Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rit&tjjórn - Auglysingar - Á: skrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Átök 1 Eyjum: Ætluðu að henda lögg- ' unni í sjóinn F.jórir ungir menn ætluðu að henda lögreglumanni í höfnina í Vest- mannaeyjum á sunnudagsmorgun. Áður höfðu þeir hent ungum manni í sjóinn. Lögreglan kom fyrst og fremst til að aðstoða þann sem var í sjónum. Fjórmenningarnir hindruðu lögregluna í starfi. Og ekki bara þaö heldur ætluðu þeir að henda honum í höfnina. Lögreglumanninum tókst að halda sér í lögreglubílinn og sleppa þannig frá köldu baðinu. Fjórmenningarnir tóku lykilinn úr lögreglubílnum og hentu honum í sjóinn. Lögreglumanninum tókst aö komast að talstöð bílsins og kalla eftir hjálp. Eftir að liðsauki barst voru menn- irnir fjórir handteknir og fluttir í fangageymslur. Þrír þeirra hafa þeg- ar játað en einn neitar allri aðild að málinu. Þeir sem hafa játað eru nú lausir úr fangageymslunni. í morgun sat sá fjórði enn inni. Ekki hefur komið fram hvers vegna mennirnir höguðu sér svona. Lögreglan í Vestmannaeyjum lítur þetta mál mjög alvarlegum augum. Mennirnir komu í veg fyrir að lög- Ifcreglan hjálpaði manni, sem var í sjónum, og eins gerðu mennirnir til- raunir til að kasta lögreglumanni í sjóinn. -sme Snjókoma á Vestfjörðum Snjór var í fjallatoppum víða á Vestfjörðum í morgun. Snjór var kominn niður að veginum á Breiða- dalsheiði en heiðin er í 600 metra hæð þar sem hæst er. -sme Keflavík: Gaf sig fram við lögregluna Ökumaður á bifhjóli, sem lögreglan í Keflavík reyndi að stöðva á Reykja- nesbraut í gærkvöld, gaf sig fram skömmu síðar. Lögreglunni hafði ekki tekist að stöðva manninn. Eftir að hann gaf sig fram játaði hann að hafa ekið á 179 kílómetra hraða. Hann hafði heldur ekki öku- réttindi. -sme Kirkjubæjarhrossin ekki á landsmót •.Eg hef ákveðiðað veraekki með samkvæmt heimildum DV þá er Kii-kjubæjarhrossatma og er þetta hross, sem hafa fengið ebikunn til og um ástæður þess vil ég sem ástæða þess óánægja hans með gífurlegt áfall fyrir mótið. Sigurður aðmæta,komaekkitilleiks,“ sagði minnst segja,“ sagði Sigurður Har- starf hrossadómara undanfarið. sagðist hafa fyrirhugað að sýna Þórarinn Sólmundarson, starfs- aldsson, hestamaður á Kirkjubæ í Mun hann algerlega hafa hafnað ræktunarhóp eins og hann hefur maður framkvæmdanefndar Rangárvallahreppi, en ljóst er að því að leiða þau fyrír dómara Bún- gert á undanfömum landsmótum. landsmótsins.enmennhafamiklar hin landsfrægu Kirkjubæjarhross aðarsambandsins. Þessar sýningar Sígurðar eru áhyggjur af því að fleiri fylgi for- veröa ekki með á landsmóti hesta- Það þarf varla að taka fram því- landsfrægar og ávalit einn af há- dæmi Sigurðar. manna sem hefst á Vindheimamel- líkur sjónarsviptir verður að punktum mótsins. Sigurður sagðist hafa mætt á öll um í Skagafirði í næstu viku. Kirkjubæjarhrossunum en rækt- „Það er vissulega slæmt ef landsmót frá upphafi og sagðist Sigurður sagöist sem minnst vilja unarstarf Sigurðar hefur vakið at- Kirkjubæjarhrossin mæta ekki, hann eiga von á því að mæta þar segja um ástæður þess að hann hygli um árabil. Það eru fáir sem óháð öðrum kynbótasýningum sjálfur að þessu sinni þó að hestar myndi ekki mæta með hross sín en geta hugsað sér landsmót án mótsins. Það er áfall fyrir mótið ef hans verði ekki með í fór. -SMJ Mikil leit 1 Reykjavík: Sjö ára strákur svaf úti ínótt Mikil leit var gerð í nótt að sjö ára dreng sem á heima í Álfheimum í Reykjavík. Drengurinn fór að heim- an í gærkvöld og ætlaði á mynd- bandaleigu við Langholtsveg. Þegar hann var ekki kominn heim um mið- nætti höfðu foreldrar hans samband við lögreglu. Mikil leit hófst þá að drengnum. Sporhundur kom til hjálpar um klukkan þijú í nótt. Þrátt fyrir mikla leit fannst drengurinn ekki. Það var svo um klukkan hálfsex í morgun að hann bankaöi upp á í húsi við Kötlufell í Breiðholti. Hann bað heimilisfólkið þar að hringja heim til sín og láta vita af sér. Drengurinn gaf þær skýringar að hann hefði gengiö upp með Elliðaám og upp Elliðaárdalinn. Hann segist hafa sofið nálægt einhverjum bóndabæ. Þegar hann vaknaði gekk hann að nærliggjandi húsi og bað um að hringt yrði heim til sín. -sme Engar hækkanir til háskólamanna „Þetta er ekki spurning um lög- fræði fyrst og fremst. Höfuðatriði málsins er að ef þessar breytingar koma til með að hafa áhrif á launa- kerfið í landinu geta þær ekki komið til framkvæmda. Það hefur verið staðfest af fulltrúum allra hinna stóru aðila vinnumarkaðarins að þær breytingar, sem BHMR fengi, myndu jafnskjótt ganga til annarra. Það hefði tvennt í fór með sér. Ann- ars vegar að verðbólgan færi af stað á nýjan leik og hins vegar að BHMR stæði í sömu sporum þegar sú hring- rás væri hafinn. Ég held að það vilji nú enginn," sagði Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra. - Þið munuð þá ekki hleypa neinum hækkunum til BHMR í gegn? „Nei, þegar það liggur ljóst fyrir að það mun valda röskun á almenn- um vinnumarkaði." -gse Árlegur Jónsmessufagnaður norrænu vinafélaganna og Norræna hússins var haldinn aðfaranótt sunnudagsins með tilkomumikilli brennu og tilheyrandi gleði. Veður var með besta móti og lögðu margir leið sína að Norræna húsinu í Reykjavík. DV-mynd S LOKI Þaö er eins gott að Vestmannaeyingar séu vel syndir. Veðrið á morgun: Minnkandi norðlæg átt á landinu Heldur minnkandi norðlæg átt á landinu. Áfram má búast við rigningu eða súld um allt norðan- vert landið en heldur dregur þó úr úrkomu. Á Suðvestur-, Suður- og jafnvel sums staðar á Suðaust- urlandi verður þurrt og víða létt- skýjað. SKUHUBIMR 25050 SENDIBÍLASTÖÐIN Hf opið um kvöld og helgar K&ntucky Fried Chicken m\ Faxafeni 2, Reykjarík Hjallahrauni 15, Hafnarfírði Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.