Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 9. JTJNÍ 1990. nopr jwiíf. o qíioArrflrAnTiAri Kvikmyndir Warren Beatty og JackNicholson verða í sviðsljósinu í sumar. Báðir hafa lagt mikið.undir í nýjustu myndum sínum, Dick Tracy sem Be- atty leikstýrir, framleiðir og leikur aðalhlutverkiö og The Two Ja- kes, sem Nicholson leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. Þessar tvær myndir eiga margt sameiginlegt. Fyrst er að beðið hefur verið eftir þeim í mörg ár. Þá eru Nicholson og Beatty fyrst og fremst þekktir leikarar en hafa átt góðar og slæmar stundir bak við myndavélina. í þriðja lagi er að báðir leika þeir leynilöggur í myndunum sem gerast báðar fyrr á öldinni og leika persónur sem margir þekkja. Dick Tracy hefur verið vinsæl teiknimyndapersóna og verður forvitnilegt að sjá hvemig Beatty tekst upp í hlutverkinu. í The Two Jakes endurtekur Nicholson eittþekktasta hlutverk sitt, leynilögguna Jake Gittes, sem hann kynnti fyrir kvi kmyndahúsgestum í Chinatown. Báðum þessum myndum er spáð góðu gengi á sumarvertíðinni vestanhafs. Dick Tracy Dick Tracy er nánast verk eins manns, Warren Beatty. Hann leik- stýrir myndinni, framleiöir hana og leikur Tracy sjálfan. Þaö eru fimm ár síðan hann tilkynnti að Dick Tracy yröi sitt næsta verk- efni. Réð hann til sín marga snjalla kvikmyndamenn, meðal annars hönnuðinn Richard Sylbert sem segir að öll þessi ár hafi hann und- ir stjóm Beattys verið að vinna að myndinni. „Til að ná fram sérstakri áferð sem væri sem mest í líkingu við hinn upprunalega Dick Tracy var það einhver fyrsta ákvörðun Beat- tys að nota aðeins þá sjö liti í mynd- inni sem teiknarinn Chester Gould hafði notað við gerð teiknimyndas- eríu sinnar,“ segir Sylbert. „Tilað mynda er allur gulur litur í mynd- inni sams konar gulur litur og í frakka Tracys og allur rauður Utur í myndinni er eins. Gerir þetta þaö að verkum að áferðin er sérstök." Glenna Headley, sem leikur Tess Tmehart, segir: „Égvar hálfpart- inn hrædd þegar ég vissi um litina og það get ég sagt að myndin er öðravísi en allar myndlr sem ég hef séð hingað til. Að mörgu leyti gerir þessi einfalda litanoktun myndina dásamlega." Eins og gefur að skilja þurfd. Be- atty að ná sér í góöan kvikmynda- tökumann fyrir myndina og varla hefur hann getað fimdið betri mann en Vittorio Storraro sem á að baki myndatökur við margar stórmyndimar, má þar nefna Apocalypse Now, Reds, The Last Emperor og Tucker, svo að ein- hverjar séu nefndar. Storaro hefur sagt að til að fá lit- ina til að pjóta sín í Dick Tracy hafi hann notað lýsingu sem notuð var í Þýskalandi á fjóröa áratugn- um, mjög dramtíska. Það em ekki bara litimir sem eiga eftir að vekja athygh heldur einnig það að persónur myndar- innar sjást nær eingöngu 1 sömu fötum og merkingar aUar em ein- hæfar. Til dæmis ef bjórflaska sést stendur aðeins Beer á miðanum og á skilti á kaffihúsi stendur aðeins Café. Beatty og hönnuðurinn Sylbert eyddu mörgum dögum í að stúdera teiknimyndasögumar og meðal þess sem þeir komust að var að allir veggir eru Utlausir, því er það að í myndinni em veggir nánast Utlausir. Þá var ákveðið að bílamir skildu ekki minna á neina sérstaka tegund heldur vera eins og bílar frá íjóröa áratugnum emhjá teiknur- um. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu þá eiga áhorfendur ekki von á kvikmynd sem sver sig í ætt við einhverjar aðrar gangstermyndir. Annaö, sem væntanlegir áhorfend- ur eiga eftir að taka eftir í Dick Tracy, er förðunin sem mfkið var lagt í þar sem og í Utameðferðinni vfidi Warren Beatty fá einhverja líkingu við persónumar í myndas- eríunni. Hver gangster hefur sinn svip og sín séreinkenni sem Beatty vildi að héldu sér og áttu förðunar- meistara margar andvökunætur við að leysa mörg vandamál sem komu upp á yfirborðið við förðun- ina. Þótt Dick Tracy sé fyrst og fremst sakamálamynd þá er hún með léttu yfirbragöi og nokkur lög hafa verið samin til að krydda söguþráðinn Kvikmyndir Hilmar Karlsson ogaðsjálfsögðusyngurMadonna | einhver þeirra en hún leikur skemmtikraftinn Brethaless Ma- honey. Þáttur Madonnu er ekki mikfil í myndinni en það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með að hún leikur í myndinni og hefur samband hennar og Beatty auglýst myndina fyrirfram upp. Dick Tracy er óhemjudýr kvik- myndoghefurekkertveriðtU '' sparað. TU að standa undir sér verður hún að vera meðal vinsæl- ustu kvikmynda ársins. Þaö er val- inn maður í hveiju rúmi og saman hafa þeir Ustamenn sem koma ná- lægt gerð myndarinnar 68 óskars- tílnefningar á bakinu. Fyrir utan Warren Beatty og Madonnu leika í myndinni Glenna Headly, Mandy Patinkin, Charles Duming og Seyihour Cassel. Dick Tracy verö- ur sýnd í Bíóborginni og BíóhöU- inniíhaust. -HK TheTwoJakes Jack Nicholson leikur Jake Gittes í The Two Jakes og Harvey Keitel fasteignasala sem ekki er með allt á hreinu i viöskiptum. Fljótlega eftir að Chinatown sló í gegn 1975 var fariö að ræða fram- haldsmynd og handrit vom gerð en ekkert varð úr kom þar margt til meðal annars þaö að Roman Polanski var gerður útlægur frá Bandaríkjunum. Hugmyndin hélt áfram að gæla við menn, sérstaklega Robert Tow- ne sem skrifaði uppmnalega hand- ritið. Það var svo fyrir teimur ámm að Jack Nicholson tók af aUan vafa um framhaldið og ákvað um leið að leikstýra sjálfur og leika aðal- hlutverkið í The Two Jakes sem er óbeint framhald af Chinatown. The Two Jakes gerist á fimmta ára- tugnum. Nicholson leikur leyni- lögguna Jake Gittes. í þetta skiptið er hann að rannsaka morðmál í Los Angeles. Viö þá rannsókn upp- götvar hann samband við fyrri at- burði sem áttu sér stað í Chinatown þótt ellefu ár séu síðan þeir at- burðir gerðust. Um persónuna Jake Gittes segir Nicholson: „Jake hefur sitt lifi- brauð af því að fylgjast með fólki gera hluti sem það má ekki. Hann hefur samt breyst frá því í Chin- atown, enda hefur heU styijöld ver- ið í miUitíðinni. Hann er nú með- limur í golfklúbbi og á kæmstu og klæðir sig skikkanlega. Það sem Jack Nicholson og félag- ar hans vUdu var að ná fram and- rúmsloft sem tUheyrði kvikmynd- um á fimmta áratugnum og er Nic- holson ekkert að fela það að reynt er að stæla lýsingu sem fylgdi saka- málamyndum frá þessum árum. The Two Jakes er þriðja kvik- myndin sem Jack Nicholson leik- stýrir. Áður hafði hann leikstýrt Goin South og Drive, He Said, báð- ar gerðar snemma á áttunda ára- tugnum. Handritið gerir að sjálf- sögðu Robert Towne og hefur það lengi verið tilbúið. Aðrir leikarar sem leika í The Two Jakes era Harvey Keitel, Meg TUly, Madeleine Stowe, Eli Wallach, Ruben Blades, Frederick Forrest, David Keith og Richard Farnsworth, fríður hópur leikara eins og sjá má af upptalningunni. The Two Jakes verður frumsýnd í Bandaríkjunum í byijun ágúst og í Háskólabíói seinna á árinu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.