Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Stöndum fjárhagsl r somu spom - segja Magnús Magnússon og Dóra Jónsdóttir sem seldu húsið og fóru í Marguesa*yjar KYRRAHAF Panamaakurburinn . Galapagoa _ NORÐUR- -----— ■■ ■ • Margarita ^ Reykjavik Tll Margueaa-ayla Grenada\ Vaatmannaeyjar 1 Franska t\TlANTSHAF ''*»"* \ CuYana 1 ES9Xn Villamora ar i uia ./ Madeira - Sao Lu,s Kenarieyjar P GrænhölbaeyjarV c»u,a. Joao Pessoa Recit Fernando súesskuröurinn de Noronha SUDUR- ATLANTSHAF KYRRAHAF Tahitl, Samoaeyjar mj0ngs Oarwln. í Raledonls j Túnls * mitSm Kákoaeyjar INDLANDSHAF Hnattsigting islensku skútunnar Dóru hófst í Reykjavfk i nóvember árið 1984 og lauk henni á sama stað fyrir réttri viku síöan. Leiðin lá í stórum dráttum til Grænhöfðaeyja við vesturstönd Afríku, Brasilíu, um Kyrrahaf, Ástralíu, Indlands-, Rauða- og Miðjarðarhaf og aftur til ísiands. „Við sáum þetta fyrst í hillingum, að geta selt húsið, siglt í burtu og lif- að af ávöxtun eignanna. En á tímum verðbólgunnar var ekki hægt að renta sitt pund. Maður tapaði bara á að leggja fyrir. Síðan komu aðrir tímar og flestar dyr opnuðust í róleg- heitum. Árið 1984 seldum við húsið okkar, höfðum keypt skútuna árið áður fyrir gott bílverð og settum and- virði hússins í ávöxtun. Á vöxtunum höfum við svo lifað í siglingunum síðastliðin fimm og hálft ár. Fjár- haldsmaður sá um peningamálin á íslandi og sú hlið gekk prýðilega. Við eigum höfuðstólinn ennþá eftir og stöndum þvi fjárhagslega í sömu sporum. Við höfum lifað spart. En svona ferð fer enginn í nema að geta bjargað sér sjálfur þegar eitthvað kemur upp, eins og veikindi, bilanir og margt annað sem enginn sér fyrir - þetta er heilmikil vinna,“ sögðu Magnús Magnússon og Dóra Jóns- dóttir í viðtali við DV um borð í segl- skútu þeirra. Hjónin eru nýkomin úr hnattsigl- ingu á hinum 10 metra langa far- kosti sínum, Dóru. Þau lögöu upp frá Reykjavík í nóvember árið 1984 og komu aftur til íslands fyrir réttri viku. Þá höfðu þau lagt að baki tæp- lega flörutíu þúsund sjómílur og höfðu lagst að bryggju eða varpað akkeri við hundruð hafna og stranda víöa um heim. Heimilið er skútan „Kostnaðurinn við allan rekstur skútunnar og okkur sjálf er senni- lega tæpiu- þriðjungur á við að búa hér heirna," segja Magnús og Dóra. „Á sjónum kemur enginn glugga- póstur. Viö gátum veitt fisk í öllum höfunum nema í Miðjarðarhafinu og gjaman verkuðum við harðfisk - hann var oröinn góður eftir að hafa hangið í vikutíma. Innkaup fóru fram þar sem verölag var hagstætt. Við birgðum okkur ávallt vel upp af geymsluvöru, til dæmis af dósamat, prófuöum margar tegundir í eitt skipti og völdum svo þaö besta. í suörænum löndum fer líka lítill pen- ingur í fatakaup." Hjónin segja aö vissa heppni þurfi fyrir ferð sem tekur fimm og hálft ár. Þau urðu aldrei fyrir neinum stórvægilegum áfóllum, hvorki til sjós né lands. Til að mynda var engu stolið af þeim. „Gúmbáturinn okkar var þó tekinn frá okkur í Túnis. Við létum vita og lögreglan kom með hann nokkrum klukkutímum síðar." Magnús og Dóra hafa nær ein- göngu búið í skútunni í allri hnatt- siglingunni. Endrum og sinnum sváfu þau annars staðar, í löngum skoðunarferðum í landi eða aö þeim var boöin gisting hjá fólki sem þau kynntust í ferðinni. Þau dvöldust lengst á skútunni við land í Brasilíu, Ástralíu og á eyjun- um Kýpur og Möltu, nokkra mánuði í senn. „Okkur datt aldrei í hug aö ráöa okkur í vinnu á viðkomustöð- unum enda tókst aö lifa spart af því sem haft var undir höndunum hveiju sinni,“ segja hjónin. Aldrei í lífsháska Magnús var vélamaöur og vörubíl- stjóri áöur en hann fór 1 hnattferö- ina. Á árum áður var hann sjómaöur á bátum og togurum. Hann hafði því tekiö til hendinni tii sjós og vissi vel aö hveiju hann var aö ganga hvað siglingarnar snerti. Dóra vann hins vegar sem sjúkraliði á Borgarspítal- anum. Magnús áréttar að nauðsyn- legt hafi verið strax í byijun að skipta með sér verkum á skútunni: „Þetta voru oft langar vaktir hjá okkur á siglingu.“ Dóra segist ávallt hafa lagt skútunni - nöfnu sinni - aö bryggju. „Ég var svo úti og skammaðist - leið- beindi hvemig ætti aö leggja að - mitt hlutverk var að binda bátinn," segir Magnús og glottir. Aöspurð hvort þau heföu lent í lífs- háska kváðu þau svo ekki vera: „Hins vegar getur sjólag á heims- höfunum auðvitaö verið misjafnlega aðlaöandi," segir Magnús. „Aöalat- riðið í svona siglingum er aö vera á réttum árstíma á réttri sighngaleið og bera ábyrgð á því sem maður er að gera. Það kemur enginn og hjálpar þér ef eitthvað kemur fyrir.“ Siglingafræði hafa bæði hjónin lært. Lóran höfðu þau ekki í feröinni enda er ekki hægt að nota slíkt nærri alls staðar í heiminum. Þau höfðu þó gervihnattamóttakara og gamli sextantinn var stundum notaður þegar stefnan var reiknuö út á höf- unum - áhald sem stýrimenn, fag- menn, kunna vart aö nota lengur. Nákvæm sjókort eru dýr fyrir hnatt- reisu og skiptu þau gjarna á slíku við annað siglingaáhugafólk í ferð- inni. „Annars hefðum við farið á hausinn," segir Magnús. Auk þess er víða hægt að fá Ijósrit af kortum. Ætluðum bara til Kanaríeyja Hjónin segja að í upphafi hafi æti- unin aldrei verið að fara í hnattsigl- ingu. Þau ætluðu þó að láta siglinga- drauminn rætast með því að sigla til Kanaríeyja, síðan inn í Miðjarðarhaf og láta það duga. Þegar leiö á ferðina sáu þau svo að aðstæður geröu þeim kleift að ferðast lengra. Siglingin til Kanaríeyja tókst vel, þau voru farin að aðlagast skútusjómennskunni og kynnast öðru siglingafólki sem miðl- aði til þeirra ýmsum fróðleik og upp- lýsingum. Siglingaáhugamennhjálp- ast alls staðar að, sama hvar er í heiminum, segja Magnús og Dóra. „Við vesturströnd Afríku vorum við farin að sjá að dæmið gæti geng- ið upp fjárhagslega. Að mörgu leyti kom það manni á óvart. En hvers vegna þá ekki að sigla eitthvað lengra," segir Magnús. Hin langa ferö hjónanna hófst í Reykjavík í nóvember 1984 og héldu þau fyrst til Vestmannaeyja. Vetrár- mánuðirnir eru ekki árennilegir til siglinga á skútum yfir Atlantshafið en Magnús og Dóra voru heppin: „Einn daginn í Eyjum fengum við fjögurra daga spá hjá Veðurstofunni. Það spáði góðu. Það var því ekki eft- ir neinu að bíða.“ Haldið frá íslandi „Viö sigldum yfir Atlantshafiö til írlands. Þar hrepptum við fyrsta óveðriö út af norðurströndinni og fengum kaöal í skrúfuna. Skútunni urðum við því að leggja upp að bryggju í Portrush með seglin uppi - slíkt gerist nú ekki oft. Við komum við á vesturströnd Englands og héld- um svo áleiðis að noröurströnd Spánar og fengum sæmilegt veður á Biscayaflóa þó að vetur væri. Áfram var siglt meðfram strönd Portúgals og suður til Villamora. Á gönguferð þar kom ég auga á skútu sem mér fannst ég kannast við. Hún líktist skútu nýsjálenskra hjóna sem við höfðum hitt í Englandi og skilið við þar. Og það stóð heima. Þarna voru þau komin líka. Hjónin héldu jafnvel að eitthvað hefði komið fyrir okkur, rétt eins og við höfðum haldið að eitthvað hefði komið fyrir þau - þetta var um hávetur. Allir urðu því fegnir að hittast. Þama héldum við upp á fyrstu ára- mótin og sigldum svo bráðlega af stað. til Madeira þar sem við vorum í góðu yfirlæti í tíu daga.“ Næst lá leiðin til Kanaríeyja. „Þar hittum við Kríufólkið en þau áttum við eftir að hitta þrisvar sinnum aft- ur. Við þekktum þau ekkert áður en þau voru eina íslenska skútufólkið sem við kynntumst í hnattferðinni. Frá Kanaríeyjum sigldum við suður til Grænhöfðaeyja við vesturstönd Afríku.“ Á Tenerife höfðu Magnús og Dóra kynnst dönskum hjónum sem voru að leggja af stað til Suður-Ameríku - þau voru ákveðin í að sigla í kringum jörðina. „í sannleika sagt hafði ég aldrei hugsað suöur fyrir miðbaug," sagði Magnús. „En viö höfðum tím- ann fyrir okkur og allt gekk vel. Hvers vegna þá ekki að fara líka til Suður-Ameríku? Viö slógum til og fórum á eftir dönsku hjónunum yfir Atlantshafið. Okkur fannst þetta bráðsniðugt. Vindurinn blés meira aö segja með okkur yfir hafið til Brasilíu.“ Slappað af í Brasilíu „í Suður-Ameríku komum við fyrst að Fernando de Noronha, lítilli eyju Dóra i mannætupotti fyrir utan þjóðm ið mátulega volgtl út af norðausturströnd Brasilíu, og höfðum þá ekki séö land í 19 daga. Þaö var geysilegur munur að koma þangað í gróöursældina frá hijóstr- ugu eyðimerkurlandslaginu við vest- urströnd Afríku þar sem staðvind- amir blása. Síöan héldum viö í suðvestur eftir strönd Brasilíu. Staövindurinn var hagstæöur og siglingin gekk vel. Viö ætluöum til Rio de Janeiro en í sigl- ingaklúbbi í Recife, sem er sjö gráö- um fyrir sunnan miðbaug, lá bréf til okkar frá dönsku hjónunum. Þau Magnús tekur vlð siglingaverðlaunum úr hendi forseta Vanuatueyja í Kyrra- hafi eftir skemmtikeppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.