Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Side 17
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990.
25
DV
Iþrótti}
Arnórof
stórbiti
Kristján Bernburg, DV, Belgiu;
Ekkert verður úr því að Arnór Guðjo-
hnsen gangi til liðs við belgíska 1. deildar
liðið Ekeren. Aðstoðarþjálfari Ekeren, Rik
Van Goethem, sagði í samtali viö blaða-
mann DV í fyrradag að verðið, sem And-
erlecht setti á Arnór, væri alltof hátt fyrir
smálið eins og Ekeren. Einnig myndi fé-
lagið eklú ráða við að borga Amóri 10
milljónir í árslaun.
Ekeren hatði mn tíma áhuga á Amóri
en þegar þaö spurðist út hvað Anderlecht
vildi fá fyrir hann dofnaði áhugi forráða-
manna Ekeren um leið. Á miðvikdags-
kvöldið fylgdust sendimenn tveggja fran-
skra liða með Amóri í landsleiknum.
Handknattleikur:
FH tapaði
Flugleiðamótið í handknattleik hófst í
Hafnarfirðí í gærkvöldi. Fíögur.hð taka
þátt í mótinu að þessu sinni: FH, Stjarnan,
Paris Asnieres og Vat Margareten. í fyrsta
leik mótsins sigraði Stjaman austurríska
liðið Vat Margareten með 27 mörkum gegn
17 eftir að austurríska liöið hafði tveggja
marka forystu í hálfleik, 9-11. Ingvar
Ragnarasson, markvörður Stjörnunnar,
sýndi mjög góðan leik i síðari hálfleik.
Sigurður Bjarnason var markahæstur í
liði Stjörnunnar, skoraði 7 mörk, Magnús
Sigurðsson 6 og Hafsteinn Bragason 4.
FH tapaöi fyrir Paris Asnieres en með
liðinu leikur Júlíus Jónasson. Lokatölur
leiksins urðu 19-22 en I hálfleik var staðan
9-10 fyrir franska liðið. Óskar Ármanns-
son skoraði 7 mörk fyrir FH en Júlíus
skoraði 4 mörk fyrir Paris Asnieres. Mótið
helduf áfram kl. 19 í kvöld.
-tlKb
Enn græða
félögin í
Rúmeníu
Enn halda rúmensk knattspyrnufélög
áfram að græða peninga. Nú hefur vestur-
þýska liðið Bayer Uerdingen keypt rúm-
enska varnarjaxlinn Michael Klein frá
Dynamo Bukarest. Nafn varnarmannsins
er ekki mjög rúmenskt enda er hann af
þýskum ættum.
Klein lék með liöi Rúmena á HM á Ítalíu
og þótti standa sig mjög vel. Hann er 31
árs og hefur leikið 82 landsleiki fyrir
Rúmeníu. Líklega er landsliðsferill hans
þó á enda runninn því Klein var ekki val-
inn í lið Rúmena sem mætir Skotum í
undankeppni Evrópukeppninnar næsta
miövikudag. Klein gerði eins árs samning
við þýska liðið og var kaupveröið tæpar
30 milljónir króna. Rúmensk félög hafa
selt marga snjalla leikmenn undanfarið,
eða frá falli Nicolae Ceausescu. Félögin
eru nú vellauðug sem aldrei fyrr og hafa
forráðamenn liðanna örugglega aldrei séð
aðrar eins fúlgur fjár og þeim hafa áskotn-
ast frá falli forsetans.
-fc)K
i
Björn Sigtryggsson körfuknattleiksmað-
ur hefur ákveðið að ganga til liðs við
Hauka í Hafnarfirði og leika með félaginu
á næsta keppnistímabili. Bjöm hefur um
árabíl leikiö með Tindastóli á Sauðárkróki
farin ár, í stöðu framherja.
Haukar æfa nú undir stjórn nýs þjálf-
ara, en þaö er Bandaríkjamaðurinn Glenn
Thomas, og einrug gekk tilliðs við félagið
Mike Noblik, tæplega tveggja metra hár
Bandaríkjamaður, og eru forráðamenn
Hauka mjög ánægðir með báða tvo.
-GH
Baráttan um íslandsmeistaratittlinn að ná hámarki:
Toppliðin setja
sóknina á oddinn
- fjögur efstu liðin eiga erfiða leiki fyrir höndum á morgun
A morgun, laugardag, fer fram næstsíðasta umferðin í 1. deild Islands-
mótsins í knattspymu en mótið hefur ekki verið eins spennandi í mörg
ár. Fjögur lið berjast um íslandsmeistaratitilinn og eiga þau öll erfiða
leiki fyrir höndum á morgun. Efsta liðiö, Fram, leikur gegn Stjörnunni
í Garöabæ, KR leikur gegn ÍA á Akranesi, ÍBV mætir Víkingi .í Stjörnu-
gróf og Valsmenn taka á móti FH. Á botninum er keppnin ekki síður
spennandi en Akurnesingar halda enn í vonina að halda sæti sínu 1.
deild. Þór og KA eigast við á Akureyri, Þór er þegar fallið í 2. deild og KA
er enn með falldrauginn í eftirdragi. KA nægir eitt stig í leiknum gegn
Þór til að halda sæti sínu í 1. deild og þar með væru þá Akurnesingar
fallnir í 2. deild. Svona mætti endalaust spá í spilin bæði á toppnum og
í botnbaráttunni.
DV náði tali af einum leikmanni
frá hverju félagi sem stendur í
toppslagnum og spurði þá út í leik-
inn sem bíður þeirra á morgun og
eins um aðrar viðureignir:
Atli Eðvaldsson:
„Við eram búnir að bíða eftir leikn-
um við Akurnesinga í heila viku
og má með sanni segja að spennan
sé nú í algleymingi. Við KR-ingar
förum fúllir bjartsýni í leikinn á
Akranesi á morgun. Engu að síður
verður þetta erfiður leikur því
Akumesingar lifa í voninni að
halda sæti sínu í 1. defld og verða
af þeim sökum mjög grimmir gegn
okkur. Það er mikjl stemning í lið-
inu hjá okkur fyrir þessum leik og
við munum ekki gefa þumlung eft-
irsagði Ath Eðvaldsson, leikmað-
ur KR.
Um aðrar viðureignir á morgun
sagði Atli: „Ég hef trú á að mitt
gamla félag, Valur, sigri FH-inga.
Þetta verður mjög jafn leikur en
Valsmenn hafa þetta af í lokin.
Eyjamenn vinna Víking og Fram-
arar með allt þetta reynslumikla lið
hljóta að vinna Stjörnuna. Framar-
ar leika best undir álagi en Stjarn-
an hefur leikið mjög vel í undan-
förnum leikjum og mun örugglega
ekkert gefa eftir,“ sagði Atli Eð-
valdsson.
Þorgrímur Þráinsson:
„Við verðum að leika til sigurs á
morgun gegn FH, ekkert annað
kemur til greina í okkar huga.
FH-liðið er sýnd veiði en ekki gefin,
sem siglir lygnan sjó í deildinni.
FH-ingar léku vel á móti Fram á
dögunum og munu eflaust veita
mótspymu og ljúka íslandsmótinu
meö reisn. Við Valsmenn setjum
sókriarleikinn á oddinn á morg-
un,“ sagði Valsmaðurinn Þorgrím-
ur Þráinsson.
„Skagamenn eiga ennþá von og
ég spái þeim sigri gegn KR í mikl-
um baráttuleik. Eyjamenn hafa
gert ótrúlega hluti í 1. deild í sumar
og það verður mikil pressa á þeim
í þessum leik. Víkingar hafa í sjálfu
sér að engu að keppa en þetta vqrð-
ur markaleikur og ég tippa á að
lokatölur verði 3-3. Stjarnan getur
leikið aflslappað á móti Fram.
Stjarnan hefur tekið stig af topplið-
unum og í fljótu bragði er mjög
erfitt að spá fyrir um úrslit í þess-
um leik. Það er seigla í Fram-liðinu
og raunar getur allt gerst í þessari
viðureign," sagði Þorgrímur Þrá-
insson.
Pétur Ormslev:
„Sigur er það eina sem kemur til
greina gegn Stjörnunni á morgun.
Við munum leggja þunga áherslu
á sóknarleikinn, leika skynsam-
lega og sýna þolinmæði. Stjörnu-
liðið hefur eflst með hverjum leik,
unnið hvern leikinn á fætur öðrum
og öðlast um leið aukið sjálf-
straust. Eg á von á hörkuleik og
vonandi fögnum við sigri í lokin,“
sagði Pétur Ormslev, fyrirliöi
Fram.
Um aðrar viðureignir sagði Pét-
ur: „Ég hef ekki trú á öðm en KR-
ingar klári dæmið á Akranesi með
sigri. Skagamenn munu þó örugg-
lega berjast eins og ljón og veita
KR harða keppni. Það er erfitt að
leika gegn Víkingum og ÍBV á eftir
að finna áþreifanlega fyrir því. Það
er engin pressa á Víkingum og því
spái ég þeim sigri á morgun. Vals-
menn hafa kraft til aö rífa sig upp
eftir ósigurinn gegn KR um síðustu
helgi og það nægir til að sigra FH-
inga, sem sýndu góðan leik gegn
okkur í síðustu umferð,“ sagði Pét-
ur Ormslev.
Sigurlás Þorleifsson:
„Það er engin spurning að við verð-
um að vinna leikinn gegn Víkingi
enda gerum við okkur fulla grein
fyrir því. Hins vegar eru Víkingar
ekki auðunnir og við verðum að
sýna góðan leik til að leggja þá að
velli. Að mínu mati erum við búnir
að ná okkar takmarki í 1. deild og
úr þessu höfum við engu að tapq ,
Á hinn bóginn er mjög gaman að
taka þátt í þessari toppbaráttu og
úr þvi sem komið er munum við
hvergi gefa eftir. Það lið sem hefur
heppnina með sér í leikjum tveim-
ur sem eftir eru verður íslands-
meistari. Ég ætla að vona að fylgis-
menn okkar á Reykjavíkursvæð-
inu fiölmenni á leikinn, þeir bregð-
ast okkur ekki frekar en fyrri dag-
inn,“ sagði Sigurlás Þorleifs-
son, þjálfari og leikmaður Eyjaliðs-
ins.
„Hvað aðra leikir snertir býst ég
fastlega við að KR-ingar sigri Akur-
nesinga. Á pappírnum eru KR-
ingar sterkari en auðvitað getur
allt gerst því mikið er í húfi fyrir
Skagamenn. Valsmenn eiga undir
eðlilegum kringumstæðum að
vinna FH-inga en allir þessir leikir
eru keimlíkir og þvi erfitt að spá
fyrir um úrslit. Stjarnan er á góðri
siglingu um þessar mundir og ég
vona að hún gefi ekkert eftir í
leiknum gegn Fram. Samt er það
trú mín að Framarar reynist sterk-
ari í þessari viðureign og hirði öll
þrjú stigin,“ sagði Sigurlás Þor-
leifsson.
-JKS
IBV...
Valur.
..16
..16
9
9
Stjarnan....16 8
FH..........16
Víkingur....16
KA..........16
ÍA..........16
Þór.........16
3 31-29 31
4 25-18 30
6 21-17 26
8 22-26 20
5 16-16 19
1 10 17-24 16
2 11 17-31 11
3 11 7-22 9
• Eftirtalin lið eigast við í síðustu
tveimur umferöunum:
17. UMFERÐ
8. SEPTEMBER:
AKRANES-KR
STJARNAN-FRAM
VALUR-FH
VÍKINGUR-ÍBV
KA-ÞÓR
18. UMFERÐ
15. SEPTEMBER:
FRAM-VALUR
ÍBV-STJARNAN
ÞÓR-VÍKINGUR
KR-KA
FH-ÍA
• Atli Eðvaldsson segir að góð
stemmning sé í liðinu fyrir leikinn
gegn Akurnesingum á morgun.
• Þorgrimur Þráinsson segir að
allt verði sett í sóknarleikinn gegn
FH-ingum.
• Pétur Ormslev spáir hörkuleik
gegn Stjörnunni i Garðabæ á
morgun.
• Sigurlás Þorleifsson hjá IBV
segir Víkinga ekki auðunna í
Stjörnugrófinni.
Síðasta stigamót FRÍ
Lokamót stigakeppni Frjálsíþróttasambands íslands fer fram á Varmár-
velli í Mosfellsbæ á morgun. Þeir hafa rétt til þátttöku á lokamótinu sem
náð hafa flestum stigum í fyrri mótum sumarsins. Keppendur á mótinu verða
100 talsins frá 12 félögum og samböndum.
Gífurlega hörö keppni er í karla- og kvennaflokki og þá sérlega hjá konun-
um. Þar eru Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE, Martha Ernstdóttir, ÍR, Oddný
Árnadóttir, ÍR, og Þórdís Gísladóttir, HSK, í fiórum efstu sætunum með 24
stig en Valdís Hallgrímsdóttir, UMSE, og Fríða R. Þórðardóttir, UMFA, eru
með 22. í karlakeppninni er Einar Einarsson, Ármanni, efstur með 30 stig.
Andrés Guðmundsson, HSK, er næstur með 26 og Pétur Guðmundsson, HSK,
þriðji með 24 stig. Sjóvá-Almennar gefa öll verðlaun. -SK
Fimleikaþjálfari óskast
hjá fimleikadeild Fylkis.
Uppl. í síma 673379.