Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Stríðsótti
Fólk um allan heim fylgist þessa dagana af óttaslegn-
um spenningi meö atburöarásinni viö Persaflóa. Huss-
ein íraksforseti hefur sett veröldina á annan endann.
Liösflutningar hermanna og flutningur vopna er meiri
á þessum slóðum en dæmi eru um síðan stríöinu í Víet-
nam lauk. Styrjaldarhættan er yfirvofandi og ekkert
má út af bregða til að allt fari í bál og brand. Einn
stríðsóður gikkur ræður ferðinni.
Varla þarf að óttast heimsstyrjöld, enda hafa þjóðir
heims sameinast í fordæmingu á hernámi Kuwait og
viðskiptabanni gegn írak. Hvorki Sovétríkin né heldur
máttugar þjóðir í arabaheiminum hafa skorist úr leik í
sameinuðum aðgerðum gegn vopnavaldi Husseins. Hér
stendur eitt ríki andspænis öllum hinum og það er ljóst
að írak heldur ekki lengi út þá einangrun. Án olíuvið-
skipta, án lánafyrirgreiðslu og án bandamanna í nær-
hggjandi löndum geta þess átök ekki endað nema á einn
veg.
En Hussein getur gert mikinn usla áður en yfir lýk-
ur. Hann getur gripið til örþrifaráða. Her íraks er fjórði
fjölmennasti herafli heims. Hann hefur yfir að ráða efna-
vopnum og þjálfun úr átta ára stríði við íran. Hussein
getur eyðilagt olíuhndir og olíuframleiðslu bæði í írak
og Kuwait og stutt er í stærstu olíuauðlindir heims í
Saudi-Arabíu. Síðast en ekki síst hefur Hussein tök á
að halda þúsundum útlendinga í gíslingu og beita hótun-
um og ögrunum til að ná fram sáttargerð sem hentar
honum. Eitt er víst. Hann mun einskis svífast til að
bjarga stöðu sinni og írakar munu sjálfsagt fylgja hon-
um út í opinn dauðann. Heilaþvotturinn, tilbeiðslan og
hetjudýrkunin hefur verið ær og kýr þessa ógeðfellda
einræðisherra.
Það brýst ekki út heimsstyrjöld, en heimskreppa er
ekki langt undan, ef allt fer á versta veg. Olíunotkun
og ohukaup frá þessum landsvæðum skipta sköpum í
iðnaði, heimilishaldi, landbúnaði, samgöngum og hvers
konar framleiðslu. Iðnríkin geta ekki án olíunnar verið
og hækkun olíuverðs eða skortur á olíu mun hafa víð-
tæk og varanleg áhrif. Beittustu vopn Husseins eru
ekki skriðdrekarnir eða orrustuvélarnar, heldur olíu-
tunnurnar. Með einni handahreyfmgu getur þessi eini
maður breytt efnahag og lífskjörum hvers einasta
manns í veröldinni. .
Sú staðreynd er auðvitað hrollvekjandi og í rauninni
má furðulegt teljast að stórveldin og efnahagsbandalög-
in hafi ekki búið svo um hnúta að meira öryggi ríkti 1
olíuviðskiptum og birgðasöfnun. Til hvers er sameining
Evrópu, afvopnunarráðstefnur, viðskiptatengsl og iðn-
þróun þegar það er á valdi eins manns að svala hégóma
sínum og stríðsþorsta, með þeim afleiðingum að öll
hagkerfi og lífskjör raskast á einni nóttu?
Á árum áður hefðu átök við Persaflóa vakið sáralitla
athygli hér á landi, hvað þá að þau hefðu haft áhrif á
íslenskt þjóðlíf. Nú er hins vegar öllum ljóst að óvæntar
og snöggar breytingar á olíuverðinu munu hugsanlega
kollvarpa efnahagsmálum íslendinga og skerða lífskjör-
in. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Hagsmun-
ir heimsbyggðarinnar eru undir því komnir að Hussein
verði stöðvaður. Þar mun atbeini Bandaríkjamanna
skipta sköpum. Enn einu sinni kemur það í ljós að
Bandaríkin gegna forystuhlutverki í hinum vestræna
heimi. Viðbrögð Bandaríkjamanna eru vonin og vörnin,
sem við verðum að treysta á, til að stemma stigu við
ofbeldi og yfirgangi.
Ellert B. Schram
Þaö ástand sem nú er komiö upp
eftir innrás íraka í Kuwait er eins
og sniöiö fyrir Sameinuðu þjóöirn-
ar. Þeim var frá upphafi ætlað að
stööva yfirgang af þessu tagi. Svo
skýrt dæmi um ofríki herveldis
gegn vamarlausum nágranna hef-
ur ekki komiö upp frá stofnun sam-
takanna. Fara veröur aftur í fjóröa
áratuginn, þegar Hitler innlimaði
Austurríki og síðan Tékkóslóvak-
íu, til aö fmna hliðstæðu.
Vegna þess hvernig máliö er vax-
iö er líka meiri samstaða meðal
aðildarríkja Sameinuðu þjóöanna
en nokkur dæmi eru til áður. Þaö
er einsdæmi að refsiaðgerðir séu
samþykktar í Öryggisráðinu án
mótatkvæða. Því má búast við að
Saddam Hussein (t.h.) ráðgast við nýskipaðan forsætisráðherra Kuwa-
it, Hussein Ali. - „Hernaðarstaða Saddams er mjög sterk, sömuleiðis
pólitísk staða hans meðal Araba," segir greinarhöfundur. Simamynd Reuter
Ógnvaldurinn og
umheimurinn
refsiaðgerðir verði almennar og
hitti írak illa fyrir, en það er svo
aftur annað mál hvort þær ná þeim
tilgangi að knýja Saddam Hussein
til að leggja niður rófuna og fara
buit frá Kuwait. Á því eru litlar
sem engar líkur. Illu heilli er hætt
við að innrásin hafl breytt ástand-
inu við Persaflóa til frambúðar og
Kuwait verði aldrei aftur sama og
áöur. Þar með er ekki sagt að Sadd-
am verði látinn komast upp með
þetta. Þjóðir heims hafa nú um síð-
ir áttað sig á að við stórhættulegan
mann er að eiga sem verður að
reyna að stöðva áður en hann gerir
meira af sér. En Saddam hefur
mörg tromp á hendi. Hann getur
gert miklu meiri usla og mun að
líkindum gera, bæði meðal araba-
ríkjanna og meðal olíukaupenda
um allan heim.
Hetja hins arabíska heims
Það eru talsverðar horfur á því
að hemám íraka á Kuwait verði
viðurkennt í verki, ef ekki form-
lega, meðal annarra arabaríkja. Ef
svo fer er mikil hætta á því að að-
gerðir vestrænna ríkja gegn írak
verði túlkaðar sem árás á .allan
arabaheiminn og tilraun til aö við-
halda því hálfgildings nýlenduveldi
vestrænna ríkja sem ríkt hefur
meðal smáríkjanna við Persaflóa.
Þá eru horfur á að staða Saddams
styrkist, hann nái því markmiði
sínu að verða forsvarsmaður allra
araba, sómi þeirra, sverð og skjöld-
ur. Slíkt væri það versta sem gerst
gæti, frá sjónarmiði vestrænna
ríkja. Saddam nýtur nú þegar víöa
mikillar virðingar og aðdáunar
meöal araba, og vopnin gætu hæg-
lega snúist í höndum þeirra sem
harðast sækja að honum. Margir
arabar telja sig eiga honum skuld
að gjalda fyrir hernaöinn gegn íran .
sem kom í veg fyrir að erkióvinirn-
ir Persar yrðu forysturíki viö Pers-
aflóa og róttækt klerkaveldi shía
múslíma í íran breiddist út.
Hótanir hans gegn ísrael hafa og
falliö í góðan jarðveg meðal al-
mennings í arabalöndunum. Enn-
fremur er víða skilningur á því
meðal Araba að írakar eigi tilkall
til Kuwait. Þeir hafa alla tíð síðan
Bretar ákváðu landamæri við
Persaflóa í kjölfar upplausnar
tyrkneska heimsveldsins á árun-
um milli heimstyrjaldanna haldið
því fram að Kuwait væri hluti af
Irak. Við þetta bætist öfund fátæk-
ari ríkja í garð auðugu smáríkj-
anna við Persaflóa. Þaö er með
öðrum orðum veruleg hætta á því,
ef Saddam Hussein veröur ekki
stöðvaður nú, að hann verði áður
en langt um líöur óumdeildur yflr-
drottnari við Persaflóa og þar með
yfir olíuverslun f heiminum.
Kalda stríðið og efnavopn
Nú er kalda stríðinu lokið, hætt-
an á árekstrum risaveldanna vegna
skjólstæðinga þeirra víða um heim
er úr sögunni. Sovétríkin jafnt og
önnur standa að refsiaðgerðum
gegn írak. En vegna þessara
breyttu aðstæöna koma nýjar
hættur til sögunnar.
KjáUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
Það versta af öllu væri ef stríð
brytist út, hugsanlega í kjölfar
innrásar íraka í Saudi-Arabíu,
risaveldin drægjust inn í átökin og
Saddam sæi fram á ósigur. Þá er
hugsanlegt að Saddam hefndi sín á
ísrael, skyti þangað flugskeytum
sínum, jafnvel hlöðnum eiturgasi.
Það er vitað að Saddam svífst
einskis. Þessu gætu ísraelsmenn
svarað með kjamorkuárás.
Þetta er möguleiki sem hafa verö-
ur í huga þegar hættan er metin.
Saddam Hussein ræður yfir efna-
vopnum og hefur beitt þeim. Hern-
aður gegn írak, með milljón manna
stríðsreyndan her, er ekki sam-
bærilegur við innrás Bandaríkj-
anna í Panama eða Falklandseyja-
stríð Breta.
Ætlunin er líka að komast hjá
stríði með efnahagsþvingunum og
þrengja svo aö Saddam, að staða
hans heima fyrir veikist og valda-
rán hersins bindi enda á stjórn
hans. Eftir það mætti finna mála-
miðlun um Kuwait. En þetta er
óskhyggja sem varlega ætti að
byggja á. Það er allt eins líklegt að
Saddam styrkist í séssi við íjand-
skap vestrænna ríkja gegn honum,
hann verði fyrir bragðið ennþá
meiri hetja í augum hins arabíska
heims.
Refsiaðgerðir gegn írak, og nú
leppríki þeirra Kuwait, munu bitna
á olíukaupendum í hærra olíu-
verði. Ef stríð brytist út mundi
veröið fyrst rjúka upp úr öllu valdi.
En þjóðir heims virðast samt vilja
flest til vinna að stöðva Saddam.
Ef hann verður ekki stöðvaður
núna verður hann óstöövandi.
Lykilhnn að stöðunni er Saudi-
Arabía, bæði hernaðarlega og póli-
tiskt.
Saudi-Arabía
Þaö er í sjálfu sér auðvelt að
stöðva allan olíuútflutning frá írak.
65 prósent framleiðslunnar fara til
sjávar í olíuleiðslu um Tyrkland,
30 prósent um olíuleiðslu til Rauða-
hafs um Saudi-Arabíu. Fimm pró-
sent fara um Persaflóann, og þá
leið fer einnig öll olíuframleiðsla
Kuwait. Tyrkir hafa lokað olíu-
leiðslunni og alþjóðleg flotadeild á
Persaflóa getur hæglega stöðvað
olíuflutninga þá leiöina.
En Saudi-Arabar tvístíga. - Hvort
tveggja er, að þeir eru tregir til að
ganga í lið með vestrænum ríkjum
í fjandskap við annað arabaríki, og
eins eru þeir hræddir við her Sadd-
ams. írakar gætu lagt undir sig
helstu olíuvinnslusvæðin í Saudi-
Arabíu á þremur sólarhringum, að
því er talið er, og þeir hafa þegar
liðssafnaö við landamærin. Liös-
safnaður utanaðkomandi ríkja,
fyrst og fremst Bandaríkjanna
mundi taka marga mánuði, áöur
en slíkur her ætti nokkurt erindi í
íraska herinn.
Saudi-Arabar eru berskjaldaðir
og þora ekki að taka af skarið.
Saudi-Arabar gætu bætt upp þann
olíuskort sem yrði ef olía frá írak
og Kuwait hyrfi af markaðinum
með því að auka framleiðsluna,
ásamt með aukningu í Sameinuðu
furstadæmunum og Venezuela. En
framleiðsluaukning Saudi-Araba
gæti veriö álitin stríðsyfirlýsing frá
sjónarmiði Saddams.
Það er enn allt óráðið um afstöðu
Saudi-Araba. Þó hafa þeir veitt við-
töku bandarískum hermönnum, en
langt er í land aö sa liðsauki skipti
nokkru máli, þó eru allar horfur á
að olía frá írak verði einfaldlega
ekki keypt. Samt eru írakar ekki
vamarlausir. Þeir eiga þann mögu-
leika að strika út einhliða allar er-
lendar skuldir sínar viö iönríkin,
sem nema tugum milljarða dollara,
sem mundi valda stórfelldum erf-
iðleikum í mörgum viðskiptaríkj-
um íraka, svo sem Frakklandi,
Bretlandi og Bandaríkjunum
Dýrkeyptur sigur
Efnahagslegar refsiaögerðir hafa
hingað til aldrei í sögunni skilað
tilætluðum árangri. Nú standa
Sameinuðu þjóöirnar einhuga að
þeim í fyrsta sinn. Enginn efl er á
að þær munu skaða írak. En þær
munu líka skaða alla olíukaupend-
ur. Hernaðarstaöa Saddams er
mjög sterk, sömuleiðis pólitísk
staða hans meðal araba. Erlend
ríki geta einangrað írak, en þau
geta ekki kollvarpað Saddam Huss-
ein, utan frá, þaðan af síður hrakið
íraka frá Kuwait með hervaldi.
Gunnar Eyþórsson
„Refsiaögeröir gegn írak, og nú lepp-
ríki þeirra, Kuwait, munu bitna á olíu-
kaupendum 1 hærra olíuverði. Ef stríð
brytist út myndi veröiö fyrst rjúka upp
úr öllu valdi.“