Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 13
13
FÖSTUÖAGUR 7. SEPTl
1990.
Lesendur
„Venjulega þarf meira til en listsköpun og fagkunnáttu leikhúsmannsins til að reka leikhús, ekki sist ríkisleik-
hús,“ segir m.a. i bréfinu.
Ráðning þjóðleikhússtjóra:
Hver fær starf ið?
Egill Sigurðsson skrifar:
Ég er undrandi á því fjaðrafoki sem
hugsanleg umsókn þingmannsins
Ragnars Arnalds um stöðu þjóðleik-
hússtjóra hefur valdið. Mér finnst
satt að segja mjög niðurlægjandi fyr-
ir þá aðila sem staðið hafa að áskor-
un til menntamálaráðherra um að
ráða ekki annan en „leikhúsmennt-
aðan“ mann að standa að svona
áskorun. Enginn sem komið hefur
nálægt leikhúsi í skapandi starfi,
hvort sem hann er leikari eða leik-
ritahöfundur, leikstjóri eða leik-
myndagerðarmaður, er öðrum
fremri sem hugsanlegur leikhús-
stjóri.
Hitt er svo annað mál að það þarf
venjulega meira til en hstsköpun og
fagkunnáttu leikhúsmannsins til að
reka leikhús, ekki síst ríkisleikhús.
Þingmaðurinn Ragnar Arnalds er
prýöilega vel menntaður maður og
hefur m.a. lokið lögfræðiprófi. Hann
er þaulkunnugur innviðum fjármála
ríkisins sem fyrrverandi fjármála-
ráðherra og er því einn af hinum
æskilegustu mönnum sem til greina
koma til að stjórna svo að segja
hvaða fyrirtæki sem er - ekki síst
opinberu sem þarfnast sífellt eftirlits
og viðmiðunar við það sem lagt er
fram til reksturs af opinberri hálfu.
Ég get satt að segja ekki séð að
neinn af hinum annars ágætu lista-
mönnum sem sækja um starf þjóð-
leikhússtjóra éigi erindi í það starf
og eru hæfileikar þeirra mun betur
geymdir fyrir áhorfendur og áheyr-
endur þessarar ágætu stofnunar sem
Þjóðleikhúsið er. - Vonandi finnst
samt viðundandi lausn á ráðning-
unni. En hætt er við að ráðning úr
þeim umsækjendahópi ■ sem eftir
stendur valdi meiri sárindum og úlf-
úð en ef þingmaðuririn og leikrita-
höfundurinn Ragnar Arnalds hefði
fengið samstöðu hinna áköfu áskor-
enda sem vildu hafa hönd í bagga
með ráðningu æðsta yfirmanns Þjóð-
leikhússins.
Styrkir til háskólanáms í Mexíkó
Mexíkönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa
(slendingum til háskólanáms í Mexíkó á háskólaárinu
1990-91. Styrkir þessir eru ætlaðir til framhaldsnáms
eða rannsókna að loknu háskólaprófi. Styrkfjárhæðin
nemur 315 Bandaríkjadölum á mánuði. Umsækjend-
ur þurfa að hafa góða kunnáttu í spænsku og vera
yngri en 35 ára.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 30. september
nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt með-
mælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
5. september 1990
Menningarsjóður
íslands og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finn-
lands og íslands. I því skyni mun sjóðurinn árlega
veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða
öðru fremur veittir einstaklingum. Stuðningur við
samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstak-
lega stendur á.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1991 skulu
sendar stjórn Menningarsjóðs Islands og Finnlands
fyrir 30. september nk. Áritun á (slandi: Menntamála-
ráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 1 50 Reykjavík. Æskilegt
er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku
eða norsku.
Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands.
5. september 1990.
Líðanin í
eyðimörkinni
Magnús T. Ólafsson skrifar:
Eitt af sérkennum lesendabréfa í
íslenskum blöðum er fyrirferð
pistla frá fólki sem fmnur hjá sér
þörf til að tjá bjargfasta sannfær-
ingu um efni sem það hefur ber-
sýnilega ekkert vit á. - Úr þessum
heilaspunaflokki talar Sigurður
Gunnarsson, sem í DV 31.8. fettir
fmgur út í það sem ég ritaði í Er-
lendum tíðindum fyrir nokkru um
hðan hermanna úr tempraða belt-
inu, sérstaklega frá Bandaríkjun-
um, í eyðimörk Arabíuskaga.
Meginstaðhæfing Sigurðar er
þessi: „Nú á dögum talar enginn
um þorsta í eyðimörkum eða að
hiti sé til trafala þjálfuðum her-
mönnum." - Vefengir hann sér-
staklega það sem skýrt var frá um
vökvunarþörf hermanna viö skil-
yrðin sem ríkja þarna syðra.
Það nægir að vitna í eitt einasta
fréttaskeyti til að sýna fram á hald-
leysi hugarburðar Sigurðar um al-
fullkomnun herbúnaðartækninn-
ar. Molly Moore er fréttamaður
Washington Post með bandaríska
hernum í Saudi-Arabíu. Henni seg-
ist svo frá: „í Saudi-Arabíu hefur
hitinn reynst skæðasti óvinur
bandarísku hermannanna...
„Mesta tilhiökkunarefni hvern dag
er að geta sest niður í skugga og
þarnbað vatn,“ segir Burke höfuðs-
maður en hann hefur eins og allir
aðrir yfirmenn landhers Banda-
ríkjanna í Saudi-Arabíu skipað
mönnum sínum að drekka að
minnsta kosti fjögur til sex gallón
(15 til 23 htra) af vatni á dag...
Margir hermannanna, sem eru
vanir að ganga í léttum frumskóga-
vinnubúningum á æfingum, segja
að sér hafi fallið allur ketill í eld,
þegar þeir komust að raun um að
sandlitu eyðimerkurvinnubúning-
arnir eru jafnþungir og vetrarein-
kennisbúningar... Vindar eins og
úr bræðsluofni og hitinn hafa orðið
til þess að lækningasveitir vinna
látlaust við að lækna hitastreitu,
bólguþorsta og uppþornun hkam-
ans en eyðimörkin fer hka iha með
útbúnaðinn.
Landgönguliðar á verði við hafn-
arhhð hma loftþétt efni um hlaupin
á M-16 rifilum sínum. „Vopn okkar
eru svo nákvæmt smíðuð að sand-
urinn fer iha með þau,“ sagði for-
ingi landgönguliða.“
Miklu meira af sama tagi má lesa
í helgarblaði International Herald
Tribune frá fyrri helgi (25.-26.
ágúst). Sigurði skal loks bent á að
í enskumælandi herjum í heims-
styrjöldinni síðari varð til skamm-
stöfunin SNAFU fyrir þessa lýs-
ingu á daglegu ástandi í hernaði
eins og það blasti við óbreyttum
liðsmanni: „Situation normal, all
fucked up“ (lausleg þýðing:
Ástandið eðhlegt, allt í ólestri). -
Frásagnir síðustu ára af aðgerðum
stórveldaheija, jafnt í Afghanistan,
Grenada og Panama, sýna að þetta
spakmæli stendur í fuhu gildi.
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16 eða skrifið
ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum.