Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Fréttir Vaxandi áhugi erlendis á íslenska hestinuni: 15 erlend tímarit um íslenska hestinn Áhugi á íslenska hestinum fer stöðugt vaxandi og er fjöldi þeirra tímarita sem gefin eru út á erlendri grund til marks um það. Eftirtektar- vert er að mörg þeirra bera íslensk hestanöfn. Þykir uppruni hestsins það mikilvægur að reynt er að halda í flest það sem getur talist einkenn- andi fyrir hann. „Það er mjög öflugt starf í gangi erlendis og mót eru haldin reglu- lega,“ sagði Hallveig Fróðadóttir hjá Félagi hrossabænda. „íslenska hest- inn er að finna víða og er til að mynda tvo að finna í Hong Kong. Einnig eru hross á vesturströnd Bandaríkjanna þannig að dreifing þeirra er mjög mikil." Blöðin hafa að geyma margvíslegar upplýsingar. Ræktunarhross eru vel kynnt svo og annar fróðleikur sem að gagni kynni að koma. „Við seljum nokkuð af ræktunar- hrossum út en það á þó ekki að hafa áhrif á markaðinn hérlendis," segir Hallveig. „Það þykir gæðastimpill að fá hest- ana beint frá Islandi og er útflutning- ur að aukast. Upprunavottorð fylgir öllum hrossunum svo og ættartala ef hún er til. Reiðhestaútflutningur byrjaði um 1949 og voru þá flutt út 44 hross. Á síðasta ári voru hins veg- ar seld meira en 1000 hross úr landi og standa vonir til að þetta ár verði enn betra,“ sagði Hallveig ennfrem- ur. Þótt mót séu haldin í mörgum lönd- um á ári hveiju er mikill áhugi aöila að utan aö koma á þau hestamanna- mót sem hér eru haldin. Á Landsmót hestamanna, sem haldið verður á Vindheimamelum 3. til 8. júlí, er áætlað aö um 4000 erlendir gestir komi. Tekin verða upp þau nýmæli á mótinu aö Félag tamningamanna verður með kynningu fyrir útlend- inga. Verður með því reynt að auka enn þjónustu við þá útlendu aöila sem standa hvað mest að hrossainn- flutningiíheimalandisínu. -tlt GíEVnNGOT IH.» HATUGC. Hestablöðin fimmtán. Mörg þeirra bera íslensk nöfn, svo sem Skinfaxi, Sigurboði, Gæðingur, Hestur og Tölt. DV-mynd GVA Eiturefni: „Sögðu mér að fara á haugana“ Losun eiturefna hefur verið mik- ið til umræðu síðustu ár vegna síaukinnar mengunar. Leikur mörgum forvitni á aö vita hvar hægt er að losna við hættuleg efni svo að umhverfið bíöi ekki skaði af. Þegar Hrönn Vilhelmsdóttir vildi losna við kæliskápinn sinn gamla og hafði samband við umhverfis- ráðuneytið og skrifstofu borgar- verkfræðings varð þar fátt um svör. „Mér var bent á að fara með skáp- inn beint á haugana. Ég var alveg hissa að þeir hefðu ekki hugsun á því að þarna var um eiturefni að ræða. Mér finnst við vera aftarlega á merinni hvað þetta varðar,“ sagði Hrönn. í kælikerfum ísskápa eru nokkur grömm af efninu freon sem eyðir ósonlaginu ef það kemst út í and- rúmsloftið en er að öðru leyti hættulaust. Efnið er lyktar- og Ut- laust. DV haföi samband við sorpeyð- ingu höfuðborgarsvæöisins. Feng- ust þar þær upplýsingar að þar væri tekið á móti öúu því sem inni- héldi eiturefni. í Gufunesi er mót- taka fyrir stærri hluti, svo sem kæhskápa, þar sem hin skaðlegu efni eru fjarlægð og málmurinn fer í endurvinnslu hjá stálbræðslu. „í nýju sorpeyðingarstöðinni verður förgimarstöð fyrir eiturefni en þetta er allt í uppbyggingu hjá okkur,“ sagði Ásmundur Reykdal hjá sorpeyðingu höfuðborgarsvæð- isins. „Þegar sorpeyðingarstöðin fer í gang verður Gufunesið lokað en þangað til er móttaka eiturefna þar.“ í framhaldi af þessu má geta þess aö nokkur fyrirtæki taka viö raf- geymum, til dæmis Pólar og Sindri. Rafgeymar innihalda brennisteins- sýru og blý sem eru efni mjög skað- leg umhverfinu. Geymarnir eru tæmdir og efnið sent út þar sem þvi er eytt. -tlt Akureyri: Morgunsundmenn mótmæla seinagangi Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Morgunhanar“, sem mæta i sund- laugina við Glerárskóla á Akur- eyri, hafa afhent bæjaryfirvöldum áskorun og skora á bæjaryfirvöld að vinda bráðan bug aö því að Jjúka framkvæmdum við heita potta, skýh og sólbaðsaðstöðu. Sundmennirnir átelja að um leið og mannvírki sem þessi sundlaug sé tekið í notkun sé framkvæmdum hætt þótt þeim sé ekki að fullu lok- ið. Þeir átelja harðlega hvernig að- koman að laugarhúsinu er og að ekki skuh hafa verið gengið frá annarri aöstöðu en lauginni sjálfri. I bréfinu bjóðast þeir til þess að leggja fram vinnu til þess að hægt verði að ljúka framkvæmdum ut- anhúss. Vestmannaeyjar: Ungum manni hent í höfnina Fjórir ölvaðir menn tóku sig th og hentu ungum manni í höfnina í Vest- mannaeyjum um klukkan hálfátta á sunnudagsmorgun. Atvikið átti sér stað í þann mund sem Herjólfur var að leggja upp í áætlunarferö. Lögreglumaður, sem ætlaði að skakka leikinn, átti að fara sömu leið. Honum tókst þó að koma sér undan og kalla á hðsauka en þó ekki fyrr en fjórmenningamir höfðu tekiö af honum bíllyklana og kastað þeim i höfnina. Fjórmenningarnir gistu fanga- geymslur lögreglunnar að afloknu athæfinu en maðurinn sem fór í sjó- inn náði að koma sér sjálfur á þurrt og honum varð ekki meint af volk- inu. -GRS Landeigendur við Stafnes: Vilja sorphauga hersins burt - slæleg umgengni á haugunum Eigendur jarða er liggja að ösku- haugum Bandaríkjahers á Stafnesi hafa nú fengiö sér lögmann th að freista þess að fá öskuhaugunum lok- að. „Þessir haugar eru þarna án nokk- urs starfsleyfis, sem þó er skylt að afla áöur en starfsemi hefst, sam- kvæmt lögum,“ sagði Gísli Her- mannsson, einn landeigendanna, í samtah við DV. Auk þess sem þeir vhja fá ösku- haugana burt vegna óþrifnaðar af þeim eru þeir ósáttir við hversu htið þeir hafa fengið greitt fyrir það land sem tekið hefur verið af þeim eignar- námi. Reyndar heldur Gísli því fram að þeir hafi enn ekki fengiö neitt borgað. Eins og fram hefur komið í DV hafa landeigendur kvartað yfir um- gengni á haugunum nokkur undan- farin ár. Nú síðast óskuöu þeir eftir því viö lögregluna á Keflavíkurflug- velli aö hún kæmi að Stafnesi og gerði skýrslu um ástandið. Þá hafði rusl fokið af öskuhaugunum og yfir nærhggjandi land og fjörur. Gísli sagði í samtali við DV að umgengni um haugana væri með eindæmum. Fyrir skömmu heföi ver- iö safnað þar saman alls kyns neta- dræsum sem Sorpeyðingarstöö Suð- umesja vhdi ekki taka viö og síðan kveikt í þeim þegar vindur stóð af landi. Á svæðinu væri einhver hluti úrgangs frá hernum urðaður á sér- girtu svæði og sagðist hann telja að það hlyti að vera sorp sem væri mjög hættulegt umhverfinu þar sem á haugana sjálfa færi sorp sem væri í sjálfu sé nógu hættulegt. í viðtali DV við Friðþór Eydal, upp- lýsingafulltrúa bandaríska hersins, fyrir skömmu kom fram að herinn telur sig hafa leyfi íslenskra stjórn- valda til að urða þarna sorp. Hins vegar hafa viðkomandi heilbrigðis- yfirvöld ekki gefið út starfsleyfi, eins og skylt er samkvæmt lögum. „Það hlýtur aö vera einhver sem tengdur er ráðuneytunum eða stjórnmálaflokkunum sem hefur hag af þessum öskuhaugum,“ sagði Gísh Hermannsson. „Þaö er erfitt að skilja á annan hátt hvernig ráðuneytin hafa tekiö á þessu máh.“ -gse Sandkom „Gullæði « Króknum Fjölmargir gestir, bæði imilendirogi'r- iendir.sækja Skagafjörð heimínæstu vikuenjiál'er framþarlands- mothestaman- annaá Vind- iieimameium. . Þessirgestir, sem reiknað er með að skipti þúsund- um, þurfa auðvitað einhvers staðar aö sofa og fiestir þeirra munu veröa i tjöldum á mótsstað. Margir munu þó hafa falast eftir íbúðarhúsnseöi til leigu á Sauðárkrókí og er talað um háar upphæðir í því sambandi. Dagur skýrði frá þ ví að þrir Þjóðverjar greiði 100 þúsund krónur fyrir leigu á íbúð þar mótsdagana og DV hefur heyrtaðhtil2herbergja íbúðhafi verið leigð fimm aðilum sem greiði samtala 150 þúsund. Þetta minnir óneitanlegaá „gullæðið“ sem greip um sig í Reykjavík í tengslum við leiðtogafúndínn fræga. Skýringin Þaðerekkert nýtt þegar knatispyrnu- mennúrVest- mannacy-jum ; eigaihlutað erliðlega gangi aðkomastupp al.mdtilleikja eðaliðumaf fastalandinu gengi erfiðlega að komast þangað. Við sem búum á íslandi höfúm oft fengið þá skýringu að í Vestmannaeyjum sé oft rok og þegar svo sé ekki þá sé þoka og því erfitt með flug. En nú hefur óvart komið fram ný skýring sem hlýtur að varpa frekara ijósi á málið. íþróttafréttamaður Moggans í Eyjum sem skrifaði um leik ÍBV og Skaga- manna þar í síðustu viku sagði að sjálfsögðu frá marki sem Sigurlás Þorleifsson skoraði fyrir heima- menn, og sagði það hafa verið, .fyrsta markhans í vetur“. Þaðerþávetur í Vestmannaeyjum þegar menn eru að reyna að spila fótbolta á í slandi og ekki nema von að oft sé ertltt að komasttílleiks. .. .fyrirstörf að... ....fyrir . Störf aðbanka- málum-fyrir stön'aðflug- samgöngum fyTÍrstörfiof)- inbcra þágu...“Það varveriðaðaf- hendafálka- orðunaeina ferðinaennog 20 nýir „fálkar“ bættust í ört vaxandi hóp íslendinga sem bera nú þessa orðu..Sem fyrr fá margir orðuna fyr- ir að hafa mætt í vinnuna og þegiö góö laun fyrir oger ekki nokkur leið að sjá hvað yfírleitt er lagt til grund- vallar þegar þessi orðuveiting er ák veðin, Menn fá orðuna fyrir að hafa unnið störf sín, jafnt hjá hinu opinbera sem í einkafyrirtækjum en það fer sem fy rr mínna fyrir þeim viö þessar orðuveitingar sem hafa „unnið hörðum höndum“. Leiðinlegt að telja „Viðerum orönirhund- leiöiráað tclja,“sagði kjörstjórnar- maðuri Keila- víkí viötalií siðusiuvikuen þarhafaat- kvæðiúrkosn- ingunumádög- unum verið talinþrisvar. Það mun ekki vera vegna þess að Keflvíking- arnir telji ahtaf vitlaust heldur virð- ist sem óvissa sé um hvað gera eigi við „vafaatkvæði“ sem rísa því undir nafni. Frétt af þessu máli í Tímanum var ekki haigt að skilja öðruvísi en kjörstjórnarmenn í Keflavík séu aö dunda sér við það hundleiðir að telja þessi vafaatkvæði upp aftur og aftur þvi niðurstaða kosninganna breytist ekkert frá talningu til talningar. Menn dunda sér greinilega við eitt og annað suður með sjó. Umsjón: Gytd Krístjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.