Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 9
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990. 9 PV_______________________________Útlönd Fimm myrtir á jámbrautarstöð 1 Jóhannesarborg: Skutu á fólkið af stuttu færi -flórtán særðust í árásinni, átta þeirra alvarlega Lík blökkumanna lágu illa útleikin á brautarstööinni en morðingjarnir hurfu í mannfjöldann um leið og fólk þusti út. Símamynd Reuter Tveir menn vopnaðir byssum gengu í gær inn á járnbrautarstöð í miðborg Jóhannesarborgar og hófu skothríð á farþega með þeim afleið- ingum að fimm menn létu lífið og fjórtán særðust, þar af átta alvarlega. Byssumennirnir skutu á fólkið af stuttu færi þar sem mannþröngin var þéttust á brautarstöðinni. Mikil skelfing greip um sig svo allir sem gátu þustu út og hurfu morðingjarn- ir í mannfjöldann. Lögreglan segir að morðingjarnir hafi byrjað á að ganga upp að fólkinu og skjóta það. „Við höfum ekki hug- mynd um hver var tilgangurinn með morðunum. Þetta virðist hafa verið ofbeldisverk þar sem fórnarlömbin voru valin af tilviljun," sagði tals- maður lögreglunnar. Veggir brautarstöðvarinnar ötuð- ust blóði og þegr lögreglan kom á staðinn lágu líkin illa útleikin á gólf- inu og helsært fólk reyndi að skríða í átt að útgöngudyrunum. F.W. de Klerk forseti segir að of- beldisverk síðustu daga í Jóhannes- arborg geti ekki leitt til annars en að bið verði á viðræðum við Afríska þjóðarráðið um afnám aðskilnaðar kynþátta í landinu. Hann segir að útilokað sé að ræða málin af nokkru viti meðan bardagar geisa á götum úti. Frá því síðasta lota ofbeldisverka hófst í Suður-Afríku hafa nú um 600 manns látið lífið. Enn var barist í Soweto í gær og þar særðust þrettán manns. Þá er vitað að fjórir létu lífið í Merafe, öðru úthverfi Jóhannesar- borgar. Leiðtogar blökkumanna halda áfram að skiptast á skömmum. Nel-’ son Mandela, varaforseti Afríska þjóðarráðsins, sakar Buteleshe, leið- toga zúlúmanna, um að vilja skjóta sér leið að samningaborðinu. Þjóðar- ráðið hefur til þessa komið fram sem málsvari allra blökkumanna í landinu en zúlúmenn vilja tala sínu máh sjálfir. Þjóðarráðið nýtur hins vegar stuðnings xhosa. Ekkert lát virðist vera á ofbeldis- öldunni í landinu. Mörg vitni full- yrða að hvítir hafi gengið í lið með zúlúmönnum. Það eru einkum hægrisinnaðir öfgamenn sem hafa gert sér mat úr átökunum og segja að þau sýni vel hvernig ástandið verður í landinu ef hvítir menn fara frá völdum. Reuter * Til sölu eru lóðir undir sumarhús í nýskipu- lögðu hverfi á jörðinni SEYÐISHÓLUM í Qrímsnesi. Stærð lóðanna er á bilinu 5000 m2-10.000 m2. Lóðimar liggja í mishæð- óttu landi sem er kjarrivaxið að hluta. Á svæðinu er mjög góður útsýnisstaður, skemmtilegur lækur, góð aðstaða íyrir varðeld og samkomur og frátekið svæði fyrir íþróttir og leiki. Upplýsingar gefnar í síma 91-10600 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Laugardaginn 8.9. verður svæðið til sýnis og sölu- maður til viðtals á staðnum frá kl. 13.00-17.00. Eallegt land - Góðir greiðsluskilmálar „Hvað tókstu marga ökutíma?“ Ekki segja „Ég tók ekki ...nema... Segjum frekar „Það þurfa allir að gefa sér góðan tíma í ökunámi!" UUMFERÐAR RÁÐ Eiturlyfjastríðið í Kólumbíu á enda? Eiturlyfjabarónum boðin sakaruppgjöf Tilboð Cesars Gaviria, forseta Kólumbíu, um sakaruppgjöf eitur- lyfjasmyglurum til handa hefur mælst mjög vel fyrir í landinu. Sögðu menn að tilboðið væri for- senda þess að koma mætti á friði í landinu án blóðsúthellinga. Það olli þó óvissu að forsetinn ákvaö á sama tíma að framselja til Bandaríkjanna þijá smyglara sem handteknir voru fyrir nokkrum mánuðum. Margir ráðherrar í stjórninni voru andvígir framsal- inu og vildu að nýja tilboðið gilti fyrir þá sem þegar væru komnir bak við lás og slá. Forsetinn hefur beint orðum sín- um til Pablo Escobar og sagt að hann fái sakaruppgjöf gefi hann sig fram nú þegar. Escobar er voldug- astur allra eiturlyfjabarónanna í landinu og hefur verið hundeltur síðustu mánuði. Sakaruppgjöfin er þó ekki alger því mennirnir eiga yfir höfði sér dóma heima í Kól- umbíu en stjórnin heitir því að senda þá ekki til Bandaríkjanna. Ekkert hefur enn heyrst frá Es- cobar og öðrum eiturlyfjabarónum. Þeir hafa sterka stöðu í landinu þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi lagt fram verulegt fé og vopn til að reka stríðið gegn þeim. Nokkrir smyglarar hafa verið handteknir á undanförnum mán- uðum en árangur stjórnvalda í kókaínstríðinu hefur samt verið sorglega lítill. Escobar hefur slopp- ið úr öllum gildrum stjórnarhers- ins þótt höfuðáhersla hafi verið lögð á að hafa hendur i hári hans. Vinsældir Escobars fara vaxandi eftir því sem vörn hans gegn hern- um verður ævintýralegri. Stjórnin telur því miklu fórnandi fyrir að ná honum á sitt vald. Það hefur verið reynt með illu frá því á síð- asta ári en nú á að reyna með góðu. Gaviria hefur aðeins setið á for- setastóli í einn mánuð. Hann hefur lofað því að dómar yfir þeim smygl- urum sem gefa sig fram verði ekki þungir. Fangelsisvist styttist t.d. um helming ef menn ganga mót- þróalaust á vald lögreglunni. Bandaríkjamenn hafa fallist á til- boð forsetans. Dick Thornburgh, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði að það hefði alltaf verið markmiðið að koma smyglurunum bak við lás og slá og ef stjórninni í Kólumbíu tækist það með þessum hætti gætu Bandaríkjamenn ekki verið annað en sáttir. Reuter AUKABLAÐ Hús og húsbúnaður Miövikudaginn 19. september mun aukablað um hús og húsbúnað fylgja DV. Meðal annars verður Qallað um heimilistæki, tæki og innrétting- ar í eldhús og bað, gólfefni, húsgögn og ýmislegt annað innanstokks Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, hafi samband við auglýsingadeild DV hið fýrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga í þetta auka- blað er til fimmtudagsins 13. september. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.