Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. 7 Fréttir Sambandsmenn með tæp tvö tonn af gammatoxi: Vilja selja eitrið til þriðja heimsins - þar sem notkun á efninu er bönnuð á Vesturlöndum utan íslands Samband íslenskra samvinnufé- laga íhugar nú aö flytja út um 1,8 tonn af gammatoxi, baðdufti sem notaö hefur veriö til sauöfjárböðun- ar, til einhvers þriðja heims ríkis þar sem notkun á þessu efni hefur ekki verið bönnuö. Ástæðan er sú aö bændur hafa stórlega dregið úr notk- un efnisins þó það hafi ekki verið bannað af yfirvöldum hér. Gammatox var notað hér til böðun- ar, sótthreinsunar á útihúsum og til aö eyða lús á hestum og kúm. Efnið er að fimmtungi eiturefnið lindan en það efni getur verið banvænt mönn- um og dýrum. Efnið brotnar hægt niður og hefur því getað valdið mikl- um skaða þegar baðvatni var hellt. Auk þess hefur efnið fundist í smjöri sem gert hefur verið úr mjólk af bæjum þar sem gammatox hefur ver- ið notað til að eyða lús á kúm. Að sögn Brynjólfs Sandholt yfir- dýralæknis hefur notkun á efninu minnkað á undanfórnum árum þar sem ný stungulyf hafa komið á mark- aðinn sem gera sama gagn og eyða auk þess ormum í sauðfé. Við mæl- ingar á sýnum af lambakjöti, sem send voru út til Þýskalands árið 1988, fundust engar leifar af lindan. Eins og áður sagði hefur notkun efnisins verið bönnuð víðast hvar á Vesturlöndum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga hafa það einkum veriö hestamenn sem keypt hafa efnið að undanfornu en þeir nota það til að eyða lús. Vegna minni notkunar sit- ur Sambandið uppi með um 1.775 kíló af gammatoxi sem geymt er í læstum gám. Hugmyndir hafa verið uppi innan fyrirtækisins um að losna við efnið þar sem lítil von sé um að það seljist. Líklegast er að efnið verði selt til einhvers þróunarlands þar sem notkun á gammatoxi hefur ekki veriðbönnuð. -gse Kaupmannahöfh: íslendingar skipuleggja áfengis- meðferð Yfirvöld á Frederiksbergspítalan- um í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að opna sérstaka göngudeild fyrir áfengissjúklinga í tilraunaskyni þar sem unnið verður eftir Minnesotaaö- ferðinni í meðferð áfengissjúklinga. Göngudeildarfyrirkomulagið mun verða það sama og Betty Ford Clinic í Bandaríkjunum notar. Er þetta í fyrsta skipti sem opinber stofnun í Danmörku opnar dymar fyrir Minnesotaaðferðinni, sem þekkist frá Vogi og Sogni og stunduð var á Von Veritas stöðinni í Danmörku áður en hún varð gjaldþrota. Fram til þessa hefur Minnesotaaðferðin sætt töluverðri gagnrýni í Dan- mörku. Niels Björum, yfirlæknir geðdeild- ar spítalans, hefur skipulagt starf- semi þessarar göngudeildar ásamt tveimur íslenskum áfengisráðgjöf- um, Gizuri I. Helgasyni og Guðrúnu Ó. íslandi, sem unnu á Von Veritas. Nokkur fjármögnun er eftir en leitað hefur verið til ýmissa sjóða eftir íjár- magni. Gangi fjármögnun göngu- deildarstarfseminnar upp er ráðgert að hefja starfsemina 1. maí. -hlh ' ■ ■ Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur á sunnudag og í tilefni þess var efnt til skemmtigöngu um Öskjuhlíð. Útsýnis- húsið á öskjuhlið var opnað í tilefni dagsins og fólki gafst kostur á að virða fyrir sér útsýnið þaðan. Boðið var upp á grillaðar pylsur og gosdrykki. DV-mynd BG Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3 Allir Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-6 Ib 6 mán. uppsögn 4-7 Ib 12mán. uppsögn 4-8 Ib 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir ncma Ib Sértékkareikningar 3 Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán meðsérkjörum 2.5-3 Lb.Bb,- Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Sb Sterlingspund 13.6-14.25 Sb Vestur-þýsk mörk 6.75-7.25 Sb Danskarkrónur 10.5-11 Sp ÚTLÁNSVEXTIR {%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv) 13.0 13.75 Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgenqi Almennskuldabréf 14 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgcngi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 16.5-17,5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 13.75-14.25 Bb SDR 10,95-11 Bb Bandarikjadalir 10,15-10.25 Bb Sterlingspund 15.85-17 Bb Vestur-þýsk mörk 10-10.25 Allir nema Ib Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 26 MEÐALVEXTIR óverðtr. april 90 18.7 Verðtr. april 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala april 2859 stig Lánskjaravisitala mars 2844 stig Byggingavísitala april 535 stig Byggingavisitala april 167.4 stig Húsaleiguvísitala 1,8% hækkaði 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,817 Einingabréf 2 2.637 Einingabréf 3 3.170 Skammtimabréf 1.637 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2.112 Kjarabréf 4.769 Markbréf 2.541 Tekjubréf 1.953 Skyndibréf 1.428 Fjölþjóöabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2.318 Sjóðsbréf 2 1.739 Sjóðsbréf 3 1,620 Sjóðsbréf 4 1.371 Vaxtasjóðsbréf 1.6370 Valsjóðsbréf 1.5400 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 600 kr. Eimskip 413 kr. Flugleiðir 136 kr. Hampiðjan '190 kr. Hlutabréfasjóður 176 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 373 kr. islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagið hf. 415 kr. Grandi hf. 162 kr. Tollvörugeymslan hf. 120 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn,. Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Erum að taka upp glænýja sendingu af frábærum tölvuleikjum fyrir ATARI, PC, AMIGA, COMMANDORE 64, AMSTRAD, og SPECTRUM. Eigum einnig mikið úrval af fylgihlutum fyrir tölvur Hafnarstræti 5, 2. hæð s. 21860 - 624861

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.