Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990. Fréttir Ragnar Jóhannsson bóndi missti framan af handlegg 1 júh: Finnst eins og ég haf i handlegginn ennþá „Ég var að losa heyhleösluvagn og stilla hann af þegar ég féll við og datt á drifskaftið. Ég komst síðan heim og lét vita af mér. í slysinu missti ég framan af handleggnum - fyrir ofan olnboga. Það er dálítið óþægilegt núna að ég fmn ennþá fyr- ir hendinni. Þótt ég hafi misst framan af er tilfmningin ennþá til staðar - mér frnnst eins og höndin sé á enn- þá. Sumir segja að tilfinningin fari aldrei en aðrir segja að hún hverfi smátt og smátt,“ sagði Ragnar Jó- hannsson, 36 ára gamall bóndi að Kvemá í Grundarfirði, í samtali við í gær. Ragnar missti framan af handlegg þann 12. júlí síðastliðinn þegar hann festi hann í drifskafti dráttarvélar sem hann var að vinna við. Þyrla landhelgisgæslunnar kom til að sækja Ragnar en ekki vildi betur til en svo að efni, sem hékk á merki- s,tiku, fór í skrúfublað þyrlunnar. Var því sent eftir þyrlu frá vamarlið- inu sem síðan flutti Ragnar til - flársöfnun stendur yfir fyrir sexjnanna Qölskyldu hans Ragnar Jóhannsson ásamt eiginkonu sinni, Guðfinnu Jóhannsdóttur, með tvíburana Þorstein Má og Steinar Má. Þeir eru tæplega fjögurra mánaða. Myndin var tekin fyrir slysið. Eldri börnin heita Jóhann Kristinn, sex ára, og Hallfríður Guðný, þriggja ára. Reykjavíkur. Hann kom heim að Kverná í síð- ustu viku að lokinni þriggja vikna dvöl á Borgarspítalanum. Aðspurður um hvað taki nú við í daglega lífinu sagði Ragnar: „Ég reyni að gera allt sem ég mögu- lega get - keyri bíl, dráttarvél og sest upp á reiðhjól ef svo ber undir. Ætl- unin er aö ég haldi áfram að stunda mín störf.“ Ragnar og eiginkona hans eiga fjög- ur böm - sex ára, þriggja ára og tæplega íjögurra mánaða gamla tví- bura: „Fjölskyldur okkar beggja eru mjög samhentar og þetta hefur allt gengið mjög vel eftir slysið. Fólkið hefur stutt vel við bakið á okkur. Heyskap er nú um það bil að Ijúka en það vantar þó þurrk í tvo til þrjá daga til að hægt sé að ljúka hon- um,“ sagði Ragnar en hann er ein- göngu með sauðfé. „Eg ætla að halda sauðfjárbú- skapnum áfram og sé svo til hvernig máhn þróast. Að Kvemá er einnig ferðaþjónustu. Því tímabili fer að vísu að ljúka en þetta hefur gengið prýðilega vel. Ég vil nota tækifærið til að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa veitt okkur aðstoð, bæði fjöl- skyldunnar og annarra sem hafa á einn eða annan hátt veitt aðstoð vegna slyssins. Auk þess vil ég skila þakklæti til þeirra sem stóðu að sjúkraflutningnum og starfsfólks á Borgarspítalanum," sagði Ragnar. Sveitungar Ragnars hófu ijársöfn- un fyrir fjölskylduna vegna slyssins. Að sögn Dagbjartar Höskuldsdóttur, útibússtjóra Samvinnubankans í Grundarfirði, gekk söfnunin allvel. Vinnufélögum og bæjarbúum tókst að safna nokkur hundruð þúsundum króna á sparisjóðsreikning. Dagbjört sagðist telja að ekki hefði veitt af enda þarf Ragnar að sjá um bú sitt og framfleyta íjórum ungum börn- um. Númer sparisjóðsreikningsins erl714. , -ÓTT Guóleif Helgadóttir átti stelpu þennan dag og heldur þarna hreykin á henni með hina 18 nýburana í bakgrunni. Guðrún Eggertsdóttir, aðstoðaryfirljósmóðir fæðingardeildar Landspitalans, stendur við vöggurnar. DV-mynd JAK Mexíkóborg: Einmana íslenskur háhyrningur í makaleit „í skemmtigarði einum í Mexíkó- borg leikur listir sínar háhyrningur, stór og mikill karl, sem sagður er kominn frá íslandi. Sá heitir Keikó og er allra dýra vinsælastur meðal barna hér um slóðir," segir í bréfi sem dr. Ingvar Emilsson haffræðing- ur sendi DV. „Ekki er þó Keikó kominn beint af Islandsmiðum hingað upp í há- fjöllin heldur mun leið hans hafa leg- ið fyrst til vesturstrandar Kanada og ef til vill víðar áður en hann kom í Ævintýrakóngsríkið, en svo nefnist skemmtigaröurinn í útjaröri millj- ónaborgarinnar. Nú undanfarið hefur Keikó búið við andlega og likamlega vanheilsu og er álitið aö þetta stafi af ófullnægj- andi aðbúnaði - en ekki síst af kær- ustuleysi. Forráðamenn skemmti- garðsins hafa beðið mig um aðstoð við að afla upplýsinga á íslandi við- víkjandi lífsskilyrðum háhyrninga í norðurhöfum með það fyrir augum að bæta umhverfi Keikós og gera það eins eðlilegt og unnt er hér, 2400 metra fyrir ofan sjávarmál. Einnig hafa þeir hug á að leysa makavanda- málið, bæði til aö létta á hugarangri Keikós og eins til aö freista þess að koma upp myndarlegri háhymings- fjölskyldu hér uppi í háloftunum. Nú fer ég þess vinsamlegast á leit viö þá sem hefðu aðstöðu til að upp- lýsa um náttúruleg lífsskilyrði þess- ara ótrúlega greindu dýra og eins þá sem álíta sig útbúna til að hafa sam- starf við hérlenda um að skaffa eina gjafvaxta háhyrnu beint af íslands- miðum að hafa samband viö mig sem fyrst," segir Ingvar að lokum. Ingvar hefur dvalist erlendis síðan árið 1953 er hann hélt ásamt fjöl- skyldu sinni til Brasilíu. Árið 1964 hóf hann störf á vegum Sameinuðu þjóöanna og var þá beðinn um að fara til Kúbu þar sem hann var næstu sex árin. Þaðan lá leið hans til Mexíkó þar sem hann hefur búið síðan. Heimilisfang Ingvars Emilssonar er: 04510, Mexico DF, Mexico Sími (525) 595-2549 Telefax (525)652-1444 -J.Mar Fæðingabomba: Nítján börn á einum sólarhring Metdagur var á fæðingardeild Landspítalans á miðvikudag. Þá fæddust hvorki fleiri né færri en nítj- án böm í átján fæðingum. Kvenfólk- ið sló karlmönnunum gjörsamlega við í þessum hamagangi þar sem 13 stúlkur fæddust þennan dag en að- eins 6 drengir. Tvíburarnir, sem fæddust þennan dag, voru báðir strákar. Þessi fæðingabomba slær fyrra met sem var sett í júlí 1988. Þá fæddust 18 börn í 17 fæðingum á einum sólar- hring. Guðrún Eggertsdóttir, aðstoðar- yfirljósmóðir fæðingardeildar Land- spítalans, sagði að starfsfólk deildar- innar hefði náð að halda utan um hlutina þó ansi mikið hafi gengið á um miðjan dag þar sem flmm börn fædust milli klukkan 12.21 og 13.11. Þar sem ekki var mikið um fæðing- ar um verslunarmannahelgina var nægilegt pláss fyrir mæðurnar og börnin á sængurkvennadeild en ef fæðingar eru margar vill myndast flöskuháls á þeirri deild. Að meðaltali fæðast milli 8 og 10 börn á sólarhring á fæðingardeild- inni. -hlh Stöð 2 gefur Áma, Þorgeiri og Lýð tíu daga frest: „Staðið verði við það sem um var samið“ Stjórn Stöðvar 2 hefur sent Árna Samúelssyni, Bíóhöllinni, Lýð Friðjónssyni, Vífilfelli, og Þorgeiri Baldurssyni í Odda, bréf þar sem þessir aðilar eru sakaðir um van- efndir á sínum hluta samnings um kaup Stöðvar 2 á meirihluta í Sýn. Stöð 2 gefur tíu daga frest til aö standa viö samninginn annars áskilji hún sér rétt til aö rifta hon- um. „Við viljum einfaldlega að staöið verði við það sem um var samið og að öll mál séu á hreinu," sagöi Jóhann J. Ólafsson, stjómarfor- maður Stöðvar 2, í morgun. í bréfi Stöðvar 2 segir að fullyrt hafi verið við kaupin að hlutafé í Sýn væri 108 milljónir króna en samkvæmt samkomulagi, sem gert hafi verið 18. maí, virðist Frjáls fjöl- miðlun hins vegar hafa verið leyst undan 20 milljóna króna hlutaíjár- loforði. Ekki hafi komið fram hver hafi tekið á sig þetta hlutafjárloforð en þetta fé verði að skila sér. Þá segir að fyllyrt hafi verið við kaupin að kröfur hollensks fyrir- tækis á hendur Frjálsri fjölmiðlun vegna kaupa á hugbúnaði fyrir myndlykla, að upphæð 23 milljónir króna, séu Sýn óviðkomandi og að Frjáls fjölmiðlun hafi gengið út fyr- ir umboð sitt. Hins vegar hafi Árni Samúelsson, stjórnarformaður Sýnar, viðurkennt fyrir hönd fyrir- tækisins í samkomuíagi frá 18. júní að þriggja milljóna króna greiðsla Fijálsrar ijölmiðlunar inn á mynd- lyklabúnaðinn skoðist sem greiðsla á hlutafé til Sýnar. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.