Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990.
5
DV
Fjórir skátar fyrstir á topp Súlu:
Fréttir
„Rádlegg engum
að reyna þetta“
Klifurgarpar á toppi Súlu. Ljósmyndarinn teygði sig eins langt og hann mátti, einn metra, til að ná myndinni og
svo allir gætu verið með urðu menn að þjappa sér saman. Frá vinstri: Jón Haukur, Valdimar og Ari.
DV-myndir Björgvin Richardsson
„Þetta var í þriðja og örugglega
síðasta skipti sem við klífum Súlu.
Það er rosalega laust í henni og stór-
hættulegt að klífa hana. Það er nátt-
úrulega gaman að vera fyrstur til að
klífa einhvern tind en ég ráðlegg
ekki nokkrum manni að reyna við
þennan," sagði Björgvin Richards-
son sem vann það afrek um verslun-
armannahelgina ásamt þremur fé-
lögum sínum úr Hjálparsveit skáta í
Kópavogi að klífa Súlutind í Eystra-
flalh vestan við Skeiðarárjökul.
Súlan sjálf er um 60 metra há en er
í 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún
Súla í Eystrafjalli vestan Skeiðarár-
jökuls. Leið fjórmenninganna lá upp
vinstra megin á myndinni.
er afar erfið viðureignar og varla
manngeng. Björgvin og félagar hafa
tvisvar áður reynt að komast á topp
Súlunnar en i bæði skiptin urðu klif-
urmenn frá að hverfa þegar aðeins
15 metrar voru ófarnir. Takmarkið
náðist hins vegar um helgina en það
gekk ekki átakalítið fyrir sig.
„Við vorum um 10 klukkustundir
á leið upp og niður aftur. Við fórum
upp í fjórum spönnum eins og það
heitir. Fyrst fórum við allir 20 metra,
þá tvisvar 15 metra og loks dreifð-
umst við síðustu metrana. Það var
til að tryggja okkur sem best ef eitt-
hvað kæmi upp á. Maður getur hæg-
lega drepið sig á þessu ef ekki er far-
ið með fyllstu gát.“
Hópurinn hefur ekki verið eins
skipaður öll þrjú skiptin sem reynt
hefur verið við Súlu en með Björg-
vini í þessu klifri voru þeir Jón
Haukur Steingrímsson, Valdimar
Harðarson og Ari Hauksson, allir i
Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Þeir
hafa allir fengist við klifur og fjall-
göngur í einhvern tíma, Björgvin í
15 ár.
- Það er ekki mikið pláss á toppi
Súlunnar. Komust þið þar allir fyrir?
„Já, okkur tókst það meö því að
hanga hálfpartinn utan í toppnum.
Til að ná mynd af félögunum varð
ég að teygja mig eins og ég gat út frá
toppnum og smella af.“
-hlh
Á leið upp þverhnípi Súlunnar.
Hólmaborg á loðnumiðin
- færey sk skip hafa fengið góðan afla
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Aflaskipið Hólmaborg SU 11 hélt frá
Eskifirði á loðnumiðin norður af
landinu um kvöldmatarleytið á mið-
vikudag en þar eru nú milli 30 og 40
skip að loðnuveiðum. Flest þeirra
norsk en íjögur eða fimm færeysk.
Hólmaborgin er fyrsta íslenska
loðnuskipið sem heldur á loðnumið-
in á þessari vertíð.
Þorsteinn Kristjánsson, sem er
skipstjóri á Hólmaborg í veiðiferð-
inni, reiknaði með að verða um sól-
arhring á miðin. Þau eru 150 sjómílur
norður af Langanesi.
Þorsteinn sagði að tvö færeysku
skipanna hefðu landað í Fuglaflröi í
Færeyjum í vikunni. Þrándur í Götu
var með rúmlega þúsund tonn en
Sjúgur Tollason með 750 tonn. Skipin
höfðu fengið þennan afla á einum
sólarhring.
Loðnunótin sett um borð i Hólmaborg í Neskaupstað. DV-mynd Emil
Þorsteinn skipstjóri Kristjánsson nýkominn um borð með DV hendinni - klár
i loðnuveiðarnar ásamt galvaskri áhöfn sinni. DV-mynd Emil
30-40%
AiM.vmi;
Anstnrstræti 14 - síiui 1S345