Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990.
27
LífsstOl
Hótelin leggja allt að
350% á símtöl af herbergjum
- Hótel Norðurland varðveitir leyndarmálið um verðið
Maöur nokkur hafði samband við
neytendasíðuna og vildi koma á
framfæri viðvörun til fólks sem
þyrfti að nota síma af hótelherbergj-
um.
Hann hafði lent í því er hann gisti
á Hótel Hebron í Kaupmannahöfn
að þurfa að greiða flmm þúsund
krónur fyrir eitt símtal til íslands
sem stóð yfir í rúmar 17 mínútur.
Það .jafngildir því að mínútan hafi
kostað 285 krónur af hótelinu, en af
símstöð í nágrenninu hefði hann
borgað 55 krónur. Mismunurinn á
gjaldskrá hótelsins annars vegar og
símstöðvarinnar hins vegar er um
418% sem þýðir aftur að sami maður
heföi getað talað meira en fimm sinn-
Neytendur
um lengur úr símaklefa fyrir sama
verð og hann greiddi á hótelinu.
En hvað kostar að hringja af ís-
lenskum hótelum? Við ákváðum að
kanna málið og hringdum í 17 hótel
viðs vegar um landiö. Beðið var um
upplýsingar um verð á einnar mín-
útu símtali úr hótelherbergi til
þriggja landa; Danmerkur, Englands
og Bandaríkjanna.
Öll hótelin nema þrjú gátu um-
svifalaust gefið greið svör viö spurn-
ingum um taxtana. Rétt er að taka
fram að blaðamaðurinn kynnti sig
einungis með nafni í fyrstu en lét
þess ekki getið að um könnun væri
að ræða. Hótel Lind og Hótel Geysir
gátu ekki svarað strax en eftir að
hafa fengið að vita að neytendasíðan
væri að gera á þessu könnun, var
hægt að fá að hringja aftur og fá
umbeðin svör.
Annað var uppi á teningnum á
Hótel Norðurlandi á Akureyri. Þar
svaraði stúlka því til að það væri
innanhússleyndarmál hvað símtölin
kostuðu, og það mætti ekki gefa upp.
Blaðamaðurinn var ekkert á því að
láta sig með að fá uppgefið verð, en
henni varð ekki haggað. Sagði það
ströng fyrirmæli frá hótelstjóra að
gefa þetta ekki upp.
Loks, eftir að hafa sagst vera blaða-
maður á DV að gera á þessu sérstaka
könnun, var undirrituð beðin að bíða
andartak, en síðan kom svarið: „Ef
gestir spyrja um verðið er okkur sagt
segja að það sé um það bil helmingi
hærra en úr heimasíma." Frekari
upplýsingar fengust ekki á þeim
bænum.
Álagning hótela á símreikninga af
hótelherbergjum er frjáls, en gestir
og aðrir sem spyrja sérstaklega um
verðið eiga að sjálfsögðu skilyrðis-
lausa kröfu á skýrum og nákvæmum
Hvað kostar að hringja?
1 mín. til Danmerkur 1 mín. til Englands 1 mín. tilUSA
Beintúrheimasíma 69,50 84,50 128,50
Hótel Loftleiðir 163 198 301
Hótel Esja 186 226 344
Hótel Saga 209 255 387
Holiday Inn 144 172 272
Hótel Holt 186 226 344
Flug-hótel, Keflavík 209 255 387
Hótel Óðinsvé 163 198 301
Hótel Geysir 130 148 267
Hótel Lind 151 184 281
Hótel Borgarnes 233 283 430
Hótel ísafjörður 186 226 . 344
Hótel KEA, Akureyri 209 255 387
Hótel Stefanía, Akureyri 302 368 559
Hótel Valaskjálf 100,50 115,50 159,50
Hótel Höfn, Hornaf. 70 85 129
Hótel Örk, Hverageröi 313 380 578
svörum. Stjórnendur Hótel Norður-
lands ættu því að endurskoða afstöðu
sína til síns vel varðveitta leyndar-
máls.
Dýrast er að hringja úr hótelher-
bergjum á Hótel Örk í Hveragerði.
Þar greiðir gesturinn 350% hærra
verð fyrir símtaiið en úr stofunni
heima sjá hér.
Meðfylgjandi tafla segir það sem
segja þarf.
-hge
Náttúran á það til að bregða á leik endrum og sinnum. Þessa furðusmíð fann fréttaritari DV á Egilsstöðum í garði
sínum nýlega. DV-mynd Þráinn Skarphéðinsson
Varist sjóræningjana
- símakaupmenn plata fólk
Uodanfarið hafa íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu fengið upphring-
ingar frá mönnum sem kynna sig
sem sölumenn hjá fyrirtækinu
Vöruþingi. Þeir hafa boðist til að
selja fólki vörutegundir sem þeir
segjast bjóða á ómótstæðilegu til-
boðsverði, auk þess að keyra vör-
urnar heim til kaupanda.
En ekki er allt sem sýnist. Fyrir-
tækið Vöruþing er í fyrsta lagi alls
ekki til. Vörumar, sem það selur,
eru í flestum tilfellum dýrari en í
verslunum. Engin trygging er fyrir
því að farið sé með þessar matvör-
ur svo sem reglur um meöferð
matvæla kveða á um.
Tökum þrjú verðdæmi: „Vöm-
þing“ selur kíló af eggjum á 380
krónur. í Fjarðarkaupi kostar kíló-
iö 330 krónur.
„Vöruþing" selur alikjúklinga á
550 krónur kílóið. Fjarðarkaup sel-
ur þá á 493 krónur.
„Vöruþing" selur eitt kíló af
brauöskinku í bréfum á 1490 krón-
ur en í Fjarðarkaupi kostar slík
vara 1076 krónur.
Svona sölumennska er ólögleg.
Hér er verið að plata neytendur
með því að telja þeim trú um að
þeir séu að gera reyfarakaup. í
raun em þetta sjóræningjar sem
græða á auðtrúa fólki.
-hge