Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990.
Fréttir
Alþingi á í erfiðleikum með framkvæmdavaldið:
Ráðherrar vilja stjórna
eftirlitsmönnum Alþingis
Olafur Ragnar Grimsson fjármálaráöherra hefur haft uppi tilburöi til að
stjórna eftirlitsmönnum Alþingis. Þar eð hann situr ekki á þingi þá hefur
það birst í störfum hans hjá framkvæmqavaldinu.
„Viröulegi forseti. Þaö hefur nokk-
uö færst í vöxt hér á Alþingi á undan-
fornum árum að bornar eru fram
fyrirspumir um margvíslegar upp-
lýsingar. Oft éru hér á ferðinni óskir
um upplýsingaöflun sem í reynd er
meiri háttar rannsóknarverkefni.
Mér finnst nokkuð skorta á um að
háttvirtir alþingismenn og kannski
einnig stjórnendur þingsins geri sér
nægilega grein fyrir því hvaö mikið
starfsálag er orðið hjá ráðuneytum
og stjómarskrifstofum við að svara
þessum ítarlegu fyrirspurnum eða
svara margvislegum erindum frá
umboðsmanni Alþingis eöa öðram
þeim sem á vegum Alþingis leita eft-
ir upplýsingum.
Hér er á ferðinni fyrirspurn sem
er mjög gott dæmi um þetta. Ég
treysti mér ekki til aö svara þessari
fyrirspum hér og nú einfaldlega
vegna þess að mat hefur leitt í ljós
að það er um það bil ársverk að afla
þeirra upplýsinga sem hér er farið
fram á og heildarkostnaður væri í
kringum 1 milljón króna.“
Þannig mæltist Ólafi Ragnari
Grímssyni fjármálaráðherra í fyrir-
spurnartíma Alþingis 23. nóvember
síðastliðinn. Fyrirspurn Láru V. Júl-
íusdóttur, varaþingmanns Alþýðu-
flokksins, um barnsburðarleyfi var
því aldrei svarað.
Það er fátítt að fyrirspurnum sé
ekki svarað í einhverri mynd þegar
þær á annað borð hafa verið sam-
þykktar. Fyrirspurnir á Alþingi eru
almennt taldar mjög mikilvægar fyr-
ir löggjafasamkomuna til að fylgjast
með störfum framkvæmdavaldsins.
Þreytast ráðamenn seint á því að lofa
mikilvægi og nauðsyn fyrirspurna
þannig að ummæli fjármálaráðherra
era nokkuð ný af náhnni.
Þessi ummæh era reyndar einnig
tekin sem dæmi um það hve Alþingi
á undir högg að sækja gagnvart
framkvæmdavaldinu. Þetta hefur ef
til vill birst hvað skýrast í meðferð
fjárlaga í gegnum tíðina en það er
nánast orðin hefð að ráðamenn deih
út peningum án þess að lagasam-
þykktir séu þar fyrir. Hefur komið
fyrir lítið þó fulltrúar fjárveitinga-
nefndar hafi reynt að gera uppsteyt
öðra hvoru enda hefur stundum
virst sem þar fylgi ekki hugur máli.
Angi af þessu sama er að vilja
stjóma eftirhtshlutverki Alþingis.
Eðhlegt virðist vera að veita Alþingi
og eftirlitsstofnunum þess þær upp-
lýsingar sem það leitar eftir, þó að
auðvitað sé sjálfsagt að gera grein
fyrir þeim kostnaði sem því er sam-
fara.
„Okkar fámennu ráðu-
neyti...“
í lok ræðu sinnar er ekki annað að
sjá en að fjármálaráðherra leggi til
breytingu á fyrirspurnum alþingis-
manna: „Ég held að það sé orðið
nokkuð brýnt að ákveðiö mat sé lagt
á það áður en fyrirspumir koma
fram hvort hægt sé að ætlast til þess
að þeim sé svarað á þeim skamma
tíma sem til þess er ætlaður í þing-
sköpum og einnig að ákveðið kostn-
aðarmat fari fram á því hvort réttlæt-
anlegt sé að fyrirspum sé svarað með
þeim hætti sem hún sjálf felur í sér.
Okkar fámennu ráðuneyti era því
miður það iha búin að ef taka á ein-
hvem hluta starfsmanna th þess að
svara fyrirspum yfir langan tíma þá
munu önnur verkefni í ráðuneytum
hða fyrir það.“
Vegna þessara orða upplýsti forseti
sameinaðs þings, Guðrún Helgadótt-
ir, að allar fyrirspurnir færu fyrst
fyrir forseta til samþykkis. Einnig
benti hún á að það væri óvenjulegt
að ráðherra svaraði ekki fyrirspurn.
Umboðsmaður Alþingis
sveltur til hlýðni
Fyrirspumir era þó ekki eina að-
ferð Alþingis th eftirlits með fram-
kvæmdavaldinu. Auk þeirra hefur
nýlega verið sett á stofn embætti
umboðsmanns Alþingis sem starfar
samkvæmt lögum númer 13 frá 1987.
Er hlutverk hans að hafa í umboði
Alþingis eftirht með stjómsýslu ríkis
og sveitarfélaga og tryggja rétt borg-
aranna gagnvart stjómvöldum
landsins. Skal hann gæta þess að
jafnræði sé í heiðri haft í stjómsýsl-
unni og hún fari að öðra leyti fram
í samræmi við lög og góða stjóm-
sýsluhætti.
Þrátt fyrir að embættið hafi ekki
verið lengi th þá hefur kastast í kekki
á mihi umboðsmannsins, Gauks Jör-
undssonar, og ráðuneytanná en þó
sérstaklega fjármálaráðherra. Deil-
an snýst um seinagang ráðuneyta við
að skha upplýsingum th umboðs-
manns og hefur verið kvartað yfir
því að þau nánast hundsuðu tilmæli
Fréttaljós
Sigurður M. Jónsson
hans. En einnig er deilt um ljárfram-
lög th umboðsmanns.
I skýrslu sinni th Alþingis fyrir
árið 1989, sem var rædd nýlega á
Alþingi, vekur umboðsmaður athygli
á að fjármálaráðherra hafi lagt til í
fjárlögum fyrir 1990 að framlag til
embættis umboðsmanns yrði lækkað
frá þvi sem umboðsmaður hefði lagt
th. Er ekki aimað aö sjá en að svelta
eigi umboðsmann th hlýðni en for-
setar Alþingis höfðu skrifað upp á
fjárbeiðni umboðsmannsins. Sam-
kvæmt heimhdum DV voru fjárveit-
ingar th umboðsmanns skomar nið-
ur um 20% í fjármálaráðuneytinu en
umboðsmaður fékk tæpar 15 milljón-
ir króna á fjárlögum.
Segir umboðsmaður að afstaða sú
sem finna má í fjárlagafrumvarpinu
th embættisins hljóti að vera alþing-
ismönnum........nokkurt umhugs-
unarefni."
Vegna þess ritaði umboðsmaður
forsetum Alþingis bréf þar sem hann
segir: „Ofangreind athugasemd hlýt-
ur að vera skýring á því hvers vegna
fjárveiting er lækkuð í fjárlagafrum-
varpinu miðað við thlögur umboðs-
manns Alþingis og forseta Alþingis.
Sú skýring er ekki skhin öðra visi
en svo að nauðsynlegt sé að setja
starfi umboðsmanns takmörk. Nú er
það hins vegar þannig að hlutverk
umboðsmanns er markað í lögum nr.
13/1987 og reglum nr. 82/1988 sem
Alþingi hefur sett. Þar er kveðið á
um störf hans og starfshætti. Ég tel
að hvorki umboðsmaður Alþingis né
Alþingi geti unað við það að hand-
hafar stjórnsýsluvalds taki fram fyr-
ir hendur Alþingis.“
í umræðu um skýrslu umboðs-
manns á Alþingi frá 23. mars síðast-
hðnum kemur fjármálaráðherra inn
á þá skoðun sína að óhóflega mikill
tími fari í að svara erindum umboðs-
manns og nefnir hann reyndar einn-
ig Ríkisendurskoðun th sögunnar.
Reynt að hefta Ríkisendur-
skoðun
„Við verðum oft varir við pirring
ráðamanna út í okkur en það er
greinhegt að þeim finnst að við eig-
um ekki að fjalla um mörg stjóm-
sýslumál eins og við teljum okkur
eiga að gera. Það hefur. því verið
reynt að hefta okkar verksvið," sagði
einn starfsmanna ríkisendurskoðun-
ar í samtali við DV.
Það er ekki nema tvö ár síðan ríkis-
endurskoöun var færð undir stjórn
Alþingis og hefur það greinhega haft
mikh áhrif á störf stofnunarinnar.
Er ekki laust við að gustað hafi frá
stofnunni og hefur hún fjallað um
mörg viðkvæm mál - svo sem áfeng-
iskaup ráðamanna.
Það er álit starfsmanna ríkisendur-
skoðunar að stofnunin eigi að starfa
sem sérfræðilegur ráðgjafi varðandi
framkvæmd fjárlaga. Því hefur hins
vegar verið haldiö fram að þeir eigi
ekki að „ . . . spá í hlutina heldur
eingöngu hugsa um debit og kredit,“
eins og einn starfsmaður ríkisendur-
skoðunar komst að orði.
Þegar fiármálaráðherra kynnti fyr-
ir Alþingi thlögur sínar um
.....umbætur við fiármálastjórn
ríkisins, nýskipan í samskiptum lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds á
vettvangi ríkisfiármála og um aukið
aðhald í ríkisrekstri,“ vék hann að
ríkisendurskoðun í 12. hð thlagna
sinna:
„Th að auðvelda störf þingsins aö
ríkisfiármálum verði fiárveitinga-
nefnd eða hin nýja fiárlaganefnd
gerð að heilsársnefnd, hkt og utan-
ríkismálanefnd. Eðhlegt er að fiár-
veitinganefnd eða fiárlaganefnd hafi
sjálfstæða starfsmenn. Þessi skipan
mundi efla störf nefndarinnar og
létta af því bráðabirgðaástandi að
starfsmönnum ríkisendurskoðunar
sé gert að taka þátt í daglegum störf-
um löggjafans sem ekki var ætlunin
við breytingamar á skipan stofnun-
arinnar nýverið.“
Af ummælum manna hjá Ríkisend-
urskoðun má ráða að þeir séu ekki
sammála þessu og telja þeir reyndar
að þarna æth fiármálaráðherrann að
hefta starfssvið þeirra. Er ekki annað
að heyra en að þeir hafi töluverðar
áhyggjur af þessum hugmyndum.
Þá er óljóst hvað fiármálaráðherra
ætlar með þessum thlögum sínum,
sem voru settar fram í 14. liöum, því
þær voru bara kynntar í þingræðu
og hafa ekki verið lagöar formlega
fyrir þingið.
-SMJ
Nettóhagnaður UA 90 milljónir
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Nettóhagnaður Útgerðarfélags Ak-
ureyringa hf. á síðasta ári var um
91,5 mhljónir króna. Þaö má segja
að það sé afstætt hvað sé góð útkoma
en við verðum sennhega að telja
þetta viðunandi árangur," segir
Gunnar Ragnars, annar fram-
kvæmdastjóra ÚA en aðalfundur fé-
lagsins var haldinn í gærkvöldi.
„Þessi hagnaður er 13-14% af eigin
fé í rekstri á síðasta ári og raun-
hækkun á eigin fé á árinu hækkar
að raungildi eitthvað svipaö miðað
við raunvexti. Okkar mat er að þetta
sé viðunandi miðað við ástandið í
þjóðfélaginu.“
Gunnar sagði að útgerðin og fisk-
vinnslan væra rekin sem ein heild
og því væri ekki skýr skipting þar á
mhli. En eins og hún væri bókfærð
væri um 35 milljóna króna hahi á
útgerðinni en hagnaður af vinnsl-
unni rúmlega 120 mhljónir.
„Þessi rekstur krefst mikhlar end-
urnýjunar á framleiðslutækjum
þannig að það þarf að vera verulegur
afgangur til þess,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að ekki væri neitt ákveð-
ið að gerast varðandi endurnýjun
togaraflota félagsins en senn hður
að því að það þurfi að fara að huga
alvarlega að endurnýjun togara ÚA
sem flestir era að verða 20 ára gaml-
ir.
Sandkom dv
Elskulegt
stúlkukorn
vesturáfiörð-
umhringdii
Sandkomsrit-
araogsagði
honumsögu
semhúnkvað
alvegsanna.
Húneraflækni
íBolungarvík
sem vera mun
bróðir „Palle
fraHaJlested".
Hann varð fyrir þvi óláni að vaskur-
inn stíflaöist hjá honum á jólunum.
Horföi th vandræða þar sem séð var
að ekki yrði hægt að vaska upp leir-
tauið eftír jólamáltíðimar. Læknir
hringdi í píparann á staðnum og baö
hann í guðanna bænum um að koma
og redda málunum fy rir sig. Píparan-
um var ekkertum það gcfið að fara
ut á sjálft aðfangadagskvöld og tók
ekki sériega vei í bón læknisins. Eftir
mikið tuð í simanum féhst píparinn
þó loks á að koma. Eftir andartak er
hann mættur inni í iækniseldhúsinu
og opnar þessa dæmigerðu pipara-
tösku með mörgum hæðum og hólf-
um. Upp úr miðri tangahrúgunni tek-
ur píparinn pillubréf, opnar það og
kastar einni pillu i vaskínn. Við svo
búíð pakkar hann saman og á hlaup-
unum út kahar hann yfir öxlina:
Hringdu í mig á roorgun og segöu
mér h vernig hann heíúr það.
Birnahóröar-
dóttirskrifaði
greinumaug-
lýsingarog
pólitíkíÞjóð-
viljanná
fimnmidagmn
var. Góðvinur
Sandkorns las
greininaog
fannstaö
landafræðin
iiefði skolast
eitthyaðthhjá
Birnu. í greinninni segir: „í Perú
keypti Peron sér árásir til að koma
andstæðingunum ákné...“ Sand-
kornsritari veit ekki betur en aö Per-
on hafi verið aö dandalast við þessar
uppákomur í Argentínu á sínum
iiin.i
Skódamúsík
Lítil saga
spamistutat -
frumflutningiá
óperu nokkurri
um paskana.
Þannig var.io
maðurþurfö :
bíltilaökom-
astausturyfir
fjall.Varðúraö
ihannkeýptísér
gamlan ogf'rek-
arlashurða
Skóda. Skódinn
var þó nógu góður th að skrölta á
austur á Hvolsvöh. Maðurinn lagði
af stað að kvöldi dags og gekk ferðin
vd austur aö Hveradölum. Þá fóru
að berast einkennileg hljóð undan
véiarhlífinni sem ágerðust þegar
komið var upp á Hellisheiði. Þar
skrölti Skódi gamh áfram með ógur-
legum skehum og óhljóðum, svo vart
heyrðist mannsins mál inni í bílnum,
Loks þegar komið var að Kömbunum
gafst Skódi gamli upp og steinhljóð
varðíbhnura. Þarsemþauskötuhjú-
in virða fyrir sér úrsýnið í þögninni
heyrist skyndilega í gamalkunnri
rödd í útvarpina „Þetta vartónlist
eftir Atla Heimi Sveinsson. Útvarp
Reykjavík, dagskránni er lokið.“
Kæri kollegi
Maðursatá
dýru veilhiga-
húsiogleityfir
maiswlihnn.
Hannvarírek-
arátiavihturá
svipinnen
sagði síöan við
þjóninn:
„Mér finnst
frekardýrtað
borgalSOO
krónurfyrir
einamáltíö.Ég
vona að þú gefir nú kollega þínum
afslátt."
„Ert þú iíka þjónn?" spyr þjónninn.
„Nei, éger þjófur."
Urnsjón: Haukur L. Hauksson