Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Side 46
Mikiabi
58
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990.
Afmæli
Björg Þorsteinsdóttir
Björg Þorsteinsdóttir húsmóöir,
Háaleitisbraut 24, Reykjavík, er sjö-
tugídag.
Björg fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp frá níu ára aldri en árin
1921-30 bjó fjölskylda hennar í
Mjóafirði og á Seyðisfirði.
Björg stundaði píanónám í
Reykjavík hjá Katrínu Viðar. Síðar
aðstoðaði Björg við ýmsa kennslu í
skólum þar sem maður hennar
stjórnaöi úti á landi. Björg stundaði
íþróttir á sínum yngri árum og eftir
að hún ílutti til Reykjavíkur aftur
1971 hefur hún starfað mikið að
íþróttamálum innan frjálsíþrótta-
hreyfmgarinnar og verið heiðruð
fyrir starf sitt af íþróttafélagi
Reykjavíkur, Frjálsíþróttasam-
bandi íslands og Reykjavíkurborg.
Björg giftist 17.10.1953 Jóakim
Pálssyni kennara, f. í Hnífsdal 20.11.
1913. Foreldrar hans voru Páll Guð-
mundsson, ættaður frá Kirkjubóli í
Bjamadal í Önundafirði, smiður og
síöast íhússtjóri, og kona hans, Guð-
rún Sólborg Jensdóttir, dóttir Jens
Jónssonar í Arnardal.
Björg og Jóakim eiga tvo syni.
Þeir eru Gunnar Páll Jóakimsson,
f. 21.8.1954, kennari í Reykjavík, og
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, f. 24.5.
1962, auglýsingateiknari í Reykja-
vík, en sambýliskona hans er Unnur
Jensdóttir píanókennari.
Systkini Bjargar: Magnús Marinó
Þorsteinsson, f. 1910, d. 1980, smið-
ur, var kvæntur Ástu Eyjólfsdóttur.
og Aðalheiöur Þorsteinsdóttir, f.
1912, húsmóðir, var gift Ingólfi
Kristjánssyni sem lést 1985.
Faðir Bjargar var Þorsteinn Tóm-
asson skipasmiður, f. 4.6.1884, d.
1.5.1958. Faðir Þorsteins var Tómas
Tómasson, sonur Tómasar Jónsson-
ar og Salvarar Snorradóttur en þau
bjuggu á Arnarhóli í Vestur-Land-
eyjum. Móðir Þorsteins var Stein-
unn Ögmundsdóttir, dóttir Ög-
mundar Ögmundssonar frá Aura-
seli í Fljótshhð og konu hans, Guð-
rúnar Andrésdóttur. Föður sinn
missti Þorsteinn á þriðja ári og ólst
hann upp hjá Steinunni móður sinni
og Snorra Grímssyni í Skipagerði í
Vestur-Landeyjum.
Móðir Bjargar var Björg Magnús-
dóttir, f. í Ánanaustum í Reykjavík,
8.2.1879, d. 1954. Faðir Bjargar var
Magnús Guðmundsson í Ánanaust-
um, sonur Guðmundar Árnasonar,
bónda í Kópavogi, og konu hans,
Þuríðar Magnúsdóttur frá Litlahálsi
í Grafningi. Móðir Bjargar var
Björg Þorsteinsdóttir.
Margrét Bjömsdóttir, dóttir Björns
Guðlaugssonar frá Hurðarbaki í
Kjós.
Björg verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Guðrún Ragnheiður Rögnvaldsdóttir
Guðrún Ragnheiður Rögnvaldsdótt-
ir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, er
sjötíu og fimm ára í dag.
Guðrún fæddist að Hnausakoti í
Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu
en ólst upp frá sex ára aldri að Foss-
koti í Miðfirði hjá fósturforeldrum
sínum, Jóni Jónssyni bónda þar og
konu hans, Elísabetu Benónýsdótt-
ur, ásamt tveimur uppeldissystkin-
um, Jóni Jónssyni og Guðrúnu
Jónsdóttur en þau eru öll látin
Guðrún gekk í Reykholtsskóla í
Borgarfírði 1932-34. Hún flutti til
Hafnarflarðar 1938 og bjó þar til 1947
en flutti þá til Reykjavíkur þar sem
hún rak söluturn í nokkur ár. Guð-
rún haföi þá jafnframt heimilis-
störfunum lengst af unnið við af-
greiðslustörf og framreiðslu og
þjónustustörf, m.a. á Brytanum,
Röðh og í Austurstræti 4.
Guðrún giftist 1938 Jóni Óskari
Guðlaugssyni, f. 14.9.1915, fyrrv.
yfirverkstjóra á Kletti í Reykjavík,
en hann er sonur Guðlaugs Gísla-
sonar, sjómanns í Garði. Guörún og
Óskar slitu samvistum.
Guðrún giftist 1950 seinni manni
sínum, Eiríki Elí Stefánssyni, f. 19.6.
1921, skrifstofustjóra.
Sonur Guðrúnar frá fyrra hjóna-
bandi er Grétar H. Óskarsson, f. 3.3.
1938, flugvélaverkfræðingur og
framkvæmdastj óri loftferðaeftirhts
Flugmálastjórnar, kvæntur Ingi-
björgu G. Haraldsdóttur, f. 19.4.1942,
féhiröi Alþýðusambands íslands, og
eigaþau þrjúböm.
Börn Grétars og Ingibjargar era
EiríkurÁImar Grétarsson, f. 14.8.
1964, flugvélaverkfræðingur hjá
Flugleiðum hf., Ragnheiður Ýr
Grétarsdóttir, f. 26.8.1966, háskóla-
nemi, gift Ólafi Sverrissyni verk-
fræðinema, f. 27.3.1965, og Haraldur
Eyjar Grétarsson, f. 24.3.1969, sem
var að ljúka stúdentsprófi.
Alsystkini Guðrúnar: Björg Rögn-
valdsdóttir, f. 19.1.1920, búsett á
ísafirði og Rögnvaldur Rögnvalds-
VIDE0
HEIMAR
Fákafeni 11,
sími 687244
Hagkaup I
41
Bónus
Faxafen
Ý VIDEO
^HEIMAR
Skeiöarvogur
r
Eigum stórglœsilegt úrval
mynda bœði nýrra og eldri.
Allt efni efnisflokkað.
ATH.! 5 hver spóla frí.
Góó afgreiósla - nœg bílastœói.
son, f. 14.7.1921, búsettur í Kópa-
vogi.
Hálfsystini Guðrúnar samfeðra:
Bjarni Rögnvaldsson, f. 16.9.1904,
var búsettur í Hafnarílrði, nú látinn;
Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir, f. 6.8.
1906, var búsett í Reykjavík, nú lát-
in; Rögnvaldur Rögnvaldsson, f.
21.10.1912, var búsettur á Akureyri,
nú látinn; Jón Björgvin Rögnvalds-
son, f. 15.3.1915, búsettur á Akur-
eyri. Hálfsystir Guðrúnar sam-
mæðra er Hjördís Jónsdóttir, f. 28.3.
1930, búsett í Hafnarfirði.
Foreldrar Guðrúnar voru Rögn-
valdur Hjartarson Líndal, f. 15.7.
1876, d. 27.12.1920, bóndi í Hnausa-
Guðrún Ragnheiður Rögnvaldsdótt-
ir.
koti í Miðfirði í Vestur-Húnavatns-
sýslu, og Þorbjörg Guðmundsdóttir,
f. 22.2.1892, d. 1976, húsfreyja og
matráðskona.
Guðmundur Wiium Stefánsson
Guðmundur Whum Stefánsson,
bóndi að Fremri-Nýpum í Vopna-
firði, er fimmtugur í dag.
Guðmundur fæddist í Fagra-Dal í
Vopnafirði og ólst upp í Vopnafirði
ogíHveragerði.
Guðmundarkvæntist 21.12.1963
HólmfríðiKristmannsdóttur.f. 1.3.
1940, bónda, dóttur Kristmanns
Magnússonar verkamanns í Vest-
mannaeyjum, og Sigríðar R. Sigurð-
ardóttur húsmóður.
Foreldrar Guðmundar: Stefán G.
Guðmundsson, f. 3.6.1906, d. 22.3.
1966, trésmíöameistari, og Inga Wh-
um, f. 22.2.1907, kennari og húsmóð-
ir.
Þau hjónin Guðmundur og Hólm-
fríður hafa hugsað sér að halda upp
á afmæli sín með garðveislu þann
7.7. nk. ef veður leyfir og bjóða
sveitunga sína og vini velkomna.
Til hamingju með afmælið 16. júní
85 ára
Elin Einarsdóttir,
Hún dvelst nú á Seli, hjúkrunardeild
Fjóröungssjúkrahúss Akureyrar.
ara
Lára J. Sigurðardóttir,
Bólstaðarhlíö 41, Reykjavík.
Vallholti 31, Selfossi.
Hulda Jónsdóttir,
Tjamargötu 24, Keflavik.
Elín Sœmundsdóttir,
Vesturbergi 23, Reykjavík.
50 ára
75 ára
Guðrún Auðunsdóttir,
Túngötu 43, Reykjavík.
Kristín Elísabet Hólm,
Hörgslundi 11, Garðabæ.
Selma Óiafsdóttir,
Neöra-Skarði, Leirár- og Melasveit.
Guðbjörg Bjarnadóttir,
Einibergi 3, Hafharfirði.
Sigriður Helgadóttir,
Víðilundi 14F, Akureyrí.
40 ára
Sighvatur Gísiason,
Suðurgötu 49, Keflavík.
Hjáiraar K. Helgason,
Hofsvailagötu 17, Reykjavfk.
60 ára
Kolbrún Þorvaidsdóttir,
Þverbrekku 4, Kópavogi.
Halla Hjartardóttir,
Hvammi, Hvammshreppi.
Sigríður O. Þorgeirsdóttir,
Erna Óiadóttir,
Laxárvirkjun IB, Aðaldælahreppi.
Sigrún Gísladóttir,
Fögrukinn 1, Hafnarfirði.
Guðinundur Gunnars.son,
Heiöarbóli 49, Keflavík.
Andrés Árni Baldursson,
Holtsgötu 25, Miðneshreppi.
Jóna Ágústa Adolfsdóttir,
Víðigrund 15, Akranesi.
Ólafur Tryggvl Kjartansson,
Spítalavegi 9, Akureyri.
Birna Gunnarsdóttir,
Eyjabakka 30, Reykjavík.
Hákon Jónsson,
Vaðli II, Barðastrandarhreppi.
Solvi M. Egilsson,
Neöstabergi 12, Reykjavik.
LAUSAMOLa
er margra
IUMFEROAR
RÁD