Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÍJST 1990. Afmæli Unnur Guðjónsdóttir Unnur Guöjónsdóttir, ballettmeist- ari, fyrirlesari og blaðakona í Stokk- hólmi í Svíþjóö, er fimmtug í dag. Hún er nú stödd á heimili foreldra sinna í Reykjahlíð 12, Reykjavík. Unnur er fædd í Reykjavík og var í ballettnámi viö Listdansskóla Þjóð- leikhússins og Ramberg Balletscho- ol í London. Hún dansaði í Þjóðleik- húsinu 1953-1963 en flutti til Sví- þjóðar 1963. Unnur var í danskenn- aranámi í Koregrafiska Institutet í Kungliga Musikahska Akademien í Stokkhólmi 1964-1967 og hefur dansað í Dramaten í Stokkhólmi við og við frá 1964. Hún var fastráðinn dansari við Drottningarhólmsbal- lett flokkinn 1967-1968 og fastráðinn dansari við Cramér-ballettinn 1968-1971. Unnur stofnaði og rak Fenix-baUettflokkinn í Stokkhólmi 1971-1983 og var ballettmeistari Þjóðleikhússins 1972-1973. Unnur var stofnandi Petterbergs-menning- arfélagsins í Stokkhólmi og var stofnandi félags löggiltra danskenn- ara í Svíþjóð. Hún hefur verið dans- höfundur á íslandi og í Svíþjóð frá 1970, komið fram í sjónvarpi sem dansari á öllum Norðurlöndunum og skrifaði í dagblöð og tímarit í Svíþjóð um menningarmál. Unnur hefur haldið fyrirlestra um ísland, Kína, Indland og Grænland. Unnur giftist 1963 Rolf Bengtsson hljómlistarmanni. Þau skildu 1971. Sonur Unnar er Þór, f. 28. nóvember 1960, barmeistari í Stokkhólmi, kona hans er Susanne, f. 26. aprU 1960, sonur þeirra er Lúðvíg Niku- lás, f. 19. júlí 1985. SystkiniUnnar eru: Auður, f. 1. júní 1937, kennari á Seyðisfirði, gift Kristjáni Róberts- syni, presti á Seyðisfirði, á þrjú börn; Bergljót, f. 5. desember 1941, starfsstúlka í Seljahlíð í Rvík, gift Jóhannesi Eiríkssyni leigubílstjóra, á þrjú börn, og Bragi, f. 26. desemb- er 1944, múrarameistari á Egilsstöð- um.áþrjúbörn. Foreldrar Unnar eru Guðjón Sig- urðsson, f. 16. febrúar 1910, múrara- meistari í Rvík, og kona hans, Margrét Theódóra Gunnarsdóttir, f. 1. nóvember 1911. Guðjón er sonur Sigurðar, verkamanns i Rvík, Sig- urðssonar, b. í Brók í Landeyjum, Brandssonar. Móðir Sigurðar Sig- urðssonar var Margrét Daníelsdótt- ir, b. í Arnarhóli, bróður ísleifs, langafa Ólafs ísleifssonar hagfræð- ings. Daníel var sonur Guðna, b. í Arnarhóli, Ögmundssonar, bróður Ögmundar, langafa Ástgeirs, afa Ása í Bæ. Móðir Guðjóns var Ólafía, systir Guðjóns, fóður Oddgeirs, fyrrv. hreppstjóra í Tungu í Fljóts- hlíð. Ólafla var dóttir Jóns, b. i Tungu, Ólafssonar. Móðir Jóns var Vigdís Jónsdóttir, b. á Lambalæk, Einarssonar og konu hans, Ingi- bjargar Arnbjarnardóttur, b. á Kvoslæk, Eyjólfssonar, ættfóður Kvoslækjarættarinnar. Móðir Ólaf- íu var. Guðrún, systir Ólafs, afa Dav- íðs Oddssonar borgarstjóra. Guðrún var dóttir Odds, b. og hreppstjóra á Sámsstöðum í Fljótshlíð, Eyjólfs- sonar, b. á Torfastöðum, Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafs- dóttir, b. á Fossi, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- Unnur Guðjónsdóttir. föður Víkingslækjarættarinnar. Margrét er dóttir Gúnnars, skipa- smíðameistara í Vestmannaeyjum, bróður Guðna prófessors. Gunnar var sonur Jóns, formanns á Gamla- Hrauni, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Þóra Símonardóttir, for- manns á Gamla-Hrauni, Þorkels- sonar. Móðir Símonar var Valgerð- ur Aradóttir, b. í Neistakoti, Jóns- sonar, b. á Grjótlæk, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ætt- föður Bergsættarinnar. Móðir Gunnars var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Miðhúsum, Jónssonar. Móðir Jóns var Sigríður, systir Guðna, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Sigríður var dóttir Gísla, b. í Reykja- koti, Guðnasonar, b. í Reykjakoti, Jónssonar, ættföður Reykjakotsætt- arinnar. Móðir Margrétar var Jón- ína Jóhannsdóttir, b. í Vorsabæ í Landeyjum, Jónssonar. Andlát Guðlaug Ólafsdóttir frá Eyri í Svínadal lést miðvikudaginn 8. ágúst. Martha Stefánsdóttir, hjúkrunar- heimilinu Skjóh, lést 8. ágúst. Axel Blöndal læknir lést í Borgar- spítalanum 6. ágúst. Matthildur Kristín Gunnarsdóttir símavörður, Reykjalundi, Mosfells- bæ, lést í Landspítalanum 7. ágúst. Halldór M. Sigurðsson, Dalbraut 31, Akranesi, lést að kvöldi sunnudags- ins 5. ágúst. Jarðarfarir Borghildur Jónsdóttir andaðist í hjúkrunarheimihnu Seh 7. ágúst sl. Hún verður jarðsungin í Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Útför Vilborgar Sæmundsdóttur, Lágafelh, Austur-Landeyjum, fer fram frá Krosskirkju laugardaginn 11. ágúst kl. 14. Kristin Ottósdóttir, Vogalandi 7, Reykjavík, sem andaðist þriðja þessa mánaðar, verður jarðsungin þriðju- daginn 14. ágúst. Kveðjuathöfn verð- ur frá Bústaðakirkju kl. 10.30. Jarð- sett verður að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð sama dag kl. 14. Bílferð frá Bú- staðakirkju. Torfhildur Sigurðardóttir frá Hall- ormsstað, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Skólabraut 5, Seltjarn- arnesi, verður jarðsungin frá Hábæj- arkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 11. ágúst kl. 17. Sætaferðir frá BSÍ kl. 15. Kristján Ebenezer Kristjánsson, fyrrum formaður, verður jarðsung- inn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn li. ágúst kl. 14. Sigurður Hannesson lést 3. ágúst. Hann fæddist 22. febrúar 1938, sonur hjónanna Ástríðar Torfadóttur og Hannesar Jónssonar. Sigurður hóf störf hjá Sementsverksmiðju ríkisins 1971. Hann var vélvirki og bifvéla- virki að mennt og starfaði sem shk- ur, en þó lengst af sem forsvarsmað- ur fartækjaverkstæðis SR á Akra- nesi. Eftirlifandi eiginkona hans er Hjartans þakkir færum við öllum vinum okkar nær og fjær er sýndu okkur hlýju og samúð við fráfall ÁSBERGS SIGURÐSSONAR BORGARFÓGETA. Sólveig Jónsdóttir Ásdís Ásbergsdóttir og Sigurður Þórðarson, Jón Ásbergsson og María Dagsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Freyja María Þorsteinsdóttir, Ólafur Hjaltason og Steinunn Ingvarsdóttir og barnabörnin Fjölmidlar Ungum börnum er það allra óholl- ast að fá að sjá hvernig Iikami fuh- vaxins fólks lítur út. Það er að minnsta kosti skoðun bæjarsíjórans í baðstrandarbænum franska St. Tropez, en sá bær hefur lengi verið þekktur fyrir nekt. Þar hefur fólki leyfst að ganga nakið á ströndum bæjarins til þessa, en er nú hótað 800 króna sekt sýni það á sér „leynd- ustu“ staöilíkamans. Þessi skinhelgi er í beinu sam- hengi við hiðeinkennilega „fár“, sem flölmiðlar velta sér upp úr þessadagana; samskipti íslenskra stúlkna og ítalskra sjóliðá. í gær- Kvikmyndir Michael Cain og félagar hans á auglýsingastofunni. Háskólabíó: Sá hlær best... ** lA Grátt gaman Getur morð verið ákjósanlegur kostur til að ryðja hindrunum á lífsbrautinni úr vegi? Það fer Gra- ham Marshah að hugsa alvarlega um. Honum hefur vegnað vel í hf- inu, virtur og hátt settur hjá rót- grónu fyrirtæki. Hann er ekki ánægður. Konan (Kurtz) er orðin að pirrandi nöldurskjóðu og stöðu- hækkunin, sem var sjálfsögð, er nú i hættu vegna framapotandi uppadjöfuls (Reigert). Graham hefur lengi kennt sig við töframanninn Merhn, sem gat leyst vandamálin með léttum seið, en nú virðist sem krafturinn sé að þverra. Þá gerist atvik eitt í neðanjarðar- lestinni og Graham ákveður að nú sé komið nóg, hingað og ekki lengra. Graham grípur th örþrifar- áða, en forsendumar eru ólíkar því sem við eigum að venjast. Hann telur ódæðisverk sín réttlætanleg og að fórnarlömbin hafi átt það skilið. Hann er ekkert verri en hver annar, eða hvað? Hann þorir að gera það sem aðrir láta sér nægja að óska sér. Michael Cain er sennhega einn af flmm bestu leikumnum í brans- anum í dag. Hann bregður sér úr einu hlutverki í annað eins og ka- meljón. Hér er hann upp á sitt besta, önnur snihd (Dirty Rotten.., Mona Lisa) og þessi. Það er synd að hann skuli ekki hafa meira að vinna úr en handritið veigrar sér við að fylgja hinu svarta eftir og nær því ekki að rista djúpt og róta til í sálarfylgsninu. Leikstjórinn gerir sitt besta til að skapa lævi blandið andrúmsloft, en treystir of mikið á gamanið, tekst ekki að halda því í jafnvægi við alvöruna. Myndin verður frekar meiri skemmtun en umhugsunarverð. Skemmtunin felst aðallega í því að sjá hve djúpt Graham getur sokkið og sjokkerað okkur og því hvort hann kemst upp með þetta eða ekki. Þótt áhorfandinn sé á hans bandi, en viti að það sé rangt, er það samt vafasamur og hættulegur línudans. Gísli Einarsson A Shock to the System. Bandarísk 1990, 90 min. Handrit: Andrew Klavan, byggt á bók Simon Brett. Leikstjórn: Jan Egleson. Leikarar: Mic- hael Caine, Elizabeth McGovern (She’s Having a Baby), Peter Reigert (Crossing Delancy), Swoozie Kurtz (Bright Lights...), Will Patton (No Way Out), Jenny Wright (Near Dark, I, Madman), Haviland Morris (Glory). Svala ívarsdóttir. Þau hjónin éignuð- ust fjögur böm. Útfor hans verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14. Tapaðfundið Fress í óskilum Gulbröndóttur fress er í óskilum á Kóngsbakka 4. Upplýsingar í síma 76447. Páfagaukur tapaðist af Skeljagranda Ljósgulur, ljósblár og ljósgrænn páfa- gaukur, 1 'A mánaðar, týndist frá Skelja- granda 8 laugardaginn 4. ágúst sl. Ef ein- hver veit hvar hann er niðurkominn þá vinsamlegast hafið samband við Örnu í síma 611224. Leiðrétting Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf. á Vopna- firði, hafði samband við DV vegna fréttar um það verð sem trillukarlar fengju fyrir afla sinn. Hann sagði það rangt að borgað væri landssam- bandsverð á Vopnafirði, sem er rúm- ar 47 krónur fyrir 2,5 kg þorsk. Það væru greiddar 52,38 krónur fyrir kílóið, auk þess sem trillukarlar, sem seldu fyrirtækinu afla sinn árið um kring, fengju beitu greidda niður um 95 prósent. Það væru hins vegar greiddar rúmar 47 krónur fyrir kílóið af 2 kg þorski. kveldi fengu íslenskir karimenn kennslustund á annarrri sjón- varpsrásinni í hvernig heilla eigi: ungar stúlkur upp úr skónum, smekklegt viðtal viö smekklega drengi, svo var talað við lögreglu- þjón sem lýsti harðribaráttu lög- reglunnar við ungar stúlkur sem vildu ólmar og uppvægar komast um borð í hið ítalska herskip. Þá var dreginn í dagsljósið hafnarvörð- ur sem gat lýst fiálglega umferö ís- lenskra stúl kna um borð i þetta ákveðna skip. En nota bene, engum datt í hug að ræða við stúlkurnar sjálfar, ekki einu sinni ágætu dag- blaði hér í borg sem byrjaði eina frétt sína svo í gær: „íslenska kven- þj óðin lætur ekki að sér hæða þegar erlendir sjóliðar koma til landsins." Hijómar eins og byrjun á frétt frá ástandsárunum, en er ekki sagt að tíminn gangi í hringi. Jóhaima Margrét

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.