Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 9
9 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Betty Fried an á íslandi -75 árfrá þyí íslenskar konur fengur kosningarétt Bettjf Friedan, bandaríski kven- réttindafrömuöurinn, kemur til ís- lands eftir rúma viku og mun hún flytja fyrirlestra í tilefni þess aö liöin eru 75 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Þaö er Kvenrétt- indafélag íslands sem bauð þessari merku konu hingað og verður fyrsti fyrirlestur hennar í Háskóla íslands 18. júní. Þá mun Friedan ávarpa há- tíðarsamkomu í íslensku óperunni 19. júní, á hátíðardegi íslenskra kvenna. Kvenréttindafélag íslands stendur fyrir þeirri hátíð en auk þess verður það með fund á Holiday Inn hótelinu 21. júní þar sem Betty Fried- an mun ennfremur flytja fyrirlestur og svara fyrirspumum. Betty Friedan hefur lengi staðið framarlega í baráttunni fyrir endur- bótum á bandarískri löggjöf um jafn- réttis- og félagsmál. Hún hefur verið gestaprófessor við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum og árið 1975 var hún útnefnd sem húmanisti ársins og hlaut jafnframt nafnbót heiðurs- doktors við Smith College en þar stundaði hún nám. Betty Friedan er stofnandi og fyrsti forseti kvenréttindasamtakanna NOW í Bandaríkjunum (National Organization of Women) og hefur farið fyrirlestraferðir um Bandarík- in og víða um lönd og álfur. Eftir hana liggja þijár bækur, The Femin- ine Mystique sem kom út árið 1963 og vakti mikla athygli enda veriö skoðuð sem tímamótaverk og einn helsti hvati að kvennahreyfingu nú- tímans, It Changed my Life kom út árið 1976 og ’82 kom út bókin The Second Stage. Allar hafa þessar bæk- ur verið þýddar á mörg tungumál. Um þessar mundir er að koma út fjórða bók hennar, The Fountain of Age. Betty Friedan er fædd í Peoria í Illinois árið 1922. í för með henni hingað til lands eru níu konur, sem tóku sig saman um að fylgja henni á eigin kostnað, einkum til að kynna sér stöðu íslenskra kvenna á sviði stjórnmála og sjá hvernig hér er stað- ið að dagvistar- og skólamálum og öörum atriðum er varða fjölskyldu- og atvinnulíf. Meðal þessara kvenna eru virtir fræðimenn og stjómendur á sviði uppeldis- og heilbrigðismála auk blaðakvenna. Þær hafa allar lát- iö að sér kveða í baráttu fyrir jafn- rétti og bættum aðstæðum kvenna og barna vestanhafs. Fyrirliði hópsins er Kathleen Bonk en hún er framkvæmdastjóri fjöl- miölastofnunar í Washington, Com- munications Consortium Media Center, sem sérhæfir sig í fjölmiðla- og fræðslustarfsemi í þágu frjáls- lyndra afla í Bandaríkjunum. Betty Friedan hefur lengi staðið framarlega i baráttunni fyrir endurbótum á bandariskri löggjöf um jafnréttis- og félagsmál. Sumir iar eru betri en aðrir Honda Accord EX 2,0 1990 kostar aðeins frá kr. 1.290.000,00. Þessi bíll er ríkulega útbúinn og m.a. með aukabúnað eins og rafdrifnar rúður, rafstýrða spegla, hita í sætum, vökvastýri/veltistýri, samlæsingar, samlita stuðara, útvarp/segulband og margt fleira. Honda Accord er margfaldur verðlaunabíll og hlaut Gullna stýrið í Þýskalandi. í ár var Honda Accord kosinn bíll ársins í sínum flokki í Bandaríkjunum og þar var hann einnig mest seldi bíllinn á síðasta ári. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör þar sem aðeins þarf að greiða 25% út og afganginn á allt að 30 mánuð- um. Komið, sjáið og sannfærist að hér er á ferðinni frábær bíll. ÍHONDA HONDA Á fSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 (fefl OPIÐ I DAG KL. 13-15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.