Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. 3 Fréttir Piparsveinn ársins kjörinn í Sjallanum: Góður piparsveinn má ekki láta hanka sig ÖMARHALU OG LADDI sameina skemmtikraftana Laugardagskvöld PANTIÐ TIMANLEGA Uppselt var á allar sýningar frá síöastliðnum áramótum til vors. OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. MÍMISBAR opinn frá kl. 19. Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr. Tilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 91-29900. lO) lí() ll() l$) I/ lífl líí Ifl lljl llí) llj) líS) l^) lí() lí! Iij) lí) lií) liíi IrS) liS) lí) IíS) l/j) li| I4 lA lí) lij) liS) I0) Iði li)i liM lí() IíSi li() IA ll() ll() ll() ll() lí( h lí() lf() lí> lií) l/() lf() líi) lii li(i fr lf() li() li() li() Ik li() Ií(i l/() lf() (1 líi Ií() Ifi lij) (1 li() li(i li(i li(i liSi Ií() liSi liSi .l/S) fSi IfS) IfSi l/Si IíS) IfSi l/Si l/S) l/Si l/S) /() l/S) l/S) l/Si l/S) l/() l/Si l/Si l/() l/S) f\ l/(i IjSi l/(i l/() - segir sigurvegarinn, Haraldur Ringsted, 39 ára gamall Akureyringur kusu þeir svo einn úr sínum hópi sem „mann ársins" og varð Haraldur fyr- ir valinu. Víðfræg partí „Hann hefur komist í kynni við margar fagrar konur, misjafnlega mikið og misjafnlega lengi. Hann býr að sjálfsögðu einn í dag á besta stað, partíin hans eru víðfræg og eftir- minnileg þeim sem í þau hafa komið þó yfirleitt sé þar gætt fyllsta siðgæð- is. Hann hefur dvalið langdvölum í Póllandi og ber þarlendu kvenfólki ekki illa söguna“, sagði í rökstuðn- ingi dómnefndar er vai Haralds var kunngjört. „Ég er meö 9 ára samfellda reynslu", sagði Haraldur þegar hann var spurður hvað hann hefði til að bera sem fyrirmynd annarra pipar- sveina. „Góður piparsveinn eins og ég þarf einnig að vera duglegur að stunda hið ljúfa líf með góðum ár- angri en vera þó á verði þannig að hann verði ekki „negldur" fastur.“ Fylgja þessum titli einhverjar skyld- ur? „Nei, ekki neitt sem kemur til með að há mér. Maður þarf þó að gæta þess áfram að láta ekki hanka sig, þótt Birgir Snorrason, sá sem vann titilinn í fyrra, hafi ekki uppfyUt það skilyrði. Svo er bara að láta ekki deigan síga í baráttunni.“ Á hátíðinni í SjaUanum var „hleypt 1il“ um miðnætti, en þá fengu konur aðgang. Varðst þú fyrir óvenjulega miklum þrýstingi vegna titUsins? „Nei ég gat ekki merkt að hann væri neitt meiri en venjulega. Auð- vitað voru málin rædd fram og til baka og þetta venjulega „tékk“ var tekið.“ Hjálpartækið glataðist Haraldur er 39 ára gamaU múrara- meistari og var í sambúð á sínum tima í um þrjú ár. En hver voru verð- launin sem hann fékk fyrir að vera kjörinn „Piparsveinn ársins?" „Ég fékk það sem á góðu máli er hægt að kalla „hjálpartæki", Ég lán- aði það félaga mínum þama á ballinu og hef reyndar ekki séð það síðan, en vonandi skilar það sér,“ sagði Haraldur. Nauðgunarmalið í Kópavogi: Ákæra send Sakadómi Ríkissaksóknari hefur ákært í máh Gísla G. Þórarinssonar vegna nauðgunar sem átti sér stað við við- byggingu íþróttahúss í Kópavogi í nóvember á síðasthðnu ári. Ákæran var send til Sakadóms Reykjavíkur í gær. Játning sakbomingsins Uggur fyrir en hann réðst grímuklæddur og vopnaður hnífi á fórnarlambið og neyddi tíl samræ'ðis við sig. Maður- inn situr í gæsluvarðhaldi. Amgrím- ur ísberg sakadómari hefur fengið máhð til meðferðar hjá Sakadómi. -ÓTT Guðmundur Ágústsson um umboðsmann Alþingis: Vantar meiri stuðning frá forsetum þingsins „Mér finnst að framkvæmdavaldið hafi sýnt embættinu mikla óvirðingu með því að fara ekki eftir því sem umboðsmaðurinn hefur lagt tíl. Þetta átti jú að vera ákveðið stjórntæki tU að veita framkvæmdavaldinu að- hald. Umboðsmaðurinn hefur auð- vitaö gert það en ekki að öUu leyti eins og á hinum Norðurlöndunum," sagði Guðmundur Ágústsson, þing- flokksformaður Borgaraflokksins, þegar hann var spurður um meðferð framkvæmdavaldsins á umboðs- manni Alþingis. Guðmundur sagði reyndar að hon- um virtust vera sömu byriunarerfið- leikar hér og í Danmörku á sínum tíma. „í upphafi gerði umboðsmað- urinn þar athugasemdir sem ekki var farið eftir að öllu leyti. Síðan gerðist það að þingið tók það sjálft upp og krafðist þess að farið væri eftir umboðsmanninum. Það er ein- mitt það sem vantar hér, semsagt að forsetar þingsins og þingmenn standi betur að baki umboðsmanninum,“ sagði Guðmundur. -SMJ Akureyri: Myndbandstökuvéi stolið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Brotist var inn í verslunina Nýja Filmuhúsið í Hafnarstræti á Akur- eyri einhvem tíma um helgina, og talsverðum verðmætum stolið. Sá sem þarna var að verki komst inn um glugga á versluninni. Hann hafði á brott með sér myndbands- tökuvél, JVC Súper VHS að verð- mæti um 140 þúsund krónur, eitt- hvað af filmum og nokkur þúsund krónur úr peningakassa verslunar- innar. Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Æth góður piparsveinn þurfi ekki að vera þeim hæfileika gæddur fyrst og fremst aö vera staðfastur og láta ekki hanka sig“, segir Haraldur Ringsted, 39 ára gamall piparsveinn á Akureyri, en hann var um helgina kjörinn „Piparsveinn ársins“ á landsmóti piparsveina í Sjalfanum á Akureyri. Þangað mættu á ?,inað hundrað piparsveinar víðsve ;rr af landinu og báru saman bækui sínar, snæddu góðan mat, fengu fatafelfu í heim- sókn og fleira í þeim dúr. Að lokum Haraldur Ringsted, „Piparsveinn ársins“ með viðurkenningu dómnefndar- innar, skjal með vitnisburði og meðmælum og verðlaunapening. „Hjálpar- tækið“ tapaðist hins vegar i Sjallanum. DV-mynd GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.