Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. 35t 7 LífsstQl Kakkalakki - hjálpartæki til þungunar Nú eru komin á markaðinn hér á landi Clearplan One Step og Cle- arblue One Step mælitækin sem sýna konum hvenær þær eru frjósamastar og hvort þær eru bamshafandi. Cle- arplan og Clearblue eiga að fást í öll- um apótekum. Clearplan Clearplan mælitækinu er sérstak- lega ætiað að mæla hvenær mánað- arins konan er frjósömust. Prófið er tekið í nokkra daga samfleytt sam- kvæmt leiðbeiningum sem því fylgja og það á aðeins að taka fimm mínút- ur á degi hverjum að fá svarið. Clearplan mælir magn svonefnds gulbúsörvandi hormóns (LH) í þvag- inu. Þegar allt er með felldu verður skyndileg aukning í framleiðslu þessa hormóns í hverjum tíðahring sem veldur egglosi 24-36 klukku- stundum síðar. Næstu 2-3 daga á eft- ir eru mestu líkurnar á því að frjóvg- un geti átt sér stað og kona verði þunguð. Hér er hægt að gera við og lagfæra steypuskemmdir Nýtt á markaðnum: Clearplan og Clearblue Kakkalakkakrakkinn, sem fannst, var um 1 'A cm að lengd en fullvaxnir geta þeir víst orðið 5-6 cm. DV-mynd GVA . Neytendur í haframjöli Fyrir skömmu fannst óboðinn gest- ur í haframjölspakka á Hofteigi. Þeg- ar betur var að gáð kom í ljós að hér var kakkalakki á ferðinni, þó ekki fullvaxta. Það var Anna Snorradóttir sem kom með kakkalakkann á DV en eig- inmaöur hennar hafði fundið hann einn daginn er hann ætlaði að fara að hella úr Solgryn haframjölspakka. Kom hann auga á eitthvað dökkt í miðjum pakkanum og var auðvitað brugðið er hann sá hvað hér var á ferðinni. Þá þegar var búið að nota haframjöl úr hálfum pakkanum en eftir þennan óvænta fund fékk hinn helmingur mjölsins aö fara beint í sorptunnuna. Anna sagði að eftir þetta yrði hún gætin þegar hveiti, mjöl, grjón og aðrar shkar vörur væru annars veg- ar og myndi sigta þær því betra væri að athuga hvað maður væri aö borða. Svona kvikindi væru kannski ekki hættuleg ert þau væru heldur óskemmtileg. Maður gæti nú alltaf áttvonáþessu. -GHK Clearblue Clearblue er þungunarpróf og á að gefa konum hárrétta niðurstöðu á innan við þremur mínútum, jafnvel strax á þeim degi sem blæðingar hefðu annars átt að heijast. í tilraun- um á rannsóknarstofum reyndist það yfir 99% öruggt og af þvi að það er svo einfalt í notkun má treysta því að fá áreiöanlega niðurstöðu heima hjá sér. Clearblue þungunarvisirinn getur numið örlitið magn af þungunar- hormóninu HCG (Human Chorionic Gonadotrophin á ensku) í þvagi kvenna. Líkaminn framleiðir horm- ón þetta í auknum mæh á fyrstu vik- um meðgöngu og Clearblue tækið notar næm einræktuð mótefni til þess að finna hormónið þegar á fyrsta degi sem blæðing hefði átt að byrja. Semkís eru íslensk viðgerðarefni fyrir steinsteypu. Semkís efnin eru prófuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar- ins og fagmönnum í byggingariðnaði. Það erekki óleysanlegtvandamál að lagfæra frostskemmdir í steypu, i-yðskemmdir út frá járnabindingu, sprungur í veggjum, brotna kanta og stærri eða minni múr- og steypuskemmdir ef notuð eru Semkís viðgerðarefnin. Réttu viðgerðarefnin eru íslensku Semkís efnin, þróuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður. Semkís efnin ern framleidd undir ströngu gæðaeftirliti. Framleiðandi erSérsteypan sf. á Akranesi sem er sameign Sementsverksmiðju ríkisins og íslenska járnblendifélagsins. Semkís VIOO: Fljótharðnandi án trefja fyrir minni viðgerðir. Semkís V200: Fljótharðnandi meðtrefjumfyrirviðgerðirá álagsflötum og stærri rifum, sprungum eða holum. Semkís V300: Flægharðnandi með trefjum og mikilli viðloðun. Ætlað til viðgerða á stærri flötum þar sem álag er mikið. Semkís FIOO: Stálvari til að ryðverja steypustyrktarjám. Semkís AIOO: Steypuþekja til verndunar á steypu- viðgerðum, múrhúðun og allri venjulegri steypu. Heildsöludreifing: Sementsverksmiðja ríkisins, Afgreiðsla Sævarhöfða Reykjavík s: 91-83400 Afgreiðsla Akranesi, s: 93-11555. Semkís efnin fást hjá öllum helstu byggingarvöruverslunum og hjá SANDI h.f. Viðarhöfða í Reykjavík s: 91-673555 KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SlMI: 93-13355 > GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.