Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. Skák Að loknu heimsmeistaramóti stúdenta í Reykjavík 1957 flúði ung- verski stórmeistarinn Pal Benkö heimaland sitt og settist að í Banda- ríkjunum. Tveimur árum síðar komst hann aftur í sviðsljósið hér heima er hann tefldi á áskorenda- mótinu í Júgóslavíu - ásamt Friö- riki Ólafssyni. Benkö hefur teflt lítið í seinni tíð og getur ekki af miklum afrekum státað. Skákþrautir og tafllok hafa á hinn bóginn átt hug hans allan. Sjálfur er Benkö leikinn taflloka- smiður og þykir því að vonum slunginn í endatöflum en hann hef- ur gjarnan verið bandarísku ólympíuskáksveitinni til aðstoðar við biðskákarannsóknir. Nýverið birtist grein eftir Benkö í bandaríska skákritinu Inside Chess, þar sem hann fjallar um skákþrautir og tafllok heimsmeist- aranna í skák en þeir hafa margir gert sér það til dundurs að fóndra við þær smíðar. Benkö gagnrýnir margar þessara þrauta góðlátlega með augum sérfræðingsins og gerir sér að leik að endurbæta þær sum- ar. í greininni segir Benkö að mörg þessara taflloka hafi það eitt sér til ágætis að heimsmeistari bjó þau til. Önnur dæmi eru þó býsna skemmtileg og er nú rétt að líta á sýnishom. Benkö byrjar á einfaldri þraut eftir fyrsta opinbera heimsmeistar- inn, Wilhelm Steinitz, sem er samin 1880. Hvítur leikur og vinnur: 1. h7+ Kg7 2. h8=D + ! Kxh8 3. Kf7 Hf2+ 4. Bf6+ Ekki 4. Bxf2?? og svartur er patt. 4. - Hxf6+ 5. KxfB Kg8 6. g7 og vinnur. Þetta er einfold og snotur þraut en Benkö segir að nú á dögum séu tafllok yfirleitt flóknari. Hundrað Vassiiy Smyslov, heimsmeistari 1957-58, samdi mörg falleg tafllok. Þá var bent á vinningsleið fyrir hvítan: 1. Hfl! Hd5 2. d8 = D Hxd8 + 3. Kxd8 Kc5 4. Hbl b4 5. Kc7 Kb5 6. Kb7! Kc4 (eða 6. - Ka4 7. Kc6) 7. Ka6 og vinnur. Tahð var að hvítur gæti ekki unnið með hrókinn á d2, eins og á stöðumyndinni, t.d. 1. Hf2 Hd4 2. d8 = D Hxd8+ 3. Kxd8 Kc5 4. Kc7 b4 5. Hb2 Kc4 6. Kb6 Kc3 o.s.frv. En Botvinnik fann vinn- ingsleið: 1. d8=D Hxd8+ 2. Kxd8 Kc5 3. Hb7! b4 4. Kc7 Kc4 5. Kb6! b3 6. Ka5 Kc3 7. Ka4 b2 8. Ka3 og vinnur. Fyrir þessi tafllok fékk Botvinnik fjórðu verðlaun ritsins Skák í Sov- étríkjunum en Benkö telur þó ýmislegt mega lagfæra. Þetta er hans útgáfa, hvítur leikur og vinn- 1. Hfa! Hel 2. Kf7! 2. Kf8 Kb5! leiðir einungis til jafnteflis. 2. - Kd7 3. Hd5 + Kc6 4. Hdl! He4 5. e8=D Hxe8 6. Kxe8 c4 7. Ke7 Kc5 8. Ke6 c3 9. Ke5 Kc4 10. Ke4 c2 11. Hcl Kc3 12. Ke3 og vinnur. Skák Jón L. Árnason Síðari tíma heimsmeistarar hafa ekki fengist við tafllokasmíð svo að vitað sé. Síðasti móhíkaninn var Vassily Smyslov en ekki verður skilið svo við skákþrautir heims- meistaranna að ekki sé minnst á þrautir hans. Hér er ein frá 1976 sem birtist m.a. í einvígisblaðinu Benkö og tafllok heimsmeistaranna árum síðar bjó Benkö til nútíma- legri þraut úr efniviö Steinitz. Nú á hvitur leikinn og á að halda jafntefli: 1. Hd4! Aðrir leikir tapa, t.d. 1. Hh8? Kf2 og vinnur en besta tilraunin er 1. Kgl og þá þarf svartur að vanda sig. Eftir 1. - Bh5 2. Hh8 h2 + 3. Kg2 hl=D + ! o.s.frv. vinnur svartur sbr, þraut Steinitz. Eða 2. Hf8 h2 + 3. Kg2 Bf3+! 4. Hxf3 hl = D+ og vinnur. Hins vegar getur hvítur reynt 3. Khl!, því að 3. - Bf3+ 4. Hxf3 Kxf3 er patt og jafntefli. Eftir 1. Kgl leikur svartm- betur 1. - h2+ 2. Khl Bg6 3. Hd4 Ke3 og næst 4. - Be4+ og vinnur. 1. - Bh5 2. Hh4 Kf2 3. Hg4! g2+ 4. Kh2 Bxg4 patt og jafntefli. Emanuel Lasker samdi nokkrar skákþrautir og tafllok, nokkur bráðskemmtileg en Benkö þekkir aðeins ein tafllok frá hendi Capa- blanca og Aljekíns. Hér er staða Aljekíns, samin 1933 en Aljekín var heimsmeistari frá 1927 til 1945 að árunum ’35-’36 undanskildum er Euwe náði bikarnum. Hugmyndin er skemmtileg. Hvítur leikur og vinnur: 1. - Bh5 2. Hh4 K£2 3. Hg4! g2+ 4. Kh2 Bxg4 og patt og jafntefli. 1. a6 Hh4 2. Hd8! Kxd8 3. a7 og vinn- ur - peðiö verður aö drottningu. Eða 1. - Hgl 2. a7 Hal 3. Ha3! og vinnur. Benkö segir að þessi tafllok hafi margt sér til ágætis en annað mætti þó betur fara. Til aö sanna mál sitt birtir hann „endurbætta" útgáfu sína af þrautinni, hvítur leikur og vinnur: 1. Kgl! og brátt kemur í ljós að svartur getur ekki stöðvað b-peðið. Lítum á möguleikana: A)l. - Hh6 2. He8! Kxe8 3. b7 og ný drottning uppi. B) l. - Hf4 2. Hb5! cxb5 3. b7 og aftur rennur peðið upp í borð. C) l. - c5 2. Hf5! Hxf5 3. b7 og vinnur. „Eins og við sjáum er fimm peð- um minna í þraut minni en þó kem- ur hróksfómin dæmigerða einu sinni oftar fyrir - nú í þremur útg- áfum,“ segir Benkö og að mínum dómi hefur hann fyllstu ástæðu til aö vera stoltur yfir afkvæminu. Látum næst á tafllok eftir Mik- hail Botvinnik, frá 1939. Hvitur leikur og vinnur: Að sögn Botvinniks kom þessi staða (með skiptum Utum) upp á skákmóti með svarta hrókinn á dl. Spassky-Hort árinu síöar. Hvítur á leikinn og á að vinna tafliö: 1. f7! Ba3 2. Bg7 £3! 3. gxf3 Kd3 4. f8=B!! Vekur upp biskup því að ef hann fær sér drottningu kemur 4. - e2 + 5. Kf2 (5. Kel Bxf8 6. Bxf8 Ke3 held- ur jöfnu) Bc5+! 6. Dxc5 el = D + ! 7. Kxel patt og jafntefli! 4. - e2+ 5. Kf2 el = D+ 6. Kxel Ke3 7. f4! Kxf4 8. Kf2 Og hvítur vinnur. Þessa fallegu þraut treystir Benkö sér ekki til að bæta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.