Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Síða 35
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. 47 y& Lífsstfll Litlar, snotrar búöir með öðru- vísi vamingi. Stærri búðir sem leggja áherslu á gott úrval. Stór- verslanir þar sem allt fæst bókstaf- lega og maöur týnist. París er sann- arlega veisla fyrir þá sem njóta þess að rápa um búðir. Hvort sem er í verslunarerindum eða bara til að skoða, sem oft er ekkert síðra. Því París er ekkert sérlega hentug léttum pyngjum. En ef nægur tími gefst til verslunar er hægt að detta niður á ágætar vörur á viðráðan- legu og jafnvel góðu verði. Og hér er klassinn í fyrirrúmi. Svo mikið er víst. Fallegt er það. Og allt frá því að vera mjög gott til þess allra allra besta. Eitthvað sem fáa hefur dreymt um. Jafnt í klæðnaði sem matvöru. París er borg fagurkera. En hvar skal byrja? Eins og margir vita þá er París skipt í mörg hverfi og bera verslanirnar nokk- um keim af því hvar þær eru - bæði í verði og stíl. Byijum í Latínuhverfmu. Á Bo- ulevard Saint Michel og þar í ná- grenninu er allt fullt af litlum, sér- stökum búðum sem gaman er að kíkja í. Hér ræður unga fólkið sér vart yfir kæti því nóg er af „flippuð- um“ fótum og skartgripum sem falla vel að þess smekk - og buddu. Þeim eldri ætti heldur ekki að leið- ast því sannarlega er nóg af versl- unum sem selja ýmiss konar list- rænan varning sem gleður augað. Þá má ekki gleyma Rue Mouffetard sem er göngugata full af fallegum búðum og með skemmtilegum útimarkaði. Þar er alltaf líf og fjör og vel þess virði að rölta um. St. Germain Des Prés-hverfið tek- ur við af Latínuhverfmu. En líkt og í því síðarnefnda eru litlar sér- hæfðar verslanir í algleymingi. Á Boulevard Saint Germain er mikið af antikverslunum, bókabúöum og tískuvöruverslunum. Á milli þess sem tölt er um búðir mætti svo bregða sér inn á tvö af þekktustu kaffihúsum Parísar, Café Dueu Magots og Flore. Þessi kaffihús eru einkum fræg fyrir það að þar hafa margir frægustu listamenn og rit- höfundar setið löngum stundum. Fjórfalt verð á Champs-Élysées Þá er komið að Champs Élysées, líklega frægustu götu Parísar. Gat- an liggur niður frá Sigurboganum, þeim eina og sanna. Á þessari götu er mikiö af tískuvöruverslunum og eru þær oft opnar lengur en aðrar búðir í borginni. Á Champs Élysées er talsvert um sund inn af götunni þar sem margar verslanir eru inn- andyra. Þetta er vissulega hentugt ef veðrið er ekki upp á það besta. í þessum búðum er verðið dálítið misjafnt en þó frekar í dýrari kant- inum enda er hér um reglulega fin- ar búðir að ræða. Þetta hverfi er líka að öðru leyti nokkuö dýrt en túrhestamir flykkjast jafnan þang- að sökum frægðar blessaðrar göt- unnar. Á kaffihúsunum á Champs Élysées lendir fólk líka í því að borga allt upp í fjórfalt verð fyrir kaffibollann, miðað við það sem tíðkast á mörgum öðrum stöðum. Næst liggur leiðin til Les Halles. Nánar tiltekið til Forum des Halles sem er yfirbyggt verslunarsvæði sem að mestu leyti er neðanjarðar. Hér eru hátt í tvö hundruð verslan- ir sem einkum höfða til þeirra sem sækjast eftir tískufatnaði. Og úr- valið er gífurlegt og það sem meira er, hér er hægt að fá hátískufatnað á viðráðanlegu verði. (Viðráðan- legt verð er samkvæmt skilgrein- ingu blaðamanns svipað verð og hér heima og jafnvel lægra.) En sé tíminn ekki mikill til verslunar er snjallt að bregða sér í Forumið, því þar fæst allt. Ekki síst í fatnaði. Þeir sem hafa gaman af því að stinga fallegum hlut til heimilisins í ferðatöskuna ættu líka að finna eitthvað við sitt hæfi þarna. Nokkr- ar búðir, sem til dæmis versla með málaða trémuni, (sem nú eru mikið í tísku) eru þarna til húsa á næst- neðstu hæðinni. Þess má geta að á neðstu hæðinni er endastöð Met- Horft ofan af Sigurboganum og eftir hinni frægu götu Champs-Élysées. París: Verslunarborg fagurkerans lega hluti. rósins góða (neðanjarðarlestanna) og er því einkar þægilegt að kom- ast þaðan og þaðan. En ef farið er út úr Foruminu og út á götu blasir við torgið í Les Halles-hverfmu þar sem mörg skemmtileg kaffihús eru. Fyrir framan þessi kaffihús eru oft ein- hverjar skemmtilega uppákomur. Látbragð, eftirhermur, tónlistar- uppákomur og fleira. Er þaða góð- ur endir á verslunarferð í Forum- inu. Og þarna í næstu smágötum er margt lítilla búða sem selja sitt- hvað óvenjulegt. Einnig er talsvert um búðir sem selja notaðan, vel með farinn fatnað á góðu verði. Þar \ má fmna margan glæsilegan kjól- inn, glimmerfatnað og ýmislegt annað skemmtilegt. Stórverslanir En bregðum okkur í stórverslan- ir. Þær eru óneitanlega margar. Þær þekktustu eru Galeries Lafay- ette og Printemps. Þessar verslanir eru hlið við hlið á Boulevard Haussmann. Hér fæst allt milli himins og jarðar. Einfalt mál. Og verðlagið er eins íjölbreytt og varn- ingurinn sem þar er á boðstólum. Ekki er ætlunin að úthsta vöruúr- vahð neitt nánar eh sérstaklega er elsti markaður Parísar. Hér fæst allt milli himins og jarðar. bent á sund- og nærfatadeildimar í báðum þessum búðum sem vart sjást glæsilegri. Einnig er skódeild- in í Printemps ævintýri líkust - sem og heimsókn í heimilisdeild Printemps sem er á nokkrum hæð- um í næsta húsi við fataverslunina. Þá liggur leiðin á Rue de Faubo- urg Saint-Honoré. í sem stystu máli: Hér fæst allt það dýrasta og fínasta sem til er. En það er viss upplifun aö kíkja í glugga verslan- anna þar. Ekki síður að fylgjast með þeim fjölmörgu bílstjórum sem halla sér upp aö Jagúurunum á meðan fínar frúr hafa brugðið sér inn og keypt sér kjól eða kristal eins og hann gerist bestur. Það er ekki nokkur leið að ætla að gera verslun í Paris fullkomin skil í stuttri grein sem þessari. Ætlunin einungis að gefa smá inn- sýn inn í þessa paradís verslunar- þyrstra. Listaverka- búðir sælkerans Blaðamaöur fékk á ferð sinni í París mest út úr því að ráfa á milli hinna ýmissu ólíku gatna sem verða á vegi manns. Það eru ótrú- legustu smábúðir sem þannig koma í ljós. Listaverkabúðir sæl- kerans eru ævintýri líkastar. Stundum var vart hægt að trúa því að það væri fæða sem til sýnis var í gluggum. Lystilega meðhöndlað- ur ljúffengur maturinn varð að hreinum hstaverkum. Auðvelt er að gleyma sér f þess háttar skoðun- arferðum. Bakaríin og súkkulað- ibúðirnar sem einungis selja vörur sínar í hki ávaxta, blóma og ann- arra figúra fá jafnt augun sem bragðlaukana th að kætast. Væn- legast er kannski að hætta sér ekki inn fyrir dyr í þess háttar búðum, láta bara „gluggaverslun" nægja og ímynda sér í staðinn að verið sé á hstaverkasýningu og auðvitað verða fyrir áhrifum. Og langi þig til dæmis í bók um dans þá er það htið mál. Bókabúðir, sem sérhæfa sig í ótrúlegustu fyrirbærum, eru alls staðar. Utimarkaðirnir eru líka heimur út af fyrir sig. Og þannig mætti lengi, lengi telja... -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.