Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Side 3
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. 3 Fréttir Breytti framburði á á nývri tjónaskýrslu - og eigandi hins bílsins situr uppi með tjónið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér finnst þaö ansi hart ef menn geta breytt undirrituðum framburði sínum á tjónaskýrslu til þess að losna við aö bera ábyrgð,“ segir Katrín Þorláksdóttir á Akureyri um baráttu sína við „kerfið“ varðandi umferð- aróhapp sem maður hennar varð fyr- ir í vetur. „Maðurinn minn ók eftir Þing- vallastræti þegar bíl var ekið í veg fyrir hann úr Skógarlundi. Til að forðast árekstur gat maðurinn minn beygt út af götunni og upp í snjóruðn- ing sem varð til þess að bíllinn okkar skemmdist mjög mikið að framan og er sennilega ónýtur. Ökumaður hins bílsins stansaði og saman fylltu þeir út skýrslu þar sem hinn ökumaðurinn skrifaði sjálfur að hann hefði ekið inn á Þingvalla- strætið í veg fyrir manninn minn. Reyndar ætlaði hann fyrst að skrifa að hann hefði „svínað" fyrir bílinn en breytti því þannig að hann hefði ekið í veg fyrir bílinn og undir þetta skrifaði hann á staðnum. Síðan gerði hann aðra skýrslu og gjörbreytti þar framburði sínum. Segist hvergi hafa komið nærri fyrir utan það að hann hafi séð í baksýnis- speglinum hjá sér bíl í snjóskafli og snúið við til hjálpar. „Síðan hef ég staðið í baráttu við tryggingafélag þessa manns sem er Vátryggingafélag íslands. Lögmaður þess dæmdi okkur í óhag í máhnu en viðurkenndi reyndar að hafa ekki séð undirskriftina á fyrri skýrslunni og lögmannanefnd tryggingafélag- anna hefur einnig dæmt okkur í óhag. Mér finnst furðulegt ef menn gata hlaupið frá undirrituðum fram- burði sínum og breytt honum. Þetta er líkt því og ef ég neitaði að kannast við mína eigin undirskrift á víxii þegar komið væri að því að borga hann,“ sagði Katrín. „Ég kannast ekki við það að hafa sagt það við konuna að ég hafi ekki séð fyrri framburð mannsins. Ég úti- loka þó ekki þann möguleika að þetta hafi farið framhjá mér, en hinsvegar efast ég um að það hefði breytt minni afstöðu. Úrskurður lögmannanefnd- ar tryggingafélaganna var á sama veg, og honum bera tryggingafélögin að hlýta. En auðvitað getur konan eins og aðrir leitað réttar síns fyrir dómstólum ef hún vill ekki una nið- urstöðu nefndarinnar, slíkr hefur verið gert" sagði Gunnar Sólnes lög- maður Vátryggingafélags íslands á Akureyri. „Mér finnst niðurstaða lögmanna- nefndarinnar fáránleg" segir Guð- mundur L. Helgason starfsmaður Sjóvá-Almennra á Akureyri, en það félag tryggði bíl Katrínar og manns hennar. „Þetta mál er búið að taka ævin- týralega langan tíma. Vátryggingafé- lagið sagðist reyndar ætla að greiða tjónið en ekkert gekk í þvi máh og svo fór að lögmaður okkar setti mál- ið fyrir lögfræðinganefndina. Það virðist hinsvegar ekkert gildi hafa hvað skrifað er framan á skýrslu á vettvangi og það er mergurinn máls- ins" sagði Guðmundur. Hjá Vátryggingafélagi íslands á Ak- ureyri var DV tjáð að félagið yrði að fara eftir niðurstöðum lögmanna- væri úr sögunni. Þó viðurkenndi lögmaður þess hefði ekki séð fyrri undirritaði sjálfur. „Það er svolítið nefndarinnar sem þýddi að máhð starfsmaður þar að skrítið væri að framburð ökumannsins sem hann skrítið mál,“ sagði hann. sinm. Sláðu til! - örugg leið til ávinnings Öryggisbókin er einkar eftirsóknarverð bók fyrir þó sem vilja og geta bundið sparifé sitt í 12 mónuði með því öryggi sem góðri ávöxtun fylgir. Því hærri sem heildarinnstæðan er, því hærri eru vextirnir. Samanburður við verð- tryggð kjör og vexti er gerður tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember og sá kostur valinn sem öryggisbókareigendum er hagstæðari hverju Sparisjóðirnir hafa ávallt að leiðarljósi að hags- munir viðskiþtavinanna og sparisjóðanna fari saman. Öryggisbókin er ávöxtur þessarar stefnu. n SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.