Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Side 15
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990.
15
Einu sinni var ég formaður þjóð-
hátíðarnefndar. Það var fyrir
margt löngu og eiginlega í minu
ungdæmi. Ég skil það reyndar ekki
ennþá hvers vegna mér hlotnaðist
sú virðingarstaða enda var þjóð-
hátíðardagurinn alvaran uppmál-
uð og ekki á færi neinna aukvisa
að koma þeirri alvöru til skila. Það
þarf hátíðlega menn til að halda
hátíð. Enda þótt mér sé ýmislegt til
lista lagt hef ég aldrei komist upp
á lag með það að vera nægilega
hátíðlegur. Svoleiðis hæfileikar
koma hins vegar með árunum og
reynslunni og þess vegna eiga for-
menn þjóðhátíða að veljast eftir
aldri. Kannske er sá háttur hafður
á í seinni tíð án þess að ég viti það
gjörla. Ég fékk nefnilega nóg af
hátíðarstandinu meðan ég var ung-
ur enn, sagði af mér formennsk-
unni og hef að mestu getað látið
sautjánda júní framhjá mér fara
eins og obbinn af íslendingum.
En því er ég að rifja upp þessa
tignarstöðu mína að merkilegasta
og raunhæfasta niðurstaða mín af
formennsku minni í þjóðhátíðar-
nefnd var tvímælalaust sú að sautj-
ánda júní væri á vitlausum tíma
ársins. Það er alltaf bandbrjálað
veður þennan dag. Ausandi rigning
ellegar norðan garri og öll bátíðar-
höld fara meira og minna út um
þúfur í þessu veðravíti. Man ein-
hver eftir góðu veðri á þjóðhátíð?
Einu sinni þurftum við meira að
segja að fresta þjóðhátíðinni vegna
óveðurs!
Þjóðleg dagskrá
En hvort heldur þjóðin tók þátt í
hátíðarhöldunum eða sat hana af
sér vegna veðurs urðu nefndar-
menn og fyrirmenn að sinna
skyldu sinni og heiðra sautjánda
júní með nærveru sinni. Formað-
urinn þarf að mæta og forsetinn
þarf að mæta og það verður að efna
til ávarpa og skemmtunar hvort
sem aðrir eru mættir eða ekki.
Kardemommubærinn var fastur
liður á dagskrá.
Viö ákváðum að gera Laugardal-
inn í Reykjavík að hátíðarsvæði.
Ég gerðist svo frægur að fylgja
tveim forsetum á vettvang. Fyrst
Ásgeiri Ásgeirssyni, síðan Krist-
jáni Eldjárn. Það var mikil lífs-
reynsla. Ekki vegna forsetanna,
sem báðir voru höfðingjar í sjón
Á , ■
Ameríkanar feitir,' Spánverjar
ómenntaðir. Danir eru Danir.
Það er vond lykt af svertingjum,
vondur matur á Ítalíu, dýrt í Lon-
don. Evrópubandalagið er okkur
óvinveitt vegna þess aö það gengur
ekki að kröfum okkar og alls staðar
í útlöndum má fmna fólk sem hefur
ekki hugmynd um þetta merkilega
land og þessa yfirburða þjóð. Ég
var alinn upp við þá þjóðtrú að ís-
lendingasögurnar væru mestu ger-
semi ritaðs máls i heiminum.
Rembingurinn
Nú er þaö svo að þjóðarrembing-
ur er annað en þjóðarmetnaður.
Rembingur stafar annars vegar af
vanmáttarkennd og hins vegar af
stórmennsku. Hér er ég, í nafla al-
heims, þarna úti eru allir hinir. Við
erum ekki einir um þetta, íslend-
ingar, alls staðar má finna remb-
inginn og fordómana gagnvart öðr-
um þjóðum. Styrjaldir hafa allar
verið háðar í nafni þjóðarremb-
ings, í krafti þeirrar innrætingar
að herraþjóðin eigi að drottna yfir
öðrum.
Nú eru þjóðirnar hættar að berj-
ast á vígvöllunum en þær berjast á
leikvellinum og ég býð ekki í remb-
inginn og stærilætið þegar nýir
heimsmeistarar veröa krýndir í
fótboltanum.
Sú þróun, sem átt hefur sér stað
í Evrópu að undanfornu með Evr-
ópubandalaginu, breytingunum í
Austur-Evrópu og falli Berlínar-
múrsins, er ánægjulegust fyrir þær
sakir að landamærin opnast og
kynni ólíkra þjóðstofna fara vax-
andi. Óprúttnir þjóðarleiðtogar
geta síður höfðaö til fordóma gagn-
vart öðrum þjóðum þegar hinn
óbreytti almúgi hefur kynnst því
af eigin raun að almúginn hinum
megin landamæranna er sams kon-
ar almúgi og í götunni heima. Fólki
verður ekki lengur att út í villi-
mannslegt blóðbað í nafni konungs
eða fóðurlands.
í eigin landi
Á hinn bóginn er þjóðlegur metn-
aður af hinu góða. Metnaðurinn
felst í ræktun menningar og tungu,
virðingu fyrir fortíðinni, ástinni á
átthögunum. Þjóðin á landið og
þjóðin á að halda sjálfstæði sínu.
Þjóð fmnur til samkenndar og
f samfélagi þjódanna
og raun, heldur vegna þeirrar veðr-
áttu sem heilsaði upp á þá og eyði-
lagði fyrir mér daginn.
I þá daga voru menn þjóðlegir.
íslensk skyldi hún vera dagskráin
og við fengum Bergstein Jónsson
til að semja fyrir okkur leikþátt um
Fjölnismenn og tróðum upp með
þetta leikatriði á bakka Laugar-
dalssundlaugarinnar. Ég hef víst
sagt þá sögu áður og segi hana enn
að þegar Gunnar Eyjólfsson hóf
upp raust sína í nafni Jónasar Hall-
grímssonar sátum við næsta einir,
ég og Ásgeir forseti, uppi í stúk-
unni meðan rigningin buldi á vöng-
um okkar og rokið hvæsti í fánun-
um sem þöndust út og strekktust
af heilagri ættjarðarást. Endur-
vaktir Fjölnismennirnir töluðu fyr-
ir tómu húsi.
Það er sennilega í eina skiptið
sem samtals tveir áhorfendur hafa
sest í þá glæsilegu stúku sem aö
öðru leyti er notuð fyrir sólbaðs-
dýrkendur. Þeir eiga skilið bjart-
sýnisverðlaun, mennirnir sem
stóðu fyrir þessari stúkubyggingu
við sundlaugina. Eða þá að hún
hefur verið hönnuð af fyrirhyggju
þeirra sem vænta gróðurhúsa-
áhrifanna á næstu öld þegar ísland
verður komið í hitabeltið! Ekki er
ráð nema í tíma sé tekið.
Kardemommu-
bærinn
Næsta ár var Kristján Eldjárn
orðinn forseti og aftur var forset-
inn leiddur um Laugardalinn og
aftur rigndi eldi og brennisteini.
Það var sjón að sjá okkur, fyrir-
menn þjóðarinnar, þegar við óðum
drullupollana og moldarleðjuna
upp í ökla í þágu fóðurlandsins.
Og það með sendiherra erlendra
ríkja í eftirdragi sem voru klæddir
og skóaðir á diplómatíska vísu
vegna þess þeir héldu að íslensk
þjóðhátíð færi fram í mannsæm-
andi umhverfi. Árið eftir voru
nokkrir gangstígar malbikaðir en
þá var ég líka hættur að vera fyrir-
menni.
Það var sem sagt mikið á sig lagt
til að halda þjóðhátíð í þá daga og
enginn æðraðist og allir héldu
heilsu. Hann er hins vegar ekki
hættur að rigna og sautjándi júní
er enn á vitlausum stað í dagatal-
inu. íslendingar verða að klæða sig
vel ef þeir ætla að halda þjóðhátíð.
Nú er reyndar búið að flytja há-
tíðina í Reykjavík aftur niður í
gamla miðbæ og í Laugardalnum
er búið að koma fyrir húsdýrum til
að æskan geti kynnt áér þjóðhætti
og tífibrauð þeirrar þjóðar sem hún
tilheyrir. En eftir situr minningin
um veðurbaröa Fjölnismenn og
ýlfrandi hátalara á laugarbarmin-
um og gegnsósa forseta sem stóð
sína pligt með þrdutseigju. Blessuð
sé minning hans.
Nýjar kynslóðir og nýr forseti eru
komin til skjalanna og börnin eru
áfram leidd í skrúðgöngur og Halli
og Laddi skemmta íslendingum
meðan hlé er gert á Kardemommu-
bænum. Alveg er ég þó viss um að
Laugardags-
pistLll
Ellert B. Schram
Kardemommubærinn á eftir að
skjóta upp koltínum aftur á þjóð-
hátíð því ekkert atriði er vinsælla
þegar þjóðin er að minnast fortíðar
sinnar og sjálfstæðis. Við búum jú
í einum allsherj arkardemommubæ
þegar á allt er litið.
Sorgarmarsinn
En þegar skrúðgöngunum,
blöðrunum og pylsunum sleppir,
hvað situr þá eftir af þjóðhátíðinni?
Hvar er þjóðarmetnaðurinn og
þjóðræknin? Löngu áður en sautj-
ándi júní var fundinn upp logaði
ættjarðarástin í brjóstum þessarar
þjóðar. Skáldin ortu ástarljóð til
fósturjarðarinnar og harðgerðustu
mönnum vöknaði um augu þegar
þeir komu heim í heiðardalinn.
Stjórnmálamenn eyddu allri orku
sinni í sjálfstæðisbaráttu á þingi
og ungir menn tefldu lífi sínu í
hættu í þágu þjóðfánans. Jón Ólafs-
son varð þjóðhetja af því að yrkja
níðvísur um danska kónginn og
Danahatrið sameinaði þjóðina sem
einn mann. Á þjóðfundum komu
skörungarnir og héldu brennandi
ræður um land og syni og hlíðin
var svo fögur að þeir fóru hvergi.
Núna étum við pylsur þegar þjóð-
söngurinn er leikinn.
Já það er þetta með þjóðsönginn.
Hann er fallegur sálmurinn hans
Matthíasar en hver er fær um að
syngja lagið og textann? Þjóðsöng-
urinn hljómar eins og sorgarmars
og dregur svo seiminn að einn dag-
ur veröur sem þúsund ár. Ó, guð
vors lands kemst aldrei í söngv-
abækurnar.
Ég hef eiginlega aldrei heyrt eða
séö þessa þjóö mína sameinast
nema þegar íþróttasigrar eru ann-
ars vegar. Þá tryllast menn af fögn-
uði og stolti og láta eins og heims-
meistarar. Og svo má auðvitað ekki
gleyma því að íslendingar samein-
ast til sólarlanda og halda hópinn
eins og mest þeir mega og eru allra
karla kaldastir og hávaðasamastir
innan um hina útlendu barbara.
íslendingar hafa nefnilega tileink-
að sér þann sið að líta niöur til
annarra þjóða og eru algjörlega
sannfærðir um þá skoðun að þeir
séu mestir og bestir. Svíar eru
montnir, Þjóðvetjar hrokafullir,
stolts ef því er að Skipta og hún
hefur sameiginlega þöif og skyldu
til að búa vel að þegnum sínum og
samborgurum. Ekki til að ganga á
rétt annarra heldur til að gæta
sinna eigin réttinda og þess arfs
sem þjóðernið felur í sér. Sjálfstæð-
isbarátta Eystrasaltsríkjanna er af
þessum toga og tilgangur Evrópu-
bandalagsins heldur og þessar
grundvallarskyldur í heiðri. í þess-
um skilningi eru atburðir síðustu
missera jákvæðustu sporin í átt til
friðar og samskipta þjóða og þjóð-
arbrota í gervallri mannkynssög-
unni.
Sautjándi júní er dagur íslensku
þjóðarinnar, jafnvel þótt þjóðin
sitji heima vegna veðurs. Jafnvel
þótt öllum leiðist undir ræðuhöld-
unum og þjóðsöngnum. Þjóðhátíð
er ekki haldin til að æsa upp í okk-
ur þjóðarhrokann eða egna okkur
til útihátíða til að bíta í skjaldar-
rendur. íslendingar eru ekkert
merkilegri en aðrar þjóðir og við
verðum aldrei heimsmeistarar. En
hátíðisdagurinn minnir okkur ís-
lendinga á þá skyldu og þann metn-
að sem felst í þeirri blessun að fá
að lifa frjáls í eigin landi. Þaö eru
verðmætin sem okkur eru gefin.
Skyldan og metnaðurinn felast í
því að varðveita þau verðmæti í
samfélagi þjóðanna. Ekki með ein-
angrun eða ótta við aðra heldur í
takt við þá þróun að allar þjóðir
geta starfað saman og haldið sjálf-
stæði sínu ef þær rækta sinn eigin
garð. Jafnvel þótt hann rigni.
Ellert B. Schram