Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Helgi Bergs Helgi Bergs, fyrrverandi banka- stjóriLandsbankans, Snekkjuvogi 11, Reykjavik, er sjötugur í dag. Helgi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1938 og prófi í efnaverkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole í Kaupmannahöfn 1943. Helgi var verkfræðingur í Afdel- ing for teknisk Hygiene við DTH í Kaupmannahöfn 1943-45, verkfræð- ingur hjá SÍS í Reykjavík 1945-53, verkfræöingur hjá FAO við skipu- lagningu hraðfrystihúsa í Tyrldandi 1953-54, formaður íslenskra aðal- verktaka sf. 1954-60, framkvæmda- stjóri hjá SÍS1961-69 og bankastjóri Landsbanka íslands 1971 til ársloka 1988. Helgi sat í stjóm Verkfræðingafé- lags íslands 1947-49, í bankaráði Iðnaöarbankans hf. 1952-59, í stjórn Iðnaðarmálastofnunar íslands 1962- 66, í Kjararannsóknanefnd 1963- 71 og í framkvæmdanefnd Rannsóknaráös ríkisins 1965-67. Hann var formaður stjómar Við- lagasjóðs meðan sjóðurinn starfaði, 1973-76, og formaður stjórnar Raf- magnsveitna ríkisins 1974-78. Helgi er formaður Hlutafjársjóðs Byggða- stofnunar og formaður Bessastaða- nefndar. Helgi kvæntist 20.12.1942, Lis Bergs, f. í Hróarskeldu 9.10.1917, dóttur Vilhelms Eriksen kaup- manns og konu hans, Berthu Eriks- en. Börn Helga og Lis eru Helgi Már, f. 21.5.1945, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og nú framkvæmda- stjóri Kaffibrennslu Akureyrar, kvæntur Dórótheu Jónsdóttur Bergs og eiga þau þrjú böm; Sól- veig,f.28.1.1948, gift Ævari Petersen dýrafræðingi og eiga þau tvö börn; Elín, f. 11.6.1949, íjármálastjóri Vöku-Helgafells, gift Ólafi Ragnars- syni, bókaútgefanda og fyrrverandi ritstjóra, og eiga þau tvo syni, og Guðbjörg, f. 30.10.1951, þroskaþjálfi, gift Viðari Gunnarssyni óperu- söngvara og eiga þau tvö böm. Systkini Helga: Guðbjörg, ekkja og húsmóðir í Reykjavík, Halla sendiráðunautur og Jón, fyrrver- andi forstjóri Sláturfélags Suður- lands. Foreldrar Helga: Helgi Bergs, f. 27.7.1888, d. 29.1.1957, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, og kona hans, Elín Jónsdóttir Thorstensen, f. 9.12. 1895. Helgi var sonur Helga, b. á Fossi á Síðu, bróður Lárusar, alþingis- manns á Kirkjubæjarklaustri. Helgi á Fossi var sonur Bergs, b. á Fossi, Jónssonar. Móðir Bergs var Þor- björg Bergsdóttir, prests á Prest- bakka á Síðu, Jónssonar, og konu hans, Katrínar Jónsdóttur „eld- prests“, prófasts á Prestbakka, Steingrímssonar. Móðir Katrínar var Þórunn Hannesdóttir Scheving, sýslumanns á Munka-Þverá, Lárus- sonar Scheving, sýslumanns á Möðmvöllum, ættföður Scheving- ættarinnar. Móðir Þórunnar var Jórunn Steinsdóttir, biskups á Hól- um, Jónssonar. Móðir Helga Bergs var Halla Lár- usdóttir, b. í Mörtungu á Síðu, Stef- ánssonar, stúdents Ólafssonar. Móðir Stefáns var Guðlaug Stefáns- dóttir, vígslubiskups í Laufási, Ein- arssonar, og konu hans, Jórunnar Steinsdóttur. Móðir Lárusar var Halla Arnbjarnardóttir, b. á Kvos- læk í Fljótshlíð, Eyjólfssonar, ætt- fóður Kvoslækjarættarinnar, föður Ólafs, langafa Þorsteins Erhngsson- ar skálds. Móðir Höllu var Ragn- hildur Einarsdóttir, b. í Mörtungu, Einarssonar og Guðrúnar Odds- dóttur, systur Guðríðar, langömmu Jóhannesar Kjarvals, Eldeyjar- Hjalta og Jóns í Seglbúðum. Ehn var dóttir Jóns Thorstensen, prests á Þingvöllum, bróður Elínar, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns. Jón var sonur Jón- asar Thorstensen, sýslumanns á Eskifirði, Jónssonar, landlæknis Þorsteinssonar. Móðir Jónasar Thorstensen var Elín Stefánsdóttir, Stephensen, amtmanns á Hvítár- völlum, Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, Stefánssonar, ættföður Ottó A. Michelsen Ottó A. Michelsen stjómarfor- maður, Litlagerði 12, Reykjavík, er sjötugurídag. Ottó fæddist á Sauðárkóki og ólst upp í Skagafirðinum. Hann var við nám og starf í skrifvélavirkjun í Þýskalandi 1938—44 og brautskráðist sem finmekaniker frá Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn 1946. Hann hefur síðan sótt fjölda nám- skeiða í rafreiknifræðum og stjóm- un. Ottó var yfirmaður reiknivéla- verkstæða Mercedes Buromasc- hinen-Werke í Scixlandi 1942-44, stundaði viðgerðir á skrifstofuvél- um 1946-60 og var síðan frá 1960 forstjóri fyrirtækja sinna, Skrif- stofuvéla hf., Otto A. Michelsen hf. og Skýrsluvinnslu O. A. Michelsen. Þá var hann forstjóri IBM á íslandi l%7-82 og stjómarformaður í fyrir- tækjum sínum frá sama tíma en Ottó seldi Skrifstofuvélar hf. 1987. Ottó hefur starfað mikið að félags- málum og setiö í stjórn fiölda félaga- samtaka en hann hefur einkum gef- ið sig að heilbrigðismálum og mál- efnumkirkjunnar. Ottó kvæntist 6.8.1955 Gyðu Jóns- dóttur, húsmóður og vefnaðarkenn- Magnús Óskarsson Magnús Óskarsson borgarlög- maður, Klapparstíg3, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Magnús mun taka á móti gestum á sunnudaginn, 10.6., klukkan 16-19 í Sóknarsalnum við Skipholt. ara, f. 4.8.1924, dóttur Jóns Þ. Bjömssonar, skólastjóra á Sauðár- króki, ogkonu hans, Geirlaugar Jóhannesdóttur. Ottó og Gyða eiga fiögur börn. Þau eru: Óttar Ottósson, f. 14.1.1956, kerfisfræðingur; Kjartan G. Ottós- son, f. 14.1.1956, cand mag.; Helga Ragnheiður Ottósdóttir, f. 14.3.1957, hjúkrunarfræðingur, og Geirlaug Ottósdóttir, f. 16.9.1964. Börn Ottós frá því fyrir hjónaband era Theodór Ottósson, f. 25.7.1951, framkvæmdastjóri í Reykjavik, og HelgaEhlers, f. 5.1.1945, blaðamað- uríKöln. Ottó átti ellefu systkini en á nú sex bræður á lífi og eina systur. Foreldrar Ottós voru Jörgen Frank Michelsen, úrsmiðameistari og kaupmaður á Sauðárkróki, f. í Horsens í Danmörku 25.1.1882, d. 16.7.1954, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, f. 9.8.1886, d. 31.5.1967. Jörgen var sonur Jens Michelsen múrarameistara og konu hans, Kar- enarMichelsen. Guðrún var dóttir Páls Ólafsson- ar, b. á Draflastöðum í Eyjafirði, og Kristínar Gunnlaugsdóttur. Páll var sonur Ólafs á Gilsbakka, Benja- Jónas Gestsson bankaútibús- stjóri, Háaleiti 38, Keflavík, verður fimmtugur á morgun. Jónas fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi í Stykkishólmi og stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst 1961-63. Jónas var sveitarstjóri Neshrepps utan Ennis 1963-66 og aftur 1974-76. Þá var hann kaupfélagsstjóri Kaup- félags Grundarfiarðar 1966 og úti- bússtjóri Samvinnubanka íslands hf. í Grundarfirði 1967-74. Jónas var skrifstofustjóri Landsbanka íslands í Ólasfvík 1976-85 og hefur verið útibússtjóri Landsbankans í Sand- gerðifrá 1985. Jónas sat í sveitarstjórn Eyrar- sveitar (Grundarfiarðar) 1966-74, þar af oddviti 1970-74. Hann var for- maður Héraðssambands Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu 1964-69 og varaformaður 1969-81. Jónas sat í stjórn Landshafnarinnar á Rifi 1976-77, í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1974-76 og hefur tekið mikinn þátt í starfi Lions- hreyfingarinnar, auk þess sem hann hefur átt sæti í Qölda nefnda á veg- um hinna ýmsu félagasamtaka. Jónas kvæntist 7.7.1973 Elínu Ól- mínssonar, og Maríu Jónasdóttur, b. í Meðalheimi, Jónssonar. Kristín var dóttir Gunnlaugs, b. á Draflastöðum, Sigurðssonar, b. á Þormóðsstöðum, Jónassonar, b. í Syðri-Gerðum í Stóradal, Jónsson- ar, b. í Gerðum, Einarssonar. Kona Gunnlaugs var María Sigurðardótt- ir. Kona Jóns var Helga Tómas- dóttir, b. að Hvassafelli, Tómasson- ar, ættföður Hvassafellsættarinnar. Bróðir Helgu var Jósef, langafi Krisfiáns, afa Jónasar frá Hriflu. Jósef var einnig langafi Jóhannesar, afa Jóhanns Siguijónssonar skálds og Jóhannesar, afa Benedikts Árna- sonar leikara, föður Einars í Sykur- molunum. Systir Jóhanns var Snjó- laug, móðir Sigurjóns, fyrrv. lög- reglustjóra, oglngibjargar, móður Magnúsar Magnússonar hjá BBC. Þá var Jósef langafi Jóns, langafa Sigrúnar, móður Kristjáns Karls- sonar skálds. Enn var svo Jósef langafi Ingiríðar, langömmu Steins Steinarr. Loks var Jósef langafi Finns Jónssonar ráðherra, afa Hall- gríms Snorrasonar hagstofusfióra. Annar bróðir Helgu var Jónas, móðurafi Jónasar Hallgrímssonar. Jónas var einnig langafi Kristínar, afsdóttur, f. 25.6.1946, húsmóður, dóttur Ólafs Guðjónssonar, bifvéla- virkja í Hafnarfirði, sem er látinn, og Stefaníu Guðmundsdóttur. Áður var Jónas kvæntur Björgu Kristjánsdóttur en þau slitu sam- vistum. Sonur Jónasar frá fyrra hjóna- bandi er Kristján Eggert, f. 19.12. 1960, viðskiptafræðingur, kvæntur Valgerði Vilmundardóttur og er dóttir þeirra Björg Árdís, f. 7.7.1987. Börn Jónasar og Elínar eru Jónas Gestur, f. 23.4.1970, nemi, Berghnd Stefanía, f.4.5.1973, nemi, og Úlfar Andri,f. 10.12.1985. Systkini Jónasar eru Kristinn Bjarni, f. 23.11.1932, kvæntur Ing- veldi Sigurðardóttur og eiga þau þijá syni; Ingibjörg, f. 9.2.1935, gift Gísla Birgi Jónssyni og eiga þau tvær dætur; Hildimundur, f. 9.8. 1936, d. 2.1.1988, var kvæntur Þór- hildi Halldórsdóttur og eignuðust þau tvöbörn; Ólafía Sigurborg, f. 29.7.1941, gift Þórði Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn; Hulda, f. 26.9. 1943, gift Kjartani Þorgrímssyni og eiga þau þrjú börn; Brynja, f. 25.8. 1945, gift Einari Halldórssyni og eiga þau þijú börn; Ævar, f. 14.9.1947, Ottó A. Michelsen. ömmu Kristjáns og Birgis Thorlaci- usar. Þá var Jónas langafi Friö- björns, afa Ólafs Jóhannessonar, fyrrv. forsætisráðherra. Þriöji bróðir Helgu var Davíð, langafi Páls Árdal skálds, afa Páls Árdal heimspekings og Steingríms Thorsteinssonar prófessors. Davíð var einnig langafi Jóns Magnússon- ar forsætisráðherra. Þá var Davíð langafi Sigríðar, langömmu þeirra Ingva Hrafns og Hannesar Péturs- sonarskálds. Ottó og Gyða taka á móti gestum í Átthagasal Hótel Sögu á sunnudag milli klukkan 16 og 18. Jónas Gestsson. kvæntur Ölmu Diego og eiga þau þrjú börn; Júlíana Kristín, f. 19.6. 1949, gift Hermanni Bragasyni og eiga þau tvö böm, og Hrafnhildur, f. 7.2.1952, gift Jens Kristinssyni og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Jónasar: Gestur Bjarna- son, f. 22.5.1904, d. 16.2.1970, bif- vélavirki, og Hólmfríður Hildi- mundardóttir, f. 15.11.1911, hús- móðir. Föðurforeldrar Jónasar voru Kristín Guðmundsdóttir og Bjami Magnússon. Móðurforeldrar Jónas- ar voru Ingibjörg Jónasdóttir og Hildimundur Björnsson. Jónas verður erlendis á afmælis- daginn. Jónas Gestsson 59. Afmæli M X Helgi Bergs. Stephensenættarinnar. Móðir Jóns Thorstensen var Þórdís, dóttir Páls Melsteð, amtmanns í Stykkishólmi, og konu hans, Önnu Sigríðar Stef- ánsdóttur, amtmanns á Möðruvöll- um, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ætt- föður Thorarensenættarinnar. Móðir Elínar var Guðbjörg, systir Jóns tollstjóra. Guðbjörg var dóttir Hermanns, sýslumanns á Velli, Jónssonar. Helgi og Lis, kona hans, taka á móti gestum í Ársal Hótel Sögu í dag milli klukkan 17 og 19. Kristinn Óli Kristinsson Kristinn Óli Kristinsson fram- kvæmdastjóri, Skólatúni, Vatns- leysustrandarhreppi, verður fimm- tugurámorgun. Kristinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Krist- inn er lærður bifreiðas.niður en hann stofnaði og rak bílasmiðjuna Kyndil um tuttugu ára skeið. Hann rekur nú bílaverkstæði að Skólatúni á Vatnsleysuströnd. Kona Kristins er Hrafnhildur Þór- arinsdóttir. Bróðir Kristins er Einar en hálf- systir hans, samfeðra, er Hrafn- hildur. Foreldrar Kristins: Kristinn Óla- son, f. 28.1.1910, fyrrv. bmnavörð- ur, og Anna Einarsdóttir, f. 4.6.1921, en hún erlátin. Föðurforeldrar Kristins: Óh Hall, múrari í Reykjavík, og Sigríður Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar Kristins: Einar Jónsson hafnsögumaður og ísafold Einarsdóttir. Þau Kristinn og Hrafnhildur taka á móti gestum að heimili sínu laug- ardaginn 9.6. eftir klukkan 18.00. Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, sími 670760

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.