Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990.
15
Erum við að glata samningsréttinum?
Hæstvirt ríkisstjóm hefur gefið
út bráðabirgðalög sem lækka laun
eins stéttarfélags í landinu um
4,5%. Þannig er nú ljóst í hverju
tímamótasamningurinn mikli var
fólginn. Því getur heldur enginn
neitað að hér er brotið blað í sam-
skiptum ríkisins og starfsmanna
þess. Það er gerður kjarasamning-
ur við BHMR til að ná þeim úr
ströngu verkfalli sem farið var að
baka þjóðinni ómæld vandræði.
Aldrei stóð til að efna samning-
inn.
Þar sem ég er lítt að mér í lögum
fæ ég ekki lagt mat á þaö hvort
nefnd gjörð stenst ákvæði stjórnar-
skrár eða hvort unnt verður að fá
þessa ríkisstjórn dæmda fyrir
mannréttindabrot. Því verður
svarað á öðrum vettvangi.
Pólitísk lágkúra
Það er hins vegar hin póhtíska
lágkúra sem mig langar til að eyða
nokkrum orðum að, ásamt því að
hugleiða hver staða launþega er að
verða í þessu landi.
Aðeins tveir þingmenn úr öllu
stjórnarhðinu höfðu kjark til að
fylgja sannfæringu sinni og hafna
þessari aðfór að félögum í BHMR.
Ég er þó ekki í vafa um að fjölmarg-
ir stjórnarliðar hljóta með þessari
afgreiðslu að hafa selt sál sína og
samvisku fyrir baunadisk.
Það lýsir svo glöggt ræfildómin-
um innan Alþýðubandalagsins að
þeim þótti friðþæging í því að
teygja til orðalag umræddra laga
þótt inntakið væri eitt og hið sama,
sem og tilgangurinn, nefnilega sá
að hafa samningsbundna hækkun
af félögum innan BHMR.
Skhaboðin th þeirra sem enn hafa
lausa samninga voru líka skýr:
semjið strax samkvæmt uppskrift
ASÍ/VSÍ.
KjaHarinn
Viktor A. Guðlaugsson
skólastjóri við Árbæjarskólann
í Reykjavík (er ekki innan
vébanda BHMR)
Samningar eða kúgun
Samkvæmt mínum málskilningi
er ekki um samning að ræða þegar
annar samningsaðih, í þessu tilviki
ríkisvaldið, hefur ákveðið fyrir-
fram um hvað semja skuh og í raun
eru það aht aðrir aðhar í þjóðfélag-
inu sem búnir eru að leggja línurn-
ar. Shk gjörð er mun nær því að
kallast kúgun á mæltu máli.
Hún er kúgun í þeim tvöfalda skiln-
ingi að boðið er upp á samning skv.
fyrirfram ákveðnum reglum og síðan
sýnir reynslan að takist einhverjum
að víkja frá þessari uppskrift er hann
beittur valdi með lagasetningum. Svo
einfalt er þetta nú.
Sérstaða ýmissa stétta
Þannig háttar til að margar stétt-
ir innan ríkiskerfisins vinna mjög
sérhæfð störf sem ekki er að finna
á hinum almenna vinnumarkaði í
neinum mæh. Má þar nefna kenn-
ara, hjúkrunarfólk o.m.fl.
Sum þessara starfa eru einnig svo
háð þeirri menningu sem við hfum
í og þeirri tungu sem við tölum að
erfitt er að hasla sér völl erlendis
í hhðstæðu starfi.
Þetta á t.d. við um kennara. Þeir
sem ekki vilja fórna menntun sinni
og áunnum starfsréttindum neyð-
ast því til að starfa við þau skilyrði
sem þeim eru búin hérlendis. Fxjáls
samningsréttur ásamt verkfahs-
réttinum er því eina vopnið sem
þessar stéttir hafa í höndum.
Þessum rétti beitti BHMR og fékk
í krafti hans þann samning sem nú
hefur verið ógiltur með valdbeit-
ingu.
Þegar svo er komið að einstakar
starfsstéttir eru kúgaðar til samn-
inga eða sviptar þeim með lögum
hriktir verulega í þeim undirstöð-
um sem lýðræðislegt samfélag hvíl-
ir á.
Laun skömmtuð
Það er svo til að bíta höfuðuð af
skömminni að öllu þessu er fórnaö
th þess aö koma í veg fyrir að fá-
mennur hópur launþega fái 3-5
þúsund króna launahækkun sem
búið var að semja um löngu áður
en hinir stóru aðilar vinnumarkaö-
arins sömdu hina frægu „þjóðar-
sátt um taxtakaup". Almennt var
þó viðurkennt að hér væri um leið-
réttingu á launastöðu umrædds
hóps að ræða gagnvart hinum al-
menna vinnumarkaði.
En það hefur sem sagt komiö í
hlut ríkisstjórnar jafnréttis og fé-
lagshyggju, sem áður en langt um
líður verður orðið argasta skamm-
aryrði, aö skammta starfsmönnum
sínum laun. Samningsrétturinn,
grundvallarmannréttindi, er í
hættu.
Það er því ekki að undra þótt þær
raddir gerist nú æ háværari sem
gera það að thlögu sinni að þeir
stjórnmálamenn sem nú fara með
völd í þessu landi leiti sér sem fyrst
að nýrri vinnu.
Breyttir tímar
Tengsl þjóða aukast með hverju
árinu sem líður og upplýsinga-
streymi vex ört. íslendingar eru að
veröa sér meðvitaðri um stöðu sína
meðal þjóða. Þeim er ljóst að þjóð-
artekjur á mann eru með þeim
hæstu sem þekkjast. Þeir vita líka
að launataxtar standast ekki sam-
anburð við þá sem gilda í grann-
löndum okkar og að lífsafkoma
fólks í þessu landi byggist á gegnd-
arlausri yfirvinnu, greiðslum um-
fram samninga, skattlausri vinnu
o.s.frv.
Þess verður því varla langt að
bíða að krafist verði skýringa á því
hvað það sé í íslensku efnahagslífi
sem valdi því að fólki eru boðin
laun langt undir þeim lágmarks-
lífskostnaði sem það býr við.
Tíma íslenskra stjórnmálamanna
væri betur varið til þess að rýna í
samfélagsgerðina og takast af al-
vörú á við arðsamar skipulags-
breytingar t.d. í landbúnði og sjáv-
arútvegi í stað þess að eyða kröft-
um sínum í aö berja á starfsmönn-
um sínum og öðrum launþegum í
þessu landi.
Atvinnu verkalýðsleiðtogum
væri hka sæmra að taka höndum
saman um að leita eftir grundvall-
aruppstokkun á úreltu launakerfi,
sem takmarkað er virt, í stað þess
að bíta í hælana hver á öðrum og
standa við jötu hins póhtíska trogs
og sleikja saltsteina.
Um hvað er þjóðarsáttin?
Bent hefur verið á að þetta smjað-
urslega orð „þjóðarsátt" er í raun
ekkert annað en samkomulag um
að halda niöri taxtakaupi. Þjóðar-
sáttin tekur ekkert á því hvaða
laun í raun eru greidd í þjóðfélag-
inu eða hvernig til þeirra er unnið.
Það má hins vegar færa rök fyrir
því að hún viðhaldi dyggilega yfir-
vinnuþrælkuninni hjá ákveðnum
hópi launþega sem hér er orðin
landlæg og er eitt af okkar dýr-
mætu séreinkennum eins og t.d.
verðtrygging skulda verður líka
talin á spjöldum sögunnar.
Verðtrygging samninga í formi
rauðra strika mun engu halda. Rík-
isstjórn, sem skirrist ekki við að
níðast á starfsmönnum sínum,
verður ekki skotaskuld úr því að
falsa vísitöluna eins og svo oft áð-
ur, t.d. með því að greiða niður
kindaket um stundarsakir sem
launþegar borga svo með sköttum
sínum, eða beita öðrum efnahags-
undrum, eftir því sem þurfa þykir.
Viktor A. Guðlaugsson
„Þess verður varla langt að bíða að
kraflst verði skýringa á því hvað það
sé í íslensku efnahagslífi sem valdi því
að fólki eru boðin laun langt undir þeim
lágmarkslífskostnaði sem það býr við.“
Umferðarómenning
„Það virðist einkamál hvort ökumaður ætlar að skipta um ökuleið,"
segir m.a. í greininni.
Hvert stefnum við í umferðar-
málum? Ætlum við að nota öku-
tækiö okkar til þæginda og ánægju-
auka eða til að sýna mátt okkar og
völd og síðast en ekki síst sem
morðtól? - Við eigum ýmislegt
ólært í umferðarmálum. Þar vant-
ar aga, tilhtssemi og ýmislegt fleira.
Það er varla mannsaldur síðan
þessi htla þjóð átti ekkert ijórhjóla-
tæki til að ferðast á mhli staða, það
var bara hesturinn sem leysti þau
ferðamál. En í dag, 1990, eru það
einungis Bandaríkin er slá okkur
íslendingum við í bílaeign, miðað
við höfðatölu. Við höfum lifað hratt
í því sem öðru.
Mér dettur stundum í hug þegar
ég ek í umferðinni að bhstjóramir
þarna á eftir mér, eða á undan, séu
meira og minna takmarkaðir,
kannski ég einnig. Mér virðist fáir
hafa í huga algengar reglur, að
maður tali nú ekki um tilhtssemi,
enda aksturslag og hátterni eins
og það sé einkamál hvers og eins.
Umferðarljós virðast vera meiri
háttar þraut og þegar á að taka af
stað á ljósum virðast eðlileg við-
brögö víðs fjarri, ökumaður
fremsta bhsins ætlar að stjórna því
hversu margir bhar fari yfir á
þessu græna ljósi og er gersamlega
búinn að gleyma í hvaða gír hann
æflar af stað.
Ég held að þarna komi sérhyggja
landans í ljós. - Svo er það stefnu-
ljósamisnotkunin, það virðist einn-
ig einkamái hvort ökumaður ætlar
að skipta um ökuleið. Ljósunum er
slegið á um leið og beygt er, th
hvers þá?
Ég ólst upp úti á landi og lærði
þar að aka bh. Þá var tahð sjálfsagt
að hægja ferð er bílar mættust. Það
þykir ekki „töff“ nú á dögum því
að úti á vegum virðist einkum ein
regla vera í heiðri höfð, það er
hraðinn. En afleiðingar þess öku-
KjaUaiinn
Sigríður Eymundsdóttir
sjúkraliöi, Borgarspítala
lags eru sjaldnast glæshegar.
Eg ók í sumar sem leið liggur til
Akureyrar og síðan austur á land.
Mér sýndust sumir ungir öku-
menn, er ég mætti á þessari leið,
eiga fullt í fangi með að halda öku-
tækinu á veginum, en hraðanum
varð að halda, annað var ekki sæm-
andi.
Við íslendingar erum alltaf svo
hræddir við að vera ekki eins og
stór þjóö. Hér á okkar vegakerfi var
þó hraðinn aukinn í 90 km þegar
stórþjóðir lækkuðu hraðatakmörk.
Umferðarslys hér á landi eru aht-
of mörg og flest tilkomin af tillits-
leysi og þjösnahætti. Ég held að við
ættum að fara að hugsa máhð. -
Við erum ekki að aka á einkavegi,
hvorki hér í Reykjavík né úti á
landi.
Hvað er til ráða?
Áður en ég reyni aö benda á
nokkur atriði, sem verða mættu til
bóta, vil ég víkja ögn að eigin
reynslu í umferðinni. - Mér virðist
að ungir ökuþórar hafi einkum eitt
á hreinu, það er að virða ekki
hraðatakmörk, og vera sífellt að
aka fram úr næsta bíl, oft með vafa-
sömum afleiðingum.
Það vih svo til að í sumar hef ég
tvívegis orðiö vitni aö afleiðingum
af slíkum akstri. Það urðu að vísu
ekki dauðaslys en of mikið samt.
Það er eins og fólk skilji ekki hluti
fyrr en kemur að því sjálfu.
Vitanlega eru það fleiri en þeir
ungu sem stunda glæfralegan akst-
ur og aka eins og þeir séu einir í
heiminum. Ökuþórinn, sem ók
fram úr mínum bíl i beygju uppi í
Borgarfirði á dögunum, var örugg-
lega tvisvar sinnum sautján ára.
Ummræddu háttalagi í umferðar-
málum okkar verður að linna,
hvaða ráð sem verða notuð. Slysa-
tíðni er slík að augljóst er aö við
svo búið má ekki standa. Umferðin
er ekki klessubílaleikur. Ekki er
heldur hægt að ætlast til þess að
vegaeftirlitið geti elt uppi hvern og
einn ökuþór. Kem ég þá að nokkr-
um atriðum th úrbóta sem ég tel
ástæðu til að benda á.
Mér er tjáð að ökukennslu sé
ærið ábótavant hér á landi, þar
vanti jafnvel bæði upphaf og endi,
þ.e.a.s. að kunna að bregðast rétt
við óvæntum aðstæðum. Það er
ekki nóg að læra að aka á götum
Reykjavíkur í sól og blíðu. Það þarf
ekki síður að kunna að aka í ófærð
og hálku, auk malarvega. Og ekki
má gleyma thlitsseminni og al-
mennum mannasiðum við mæting-
ar og framúrakstur, að ógleymdu
gangandi fólki sem ekki er þörf að
ata auri.
Og svo er það prófið. Væri ekki
reynandi að hækka ökuleyfisaldur-
inn í 18 ár og byrja jafnvel á bók-
legu námskeiði í eins konar siö-
fræði? Athugandi væri einnig að
veita tímabundin ökuréttindi, t.d.
til 6 mánaða til að byrja með, enda
féllu þau réttindi niður um skeið
ef eitthvað bæri út af. Varanlegri
ökuréttindi ætti e.t.v. ekki að veita
fyrr en við tvítugsaldurinn.
Varðandi gáleysislegan akstur
þyrfti að setja strangari reglur,
einnig mætti hækka sektir þegar
um alvarleg afbrot væri að ræða.
Minnist þess jafnan að akstur og
vín á ekki saman.
Og einnig að óvitar eiga ekki að
aka bílum.
Sigríður Eymundsdóttir
„Við Islendingar erum alltaf svo
hræddir við að vera ekki eins og stór-
þjóð. Hér á okkar vegakerfi var þó
hraðinn aukinn í 90 km þegar stór-
þjóðir lækkuðu hraðatakmörk.“