Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Fréttir HeUti sýru á bíl Kona í Breiöholti tilkyrmti til lögreglunnar að sýru eða lak- keyði hefði verið hellt á bíl henn- ar á föstudag. Bíllinn er illa far- inn eftir þessa meðferð og sums • staðar skín í hert jámið. Ekki heftir tekist að hafa uppi á sökudólgnum en eiginmaður konunnar liggur undir grun. -GRS Pörupiltar teknir í Öskjuhlíð Nokkrir pörupiltar voru gripn- ir af lögreglu á sunnudag. þegar þeir óku um í mýrlendi í Öskju- hlíðinni. Piltarnir, sem óku um á Lada jeppa, unnu nokkur spjöll á gróðri. Rólegt í höfuð- borginni : Fjórir minni háttar árekstrar urðu í bænum um helgina en ekki er kunnugt um meiðsl á fólki. Fangageymslur lögreglunnar voru fullnýttar en ölvun var þó ekki með meira móti. -GRS Mikið um hraðakstur: Einn tekinn á 145 km hraða Að sögn lögreglunnar á Selfossi bar nokkuö á hraðakstri um helg- ina. Einir þrjátíu 'ökumenn voru stöðvaðir íýrir of hraðan akstur. Á laugardagsmorgun mældist ökuþór á 145 km hraða við Hvera- gerði og mótorhjólakappi var stöðvaður í Grimsnesi á sunnu- dag á 129 km hraða. I Þrastarskógi féll knattspyrnu- mark ofan á stulku og slasaðist hún eitthvað og á Þingvöilum féll hestamaður af baki og var hann fluttur með sjúkrabifreið tii Reykjavíkur. -GRS - tók þátt í Arctic Open golfmótinu og gekk í það heilaga í Minjasafnskirkjunni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er búinn að vera ógleymanieg- ur sólarhringur. Ég var að spila golf til klukkan aö veröa fjögur í nótt og síöan fórum við í kirkjuna um morg- un og giftum okkur,“ sagði Neil Els- ey, ritstjóri tímaritsins Golf Riu- stradet Weekly, þegar Arctic Open golfmótinu var slitið að Jaðri á Akur- eyri á laugardagskvöld. Ritstjórinn, sem hefur áður tekið þátt í þessu móti, ákvað nú að slá tvær flugur í heimsókn sinni tii ís- lands að þessu sinni, taka þátt í mót- inu og ganga að eiga unnustu sína, Elisabeth Bateman. „Við vildum gera þetta öðruvísi en á hefðbundinn hátt heima, ekki vera með hundrað gesti í veislu og þess háttar tilstand. Jóhann Sigurðsson í London kom með þá hugmynd að við skelltum okkur til Akureyrar og ekki var verra að íslenskur prestur í London sem ætlaði einnig hingað til að taka þátt í mótinu var tilbúinn til að sjá um athöfnina. Lisa samþykkti þetta strax, enda erum við búin að vera saman í 6 ár og hún var ekkert á því að láta mig sleppa. Athöfnin í kirkj- unni var ákaflega skemmtileg og veislan heima hjá Gunnari Sólnes á eftir einnig, svo að þessi dagur er búinn að vera sérstaklega skemmti- legur og eftirminnilegur," sagði Neil Elsey. Neil Elsey og Elisabeth brúður hans koma úr Minjasafnskirkjunni á Akureyri. DV-mynd gk Vesturgata 7: Snyrtiaðstaða fyrir almenning Nýlega var opnuð í miðbæ Reykja- víkur, nánar tiltekið að Vesturgötu 7, snyrtiaðstaða sem ætluð er al- menningi. „Það hefur oft verið kvart- að undan því aö engin almennileg aðstaða sé fyrir hendi en með þessu er verið að reyna að bæta úr því,“ sagði Pétur Hannesson hjá Hreins- unardeild Reykjavíkurborgar. Aðstaðan er mjög góð. Auk al- mennrar snyrtiaðstöðu er mögulegt að sinna ungbörnum þar. Til að byrja með verður opið á almennum versl- unartíma á virkum dögum frá 9 til 18. Lokað verður á sunnudögum fyrst um sinn. -tlt Snyrtiaðstaða hefur verið opnuð i miðbænum. DV-mynd Brynjar Gauti Ritstiórinn sló tvær / flugur í einu höggi I dag mælir Dagfari Opnar og lokaðar fréttir Stöð tvö hefur ákveðið að opna aft- ur fyrir fréttimar. Dagfari er óhress með þessa ákvörðun. Hún spillir fyrir honum kvöldinu. Dag- fari hefur ekki afruglara og þarf ekki að láta afrugla sig vegna þess að Dagfari er ekki ruglaður. Meðan Stöð tvö haföi lokað fyrir ff éttimar losnaði Dagfari við að horfa á tvo fréttatíma á hverju kvöldi og lét sér nægja fréttirnar hjá RÚV. Það tak- markaða fréttaleysi lifði Dagfari ágætlega af vegna þess að fréttir verða ekki fréttir fyrr en þær koma í fréttatíma. Ef engir væru frétta- tímamir llfði þessi þjóð góðu lífi og vissi ekki betur en hún hefði það bara bærilegt, takk. En eftir þvl sem fréttatímum ftölgar, fjölgar fréttunum að sama skapi, og oftast eru fréttir ekkert nema frásagnir af hörmungum, gjaldþrotum, mótmælum og öðrum erfiðleikum. Þetta er stanslaus áþján og gerir menn svartsýna og þunglynda og eykur bæði sorg og sút meðal landsmanna. Það em fréttirnar sem eru okkur lifandi að drepa og draga allan mátt úr ís- lendingum. Án þeirra væri hvergi betra að vera en einmitt hér á gamla Fróni. Með því að Stöð tvö lokaði fyrir sínar fréttir á kvöldin losnaði mað- ur við það böl að horfa á tvo frétta- tíma og þá dró úr bölsýninni. Hún varð helmingi minni af því frétta- tímarnir vom helmingi styttri. Ástæðan fyrir því að Stöð tvö lok- aði fréttatímanum var sú, að þeir ætluöu að láta áskrifendur Stöðv- árinnar búa við það böl eina, að leyfa þeim að horfa á tvöfaldan skammt af hörmungunum. Þeir óttuöust samkeppni fleiri stööva og hugðust bregðast þannig við sam- keppninni að loka fyrir dagskrána hjá sér, nema fyrir þá útvöldu sem stóðu með Stöðinni í samkeppn- inni. Þaö þótt Dagfara mikil tilhtssemi við þann hluta þjóðarinnar, sem ekki á afmglara. Dagfari var ánægður með að losna undan tvö- fóldu böh. En nú hefur Stöð tvö tilkynnt að aftur verði opnað fyrir fréttimar. Þeir segja að samkeppnin sé úr sögunni og þriðja sjónvarpsstöðin verði ekki stofnuð. Það er að vísu mikil bót í máli að fréttatímarnir verði ekki þrír, því það hefði senni- lega riðið þjóðinni að fullu að hlusta á sömu fréttirnar af sömu hörmungunum þrisvar sinnum á hveiju kvöldi. En á móti kemur að nú verður aftur opnað fyrir tvö- faldan skammt. Nú þarf Dagfari aftur að setjast niður við sjón- varpsstækið sitt klukkan hálfátta og láta hella yfir sig hörmungum í heilan klukkutíma á tveim stöðv- um. Þetta er óhugnanleg framtíðar- sýn og þetta verður aukið álag á alla þá sem telja sig þurfa að hlusta og horfa á fréttir í hvert skipti sem fréttir eru sagðar. Dagfari leggúr til að einhveijir góðir menn taki sig til og boði stofnun þriðju sjón- varpsstöðvarinnar til þess að Stöð tvö loki fyrir fréttirnar á nýjan leik. Ef því má treysta að besta ráðið við samkeppninni sé að draga úr dag- skránni og loka fyrir fréttir hjá Stöö tvö munu þeir Stöðvarmenn væntanleg snarlega loka aftur þeg- ar það spyrst að samkeppnin hafi risið upp að nýju. Ekki er loku fyrir það skotiö að ef fréttist til nógu margra sjón- varpsstöðva komi að því að RUV loki einnig fréttunum hjá sér, þannig að hræðslan við samkeppn- ina geti orðiö til þess að fréttir hverfi alveg út úr dagskránni og menn geti lifað eðlilegu og slysa- lausu lífi. Dagfari hefur alltaf sagt að sam- keppnin sé af hinu góða. Hún kallar það best fram í hverjum manni. Hún hafði sannarlega góð áhrif á Stöð tvö sem harðlæsti fréttunum um leið og spurðist til samkeppn- innar. íslendingum létti stórlega, bjartsýni jókst og umheimurinn leit mun betur út, þegar ekkert fréttist af hörmungunum nema hjá RUV. Það lifnaði yfir samfélaginu. Þeir hjá Stöð tvö verða að gera sér grein fyrir því að vinsældir þeirra aukast í réttu hlutfalli við þá áhorfendur sem ekki eru með afruglara. Eftir því sem dagskráin styttist og fréttirnar eru harðlæstar líður órugluðum og rugluðum ís- lendingum mun skár og best væri auðvitað ef þeir lokuðu dagskránni að fullu og öllu. Þá væri ekkert ónæði af tveim rásum eða marg- földum fréttatímum um hörmung- arástandið í landinu. Er virkilega ekki nokkur von til þess að auka samkeppnina til að þetta geti gerst? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.