Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Skák Gata Kamsky, efni í heimsmeistara? Michael Adams, yngsti stórmeistari Breta. Keppnin um heimsmeistaratitilinn: Hverjir taka við af K-xmum þremur? - Jóhann og Margeir tefla á millisvæðamótinu 1 Baguio Síðan Fischer og Spassky áttust við í Laugardalshöllinni 1972 hefur keppnin um heimsmeistaratitlinn í skák verið harla tilbreytingas- nauð. Aðeins þrír skákmeistarar hafa birtist um titihnn: Kortsnoj, Karpov og Kasparov. í október heyja Karpov og Kasparov fimmta einvígi sitt um titiUnn en áður tefldu Kortsnoj og Karpov þrisvar sinnum - að einvíginu 1974 með- töldu en þar var teflt um réttinn til að skora á Fischer sem mæfti síðan ekki til leiks. Skákunnendur eru því að vonum orðnir langeygir eftir nýju blóði, þó svo margir bíði einvígisins í haust með meiri eftirvæntingu en nokkru sinni fyrr. Þá má búast við að Karpov verði harðari í horn að taka en áður enda telja margir við að nú muni honum loks takast að endurheimta titilinn. Keppnin um aö skora á heims- meistarann að þremur árum liðn- um er nú komin á fullt skrið. Hún hófst með svæðismótum, þar sem teflt var um sæti á millisvæðamóti. Ellefu efstu menn þar komast áfram í áskorendaeinvígin og við bætast þeir fjórir sem lengst kom- ust í síðustu keppni: Timman, Spe- elman og Jusupov, auk þess sem bíður lægri hlut í heimsmeistara- einvíginu í haust. Þessir fjórtán tefla þar til einn stendur uppi og hann skorar síðan á heimsmeistar- ann. Á þingi alþjóðaskáksambandsins í Puerto Rico í fyrra var ákveðið aö millisvæðamótið yrði aðeins eitt að þessu sinni, í stað tveggja eða þriggja, eins og verið hefur. I þessu risavaxna móti verða 64 keppendur og tefla þeir 13 umferöir. -Mótið verður haldið í Baguio á Fihppseyj- um og hefsj í lok mánaðarins. Is- lendingar munu eiga tvo fuhtrúa á mótinu, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson. Án efa verður hart barist um sæti í áskoréndakeppninni en í Baguio verða engir aukvisar. Með- al keppenda má nefna Portisch, Short, Spraggett, Ivantsjúk, Salov, Beljavsky, Andersson, Gurevits, Ribh, Gulko, Ljubojevic, Ehlvest, Sokolov, Nikolic, HUbner, Tal, Dol- matov, Seirawan, Nunn, Gelfand, Vaganjan og Sax. Hitt er svo annað mál hvort ein- hver þessara meistara á möguleika gegn Karpov eða Kasparov í ein- vígi. Eins og staðan er nú hljóta þeir að vera htlir, shkir eru yfir- burðir þeirra tveggja. Það er því frekar að bollalagt sé um fiarlægari framtíð. Hveijir eru efnilegastir skákmanna þessa stundina? Sovésku stórmeistararnir Gelf- and og Ivantsjúk eru oft nefndir sem hugsanlegir arftakar heims- mgistarans en Frakkar, Englend- ingar og Bandaríkjamenn telja sig eiga góða möguleika á að velgja þeim undir uggum. Frakkar hafa tröllatrú á Joel Lautier, sem nú er yngsti stórmeistari heims. Hann sigraöi glæsilega á svæðismótinu í Lyon og tryggöi sér þátttökurétt í Baguio. Þá vænta Englendingar mikils af Michael Adams og nýj- asta skákstirni Bandaríkjamanna, Gata Kamsky, hefur verið hampað hátt. Þessir þrír eiga varla mikla möguleika núna en takist þeim að þroska hæfileika sína enn frekar eru þeir til alls líklegir. Það er hins vegar greinhegt að keppni þjóð- anna er þegar hafin. Því var t.d. hampað hátt í breskum fiölmiðlum er Adams lagði Kamsky að vehi í laglegri skák á Lloyds Bank mótinu í Lundúnum í fyrra. Skákin er vel þess virði að hún sé skoðuð. Hver veit nema hér séu veröandi heims- meistarar á ferð. Skák Jón L. Árnason Hvítt: Gata Kamsky Svart: Michael Adams Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Kamsky kastar stíðshanskanum. Ekki fer úrvalsgott oröspor af þessu afbrigði en það leiðir að jafn- aði til skarpar og flókinnar baráttu. Á móti því mælir að hvítur losar um spennuna á miðboröinu og hví- treita biskup svarts fær aukiö svigrúm. Þar skilur á mhh Caro- Kann vamar og franskrar varnar (1. e4 e6), þar sem biskupinn verður innlyksa. Hins vegar þróast skákin von bráöar yfir í „franskan far- veg“. 3. - Bf5 4. Rc3 Db6 Þetta er hugarfóstur heimsmeist- arans Kasparovs. Eftir 4. - e6 5. g4! Bg6 6. Rge2 nær hvítur vissum þrýstingi á kóngsvæng en nú getur biskupinn foröað sér frá áhlaupi peðanna. 5. g4 Bd7 6. Ra4 Dc7 7. Rc5 e6 8. Rd3 Eftir 8. Rxd7 Rxd7 9. f4 c5 10. c3 Re7 11. R13 h5! má svartur vel við una, en þannig tefldi Kasparov (svart) gegn Velimirovic á mhli- svæðamótinu í Moskvu 1982. í skýringum við skákina í Informat- or stingur Kasparov upp á texta- leiknum og áfram 8. - c5 9. dxc5 Bxc5 10. Rf3 og telur hvítan eiga ákjósanlegri stöðu. Þessu er Adams bersýnhega ekki sammála. 8. - c5 9. dxc5 Bb5! Mikilvæg endurbót. Nú má svara 10. Rf3 með 10. - Rd7 og svarta stað- an er í góöu lagi. Kamsky vih treysta kóngspeðið betur í sessi en opnar stöðu sína um leið. 10. f4 Bxc5 11. Rf3 Re7 12. a4? Hvítur getur ekki fylgt peðasókn- inni eftir kóngsmegin en með þess- um leik veikir hann einnig stöðuna á drottningarvæng. Betra er 12. Rxc5 og reyna að einfalda taflið en svartur hefur komið ár sinni vel fyrir borð. 12. - Bxd3 13. Bxd3 Rbc6 14. De2 h5! 15. g5 g6 Nú er öll teygja úr hvítu stöðunni á kóngsvæng og svartur getur ein- beitt sér að því aö heija á veikleik- ana á drottningarvæng. 16. c3 a6 17. Be3 Bxe3 18. Dxe3 0-0 19. 0-0 Hac8 20. Hadl Hfd8 21. Df2 Ra5 22. Rd4 Rc4 23. Hcl Db6 24. b3 Hvítur ætti í erfiðleikum eftir 24. Hc2 Rc6 ásamt uppskiptum á d4. Því verður hann að veikja stöðuna enn frekar og freista þess um leið að hleypa taflinu upp. 24. - Ra5 25. b4 Rac6! Það er mikilvægt að losna við riddara hvíts en hann er þó ekki á þeim buxunum að láta sig. 26. Rb3!? d4! 27. b5 axb5 28. axb5 Ra5 29. Rd2?! Eftir 29. Rxd4 Rd5 30. Re2 gæti virst sem hvítur héldi stöðunni saman en í ljós kemur að 30. - Re3! gefur svörtum afar óþæghegt frum- kvæði. T.d. 31. Be4 Rb3 31. Hcdl Rd2 o.s.frv. Hins vegar var 29. Rxa5 Dxa5 30. cxd4 besta tilraunin, jafn- vel þótt svartur hljóti að vinna peð sitt til baka fyrr en síðar með betri stöðu. Kamsky hyggst skapa sér mótvægi með Rd2-e4-f6 en af ískaldri rósemi treystir Adams stöðu sína í næstu leikjum. 29. - Kg7 30. c4 Rf5 31. Hal Re3 32. Hfcl Hc7! 33. Khl Hdc8 34. Ha4 34. - Dxbð!! Óvænt drottningarfóm. Svartur vínnur í öllum afbrigðum. 35. cxb5 Hxcl+ 36. Rfl Eða 36. Bfl H8c2! 37. Hxa5 Hxd2! og vinnur, þar eð 38. Dxd2 Hxfl er mát. 36. - Rb3 37. Hxd4 Svartur hótaði m.a. 37. - Rc5 og kippa stoðunum undan riddaran- um á fl. 37. - Rxfl 38. Kg2 Rxd4 39. Dxd4 Hdl! 40. Ke4 Hd2+ 41. Be2 Ekki 41. Kxfl Hcl mát en þetta bjargar heldur ekki taflinu. 41. - Rxh2! 42. Kxh2 Hcc2 43. Kg3 Hxe2 44. Dd3 Hg2+ 45. Kf3 h4 46. Dfl Hg3+ 47. Ke4 h3 48. f5 gxf5 + Og hvítur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.