Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Gengishækkun rædd Gengishækkun, hækkun gengis íslenzku krónunnar, er nú rædd í fúlustu alvöru í stjórnarherbúðunum. Ein- hver töf kann að verða á frekari umræðu um þetta nú í vikunni vegna deilnanna við háskólamenn, sem starfa hjá ríkinu, BHMR. Við erum vissulega vön gengislækk- unum en ekki gengishækkunum. En aðstæður valda því, að þetta kæmi nú til greina sem einn kosturinn. Við skulum athuga, hvaða áhrif hækkun gengisins kynni að hafa. Nú er að vísu rætt um litla gengishækkun, til dæmis 1-1,5 prósentustiga hækkun. Gengishækkun mundi gera útflutningsatvinnuvegum okkar örðugra fyrir, þar sem þeir fengju minna en áður í íslenzkum krónum. En geng- ishækkun mundi stuðla að lækkun innflutningsverðs. íslendingar kynnu að geta keypt vörur eitthvað ódýrara en áður. Það yrði auðvitað markmiðið með gengis- hækkun, sú hugmynd að halda megi kauphækkunum í skefjum. Að öllu óbreyttu stefnir í, að verðlag fari nokkuð fram úr hinum svonefndu rauðu strikum, sem samið var um í kjarasamningunum. Þá kæmu til meiri kauphækkanir en að var stefnt. Því gæti hækkun geng- is, með lækkun innflutningsverðs, unnið gegn þessum vanda. Við vitum á hinn bóginn, hvernig lækkun gengis styð- ur stöðu útflutningsatvinnuveganna. Við þekkjum öll, hvernig gengislækkun eykur innflutningsverðlag og dýrtíð hér heima. Hækkun gengis stefnir auðvitað í öfuga átt. En við skulum ekki fá glýju í augun, þótt gengi verði látið hækka um svosém eitt prósent. Það kynni að leysa einhvern vanda stjórnvalda í bili. En við komumst ekki hjá að reikna með, að verðbólgan geti orðið meiri en sumir hagfræðingar stjórnarinnar segja nú. Þá væri til lítils að vera að hækka gengi krónunnar htillega. Það yrði brátt allt að draga til baka. • Og hvernig er staða útflutningsatvinnuveganna til að mæta gengishækkun og því minni tekjum? Sú staða er yfirleitt góð. Fiskverð á mörkuðum okkar erlendis hefur hækkað mikið, bæði á Ameríku- og Evrópumark- aði. Þetta kemur á móti aflaminnkun í ár, sem gerð var til að vernda fiskstofna. Hin síðastnefnda ákvörðun var viturleg. En aflaminnkunin hefur verið meginorsök kreppunnar, ásamt vitlausri stjórn. En í stuttu máli eru útflutningsatvinnuvegir vel stæðir. Hækkun fiskverðs gerir betur en bæta upp minni afla. Enn verður næstu daga karpað um rauðu strikin og BHMR. Stjórnvöld eiga að standa við orð sín gagnvart launþegum. En samningamennirnir frá í vetur, sem gerðu tímamótasamninga, munu auðvitað ekki kvarta, ef verðlag hækkar minna en það ella mundi gera. Engu að síður verðum við að gæta hófs. Við megum ekki fara að krukka í gengið - hreyfa það upp og niður - eftir stundarfyrirbærum í stöðunni. Slíkt mun hefna sín í óstöðugleika. Aðrar leiðir, sem hafa verið ræddar, eru betri. Þar er til dæmis um að ræða lækkun gjalda hins opinbera - svo og að önnur gjöld hækki ekki eins og að er stefnt. Þannig mætti lækka bensíngjald - og er full þörf á. Þannig mætti hindra hækkun pósts og síma. Landsmenn yrðu vafalaust þakklátari fyrir slíkar breytingar, sem drægju úr hækkun framfærsluvísitölu, en einhverja smávægilega og tímabundna hækkun gengis. Þesssi mál munu skýrast á næstu vikum. Það eru í sjálfu sér einföld reikningsdæmi fyrir ráðherrana. Haukur Helgason I upphafi tengdust orðuveitingar framgöngu manna í hernaði og gera enn víðast hvar. - Hershöfðingjar frá Karpatíu á hersýningu. Orður Á ýmsum tímum hefur þótt henta aö sæma valinkunna sóma- menn heiöursmerkjum og sæmd- artitlum. Til aö byija meö tengdust oröuveitingar framgöngu manna í hernaði og voru þá fræknir fót- gönguliðar gæmdir heiöursmerkj- um af lægri gráðu fyrir framgöngu sína á vígvelhnum en þeir sem fylgdust með vígvellinum úr sjón- auka úr íjarska, foringjamir, fengu oröur af hinum æðri gráöum. Síðar var farið aö veita almenn- um borgurum orður fyrir vel unnin störf á einhveijum sviði. Ekki var óalgengt í því sambandi að veita þeim orður sem lagt höföu á sig mikið og óeigingjamt starf á sviði mannúðarmála. Þá hafa þeir sem verið hafa í utanríkisþjónustu landa sinna jafnan notið nokkurra forréttinda hvað orðuveitingar varðar, enda ljóst að í slíkum sel- skap fer virðing og végsemd manna eftir því hve marga krossa þeir geta hengt í barminn á tyllidög- um. Frá barnæsku man ég eftir mynd- um af rússneskum marskálki sem hét Zhukov. Þaö sem var að mínu mati á þeim tíma eftirtektarverðast við þennan mann var að öll fram- hhðin frá hálsi og niður aö mitti var þakin heiðursmerkjum. Ég velti því fyrir mér á þeim tíma hvað myndi ske ef Zhukov fengi eitt heiðursmerki til viðbótar, hvort hann myndi detta fram yflr sig eða hvort næla þyrfti yfir annað heiðursmerki. Sem barni fannst mér orður hin merkustu fyrirbrigði og þeir sem þær fengu að sama skapi merkileg- ir. - Zhukov marskálkur var sam- kvæmt þeim mæhkvarða hinn merkasti maður. Til hvers orður? Þegar ég óx úr grasi breyttist við- horf mitt th heiðursmerkja nokk- uð. Ég velti því fyrir mér í kjöifar áramóta og þjóðhátíðardags fyrir hvað þessi og hinn væri að fá þenn- an og hinn krossinn. Þá rakst ég einnig á vísu sem enn jók á um- hugsun mína um gildi orðuveit- inga. Vísan er svona: Orður og titlar, úrelt þing, - eins og dæmin sanna, - notast oft sem uppfylling í eyður veröleikanna. Þá man ég eftir kjarnyrtri grein sem Magnús Kjartansson, þáver- andi ritstjóri Þjóðviljans, skrifaði undir heitinu Austri þar sem hann fjallaði með sínum hætti um það þegar Vilhjálmur Þór, þáverandi seðlabankastjóri, fékk æðsta heiö- ursmerki lýðveldisins sama dag og dómur gekk í Hæst-arétti í máli sem var höfðað gegn honum. Ég er í dag ekki sammála vísuhöf- undi vegna þess að ég fæ ekki betur Kjal]arinn Jón Magnússon hrl. séð en að þeir sem fá orður á annað borð séu hinir mætustu einstakl- ingar og því fari fjarri að þær þurfi að nota hvað þá varðar th að bæta upp í eyður verðleikanna. Hvaö svo sem því líður þá er það ekki aðalatriöið hvaða einstakling- ar hafa fengið orður og hveijir hafa ekki fengið þær. Aðalatriðið er að það sé einhver stefna og samræmi ríkjandi varðandi orðuveitingar. Einusinni var Við hverjar forsetakosningar koma upp hugleiðingar um orðu- veitingar. Ég minnist þess að einu sinni talaði forsetaframbjóðandi, sem vann forsetakosningar, um að draga þyrfti úr orðuveitingum. Sá forseti tók við af forseta sem hafði haft það sama á orði þegar hann var forsetaframbjóðandi. Nú tíðkast það í síauknum mæli aö menn fái orður fyrir að sinna störfum þeim sem þeir eru ráðnir til og fá greitt fyrir skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Vissulega eru menn ekkert ofhaldnir af þeim launum en mega nú eiga von í orðu í sárabætur, miðað við þá stefnu sem tekin hefur verið upp í orðu- veitingum. Spurning hlýtur hins vegar að vera um það hvort ekki sé eðlilegra að útdeila öðrum sporslum til launþega en von í orðuveitingum. Sagt er að einu sinni hafl Otto von Bismarck, sem nefndur var járn- kanslarinn í Þýskalandi, átt að sæma sjóliða nokkurn járnkrossin- um af lægstu gráðu. Bismarck fannst htið th sjóhðans koma og spurði hann hvort hann vildi frek- ar fá járnkrossinn eða 100 mörk. Hvað kostar járnkrossinn? spurði sjóhðinn. Hann kostar 3 mörk, sagði Bismarck. Já, sagði sjóliðinn, ef þér væri sama þá mundi ég þiggja jámkrossinn og 97 mörk. - Snjall samningamaður það. Sums staðar erlendis erú th verslanir sem selja orður. Þeir sem hafa ekki fengið náð fyrir augum þeirra sem orður veita geta því far- ið þangað og keypt sér orður til að geta verið menn með mönnum í virðulegum selskap. Hverjir eiga að fá orður? Eins og aö framan er rakið sést að það er ekkert einhlítt hverjir • eiga að fá orður. í sjálfu sér er ekki mikhl kostnaður því samfara að veita orður eins og gert hefur ver- iö. Þá er spurning hvort ekki sé eðhlegt að hafa svipað snið og verið hefur ef það getur orðið einhverj- um th ánægjuauka í lífmu. - Annað sjónarmið er að ekki eigi að veita orður nema í mjög sérstökum til- vikum. Enn eitt sjónarmið er það að al- mennt eigi ekki að veita heiðurs- merki öðrum en útlendingum sem hafa sýnt sérstaka ræktarsemi og velvild í garð íslensku þjóðarinnar. Því miður hafa umræður um þetta mál ekki komið upp, nema í tengsl- um við forsetakosningar, og þá blandast jafnan aðrir hlutir inn í sem valda því að umræðan verður ómarkviss. Mér finnst allt þetta vera komið út í nokkrar öfgar og mál th komið að aðeins verði staldrað við og íhugað hvaða tilgangi allt þetta orðufár þjónar eiginlega. Verði það ekki gert þá er alveg eins líklegt að orðuveitingum fjölgi til muna og enginn geti tahst maður með mönnum nema hann hafi eitthvert slíkt skrautblóm í barminum. í dag virðist mér hins vegar að íslendingar kippi sér næsta lítið upp við það hvort maður er orðað- ur eða orðulaus og jafnvel er grín að því gert og haft í flimtingum þegar á boðsbréfum til virðulegra samkvæma stendur neðst í bréf- horninu „Oröur“. Jón Magnússon hrl. „Ég minnist þess að einu sinni talaði forsetaframbjóðandi, sem vann for- setakosningar, um að draga þyrfti úr orðuveitingum. Sá forseti tók við af forseta sem hafði haft það sama á orði þegar hann var forsetaframbj óðandi. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.