Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. 25 Reykjavík fyrr og nú Á síðustu árum 19du aldarinnar og fyrsta áratug þeirra 20ustu risu við norðausturenda Tjarnarinnar nokkur stórhýsi á reykvískan mælikvarða þess tíma. Að Gúttó undanskildu hafa öll þessi hús staðist tímans tönn. Öll þessi hús höfðu ómetanlega þýðingu fyrir mannlíf Reykjavíkur þegar þau voru reist. Þau voru á sínum tíma byggð undir félagslega starfsemi svonefnda en vinsældir húsanna og notagildi þeirra hefur verið með ólíkindum, allt fram á þennan dag. Hús með hlutverk Reyndar má segja að flest húsin hafi á landsmælikvarða og um ára- tuga skeið gegnt lykilhlutverki fyr- ir þá starfsemi sem þeim var í upp- haii ætlað að hýsa. Þannig var Iðnó höfuðból íslenskrar leiklistar um hálfrar aldar skeið og allt fram á síðasta ár eitt vinsælasta leikhús landsins, í Iðnaðarmannahúsinu var stærsti iðnskóli landsins á ár- unum 1906-1955 auk þess sem þar var til húsa einn helsti gagnfræða- skóhnn í Reykjavík, Miðbæjarskól- inn hét Barnaskóli Reykjavíkur þar til Austurbæjarskóhnn komst í gagnið 1930 og var þangað til stærsti barnaskóh landsins, og Frí- kirkjan var lengi stærsta kirkjan í Reykjavík. Þess má reyndar geta um Miö- bæjarskólann að sennhega hefur engin íslensk skólabygging verið eins gjörnýtt á jafnlöngum tíma en þegar mest var umleikis á sjötta og sjöunda áratugnum var stór hluti skólans oft þrísetinn auk þess sem Námsflokkar Reykjavikur höfðu húsiö til umráða á kvöldin. Þá hafa öh húsin verið nýtt th margvíslegra tímabundinna nota. Þau hafa öll verið samkomustaðir við hátíðleg tækifæri bæjarlífsins og þar haldnir sögihegir fundir. Þannig var stofnfundur Eimskipa- félags íslands haldinn í Iðnaðar- mannahúsinu og síðan færður yfir í Fríkirkjuna þegar húsrými þraut við Vonarstrætið. Miðbæjarskóhnn var sjúkrahús er spánska veikin geisaði 1918 og port skólans var lengi vinsælasti vettvangur pólitískra æsinga- funda. Á þriðjudaginn kemur munu konur minnast sjötíu og fimm ára kosningaréttar síns en þá munu þær einmitt safnast sam- an í portinu góða og fara fylktu liði að Álþingishúsinu, sömu leið og kynsystur þeirra gengu árið 1915. Þá var Miðbæjarskóhnn eini kjörstaður Reykvíkinga um ára- tuga skeið og þar voru gjarnan haldnar sýningar af ýmsu tagi yfir sumartímann. Þessi viröulegu timburhús við Tjörnina eru því langt frá því að vera „uppstoppað- ir“ safngripir þótt þau séu komin th ára sinna. Tjömin og umhverfi hennar Stóru timburhúsin við Tjörnina settu sterkt svipmót á umhverfi sitt og í áratugi hafa þau ásamt Hljómskálagarðinum og húsaröð- inni við Tjarnargötuna mótað hið vinalega umhverfi Tiarnarinnar. Kvosin byggðist á löngum tíma og er því ólgandi suðupottur ólíkra bygginga á misjöfnum aldri og af mjög mismunandi stærð og gerð. Stóru timburhúsin við Tiörnina eru hins vegar öll reist á sama skeiði og þrátt fyrir stílbrigðamun Ljósmynd: Magnús Olafsson - Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar. Fyrir sunnan Fríkirkjuna þeirra mynda þau þokkalega sam- ræmda hehd nokkurra glæsileg- ustu bygginga höfuðborgarinnar. Hafi Reykvíkingar einhvern minnsta áhuga á því að varðveita hluta af sögu sinni og sérkennum í umhverfinu þá er þeim lífsnauö- synlegt að standa vörð um Tjörnina og umhverfi hennar. Af þessum sökum voru mótmæhn gegn ráð- húsinu mjög skiljanleg. Ráðhúsið er að vísu mjög glæsheg bygging en það er vægast sagt álitamál hvort gömlu timburhúsin við norð- austurhornið þola nábýlið við svo stóra byggingu, - hvort ráðhúsið geri ekki gömlu „stórhýsin“ að „kotungslegum timburhjöllum“ sem ráðamenn framtíðarinnar telja tímabært að víki fyrir stein- steypuhöllum. Þá er auðvitað hætta á því að DV-mynd Gunnar V. Andrésson Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson ráðhúsið auki bhaumferð við Tjörnina sem svo aftur krefjist umhverfisspjalla á þessum slóðum. Gamla myndin er tekin í fyrri ráðherratíð Hannesar Hafsteins eða nánar thtekið á árunum 1905- 1908. Þetta sést á því að Fríkirkjan hefur verið lengd þegar myndin var tekin en sú framkvæmd átti sér st£(ð árið 1905. Suðurálma Mið- bæjarskólans er hins vegar enn ekki fullbyggð en hún komst í gagnið árið 1908. Þá minnir gamla myndin á þá staðreynd að Tjörnin náði töluvert lengra austur áður en Fríkirkjuvegurinn var lagður og var þá vík í Tjöminni sem nú myndi ná inn í Hahargarðinn. Þegar Tómas Guðmundsson skáld var ungur maður í MR á seinni hluta annars áratugarins fór hann á stefnumótin „fyrir sunnan Fríkirkjuna" eins og fram kemur í kvæðinu hans Fyrir átta árum. Þetta gullfahega kvæði Tómasar hefur sennilega verið oftar sungið en önnur kvæða hans en þekktasta lagið er eftir Einar Markan. Kvæð- ið kom fyrst fyrir almenningssjónir í annarri ljóðabók Tómasar, Fögru veröld, sem fyrst kom út í nóvemb- er 1932. Tómas gat þess eitt sinn við vin sinn Kristján Karlsson skáld að bletturinn Sunnan við Fríkirkjuna hefði á sínum tíma verið vinsæll fyrir stefnumót ungra elskenda. Þar hittist unga fólkið einnig meira en hálfri öld síðar er Glaumbær var vinsælasti skemmtistaðurinn. í kvæðinu kemur einnig fram von um líf að loknu þessu og reyndar trúði Tómas á líf eftir dauðann. Sú staðreynd minnir á skemmtilegan draum skáldsins og hina hárfínu „paradoxical" kímnigáfu Tómasar: Morten Ottesen var góðvinur Tóm- asar en öldungis trúlaus á líf eftir dauðann og höfðu þeir oft karpað um þá hluti. Skömmu eftir lát Mortens dreymir Tómas að hann komi th sín og segi: „Það er ei'ns og ég hef alltaf sagt, Tommi minn. Það er ekkert annað líf.“ URVAL - ALLTAF BETRAOG BETRA Fjöldamorðín í Katyn-skógí 1 vor eru fimmtiu ór siðan 15.570 yfirmenn i pólska hernum hurfu sporlaust meðan þeir voru i sovéskum striðsfangabúðum. Um þriggja ára skeið reyndi pólska útlagastjórnin i London ásamt óttaslegnum fjölskyldum þessara manna að hafa uppi á þeim. Tilraunir til þess báru engar árangur. Hin ógleymanlega Lucílle Ball Við munum elska Lucy og dá um ókomna tíð vegna alls hlátursins sem hún skildi eftir sig. Við stöndum ennþá á öndinni þegar við sjáum hana á gluggasyll- unni með íþróttahjálm á höfði og i víðum súpermannbúningí. Stíng berst fyrír regnskógunum i íslendingar vita að áróður umhverfissinna fer oft fram meira af kappi en forsjá og að umfangsmikil samtök þeirra eru sum hver ekkert annað en áróður sem gengur i auðtrúa fólk. Eíntómar afsakanir - sjö farartálmar á veginum til Iikamsræktar Hvernig stendur þá á þvi að einungis þriðjungur roskins fólks æfir sig i 20 mínútur á dag eða lengur? Ástæðurnar eru margar. NÁÐU ÞÉR1 ÚRVALNÚNA-ÁNÆSTABLAÐSÖLUSTffi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.