Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Side 11
LAUCíARpAGUR 16. JÚNÍ 1990. 11'' Sælkerinn Graflax þykir miMð góðgæti. Nu eru laxveiðar hafnar og svo er mikið af góðum hafbeitarlaxi á markaðnum. Bestur er graflaxinn sem mað- ur gerir sjáifur, hvað þá ef mat- reiðslumaðurimr hefur veitt lax- inn sjálfur. Þegar búiö er að flaka laxinn er hann þerraður með eldhus- pappír en það má alls ekki þvo hann upp úr vatni. Því næst eru flökin beinhreinsuð, best er að draga beinin úr fiskholdinu með flísatöng. Þá er kryddinu blandað vel saman. Pyrir hvert kílö af laxi þarf: 1 dl. salt. 1 'A dl sykur, 20 gróf- möluð hvít piparkorn og eitt knippi af dilfi. Sáldri svolitlu af kryddblöndunni á fat og leggið laxaflakið með roðið niður á fat- ið, sáldriö kryddinu yfir og nudd- ið það inn í fiskinn, dreifið síðan helmingnum af dillinu yfir flakið. Gerið þaö sama við hitt flakið. Iritið nú laxaflökin standa í stofú- hita í 5 til 6 klukkutíma. Þá er flökin lögð saman (eins og sam- loka) og geymd i ísskápnum í 2 sólarhringa. Snúið laxaflökunum öðru hvoru. Með graflaxinum þarf auðvitað að haía góða graf- laxsósu. í hana þarf: 1 msk. vínedik 2 msk. sykur 6 msk. sinnep 2 msk. matarolía 2 msk. hakkaö dill. Leysið sykurinn upp í vínedik- inu, blandið sinnepinu saman við. Hrærið olíuna hægt saman við og blandið diUinu í sósuna. Léttasta lundin þyngist Enn hallar undan fæti hjá sauðkindinni. Nú stendur yfir herferð sem á að fá okkur til að snæða meira lamba- kjöt. Á sama tíma birtast upplýsingar um það í fjölmiðlum að enn dragi úr neyslu lambakjöts. Neysla á öðru kjöti, t.d. svínakjöti, hefur hins vegar aukist. Þessar upplýsingar hljóta að valda sauöfjárbændum áhyggjum. Hvemig skyldi nú standa á þessum samdrætti í sölu lambakjöts og auk- inni svínakjötsneyslu? Ástæðumar em án efa margar en kannski vegur þyngst að svínakjötið er selt ferskt en lambakjötið er í flest- um tilvikum frosið. Flestar húsmæð- ur vinna úti og innkaup á frosnu kjöti hentar ekki nútímafjölskyld- unni. Þrátt fyrir aö í boði sé ódýrt frosið kjöt í plastpokum dugar það ekki til. Það er of mikið umstang að Umsjón: Sigmar B. Hauksson þurfa að geyma kjötið fyrst í frysti- kistunni og síðan að þíða það. Vissu- lega hentar þetta sumum en sá hópur fer ört stækkandi sem kaupir kjöt tilbúið á pönnuna. Sauöfjárbændur og þeir sem selja lambakjöt ættu því að leggja áherslu á aö bjóða tilbúnar afurðir úr lamba- kjöti. Láta t.d. kjötið meyma og hafa meira úrval af fersku kjöti á mark- aðnum. Það er ekki hægt að kaUa frosið lambalæri, sem ekki hefur ver- ið látið meyrna, fyrsta flokks kjöt. Hafið eina vínbúð opna Verslanir ATVR eru sem kunnugt er lokaðar á laugardögum og þær era opnar skemur en aðrar verslanir á fostudögum. Nú hafa verslanir ÁTVR. þá sérstöðu að þær eru rekn- ar af einokunarfyrirtæki í eigu þjóð- arinnar. Almenningur á því rétt á áð fá eins góða þjónustu og unnt er. Þjónusta ÁTVR við almenning er í flestum tilvikum mjög góð og hefur batnað á seinustu árum. Margir eiga - á láugardögum erfitt um vik með að kaupa áfengi á afgreiðslutíma áfengisútsölunnar. Stundum gleymist að „fara í ríkið“. Fjölmargir Reykvíkingar fara í sumarbústaðinn sinn um helgar og kjósa að versla áfengi um leið og þeir leggja af stað. Það er því ekki nema eðlileg krafa að í það minnsta ein verslun ÁTVR verði opin 3 tíma á laugardögum. Nú em íslensku fjallajurtirnar að vakna eftir vetradvalann. Þegar jurtirnar eru nýútsprungnar eru þær bestar. Blóðbergiö er útvals krydd sem passar sérlega vel með Iambakjötinu. Gott er að setja blóð- bergsgreinar á grillglóðina þegar verið er að glóðarsteikja. Einnig er upplagt að sefla blóðberg út í mat- arolíu ásamt ögn af hvitlauki til að pensla með kjötið sem á að grilla. Fíflablöð og arfl eru hvortveggja mjög gott í hrásalat. Upplagt er að krydda fiskisúpur og sósur með nýútspmngnum hvannarblöðum. Fíntsöxuð fersk söl em mjög góð með fiski, t.d. í sósur. Blóm morg- unfrúanna, sem eru í flestum görö- um, hafa verið kölluð „saffran fá- tæka mannsins“ og má nota blómin sem krydd í pottrétti og sósur. Svona mætti lengi telja. Einnig má krydda vodka og brennivín með ýmsum villtum jurtum. ERUM FLUTT í NÝTT HUSNÆÐI RŒKTIW FROSTASKJÓL 6, SÍMI12815 dag opnum vió hió nýja og rúmgóóa líkams- rœktarhús vió Frostaskjól (hjó KR-vellinum), Er öllum velkomió aó skoóa aóstöóuna og kynna sér starfsemina. Húsió er til sýnis fró kl, 12.00-17.00 í dag, 16/6. Rcektin veróur síóan opnuó til œfinga ó morgun. TÆKJASALUR . LJÓS. AEROBICSALUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.