Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990. Spumingin Hvað ætlarðu að gera um helgina? Gunnlaugur R. Sigurðsson verka- maður: Ég ætla á tónlpika með Whitesnake. Nanna Magnadóttir nemi: Ég ætla á Whitesnake ef ég fæ miða eða þá í bíó að sjá Gremlins. Svo ætla ég aö sofa. Stefán Jónsson nemi: Ég ætla á Whitesnake og einnig að laga bílinn. Þorlákur Runólfsson garðyrkjumað- ur: Ég ætla á Whitesnake. Einar Ólafur Indreason: Ég veit það ekki. Það er ekkert ákveðiö. Bergsveinn Sigurðsson: Ég ætla að fara út að skemmta mér. Fer í Duus- hús á laugardag. Lesendur Kosningar og prófkjör: Endurnýjunar er þörf H.M. skrifar: Ég ætla að byrja á því að taka undir lesendabréf sem birtist í DV í gær (5. sept.) undir fyrirsögninni „Kosningar í haust“. Þetta eru orð í tíma töluð. Sú ríkisstjórn sem nú situr og kveður væntanlega sem fyrst er sú alversta samsteypu- stjórn sem lengi hefur setið hér og hafa þær þó margar verið slæmar. Þeir stjórnmálamenn sem eru mótfallnir því að hafa kosningar í haust eru annaðhvort hræddir við að komast ekki að aftur eða þá að þeir óttast eingöngu prófkjörin sem hafa jú verið skeinuhætt mörgum. Þaö er allt annar handleggur að láta hinn almenna flokksmann kjósa um sig í leynilegri kosningu en þegar allt er lagt upp í hendum- ar á viðkomandi með því einu aö stilla nafni hans í nokkuö öraggt sæti á framboðslista. - Þá aðferð ætti aldrei að viðhafa. Ég er nú orðinn nokkuð roskinn þegn og hef alltaf kosið Sjálfstæðis- flokkinn og sótt flest gott til þess flokks. Mér finnst hins vegar að flokkurinn megi ekki láta undan þrýstingi þaulsetinna þingmanna, nú eða nýliða, sem ef til vill vilja ekki gangast undir prófkjör. - Próf- kjör er eina marktæka mælistikan ef mæla á vilja og óskir flokks- manna. í fréttum er sagt frá því að nokk- uð margir ungir sjálfstæðismenn hugsi sér til hreyfings fyrir næstu kosningar. Ég segi einfaldlega við þá; verið aUir velkomnir, þaö eruð þið sem eigið að spreyta ykkur á úrlausn þjóðmálanna. Ykkar tími er kominn. Ef ég mætti ráða núna myndi ég vilja endurnýja mest af þinghði SjáU'stæðisflokksins, bæði í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni. Hvað Reykjavíkurþingmenn varðar myndi ég vilja endurnýja aUan listann, líklega þó að undan- teknum Geir Haarde sem hefur haft sig mjög í frammi um flest mál sem uppi hafa verið og tekið þar mið af stefnu síns flokks en ekki þjónkað við aðra flokka eins og margir eru sýnilega farnir að gera - eða láta alls ekki heyra í sér, sem er þó algengara. Ég lit björtum augum til framtíð- arinnar ef við fáum mikla end- urnýjun á þingUsta sjáifstæðis- manna. Ég vil að þann Usta skipi vaskir menn og trúir sjálfstæðis- stefnunni og menn sem hafa unnið fyrir flokkinn frá því þeir hófu af- skipti af stjórnmálum. - Menn sem ekki hafa unnið fyrir flokkinn og koma jafnvel úr öðrum flokkum eiga ekki erindi í framboð fyrir þennan flokk, menn sem hafa lagt flokkinn í einelti árum saman og fundið honum aUt tU lasts. Hvernig dettur þeim í hug að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Ég vænti þess að vel takist í þeirri baráttu sem óhjákvæmUega fer fram á stjórnmálasviðinu næstu vikur og mánuði og að kosningar verði strax að afloknum prófkjör- um. - En umfram aUt; ekki kosn- ingar án prófkjöra. Þá snúast menn öndverðir gegn sínum flokki. Dallas á videospólur Einar Óskarsson hringdi. Eftir að farið var að læsa Dallas- þáttunum á Stöð 2 hef ég og margir aðrir sem ekki greiöa myndlykilnot ' tU stöðvarinnar orðið af þessum skemmtUegu þáttum. Hér áður voru J þessir þættir ólæstir hjá Stöð 2 og gátum við Dallas-aðdáendur þá fylgst með þessum annars prýðilega gerðu sjónvarpsþáttum. Einhverjir hafa haft það í flimtingum að Stöð 2 hafl byijað að rugla þættina þegar harðn- aði í ári þar og ætlað að ná inn fleiri áskrifendum með því að senda þessa þætti út ruglaða. Aðrir segja að Stöð 2 hafi ávaUt sent þessa þætti óruglaða vegna þess að samningar kveði svo á að bannaö sé að senda Dallas-þætti út óruglaða og þeir séu hvergi sendir í lokaðri sendingu nema hér á landi. Ekki veit ég hvað satt er í þessu en hitt veit ég að nú er ekki lengur hægt að sjá Dallas nema vera áskrifandi að Stöö 2. Fyrir nokkrum árum var hægt að fá Dallas-þættina leigða á spólum sem fyrirtækið Olís var meö á bens- ínstöðvunum. Nú fyndist mér ekkert nema sjálfsagt að þeir sem eru með videospóluleigu færu af stað með Dallas-þætti til að leigja út til allra sem vilja halda áfram að sjá þessa þætti en eiga þess ekki kost nema að vera áskrifendur að Stöð 2. Ég skora hreinlega á Videoleigur að ná samningum um að fá Dallas á spólum svo að við þurfum ekki að verða útundan. Það eru ekki aUir sem vUja gerast áskskrifendur aö tveimur sjónvarpsstöðvum og þótt við ætlum ekki að gerast doktorar í Dallasþáttum þá eru margir sem vilja alls ekki missa af þessari feikna- vinsælu þáttaröð sem hefur farið og fer enn sigurfór um víða veröld. Fleiri f innska Anton, Jón og Rúnar skrifa: Við hvetjum Ríkissjónvarpið til að endursýna hina bráðsmellnu finnsku þætti, „Sjö bræður" hið fyrsta. - Þættirnir hafa allt tíl brunns að bera sem góðir framhaldsþættir þurfa að hafa, spennu, kímni og ekki síst framúrskarandi myndatöku. Frændur okkar, Finnar, sýna það og sanna með þessari myndaseríu, að þeir eru fremstir meðal jafningja í gerð framhaldsþátta fyrir sjónvarp, og ætti RÚV að verða sér úti um fleiri finnska framhaldsþætti sem fyrst. - Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Uppsagnir hjá blaðsnepli: Og hvað um það? I.Þ. skrifar: Ógn er að vita! - Nú hefur þjóðin fengið margar og fjálgar frásagnir af því í fjölmiðlum að starfsfólki á einhverju vikublaði störfum. Ótal viðtöl og hástemmd- ar yfirlýsingar um meint pólitískt samsæri og dæmalaus iilvirki flæö- ir dag eftir dag yfir sjónvarpsskjáí, dagblöð og Öldur ljósvakans. En ég bara spyr si svona; Hvem fjárann varðar 250 þúsund manns um þetta mál? - Heldur fjölmiðla- fólk að hræringar innan þessarar atvinnugreinar séu eitthvað merki- legri fyrirbæri en ef starfsfólki, t.a.m, í járnsmiðju eða frystihúsi, er sagt upp störfúm? Ekki er rokiö upp til handa og fóta og höfð viðtöl við alla sem í næst þótt þeir sem ábyrgð bera á einum litlum vinnustað ákveði að einhverjum hluta. Enda þótt margt fjölmiðlafólk telji sig nafla alheimsins og búk- sorgjr þess séu um leið áhyggjuefni alþjóðar má þaö vita að flestir landsmenn láta sig uppsagnir eða tilfærslur á einhverjum blaðsnepli engu skipta og yppta öxlum yfir því moldvíðri sem þyrlað er upp - í hæsta lagi fer í taugarnar á fólki aö þurfa að sitja undir slíku rugli. - Þannig fór að minnsta kosti fyrir mér. var sagt upp skipta um starfsfólk að öllum eöa Ekki vantar a.m.k. verkefnin hér að vetrinum. - En ekki er sopið kálið ... Svarta rósin -■ .' E.A.F. skrifar: Frá menntaskólaaldri var ég alltaf þeirrar skoðunar að prentfrelsi væri mikfrvæg mannréttindi. Ég er ennþá þessarar skoðunar - nema að mér finnst að fréttamenn ættu að koma sér saman um að skýra ekki frá því nákvæmlega eöa í smáatriðum, hvernig tiltekin afbrot eru framin. - Reynslan hefur sýnt að afbrot eru smitandi. • • Fyrir nokkrum árum fannst lík af konu einhvers staðar í Kaliforníu, ef ég man rétt. Það var í sjálfu sér ekkert óvenjulegt enda morð í Bandaríkjunum tíð. En það sem var óvenjulegt við líkfundinn var þaö að á líkamann hafði verið máluð svört rós. Mörg blöð birtu frétt um þetta mál og eins og skýrt var frá í vísindariti einu, flóð af „svörtu-rósar“ morðum fylgdi á eftir. - Fólk sem var að ein- hverju leyti geðveikt, eða vildi kom- ast í blöðin, jafnvel nafnlaust, hafði fengið hugmyndina. Morð eru ekki algeng á íslandi, sem betur fer, en í blöðum er mjög mikið skrifaö um ofbeldi, stuldáávísunum, og fleira í þeim dúr. Ég hefi tekið eftir því að frásagnir af þessum hlut- um eru mjög nákvæmar og fleiri af- brot eru framin daglega. - Ég myndi telja heilbrigðara að skrifa um um það t.d. hvernig lögreglan náði af- brotamönnunum eða unglingunum og hvernig þeim var refsað. Fyrir nokkru sá ég í blaöi einu að í Vestur-Þýskalandi var unglingum refsaö með því að láta þá hreinsa skólabyggingar og að vetrinum mætti sem best beita þeirri refsingu að láta viðkomandi hreinsa ísingu af gangstéttum. - Það yrði sparnaður fyrir borgarsjóð, sparnaður vegna sjúkrahúsvistar og aðstoð við fólk sem annars yrði fyrir slysum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.