Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990.
15
íþróttahöllin í Kópavogsdal
Umræöur um svokallaða „Þjóð-
arhöll" hafa verið miklar eftir að
upplýst var að ríkisstjómin hafði
ákveðið að hefja viðræður við bæj-
aryfirvöld í Kópavogi um byggingu
hennar. Á bæjarstjórnarfundi, þar
sem drög að samkomulagi milli
bæjarstjómar og ríkisins voru
kynnt, kom fram að tillögur að fjár-
veitingum frá ríkinu vom aðeins
300 millj. kr. af heildarkostnaði,
sem er 954 milljónir en þá er ekki
tahnn kostnaður við Fífuhvamms-
veg. Sá samningur, sem nú liggur
fyrir, gerir ekki ráð fyrir fjárveit-
ingum í Fífuhvammsveg né önnur
umferðarmannvirki.
Þetta er óraunhæft, að mati okk-
ar sjálfstæðismanna. Hér er því um
alltof htla upphæð að ræða frá
hendi ríkisins og teljum við að taka
eigi viðræður upp á nýjum grunni.
Fjárfesting
Kópavogskaupstaðar
Eins og fram hefur komið teljum
við sjálfstæðismenn að samning-
arnir verði þungur baggi fyrir bæj-
arsjóð Kópavogs og Kópavogs-
búum ekki aðgengilegir, ekki síst
vegna þeirrar miklu fjárfestingar
sem jafnframt mun lenda á bæjar-
sjóði Kópavogs. Til þess að mögu-
legt sé að standa við samning um
fjölnota íþróttahús þarf Kópavogs-
kaupstaður að leggja í eftirfarandi
íjárfestingar:
1. Grunnskólabyggingu sem áætl-
uðer.................173mihj.kr.
2. Bílastæði sem áætluð eru
63millj.kr.
3. Breytingar áhúsinu ...84 mihj. kr.
4. Hlut Kópavogs í íþróttahúsi
.....................334mihj.kr.
Samtals fjárfesting Kópavogs
.....................654mihj.kr.
Af hlut Kópavogs greiðir UBK
...........,.........54 millj. kr.
Framlag ríkissjóös...300 mihj. kr.
Samtals án fjármagnskostnaðar
.....................954 millj. kr.
KjaUarinn
Bragi Michaelsson
bæjarfulltrúi í Kópavogi
ar frá ríkinu í Fífuhvammsveg en
hann má varlega áætla að kosti
ásamt tengingum um 200 mhlj. kr.
Eins og séð verður af þessu er
samningur þessi ekki vel undirbú-
inn af háhu meirihluta bæjar-
stjómar.
Hvað verður um aðrar
framkvæmdir?
Th þess að nálgast þetta mál frá
nýjum sjónarhóli höfum við lagt til
að hafnar verði viðræður við ríkis-
stjómina um það að verkmennta-
skólinn í Kópavogi og þar með
Hótel- og veitingaskóhnn verði
byggðir í tengslum við þetta mann-
virki. Með því að breyta hugmynd-
inni um skólabyggingu yfir í verk-
menntaskóla má ná fram ýmsum
góðum kostum fyrir þetta hús.
„Þótt Kópavogsbúar vilji mjög gjarnan
standa viö sinn hlut verður að teljast
vafasamt að bæjarstjórn geri slíka
samninga sem binda hendur bæjar-
stjórna mörg kjörtímabil án þess að
málið sé ígrundað vandlega.“
Það verður að teljast allt of mikil
einföldun að ræða aðeins um
íþróttahúsið þegar máhð er kynnt
fyrir bæjarbúum. Þessi mikla fjár-
festing er nær tvöfalt fram-
kvæmdafé Kópavogskaupstaðar
eins og það er í fjárhagsáætlun
1990. Ekki eru rædd þau skekkju-
mörk, sem gert er ráð fyrir að séu
30% í áætluninni, og hvergi minnst
á fjármagnskostnað á byggingar-
tímanum. Eðlhegt er að telja hann
til kostnaðar við bygginguna.
Þá vhjum við vekja athygh á að
grunnskólans er ekki þörf nema
að hluta til fyrr en um aldamót. Í
samningnum eru engar fjárveiting-
1. Fullkomið eldhús væri í húsinu.
2. Sali, sem tengjast skólanum, má
nýta á sýningum.
3. Vegna aðstæðna á svæðinu er
líklegt að verkmenntaskólann
mætti byggja ódýrari en við MK.
4. Fjárveitingar ríkisins og bæjar-
ins í verkmenntaskólann nýtast
í þetta mannvirki.
5. Þessi verkefni eru samkvæmt
lögum sameiginleg milh ríkisins
og bæjarins.
6. Lokið yrði viö og framkvæmt
samkomulag milli ríkisins og
Kópavogskaupstaðar frá 1983
um framhaldsskóla í Kópavogi
og Hótel- og veitingaskólann.
Öll þessi atriði styðja þá hugmynd
að þessum mannvirkjum verði
slegið saman í eitt og með sam-
starfi mihi Kópavogskaupstaðar og
ríkisins um bygginguna væri í
raun tryggð fjárveiting. Það er aug-
ljóst að með þessum samningum
verður nauðsynlegt aö setja aðrar
framkvæmdir, eins og verk-
menntaskólann, th hliðar. Þá eru
ótaldar framkvæmdir við aðra
grunnskóla, svo sem Hjallaskól-
ann, sem meirihlutinn sveik um
fjárveitingu á þessu ári og frestaði
þannig vandanum um eitt ár.
Framkvæmdafé í gatnagerð í eldri
hverfum bæjarins og margt fleira
hefur einnig verið fært yfir á næstu
bæjarstjórn. Málefni framhalds-
skólans eru ekki skólamál sam-
kvæmt skhgreiningu vinstri flokk-
anna og ekki til umræðu að búa
betur að framhaldskólanum í
Kópavogi.
Hvernig mætti
skipta kostnaði?
Eins og rakið hefur verið hér að
framan eru veigamikh rök fyrir því
að taka upp samninga við ríkis-
stjórnina, þótt síðar verði, og
breyta þessum mannvirkjum á
þann veg að Kópavogsbúar ráði við
og geti afhent íþróttahúsið á thsett-
um tíma 1994. Kópavogsbúar eru
þegar orðnir langþreyttir á seina-
gangi við framkvæmdir og í þessu
tilviki er ekki um það að ræöa að
möguleikar verði fyrir hendi að
fresta framkvæmdum.
Framundan er dýrmætur timi
sem nota verður vel og undirbúa
nýjar viðræður á nýjum grunni og
aðra kostnaðarskiptingu eins og
sjálfstæöismenn hafa lagt th. Ef
núverandi ríkisstjórn verður ekki
fáanleg th slíkra viðræðna skal á
það minnt að skammt er th nýrra
alþingiskosninga.
I slíkum viðræðum þarf aö semja
um eftirfarandi atriði:
Hlut ríkis v/íþróttahúss, verk-
menntaskólans, Hótel- og veitinga-
skólans, Fífuhvammsvegar, Am-
arnesvegar, bhastæðanna, breyt-
inga á húsinu, áhættuþáttar rílds-
ins, fjármagnskostnaðar á bygging-
artímanum.
Samningar þeir, sem nú liggja
fyrir, eru unnir í fljótræði og ekki
líklegir th að standast þegar upp
verður staðið. Þótt Kópavogsbúar
vhji mjög gjarnan standa við sinn
hlut verður að teljast vafasamt að
bæjarstjórn geri slíka samninga
sem binda hendur bæjarstjóma
mörg kjörtímabil án þess aö málið
sé ígmndað vandlega. í þessu til-
fehi hefur það ekki verið gert hvað
fjármálahliðina varðar.
Samningarnir, sem hér hafa ver-
ið gerðir, em th þess að þjóðin geti
staðið við að halda heimsmeistara-
keppni í handbolta 1995 eins og fyr-
irheit hafa verið gefin um. Kópa-
vogsbúar eru aö sjálfstögðu tilbún-
ir að leggja sitt af mörkum th þess
að svo megi verða en þetta er verk-
efni þjóðarinnar allra en ekki ein-
staka sveitarfélaga. Þegar bygg-
ingu húsins lýkur mun Kópavogur
taka að sér rekstur þess um ókom-
in ár en þaö getur þýtt vemlegan
rekstrarkostnað á ári fyrir Kópa-
vogsbúa.
Við þetta tækifæri vhjum við
sjálfstæðismenn benda á að fjöl-
mörg önnur verkefni eru óleyst í
Kópavogi. Má þar nefna gatnagerð,
sem er stórt verkefni, skólabygg-
ingar og önnur lögboöin verkefni.
Það er því útilokað að ofgera fjár-
hag sveitarfélagsins með þessari
einu byggingu svo allt annað verði
að sitja á hakanum. Þetta teljum
við okkur skylt að leiða bæjarbú-
um í Kópavogi fyrir sjónir, svo og
meirihluta bæjarstjórnar, ásamt
okkar sjónarmiðum sem við höfum
gert ríkisstjóminni grein fyrir.
Bragi Michaelsson
Athyglisverð grein
„Er nema von að ókunnugir, sem leið eiga um bæinn, brosi i kamp
inn?“ segir greinarhöfundur
I Morgunblaðinu 20. mars er
mjög athyghsverð grein eftir Guð-
mund Oddsson, bæjarfuhtrúa Al-
þýðuflokksins í Kópavogi. Greinin
er einna athyglisverðust fyrir það
að í henni tekur Guðmundur undir
sjónarmið Sigurðar Grétarssonar,
fyrrv. bæjarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi, og kallar sjálfan
sig og samstarfsmenn sína hálfvita.
Hins vegar er það ekkert nýtt að
greinin er dæmigerður ómálefna-
legur óhróöur um fyrsta mann D-
hstans og í sama sth og sósíahstar
í Kópavogi hafa látiö frá sér fara
undanfarin 12 ár.
Það sem sjálfstæðismenn
benda á
Það sem kemur manni þó á óvart
í grein Guðmundar er að hann vill
firra sig ábyrgð á því óorði sem
hann og samstarfsmenn hans hafa
komið á Kópavog og þá sem þar
búa. Má einna helst á honum skilja
að þaö sé verk sjálfstæðismanna
og þeir vhja með skrifum sínum
koma í veg fyrir að Kópavogur fái
eðhlega lánafyrirgreiöslu hjá lána-
drottnum. Þetta er auðvitað regin-
firra og dylst það ekki neinum að
skrif okkar þjóna þeim thgangi að
benda kjósendum í Kópavogi á þær
ógöngur sem óstjórn vinstri flokk-
anna hefur leitt bæinn í. Einnig er
athyglisvert að Guðmundur viður-
kennir að skuldastaða bæjarins er
yfir þeim mörkum sem félagsmála-
ráðherra telur eðlhegt eða hættu-
mörk. Það er einfaldlega það sem
við sjálfstæðismenn höfum verið
að benda á en það hefur Guðmund-
ur hingað th tahö óhróður sjálf-
stæðismanna um bæinn. Velkom-
inn í hópinn, Guðmundur! En lítum
KjaUaiiim
Helgi Helgason
formaður ungra sjálfstæðis-
manna í Kópavogi
á nokkur dæmi um óhróður
vinstrimanna í núverandi bæjar-
stjórnarmeirihluta um bæinn okk-
ar.
Óhróður vinstrimanna
Svo við byrjum á nýjasta
hneykslinu, sem sýnir vel óstjóm-
ina, þá er það sundlaugin okkar,
blessaða. Eftir þeim upplýsingum,
sem ég hef, er komið í ljós að þetta
glæsilega mannvirki, fullbúið og
borgað fyrir af skattgreiðendum í
Kópavogi, er ekki einu sinni lögleg
keppnislaug. Einnig er spurning
hvort hún veröur nokkurn tímann
kláruð. Er nema von að ókunnugir,
sem leið eiga um bæinn, brosi í
kampinn þegar þeir, ár eftir ár, sjá
sömu byggingarnar hálfkláraðar
og ekki hirt um að veija þær
skemmdum og er listasafnið gott
dæmi um það. Guðmundur talar
um miklar breytingar sem orðið
hafi í umhverfismálum bæjarins.
Um þá fuhyrðingu geta flestir orðið
sammála þvi ef eitthvað er þá hafa
umhverfislýti aukist aö miklum
mun undir stjórn vinstrimanna.
Ekki er nóg með að þessir menn
hafi sýnt gömlum og grónum Kópa-
vogsbúum þá óvirðingu að hirða
ekkert um götur þeirra og þannig
gert þeim ókleift að ganga endan-
lega frá lóðum sínum, því ýmsa
hæðarpunkta vantar, heldur hafa
þeir einnig keppst við að sýna
framkvæmdir sem þeir geta ekki
klárað og steypan á endanum eng-
um th yndisauka. Hafnfirðingar
geta þakkað þeim Bakkabræðrum
í meirihlutanum í Kópavogi að
menn eru hættir að segja Hafnfirð-
ingabrandara en segja nú Kópa-
vogsbrandara, samanber sýningu
Spaugstofunnar í Gamla bíói hér
uin árið. Þar var dælt í Kópavogs-
bæ skítabröndurum vegna Foss-
vogsdeilunnar og sorpdehunnar
sem fylgdi í kjölfarið. Þar uröu
vinstrimenn að éta allt ofan í sig
aftur og sköðuðu ímynd Kópavogs
enn frekar en þeir höfðu þegar gert.
Almennir borgarar í landinu hafa
ekki farið varhluta af vitleysis-
ganginum í þessu fólki sem stjórn-
ar bænum. En þegar aðrir bæjar-
fuhtrúar í öðrum sveitarfélögum
eru farnir að hta kollega sína hér
í bæ hornauga hlýtur það að ganga
út fyrir öh mörk. Er það helst fyrir
þá sök að frést hefur að bæjarfull-
trúar vinstrimeirihlutans eru farn-
ir að skrifa persónulega upp á
skuldir bæjarfélagsins. Hafa þeir
sagt að þetta sé mjög eðlilegt og
tíðkist víða. Þeir bæjarfulltrúar,
sem sjálfstæðismenn hafa innt álits
á þessu máh í öðrum bæjum, segja
hins vegar að þetta sé fráleitt og
hreinlega neita að trúa að þetta sé
satt. Enda fylgir sú spurning með
hvort þeir séu borgunarmenn fyrir
milljarði eða meira. Þetta er sá
óhróður sem borist hefur út um
bæinn okkar og vinstrimenn
standa fyrir og hefur stórskaðað
hann. Kópavogsbúum er stórlega
misboðið. Sá orðavaðall og hl-
mælgi, sem Guðmundur Oddsson
og skoöanabræður hafa stundað í
gegnum árin gegn efstu mönnum
D-listans í Kópavogi, síðast Richard
Björgvinssyni, nú dr. Gunnari
Birgissyni, eru þeim ekki th sóma.
„Þannig fer það nú oft aö þegar
málefnafátæktin er algjör þá grípa
menn th rógsins."
Helgi Helgason
„Hafnfirðingar geta þakkað þeim
Bakkabræðrum 1 meirihlutanum í
Kópavogi að menn eru hættir að segja
Hafnfirðingabrandara en segja nú
Kópavogsbrandara, samanber sýningu
Spaugstofunnar 1 Gamla bíói hér um
árið.“