Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. Fréttir Forseti íslands sæmir Gad Rausing fálkaorðu. Tetrapak- eigandi fær fálkaorðuna Forseti íslands hefur sæmt sænska fomleifafræðinginn Gad Rausing hinni íslensku fálkaorðu fyrir fram- lag hans til eflingar íslenskum fræð- um við Oxfordháskóla. Gad Rausing er einn aðaleigenda fyrirtækisins Tetrapak sem fram- leiðir meðal annars mjólkurfernur. Hann beitti sér fyrir því á síðasta ári að fyrirtækið legði fram 400 þúsund sterlingspund eða 40 milljónir ís- lenskra króna til að tryggja framtíð kennarastóls í íslensku við Oxford- háskóla. Staðan er kennd við Guð- brand Vigfússon og mun framvegis heita Vigfússon and Rausing Reader in Ancient Icelandic Litterature and Antiqities. -hlh Sjálfstæðismenn: Ekki prófkjör á Norðurlandi eystra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Sjálfstæðismenn í Norðurlands- kjördæmi eystra ákváðu um helgina að viðhafa ekki prófkjör vegna kom- andi alþingiskosninga. Þetta var ákveðið á fundi kjör- dæmisráðs flokksins á Akureyri og þar var kosið í kjömefnd sem mun gera tillögu um lista flokksins. Hraðfrystihús Ólafsflarðar skuldar 500 miUjónir: Kaupir KEA húsið? Helgi Jónsscm, DV, Ólafsfirði: Á hluthafafundi í Hraðfrystihúsi Ól- afsfjarðar, sem haldinn var síðasta miðvikudagskvöld, var því lýst yfir að menn væru ekki reiðubúnir að svo stöddu að taka tilboði Gunnars Þórs Magnússonar í hlutabréf frysti- hússins. Gunnar bauð 50 milljón króna staðgreiðslu fyrir öll hlutabréf frystihússins. Þetta þýðir að salan er ekki útilokuð þrátt fyrir neitum bæjarstjórnar og Hlutafjársjóðs og má jafnvel búast við nýju tilboði frá Gunnari. Ekki náðist í Gunnar vegna þessa máls. Kaupfélag Eyfirðinga hefur óskað eftir viðræðum við stjórn H.Ó. með það í huga að gera tilboð í hlutabréf- in. Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri segir að KEA vilji kynna sér stöðu og rekstur frystihússins. Á fyrrnefndum hluthafafundi kom fram að á síðasta vetri hefði verið leitað til fjölmargra aðila um kaup á hlutafé en þeir flestir neitað, þar á meða KEA og ýmis verkalýðsfélög. DV hefur heimildir fyrir því að við- ræður KEA um hugsanleg hlutafjár- kaup séu mjög líklega á næstu dög- um. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefur lýst því yfir að lífsnauðsynlegt sé að skapa frystihúsinu rekstrargrand- völl og leita verði leiða til að það verði áfram kjölfestan í atvinnulífi bæjarins. Hins vegar á frystihúsið sér ekki viðreisnar von við óbreyttar aðstæður. Skuldir þess eru nú um 500 milljónir króna. Hafnarvogin á Akranesi: Tölvutækni tekin upp við vigtunina Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Nýr tölvubúnaður frá Pólstækni var formlega tekinn í notkun á hafnar- voginni á Akranesi fyrir stuttu. Um leið vora gömlu vigtarhausamir fjar- lægðir en sjálf vogin er hin sama og áður. Ársæll Valdimarsson á hafnarvog- inni sagöi í samtali við DV að veruleg þægindi yrðu samfara nýja tölvu- vigtunarkerfmu. Hægt yrði að skrifa Kjartan Guðjónsson, starfsmaður á hafnarvoginni á Akranesi, við nýja tölvu- búnaðinn. DV-mynd Árni S. Árnason út aflamagn hvers dags og síðar meir yrði hægt að fá útprentun á afla hvers einstaks báts yfir tiltekinn tíma. Til þessa hafa aflatölur og vigtanir verið færðar inn í sérstakar bækur en Ársæll sagði það myndi nú leggj- ast af innan tíðar. Til að byrja með yrði þó stuðst við bækurnar áfram en um leiö og menn væru búnir að læra til fulls á nýja tölvukerfið yrðu þær lagðar til hliðar. Álverið hækkar fast- eignaverð í Vogum Vogar: fasteignir hækka í verði. „Fasteignaverð hefur hækkað hér í Vogum. Það er augljóst,“ sagði Jó- hanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi, í samtali viö DV. Jóhanna sagði að engar fast- eignir hefðu verið seldar í Vogum á undanfornum mánuðum en tilboð sem húseigendum bærust væru merkjanlega hærri og hagstæðari en verið hefði. Hins vegar hefðu margir ákveðið að draga það að selja hús sín í trausti þess að verðið hækkaði enn meir. „Eftirspurn eftir fasteignum hér í Vogum hefur aukist en framboðið minnkað,“ sagði Jóhanna. Viðræður eru hafnar milli sveitar- félaga á Suðurnesjum vegna skipt- ingar tekna af væntanlegu álveri. Önnur sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sýnt því áhuga að fá hlutdeild í þeim tekjum veröi af byggingu ál- versms. „Þessar viðræður eru skammt á veg komnar þar eð menn vita ekki hvaða upphæðir er um að ræða,“ sagði Jóhanna. „Hitt er ljóst að við teljum að Vatnsleysustrandarhrepp- ur eigi að fá í sinn hlut öll þau gjöld af álverinu sem sveitarstjórnarlög kveða á um.“ -Pá í dag mæ]ir Dagfari________________ Til varnar vesalingum Gamalt fólk og guðhrætt hefur löngum reynt að kenna börnum sínum og barnabörnum að ljótt væri að ráðast á rhinni máttar og að góðir menn og velmeinandi ættu að koma þeim til hjálpar sem stæðu höllum fæti ef ódrengilega væri að þeim vegið. Dagfara þykir nú nóg komið af níði, óhróðri og árásum á nokkra menn sem um þessar mundir eiga í mestum erfiðleikum allra manna hér á landi, sumir myndu segja aö þeir ættu virkilega bágt. Er hér átt við nokkra af ráð- herrum landsins, grandvara menn og orðvara sem mega ekki vamm sitt vita þótt þeir hafi lent í pólitík og eitthvað misjöfnum félagsskap um stund. Vill Dagfari fyrir sitt leyti bera hönd fyrir höfuð þessara vesalinga þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu að honum finnst ekki líklegt að aðrir verði til þess. Hvað meinar t.d. einhver um- boðsmaður með því að vera alltaf að ráðast á ráðherra Alþýðubanda- lagsins? Veit hann ekld hvað þeir eiga erfitt heima fyrir? Sá góði maður ætti að gera sér grein fyrir því að heimilisböl þeirra er þyngra en tárum taki. Alþýðubandalags- fjölskyldan er í upplausn, flokkur- inn skilinn að borði og sæng og hatrömm forsjárdeila komin upp um kjósendur hans en slíkar deilur eru meðal viðkvæmustu mála eins og allir vita. Við þessar aðstæður heimtar þessi umboðsmaður að Svavar og Steingrímur og jafnvel Ólafur Ragnar fari að lögum eins og ekkert sé. Umboðsmaðurinn þykist hafa eitthvert umboð frá Alþingi. Dagfari vill hér og nú benda honum á að ekki hefur Ólaf- ur Ragnar geflð honum eitt eða neitt umboð frá Alþingi til að ávíta hann og fyrrverandi ástvini hans í Alþýöubandalaginu af þeirri ein- fóldu ástæðu að Ólafur Ragnar hef- ur ekkert umboð til að sitja á Al- þingi. Hann er bara alls ekki þing- maður. Það getur svo sem vel verið að Svavar og Steingrímur Sigfússon hafi einhvem tímann mætt svefn- litlir og gleraugnalausir í vinnuna eftir pólitíska andvökunótt og lesið einhveria lagatexta öðruvísi en umboðsmaðurinn sem hefur ekki einu sinni umboð frá Ólafi Ragn- ari. En það má umboðsmaðurinn vita að bæði svefn- og gleraugna- lausir skilja þeir Svavar og Stein- grímur lögin miklu betur en hann. Af mikilli kurteisi hafa þeir báðir orðaö það svo að úrskurðir um- boðsmannsins byggðust bara á svo- litlum misskilningi og ætti ekki að þurfa aö hafa fleiri orð um það. Þá sjaldan að mnboðsmaður Al- þingis er til friðs og upp rennur dagur án þess að hann kveði upp úrskurð um lögbrot alþýðubanda- lagsráðherranna er á vísan að róa með árásir á þá úr annarri átt. Þá heyrist skerandi kelhngavæl frá einhveiju Jafnréttisráði sem flýgur á þessa menn í illu fyrir það eitt að ráða vini sína í vinnu. Ekkert má nú. Hvemig er það eiginlega með þetta Jafnréttisráð; á það enga vini? Líklega ekki, eins og það hegðar sér. En Dagfari heldur því hiklaust fram að ef Jafnréttisráð, sem á enga vini, ætti vini þá myndi það ráða vini sína í vinnu og ætti bara að hafa sig hægt gagnvart Svavari og vinum hans. Út yfir tekur þó þegar dómstólar landsins, sem eiga víst að vera hlut- lausir, ráðast eins og óargadýr á Ólaf vesalinginn Ragnar, sjálfan heimilisfóðurinn í Alþýðubanda- laginu, í miðju skilnaðarmáhnu og rífa í tætlur bestu verk hans. Fé- lagsdómur gat alveg látið það ógert, þegar svona stendur á, að dæma Ólaf til að borga peninga sam- kvæmt einhveijum samningi við háskólamenn sem Ólafur sjálfur sagði berum orðum fyrirfram að væri vara tímamótasamningur og minntist aldrei á að taka ætti mark á að öðru leyti. Sýnir það hógværð Ólafs og stillingu að hann lét sér nægja að tala góðlátlega um „mis- skilning" Félagsdóms. En það er mikill misskilningur til viðbótar við allan misskilning- inn hjá umboðsmanni Alþingis, Jafnréttisráði, Félagsdómi og jafn- vel Hæstarétti að halda að þeir komist upp með þaö að ráðast á menn sem eiga í eríiðleikum heima og heiman og eiga kannski skammt eftir ólifað í pólitík eða a.m.k. í rík- isstjórn. Menn sem berjast fyrir lífi sínu geta gripið til ýmissa ráða og þeir menn sem hér er haldið uppi vömum fyrir hafa sýnt það að þeir kunna ýmislegt fyrir sér. Það er nú ekki mikill vandi að gefa Jafnréttisráði og þessum um- boðsmanni langt nef og það er bara byijunin. Enginn getur ætlast til þess að Ólafur Ragnar fari að veita þessum aðilum fé á fjárlögum til þess að eyðileggja allt fyrir honum. Hann mun eiga auðvelt með að útskýra að á tímum þjóðarsáttar og niðurskurðar verða svona aðilar að sitja hjá. Þá þýðir nú ekki mikið fyrir Félagsdóm að derra sig við menn sem hafa að vísu ekki umboð til að sitja á Alþingi en geta barið dóma hans í klessu með bráða- birgðalögum eins og reynslan sýn- ir. Og Hæstiréttur skyldi bara gá að sér. Fóru þeir Svavar og Ólafur Ragnar ekki létt með að taka SturlumáUð úr höndum Hæstarétt- ar og alUr muna hvemig fór fyrir Magnúsi Thoroddsen. Nei, það skyldi enginn leika sér að því að ráöastáminnimáttar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.