Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. 31 Til sölu Sorpskápar. Sterkir og vandaðir. Verð 13.254 m/vsk. Sendum hvert á land sem er. Vírnet h.f., blikksmiðja, Borgar- nesi. Sími 93-71296. Höfum til leigu fallega nýja brúðarkjóla í öllum stærðum, einnig á sama stað smókinga í svörtu og hvítu, skyrta lindi og slaufa (10 mism. litir) fylgja. S. 16199, Efnalaugin Nóatúni 17. Setlaugar I fullri dýpt, 90 cm, sérhann- aðar fyrir íslenska veðráttu og hita- veituvatn hringlaga og áttstrendar úr gegnlituðu polyethylene, yfir- borðsáferðin helst óbreytt árum sam- an. Átta ára reynsla við íslenskar aðstæður og verðið er ótrúlegt, kr. 39.900/44.820/67.000. (mynd). Norm-x, Suðurhrauni 1, sími 91-53822. Framleiðum með stuttum fyrirvara ódýrar, léttar derhúfur með áprentuð- um auglýsingum. Einnig veifur og flögg. Lámarkspöntun 50 stk. B. Olafsson, sími 91-37001. Veljum íslenskt! Ný dekk - sóluð dekk. Vörubílafelgur, 22,5, jafnvægisstill- ingar, hjólbarðaviðg. Heildsala - smá- sala. Gúmmívinnslan hf., s. 96-26776. Sumarhjólbarðar. Hágæðahjólbarðar frá Kóreu á lágu verði, mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskipting- ar. Barðinn hf.; Skútuvogi 2, Reykja- vík, símar 91-30501 og 91-84844. Eigum aftur fyrirliggjandi okkar vin- sælu baðinnréttingar, ennþá á sama góða verðinu. Innréttingahúsið hf., Háteigsvegi 3, s. 91-627474. Ultra tan. fyrir sólbaðsstofur. Sjö gerðir af ljósa- bekkjum, frá 20 perum til 51 peru. Perur, gleraugu, hreinsivökvar, hand- klæði, sloppar, sápur, shampoo, leik- fimibekkir, vöðvastyrkitæki og margt fleira. Snyrtistofan Hrund, Grænatúni 1, Kóp., sími 44025. HJÓLBARBAR þurfa að vera með góðu myristri allt árið. Slitnir hjólbarðar hafa mun rpinna veggrip og geta verið hættulegir - ekki síst i hálku og bleytu. DRÚGUM ÚR HRAÐA! FERÐAR / Wlahdlun I FUNAHÖFÐA 1 — SÍMI 672277 Opið mánud.-föstud. 10-19 - laugard. 10-17 Toyota Tercel 4x4 ’88, ek. 50.000, hvítur, v. 890.000, skipti ath. MMC Lancer GLX ’89, ek. 32.000, vínr., v. 870.000, skipti, nei. M. Benz 300 TE ’87, 49.000, blár, álf., centrall., leðursæti, abs, v. 2.900.000, skipti ath. MMC Colt 1500 GLX ’88, ek. 46.000, hvitur, 3ja d., v. 690.000, skipti ath. M. Benz 280 SE ’81, ek. 140.000, sægrænn, ssk., centratl., skipti ath., v. 1.250.000. Vegna mikillar sölu vantar bíla á staðinn. Fritt innigjald, útisvæði vaktað allan sólar- hringinn. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Verslun Sumarfötin tilbúin. Verslunin Fislétt, Hjaltabakka 22, kjallara, s. 91-75038, opið frá kl. 13-18, lokað laugard. Tjaldasaia • Tjöld, allar stærðir. •Tjaldvagnar, svefnpokar, bakpokar. • Ferðagasgrill, borð og stólar. •Ferðadýnur, pottasett, prímusar. • Fortjöld á hjólhýsi o.fl. o.fl. Sportleigan, ferðamiðstöð við Umferðarmiðstöðina, símar 91-19800 og 91-13072. Dráttarbeisli - Kerrur 1 Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Original (f.S.Ó.) staðall dráttarbeisli á allar teg. bíla. Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Hásingar 500 kg 20 tonn, með eða án bremsa. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dal- brekku, símar 91-43911, 45270. Öklaskórnir komnir, svartir, leður, með rennilás, st. 40-46, verð 4600 kr., pósts- endum, s. 18199, opið frá kl. 12-18. Skómarkaðurinn, Hverfisgötu 89. Leigjum út og seljum Woodboy parketslípivélar. Sérfræðiþjónusta. Fagmenn taka þrefalt meira. • A & B byggingavörur, Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði, s. 651550. Ferðamála- og farar- stjóraskóli á Mallorca íslensk kennsludeild - Ferðaskrifstofustörf - Hótelrekstur - Fararstjórn erlendis - Ferðaþjónusta í dreifbýli - IATA flugfars- eðlaútgáfa - Flugfélaga- og flugvallastörf - Ráðstefnuþjónusta - Markaðsstörf og auglýsingar - Spænska, enska eða þýska. Alþjóðlegur skóli fyrir islenska nemendur: Samstarf hefir tekist milli islenskra og spænskra aðila um starf- rækslu íslenskrar kennsludeildar í alþjóðlegum námsgreinum á sviði ferðamála á komandi vetri á Mallorca, þeim stað þar sem veitingaaðstaða er ókjósanleg og sem náð hefir hvað lengst í uppbyggingu og framförum á þróunarsviði ferðamála í Evrópu. Skólinn verður starfræktur frá 31. október til 21. desember og gefur námsárangur og próf möguleika til framhaldsnáms I einstökum greinum á Spáni og í Bandaríkjunum. Þessi skóli er sniðinn fyrir þá sem vilja á skömmum tíma öðlast staðgóða þekkingu á helstu undirstöðuatriðum ferða- mála og fararstjórnar og búa sig þannig undir störf á sér- hæfðum sviðum þessarar ört vaxandi atvinnugreinar á íslandi og erlendis. Námið er alþjóðlegt og kunnáttan kemur jafnt að notum á Islandi sem annars staðar í heiminum. Þekking er lykill að starfsmöguleikum: Ferðamálaráð telur að á ársgrundvelli nemi þjóðartekjur af ferðaþjónustu á íslandi 9-10 milljörðum króna og skapi nú um 6000 ársstörf, miðað við hingaðkomu ca. 135.000 er- lendra ferðamanna en reiknað er með að sú tala verði komin upp í 300.000 í lok áratugarins. Viðskipti og störf við ferðaþjónustu eru í ótrúlega örum vexti um allan heim vegna batnandi lífskjara fólks, aukins frí- tíma og lægri fargjalda. Árangur í störfum og uppbyggingu ferðaþjónustu kallar á þekkingu og menntun I ólíkum störfum atvinnugreinarinnar. Sú þekking verður helst sótt til þeirra landa sem komin eru lengst í þróun og uppbyggingu ferðamála. þar hefur Spánn ótvíræða forystu og af öllum stöðum er þessi þróun komin lengst á Mallorca þar sem tekið er á móti um 10 milljónum ferðamanna á ári eftir 150 ára þróun þessarar ferðamanna- paradísar. Kennslufyrirkomulag: Nemendum er séð fyrir góðum aðbúnaði við höfuðborgina Palma rétt hjá kennslustað. Kennt er fimm daga vikunnar, 5-6 kennslustundir daglega, auk vettvangskennslu við farar- stjórn, á hótelum, flugvöllum og ferðaskrifstofum. Meðal námsgreina má nefna: Ferðaskrifstofustörf: Starfsemi og skipulagning ferðaskrifstofa. Markaðssetning og sala einstaklingsþjónustu og hópferða. Móttaka erlendra ferðamanna. Lög og reglur um starfsemi ferðaskrifstofa á ís- landi og i öðrum löndum. Rekstrar- og kostnaðaráætlanir. Fararstjórn erlendis: Störf fararstjóra vegna farþega, samskipti og afgreiðslur á gististöðum og flugvöllum. Skipulagning og framkvæmd skemmti- og skoðunarferða. Lýsing á löndum og þjóðum, sögu þeirra og menningu. Verkleg kennsla í fararstjórn á Mallorca. Hótelrekstur: Grundvallaratriði hótelstarfa. Uppbygging hótelrekstrar. Sala, markaðssetning, bókunarkerfi og áætlanagerð. Störf í gesta- móttöku og öðrum þjónustugreinum hótela. Ferðaþjónusta í dreifbýli: Skipulagning þjónustunnar. Nauðsynlegar aðstæður og hús- næði. Markaðssetning og sölustarfsemi. Bókunarkerfi og áætlanagerð. Valkostir um fjölbreytni í þjónustu. IATA-flugfarseðlaútgáfa: Kennsla og þjálfun I útgáfu -flugfarseðla I alþjóðlegu áætlana- flugi. Útreikningar flugfargjalda, reglur og notkun handbóka. Afgreiðslustörf á millilandaflugvöllum. Kennslustaðall ersam- kvæmt reglum IATA - Alþjóðasambands flugfélaga. Þekking sem helstu flugfélög heims gera kröfur um til starfsfólks. Frá næstu áramótum verða allar lATA-viðurkenndar ferðaskrif- stofur að hafa að minnsta kosti einn starfsmann með þessa viðurkenndu þekkingu. Spænska og önnur tungumái: Boðið er upp á spænskunám fyrir byrjendur og lengra komna. Það léttir undir við námið að læra málið i landinu þar sem það er talað. Einnig verður boðið upp á sem valgrein nám í ensku og þýsku og þá miðað við orðaforða er snertir þjón- ustu á ferðamálasviðinu. Framkoma og frarasögn: Meðferð talaðs máls og almenn framkoma i ferðaþjónustu. Sálfræðikennsla með áherslu á mannleg samskipti í þjónustu- greinum og markaðsfræðum. Spænsk og alþjóðleg lög er snerta ferðamál: Rakin helstu atriði er snerta dvöl erlendra ferðamanna og starfsemi erlendra ferðaskrifstofa á Spáni og i öðrum löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Jafnframt almennt um sérstöðu útlendinga i þessum löndum, íbúðakaup, langdvalarréttindi, atvinnuréttindi o.fl. Heilsugæsla og tryggingar: ítarleg umfjöllun um heilsufar og heilsugæslu, mataræði og hollustuhætti, þegar fólk dvelur í löndum með ólíkt loftslag og matarvenjur. Atriói er snerta læknishjálp og sjúkrahúsvist og tryggingakerfi til greiðslu þeirrar þjónustu. Próf og viðurkenningar: Kennsla í öllum aðalgreinum til prófs fer fram á íslensku en fyrirlestrar erlendra kennara í sérfögum eru túlkaðir jafnóðum. Skólanum lýkur með prófum í helstu námsgreinum og fær hver nemandi skírteini til staðfestingar á þátttöku sinni og námsárangri. Kennarar og fyrirlesarar: Þeir hafa allir mikla þekkingu og reynslu á sínum sérsviðum, enda er námið skipulagt og undirbúið af erlendum fagmönn- um og sérfræðingum í skólamálum á sviði ferðamála. Nánari upplýsingar: um skólastarfið, námsefni og kostn- að og beiðni um umsóknareyðublöð fyrir skólavist er í síma 91-620029.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.