðinga hafnaði í þriðja sæti á 1:56,56 en hana skipuðu Sig- uröur Sverrisson, Ólafur Valsson og Gísli Valsson. Alls tóku sjö sveitir þátt í göngunni. -VS Stúlknamót i Kopavogi Hið árlega knattspyrnumót stúlkna, sem knattspyrnudeild Breiðabliks og verslunin GuU & silfur hf. standa jafnan fyrir, fer fram í Kópavogi dagana 20.-22. júlí í sumar. Keppt verður í 2., 3. og 4. flokkí kvenna og hefur nú 2. flokknum veríð bætt víð i fyrsta skipti. í fyrra voru þátttakendur 540 frá 17 félög- um i 3. og 4. flokki og reikna má með meiri flölda í þetta skipti. Mótið er nú haldíð í sjötta sinn. Þátttökutflkynningar þurfa aö berast fyrir næsta fóstudag, 27. apríl, og sendist tfl 'knattspyrnu- defldar UBK, pósthólf 351, 202 Kópavogi. í öllum tlokkum má senda a- og b-lið til keppni. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Breiöabliks, sími 43699 kl, 14-18 virka daga, og hjá Þor- leifi (46289) og Imrarni (43341). Úrslital i NBA a< - riðlakeppninni Úrslit í síðustu leikjunum í NBA-defld- inni í körfuknattleik í fyrrinótt urðu þessi: Úrslitakeppnin hefst innan tíðar. New Jersey-Orlando.102-110 Cleveland-New York.115-98 Detroit-Chicago...111-106 76ers-Boston 98-118 SA Spurs-Phoenix 108-93 W ashington-Indiana 117-127 Denver-Minnesoa 115-108 Golden State-Seattle.... ....124-122 Dallas-Charlotte 118-107 Houston-Utah 100-88 Portland-LA Lakers 130-88 Lokastaðan í riðlunum varð þessi. X er merkt við þau lið sem keppa til úrslita: Atlandshafsriðill x76ers ..53 29 64,6% xBoston ..52 30 63,4% xNewYork ..45 37 54,9% Washington ..31 51 37,8% Miami ..18 64 22,0% New Jersey... ..17 65 20,1% Miðriðill xDetroit ..59 23 72,0% undanúrsHt í sænsku bikarkeppninni I kr flmmtudagskvöld. Það var Gunnar Gísla skoraði sigurmarkið i leiknum með skalla sínu sæti í undanúrslitunum ásamt þremui borg og Djurgárden. Hácken dróst gegn I 24. mai. Hácken hefur lokið einum leik í 1. deik 0-2, og er liðið líklegt tfl að berjast um sæl í stöðu miðvarðar en Ágrist Már Jónsson meiðsla á hálsi sem hann hlaut í landsleik ge

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.