Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. 3 Fréttir Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson: Viðgerð langt á eftir áætlun „Skipiö er enn í viögerð en sam- kvæmt samningi átti aö afhenda þaö 5. maí síðastliðinn," sagði Vignir Thoroddsen, aðstoöarforstjóri Haf- rannsóknastofnunar. „Síðustu frétt- ir eru þær að skipið verði tilbúið um miðjan júlí.“ Það er Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert á Akranesi sem sér um við- gerðir á skipinu. „Við erum núna að hefja stofn- mælingar á úthafsrækju en það eru rannsóknir sem hafa verið gerðar á hverju ári. Það er mjög alvarlegt ef við getum ekki stundað þær nú. Eins og málin standa vitum við ekki hvernig við eigum að bjarga þessu og er þetta því mikill skaði,“ sagði Vignir. Að hans sögn gáfu forráðamenn Þorgeirs og Ellerts þær skýringar að töfm kæmi til vegna þess að of seint hefði verið gengið til samninga. Einnig sögöu þeir að aukaverk hefðu verið mikil. Ekki reyndist unnt að fá staöfest- ingu á því þar sem erfiðleikum var bundið að ná tali af Jósef H. Þorgeirs- syni, framkvæmdastjóra skipa- smíðastöðvarinnar, þrátt fyrir end- urteknar tilraunir. „Verkáætlun var ekki rétt í upp- hafi og aukaverk voru ekki nema um 5 prósent," sagði Vignir, „og þar að auki var afhendingartíminn nefndur í samningnum og engar athugasemd- ir gerðar við undirritun hans.“ Akvæði í samningnum kveður á um verulegar dagsektir ef skipið af- hendist ekki á réttum tíma. Tillit er þó tekið til annarra þátta. Meðal þeirra viðgerða, sem ráð- gerðar voru, var að skipta um spil- kerfi í skipinu og innrétta nýja rann- sóknarstofu í afturbyggingu. Einnig átti að endurbyggja vélina og inn- Ágúst Kárason „pabbi" Króka krókódíls hefur játað að hafa flutt dýrið til landsins. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson Neskaupstaöur: málið til saksóknara Ágúst Kárason í Neskaupstað hef- ur játaö við lögreglurannsókn að hafa flutt til landsins krókódílinn Króka. Lögreglurannsókn er lokið og nú verður málið sent til ríkissak- sóknara sem tekur ákvörðun um hvort Ágúst verður ákærður vegna þessa máls. Lög banna innflutning sem þennan. Yfirgnæfandi likur eru taldar á að Króki sé dauður. Bæði er Norðfjarð- ará mjög köld og eins er áin straum- mikil vegna leysinga til fjalla. Hita- stig árinnar er rétt yflr frostmarki, eða ein til tvær gráður. Krókódílar lifa í um 25 gráða heitu vatni. Ekki er hægt að útiloka aö Króki hafi far- iö úr ánni þegar hann fann hversu köld hún er. Heimamenn telja litlar líkur á að Króki finnist héðan af - að minnsta kosti ekki lifandi. rétta setustofu fyrir áhöfnina. Það er ekki í fyrsta skipti að töf sem þessi hendir en mörgum er það minnisstætt er nýi flóabáturinn Baldur var heilu ári á eftir áætlun að komast á flot. Hann var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni. Á skipinu voru einnig alvarlegir hönnunargall- ar og það er mun þyngra en reiknað hafði verið með í upphafi. „Við fengum aldrei neinar skýring- ar á töfinni,“ sagði Guðmundur Lár- usson, framkvæmdastjóri Baldurs. „Hann ristir dýpra og eyðir mun meira eldsneyti en ráð var gert fyrir og er því mun dýrari í rekstri fyrir vikið. Hann kemur þó til með að þjóna sínu hlutverki og við erum ánægð með hann þrátt fyrir allt.“ -tlt Bjartsýni og baráttuandi hefur ætíð einkennt stóru stundirnar í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi stöndum við saman og fáum miklu áorkað. Á þeirri hugmynd grundvallast íslandsbréf. íslandsbréf eru eignarhluti í sam- eiginlegum sjóði sparifjáreigenda, þar sem fjárfest er í ýmsum tegund- um vel tryggðra verðbréfa. Með því að eignast hlutdeild í sjóðnum geta einstaklingar notið þess ávinnings sem felst í því að dreifa fjárfesting- um og njóta góðrar ávöxtunar. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu eða fjárráð til að notfæra sér þá kosti sem felast í því að dreifa fjárfestingum. íslandsbréf leysa vandann. íslandsbréf eru nánast fyrirhafn- arlaus fjárfesting og henta vel jafnt ungum sem öldnum hvort sem um er að ræða háar eða lágar upphæðir. Reglubundinn sparnaður er mikil- vægur. Þannig öðlast fólk skilning á < o gildi sparnaðar og lærir að bera virðingu fyrir verðmætum. Þótt upphæðirnar séu ekki háar, er gott aðvenjasig áað leggja hluta af tekj- um sínum í örugga og arðbæra fjár- festingu. Á nokkrum árum getur þannig myndast álitlegur sjóður. Dæmi: Fermingarbarn fær íslandsbréf að upphæð 20.000 krónur. Á hverju ári leggur það fyrir svipaða upphæð af sumarlaunum og kaupir íslandsbréf. Tíu árum síðar er sjóðurinn orðinn næstum 290.000 krónur að núvirði * * Án innlausnargjalds, miöað viö að 8% árleg raun- ávöxtun náist á sparnaðartimanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur íslandsbréfa geta notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. 1* LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24,108 Reykjavík, simi 606080 Lóggilt verðbrétafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands. Allir landsmenn eeta eignast ÍSLANDSBRÉF -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.