Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Fréttir Hörkuátök á aðalfundi líknarfélagsins Konan: Skjólstæðingar grátandi úti á götu efftir fundinn - ségir Sigríður Sumarliðadóttir, fyrrum stjórnarmaður Félags Hvítá bandsins „Starfsmenn SÁÁ og áhangendur þeirra yfirtóku með litlum atkvæða- mun líknarfélagið Konan sem rekur áfangastaðinn Dyngjuna fyrir konur sem koma úr meðferð eftir ofneyslu vimuefna og eiga um sárt að binda," sagði Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, fyrrum gjaldkeri líknarfélagsins, í viðtali viö DV. Tildrög málsins eru þau að á mið- vikudagskvöld var haldinn aðalfund- ur liknarfélagsins Konunnar. Fjórir stjórnarmenn af fimm gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Tveir listar voru boðnir fram, annar af fráfarandi stjóm en hinn frá nýju fólki. Þegar kosningu lauk kom í ljós að fjórir af „nýja listanum" höfðu náö kjöri í stjórn en einn af lista stjómarinnar. „Mætt með sprengilista“ „Smalað var á fundinn af þeirra hálfu og var mætt með sprengilista. Listi var látinn ganga mfili starfs- fólks á sjúkrastöðinni Vogi og það beðiö um að skrifa undir en það neit- aði. Þeir sem vora í meirihluta á fundinum hafa skrifað sig inn í líkn- arfélagið á síðustu dögum og þar af þrír samdægurs. Forstöðukona Dyngjunnar, Jóhanna Jónsdóttir, sem er fyrrverandi starfsmaður SÁÁ, sagði starfi sínu lausu frá fostu- degi 8. júní næstkomandi vegna framboðs þessa þar sem hún hefur áður orðið bitbein valdabaráttu á borð við þessa. Skjólstæðingar Dyngjunnar urðu þessari valdabar- áttu að bráð og gleymdust í yfirgangi sem virðist vera orðinn aðalsmerki þessara félagssamtaka. Einokun SÁÁ-manna virðist farin að ráða ríkjum þar sem áfengismál eru annars vegar. Vinnubrögð þessi eru engan veginn í samræmi við „Á móti yfirgangi þessa fólks“ „Ég er ekki sammála vinnubrögð- um þessa fólks,“ sagði Jóhanna Jóns- dóttir, fyrram forstöðumaður Dyngj- unnar, sem sagði af sér eftir að úr- slit kosninganna lágu fyrir. „Þau safna saman sjúklingum sín- um til að skipa nýja stjóm. Ég er á móti yfirgangi þessa fólks. Stjómin getur sjálfsagt unnið gott starf en ég get ekki unnið með henni.“ „Þetta fólk tengist okkur“ „Það er kvenfólk sem hefur staðið í þessu og ég er nú ekki besti maður- inn til að svara fyrir þetta," sagði Þórarinn Tyrfingsson, formaður - SÁÁ. „Allt áhugafólk er SÁÁ-fólk. Þetta fólk tengist okkur á einn eða annan hátt hvora fylkinguna sem það kann að styðja. En það er fjarri mér og SÁÁ að skipta okkur af starfsem- inni. Við eigum bara samstarf við fólkið." Forstöðukona Dyngjunnar, Jóhanna Jónsdóttir, fyrir utan meðferðarheimilið í gær. Hún sagði starfi sínu lausu strax eftir aðalfundinn. DV-mynd GVA þann boðskap sem SÁÁ stendur fyr- ir. Var þetta upphlaup generalprufa fyrir aðalfund SÁÁ sem verður hald- inn næstkomandi laugardag?" sagöi Kristín. „Þessar ásakanir fráleitar“ „Þessar ásakanir era fráleitar. Þetta hefur ekkert með starfsfólk SÁÁ að gera,“ sagði Oddný Jakobs- dóttir, deildarstjóri SÁÁ, en hún hlaut flest atkvæði inn í stjórn félags- ins. „Það komu til mín konur og spurðu hvort þær mættu stilla mér upp á lista. Þetta eru konur sem hafa mikla þekkingu á málunum og hafa kynnt sér þau vel. Það er mikilvægt að nú er að koma inn gott fólk sem hefur innsæi í hlutina. Málið er það að okkur er tilkynnt að fjórir fari úr fimm manna stjóm og því er búinn til listi. Fráfarandi stjóm bjó einnig til lista. Öllum félögum er hollt að fá nýtt blóð. Mér finnst þetta gott mál. Það er eins í þessu félagi og öllum öðrum. Þær konur sem báðu 'mig að koma í stjórn hafa ugglaust hvatt fólk til þess að mæta á fund- inn.“ Grátandi sjúklingar eftirfundinn „Ég er undrandi á þessu,“ sagði Sigríður Sumarliðadóttir, fyrrum stjórnarmaður Félags Hvíta bands- ins. Sá félagsskapur hefur stutt dyggilega við bakið á líknarfélaginu. „A aðalfundi sem ég sat í fyrra vora 10-12 manns á fundi. Ég er mjög undrandi á því að þetta góða fólk skyldi ekki ná kosningu. Átakanleg- ast var þó að sjá skjólstæðinga Dyngjunnar falla saman og gráta úti á götu þegar niðurstöður fundarins lágu fyrir.“ -pj Jón Gunnar fer fram á miskabætur Lögfræðingur Jóns Gunnars Ottós- sonar, fyrrum forstööumanns Rann- sóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá, hefur sent fjármála- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem farið er fram á leiðréttingur vegna ólögmæts brottreksturs. Eins og komið hefur fram í DV tek- ur uppsögn hans gildi 1. október en ráðherra hefur gert honum að víkja úr starfinu nú þegar. f bréfinu segir að uppsögnin skaöi persónu Jóns og stöðu hans sem vis- indamanns. Farið er fram á yfirlýs- ingu og miskabætur. Ekki er nefnd nein upphæð í þessu sambandi. Ráð- herram er gefin vika til að svara bréfinu annars heldur málið áfram fyrir dómstólum. Starfsmenn rannsóknastöðvarinn- ar hafa skrifað landbúnaðarráðherra bréf. í því er óskað eftir fundi með ráðherra á mánudag þar sem farið verður fram á starfslok. Starfsmenn viljaekkivinnaviðþessiskilyrði. -pj Sigurgeir í Lánasýsluna Sigurgeir Jónsson, ráðuneytis- stjóri íjármálaráðuneytisins, hefur verið skipaður forstjóri Lánasýslu ríkisins, sem ætlað er að sýsla með öll lán ríkissjóðs. Sigurgeir er hag- fræðingur og hefur verið ráðuneytis- stjóri síðan í upphafi íjármálaráð- herratíðarÞorsteinsPálssonar. -gse Grétar Gunnarsson, skipverji á Stakkavik frá Eyrarbakka, (t.v.) og Pétur Guðmundsson, uppboðshaldari á Faxamarkaði i Reykjavik, velta hér fyrir sér hvort þeir ráði við hákarlinn sem Stakkavíkin kom með að iandi i Reykjavík. Stakkavik kom meö 6 hákarla aö landi, auk 13 tonna af lúðu, og verða þeir sendir norður í land og grafnir þar í jörðu að gömlum sið. DV-mynd S Lögreglurannsókn vegna laxa í höfninni í Eyjum: Reif bátur net í laxeldisbúrum? Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; ÍSNÓ í Vestmannaeyjum hefur farið fram á rannsókn lögreglunnar í Eyj- um vegna þess að lax slapp úr laxeld- isbúrum fyrirtækisins við Klettsvík, sennilega á miðvikudag. Umsjónar- menn fyrirtækisins telja að bátur hafi siglt á kvíamar og skrúfan á honum rifið netin. Lögreglan í Eyjum vinnur nú að rannsókn málsins og biður þá sem kynnu að hafa orðið varir við bát í Klettsvík fyrri hluta vikunnar að hafa samband sem fyrst. Talið er að ÍSNÓ hafi orðið fyriV verulegu tjóni vegna þessa atviks. Telja á laxa í kvíunum aftur og í vetur varð fyrir- tækið fyrir stjórtjóni þegar um 200 þúsund laxar sluppu þaðan í óveðr- inu mikla 9.janúar. Hins vegar voru þeir margir sem gripu veiðistöngina í Vestmannaeyj- um á fimmtudaginn þegar fréttist af laxatorfu í höfninni. Nokkrum tókst að veiða laxa sem voru allir frekar smáir. Skýringin á þessari laxveiði í höfninni er sú að laxar sluppu úr laxeldisbúrum ísnó rétt utan við höfnina. Sumarferðir ráðherranna Sumarferðir ráðherranna eru nú að hefjast. í gær vora fjórir þeirra erlendis. Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra var farinn utan að fylgjast með kosningunum í Búlgar- íu. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra er í Skotlandi þar sem utanríkisráðherrafundur NÁTO er haldinn. Óli Þ. Guðbjartsson dóms- málaráðherra er á ráðstefnu í Tyrk- landi og Svavar Gestsson er í sum- pfríi en heldur fljótlega til Len- ingrad þar sem hann verður í fylgd- arhði forseta íslands í óopinberri heimsókn hennar þangað. Ráöherrarnir hafa verið tiltölulega heppnir með veður nema hvað Jón Baldvin hefur mátt þola rigningar- skúrir og kalsaveður í Skotlandi. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.