Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. t / /BANFI HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist oddvita Vopnafjarðarhrepps, Lónabraut 41, s. 97-31108. Oddviti Vopnafjarðarhrepps. Pústþjónustan v/Hlemm J. SVEINSSON & Co Hverfisgötu 116 sími 15171 - 22509 (M) MOTOftOLA FARSÍMAR Verð frá 83.657,- Fjarskipti hf. Fákafeni 11 sími 678740 I ÍANDVEiAfíHF SMIÐJUVEGI66, KÓPAVOGI. SÍMI: 76600 Sviðsljós dv Steffi Graf, Brigitte Nielsen, Stefanía Mónakóprinsessa og Joan Coliins eiga það sameiginlegt að hafa gengið illa að finna hamingjuna. Erfitt að vera frægur - ef marka má ástarsambönd stjamanna Það er ekki tekið út með sældinni að vera frægur. Peningar, frægð og ytri fegurð eru ekki það sama og hamingja. Þetta hafa stjörnumar fengið aö reyna. Þess em mörg dæmi að ástarsambönd fræga fólksins renni út í sandinn og oftar en ekki á frægðin sinn þátt í því. Það að vera sífellt í sviðsljósinu og umtalaöur er erfitt og aðeins sterkustu sambönd þola þá pressu. Þegar við venjulega fólkið horfum á fallega fólkið á hvíta tjaldinu sjáum við allt annað en raunveruleikann. Við horfum á þau og látum okkur dreyma um að vera eins falleg og fræg en megum kannski þakka fyrir að vera bara hérna á klakanum. Mörg dæmi em um frægar konur sem hafa farið illa út úr ástarsam- böndum. Stefanía Mónakóprinsessa er oft í sviðsljósinu og oftar en ekki vegna kynna við hitt kynið. Faðir hennar hefur ekki verið hrifmn af þessum ævintýmm hennar. Nýjustu fregnir af Stefaníu herma að hún eigi von á barni en að samband hennar og Jean-Yves Lefur hafi mnnið út í sandinn. Brigitte Nielsen hefur líka fengið að kynnast ýmsum hliðum þess að vera fræg. Hún átti barn meö Stall- one en það samband gekk ekki upp. Með fimm mánaða barn fór hún til nýs vinar í Danmörku, Marks Gast- ineau, sem hún átti oft eftir að kæra fyrir líkamsárásir. Hún hefur kynnst fleiri mönnum náið en þau sambönd hafa heldur ekki gengið upp. Tennisstjarnan Steffl Graf hefur líka komið illa út úr samböndum sín- um við karlmenn. Hún má nú lifa við það að faðir hennar gæti hennar dag og nótt. Hann er farinn að hafa áhyggjur af því að sambönd Stefifl við karlmenn hafi áhrif á tennisleik hennar og vill vernda hana fyrir frekari áföllum á. því sviði. Joan Collins, sem nú er orðin 57 ára, á fjögur hjónabönd að baki og ótal ástarsambönd. Hún segir upp- eldi sitt og skort á föðurást hafa haft þau áhrif að hún eigi erfitt með að byggja upp varanleg sambönd við hitt kynið. Þetta eru aðeins örfá dæmi um erf- iðleika stjarnanna á að fmna ham- ingjuna og mörg fleiri mætti telja. ÁAscot veð- reið- unum Karl Bretaprins og Díana prinsessa mættu í sínu fínasta pússi á öðrum degi Ascot veðreiöanna. Veöreiðarnar eru haldnar árlega og þykja mikill viðburður í lífl fína fólksins. Rétt eftir að myndin var tekin gerði úrhellisrigningu en þau hjónin náðu að hlaupa í skjól. Enginn getur látið sjá sig á veðreiðunum nemaisparifótuiíumognauösynlegter - að mæta með hatt. Gildir það jafnt um bæði kynin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.