Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. 11 Utlönd Eitt mesta samgöngumannvirki 1 sögunni verður tilbúið árið 1993: Ermarsundsgöngin graf in með 1000tonna borvélum - ef áætlanir standast verða fyrstu göngin fullgrafin í nóvember Borvélarnar sem notaðar eru við að grafa Ermarsundsgöngin eru með allt að tíu metra breiðri krónu sem étur sig hægt og sígandi i gegnum kalksteininn undir Ermarsundinu. Þannig lítur sjálft ferlíkið út að utan. Þrátt fyrir mikla tækni hafa þarna orð- ið slys á mönnum. Eftir tvo mánuði mætast enskir og franskir verkamenn undir miðju Ermarsundi. Þá er gert ráö fyrir að fyrstu göngin af þremur, sem eiga að liggja samsíða undir sundið, nái saman og í fyrsta sinn í 8000 ár verð- ur gegnt milli Englands og Frakk- lands. Þótt þessi áfangi náist verður samt mikið verk óunnið því þeta eru að- eins þjónustugöng fyrir sjálf aðal- göngin til beggja hliða. Og þaö á ekki bara eftir að grafa heil ósköp heldur á líka eftir að ganga endanlega frá frjármögnun fyrirtækisins. Þó trúir enginn öðru en að lokið verði við göngin úr þessu þegar þau eru komin svo langt á veg. Opnuð fyrir akstur 1993 Aætlanir hljóða upp á að endanlega verði lokið við að grafa göngin haust- ið 1991 og að umferð um þau hefjist ekki fyrr en sumarið 1993. Þetta eru mestu jarðgöng sem nokkru sinni hefur verið ráðist í að grafa og trú- lega verður bið á að aftur verði haf- ist handa við svipað verkefni. Göngin eru grafin frá báðum end- um samtímis. Til þess eru notaðar gríðarstórar borvélar sem hafa verið hannaðar til þessa verks. Sprenging- ar eru hinsvegar óþarfar því göngin liggja um mjúkan sandstein. í nóv- ember er áætlað að vélarnar sem bora þjónustugöngin reki saman nef- in og sanni endanlega aö það er hægt að grafa svo langa leið. Hluthafar bíða í ofvæni eftir að hægt verði að fagna þessum fyrsta áfanga því þá er það trú manna að fleiri fáist til að festa fé í fyrirtæk- inu. Hlutabréf í því hafa fallið jafnt og þétt í verði en hluthafarnir gera ráð fyrir að bjartara verði framund- an þegar göngin opnast. Bjartara framundan Til þessa hefur vinna við göngin verið erfið og þó hefur fjarmögnunin veriö erfiðust af öllu. í upphafi ríkti bjartsýni á fyrirtækið og nægilegt fé fékkst á frjálsum markaði til að hefja verkið. Stofnað var stærsta einkafyr- irtæki á þessu sviði í sögunni og verkefnið var einnig umfangsmeira en áður hefur þekkst. Göngin eru ríflega þrjátíu kíló- metra löng eða tífalt lengri en göngin í gegnum Ólafsfjarðarmúla. Það seg- ir þó ekki alla söguna því þessi göng eru þrefóld og aðalgöngin eiga að flytja járnbrautarlestir. Þetta verða hraðlestir af nýjustu gerð og þeim er ætlað að flytja bíla á tveimur hæð- um. Sérfræðingar í samgöngumálum segja að göngin valdi byltingu í sam- göngum í Evrópu. Litið er svo á að þau muni styðja við sameiningu Evr- ópu og gera Breta að meiri ,-,Evr- ópubúum“ en þeir hafa verið til þessa. Bretar eru reyndar síður hrifnir af göngunum en Frakkar og segja þeir svartsýnustu að land þeirra verði aldrei samt og jafnt á eftir Helmingi fljótari í förum Sem dæmi um samgöngubótina með göngunum má nefna að nú geta menn ekið bílum sínum, með viö- komu í bílalestinni um göngin, frá Lundúnum til Parísar á þremur klukkutímum. Til Brussel tekur ferðin innan við þrjá tíma. Nú taka ferðalög milli þessara staða um sex klukkutíma og er þá gert ráð fyrir að farið sé yfir sundið með svif- nökkva. Með hefðbundnari faratækj- um tekur ferðin enn lengri tíma. Vinna við göngin hefur gengið verr en áætlað var. Nokkur slys hafa orð- ið og innan fyrirtækisins sem annast gröftinn ríkir mikil togstreita. Það er að jöfnu undir stjórn Breta og Frakka. Kostnaður við göngin er þegar kominn þriðjung fram úr áætlun og það hefur gengið illa aö fá banka til að lána fyrir því sem á vantar. Þá er talið að kostnaðurinn eigi eftir að fara enn meira fram úr áætlunum þegar verkið kemst á lokastig. Skulda þegar of mikið Stjórnendur fyrirtækisins vita hins vegar aö bankarnir sem upphaflega lögðu fé í fyrirtækið eiga ekki svo auðvelt meö að draga sig út úr því. Verði fyrirtækið gjaldþrota þá tapa þeir miklu fé og færu sumir á haus- inn. Fyrirtækið lifir því samkvæmt þeirri gömlu reglu að það borgi sig best að skulda almennilega ef menn vilja skulda á annaö borð. En þrátt fyrir óhöpp á vinnusvæð- inu hefur vinnan við göngin staðist áætlanir. Bormennimir eru komnir lengra en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Sandsteinninn er auðunn- inn og vélarnar hafa uppfyllt þær kröfur sem hönnuðumir gerðu í upp- hafi til þeirra. 1000 tonna borvélar Borvélarnar eru um 1000 tonn að þyngd og þykja mikiö tækniundur. Leysitækni er notuð til að stýra þeim rétta leið og verkfræðingarnir á svæðinu eru sannfærðir um að stefna sé nákvæmlega rétt. Borkrón- urnar eru um tíu metrar í þvermál og snúast þrjá hringi á minútu um leið og þær mylja bergið undir sig. Jarðlagið sem göngin eru grafin um er sem næst 150 metra þykkt og það er vatnsþétt þannig að ekki þarf aö gera sérstakar ráðstafanir til að þetta gangi. Aðstæðurnar em því eins góðar og hugsast getur. Borvélin sér um að þétta yfirborð veggjanna á göngunum um leið og hún borar þannig að allt er tilbúið um leið og hún hefur farið hjá. En þetta er hættuleg vinna. Til þessa hafa níu menn látið lífið í göngunum. Flestir þeirra hafa orðið fyrir vélum sem ekið er um göngin. Þarna hafa því þegar orðið alvarleg umferðarslys. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að óhöpp geti orðið eft- ir að allt er fullgert því í hvorum göngum liggur umferðin aðeins í aðra áttina. Lestirnar mætast því aldrei á leið sinni um göngin. Ekið um borð í lest Þegar göngin verða opnuð fyrir umferð verður mögulegt fyrir far- þega að kaupa sér far með lest eða að kaupa far fyrir bílinn sinn í sér- stökum bílalestum. Þær eiga að geta tekið stóra vörubíla og langferðabíla jafnt sem venjulega fólksbíla. Far- þegarnir sitja um borð í bílunum á leiöinni og aka svo út úr lestunum þegar ferðinni um göngin lýkur. Ferðin um göngin sjálf tekur aðeins 35 mínútur. Fyrirtækið sem á göngin gerir í áætlunum sínum ráð fyrir að árið 2003 fari ekki færri en 44 milljón- ir farþega um göngin og þá verði boðið upp á sex ferðir á klukkustund frá hvoru landi. Talið er að í framhaldi af göngun- um verði allt járnbrautakerfi Bret- lands og Frakklands endurskipulagt. Frakkar eru þegar farnir að huga að nýjum hraðlestum sem eru mun hraðskreiðari en þær sem nú eru í notkun. Þessar nýju lestir eiga aö veita innanlandsflugi harða sam- keppni og hafa þegar gert það. Bretar ekki of hrifnir Bretar eru seinni til að endurskipu- leggja járnbrautakerfið en þó er talið að það reynist óhjákvæmilegt með vaxandi umferð. Áhrifanna kann líka aö gæta lengra í burtu. Þjóðverj- ar telja sig líka verða að endurskipu- leggja járbrautirnar hjá sér til sam- ræmis við hin löndin og ítalir hafa hug á hinu sama. Bretar hafa meiri áhyggjur af menningu sinni þegar Evrópubúam- ir ílæða yfir land þeirra. Þeir gera ráð fyrir að straumur ferðamanna muni aukast mikið og jafnframt fær- ist í vöxt að fyrirtæki af meginland- inu tjárfesti í Bretlandi. Þeir eru ekki of kátir með þetta þótt hnignandi efnahagur í Bretlandi hefði gott af vítamínsprautu. Göngin eru þegar farin að taka á sig mynd enda eru aðeins tveir mánuðir þangað til fyrstu göngin af þremur verða fullbúin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.