Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. 13 Lesendur Forsjármál skilnaðarbama: Hver gætir varðanna? Ólöf skrifar: Með árvissu millibili berast þjóð- inni ömurlegar fréttir um afdrif rétt- indamála og velferðarmála einstakra barna sem tilteknum stjórnvöldum er ætlað að leysa úr. Víst er að þar grillir aðeins í toppinn á ísjaka því flest viðkvæm einkamálefni, er börn varða, koma aldrei til frásagnar í fjöl- miðlum - jafnvel þótt í ljós hafi kom- ið áralangt klúður opinberra úr- lausnaraðila. Margir telja að heppilegast sé að láta þögnina lykja um slik afbrot kerfisins gegn börnum því annað gæti valdið enn meiri sársauka og vanvirðu fyrir börnin og umhverfi þeirra en þegar er orðið. Undirskriftir 10 þúsund einstakl- inga og á annað hundrað undirskrift- ir reykvískra lögreglumanna benda til þess að almenn tiltrú til stjórn- valda, er annast eiga mannréttinda- vörslu barna, sé ekki mikil. Vonandi hefur sú athygli, sem forsjármál einnar íslenskrar stúlku hefur vakið, þau áhrif að athygli stjómvalda bein- ist nú að þeirri nauðsyn sem ber til að endurskoða þau lagaákvæði sem virðast hindra eðlilegar úrlausnir á mannréttindasviði barna og ungl- inga. Um 600 böm og ungmenni verða árlega skilnaðarböm og við mörgum þeirra blasir að stjómvöldum ber að ákvarða búseturétt og forsjá. Ekkert virðist fá varnað því aö til áhtaefna komi en hægt er með lögum og bættri lagaframkvæmd að tryggja að úr- lausn slíkra álitamála skaði hvorki liamið né umhverfi þess varanlega. - Bætt og skýr lög gætu einnig fækk- að álitamálum. Þar er kjánalegt fyrirkomulag að dómsmálaráðuneytið skuli fara með einhliða alræði á réttindasviði skiln- aðarbarna. Það er og furöulegt að barnaverndaraðilum vítt um land skuh vera selt sjálfdæmi um hvernig þeir semji umsagnir fyrir ráðuneytið eöa hvemig þeir efna til íhlutunar um mál skilnaðarbarna og mál frá- skilinna foreldra án þess að það leiði til lausnar fyrir börnin. Barnalögin þarfnast endurskoðun- ar og það þurfa einnig störf og við- miðunarþættir umsagnaraðila en þeir hafa nú fátt eða ekkert við að miða, þegar shk mál koma upp, ann- að en eigin tilfinningar og geðþótta- viðhorf. Afskipti barnaverndaraðila af forsjármálum við núverandi að- stæður hafa iðulega breyst í áralanga martröö án lausnar og án nokkurs tilgangs varðandi velferð barna. - Eiga ekki dómstólar að tryggja mannréttindi? Framkvæmdanefnd verkamannabústaða: Seint og síðar meir E.S. skrifar: Mig langar til að drepa á vinnu- brögð lagfæringardeildar hjá Verka- mannabústöðum í Reykjavík, vegna seinagangs við afgreiðslu á því sem lofað hefur veriö að lagfæra. Þetta er orðiö með ólíkindum - og þó er sífellt lofað og lofað. Ég hef lent í því tvívegis að hafa þurft að bíða á annað ár (bíð reyndar enn) eftir aö viðgerð- armenn lagfæri það sem ábótavant er. í fyrra skiptið bjó ég og fjölskylda mín í Breiðholti og þar kom fljótiega í ljós að svalahurð ein var ónýt, trekkur og hleyta komst hindrunar- laust inn. Seint og síðar meir var tekið mál af hurðinni en það tók svo langan tíma að fá hurðina að gólífiaJ- ir (parket) gúlpuðust upp og urðu ónýtar vegna bleytu. - Hurð var svo lagfærð smávegis til bráðabirgða á meðan smíða átti aðra hurð. Oft og mörgum sinnum hringdi ég til að vita hvernig gengi. Loks, mörg- um mánuðum seinna kom upp úr dúmum að málið af hurðinni hafði týnst! - Það var því ekki fyrr en um það leyti sem ég var að flytja úr íbúð- inni að ný svalahurð var sett upp. í núverandi íbúð minni sem ég keypti af Framkvæmdanefnd Verka- mannabústaða, vestur á Grandavegi, kom strax í ljós ónýt (undin) útidyra- hurð. Fyrri eigandi var búinn aö fá loforð um að sett yrði í ný útihurð. Nú, einu ári og sjö mánuðum eftir að ég flyt hingað, og eftir ótal, ótal hringingar - auk bréfs - hefur ná- kvæmlega ekkert verið gert í málun- um annað en lofað, lofað. Talaö um að koma þegar það henti hinu og þessu verkefninu (fleiri verkefni á svæðinu eru óunnin) og allt í þeim dúr. Eftir þessum vinnubrögðum að dæma megum við í fjölskyldunni von bráðar fara að moka snjó úr forstof- unni eða þurrka upp polla, auk þess aö búa við kulda og trekk sem fylgir búsetu í húsi með ónýta hurð og þaö nálægt sjó. - Fróðlegt væri aö vita hvort fleiri en ég séu ekki orðnir hvekktir á seinagangi og skipulags- leysi þeirra sem um þessi mál eiga að sjá. Konur! Komið og takið þátt í spennandi starfi. Efnahagsbandalagið EB-hópurinn fundar í kvöld kl. 20 að Laugavegi 17. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Egilsson. Atvinnumál Atvinnumálahópurfundar í kvöld kl. 20.30 að Laugavegi 17 Kvennalistinn Réttindaveitingar í rafveituvirkjun Með reglugerð nr. 102/1990 um löggiltar iðngrein- ar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi var rafveituvirkjun löggilt sem iðngrein. Þeir sem hafa unnið við dreifikerfi rafveitna geta sótt um réttindi í iðninni. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum fást hjá menntamálaráðuneytinu, sími 609500, Rafiðnað- arsambandi íslands, sími 681433 og Sambandi ís- lenskra rafveitna, sími 621250. Umsóknir sendist: Menntamálaráðuneytinu Sölvhólsgötu 4, 105 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið SMÁAUGLÝSINGAR OPW MAnudaga - fóstudaga. Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga. 18.00 - 22.00 DV Þvarholti 11 s: 27022 Morðgátan flutt Barnakonur skrifa: Við erum hér nokkrar vinkonur öskureiðar yfir því að Stöð 2 skuli vera búin að færa Morðgátuna fram til kl. 20 en það verður til þess að útiloka okkur bamakonur frá því að horfa á þennan vinsæla sjónvarps- þátt. Við erum með heimih og fullt af börnum og við hlökkuðum alltaf til að setjast niður eftir dagsins amstur og horfa á kerlinguna leysa málin en nú ætla þeir að meina okkur að njóta þess. - Það var þeim líkt! Við höfum alltaf verið að keppast við að koma kvöldmatnum frá og börnunum í rúmið og þótt við séum duglegar, að okkar mati, tekst þetta engan veginn og við náum þættinum ekki kl. 8. Við erum næstum vissar um að það em fleiri en við sem eru á sama máh og vonum við að þeir sem þarna ráða hugsi sig um tvisvar - jafnvel þrisvar - og færi Morðgátuna á sinn stað eða aftar í dagskrána svo að við getum tekið gleði okkar aftur. Það yrði áreiðanlega vel þegið af mörg- um. Ótryggt ástand Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú er flest með kyrmm kjömm við Persaflóa. Nema hvað „bófaflokkar", studdir af íraksstjóm, ganga eins og grenjandi ljón um götur í Kúvæt og ræna og rupla öllu steini léttara í eigu „útlendinga". Sem sé; fyrirtaks „fyrirstríðsástand“ hefur nú skapast þarna. Búast menn enda við að skálmöld bijótist út á næstu mánuðum. Bandaríkjamenn hafa sagt að sú víg- öld muni standa stutt en þó valda gífurlegu manntjóni skelU hún á. Stutt, vegna þess að nú tala menn um aö nota kjarnavopn. Ríkisstjórn íslands hefur í hyggju að veita aUt að tvö hundruð og fimm- tíu mUljónir króna til aðstoðar vænt- anlegu flóttafólki og til þeirra er hjúkrunar þyrftu við. Þetta rökstyð- ur stjómin með því að benda á að íslendingar eru aðfiar að Atlands- hafsbandalaginu og að þeir geti þar af leiðandi ekki endalaust verið „stikk frí“ útgjaldalega séð. Þeim beri skylda til að láta eitthvert fé af hendi rakna til bandalagsins, ein- hvem tíma. Sér í lagi á þetta við þegar þjóðir sem standa utan við samkunduna beina spjótum sínum að NATO-rikj- um eins og tvímælalaust á sér stað í dag. Undir þessa röksemdafærslu ríkisstjómarinnar er hægt að taka. Þótt ég sjálfur hafi ekki verið hlynnt- ur vem okkar. í NATO breytir þaö samt ekki því að hún er staðreynd. Verði hins vegar af greiðslum skulu menn þó gera sér eitt ljóst; að þá eru íslendingar líka um leið orðn- ir beinir þátttakendur í styijöld er enginn veit hvernig endar. Ekki óbeinir þátttakendur eins og vera myndi ef þjóðin sem sUk væri ein- ungis skráð sem NATO-þjóð, líkt og verið hefur frá stríðslokum. Annars er ástandið við Persaflóa afar undarlegt, vægast sagt. Það virð- ist sem báðir aðilar séu að reyna að vinna tíma. En tíma til hvers, hlýtur maður að spyrja sjálfan sig? Skortir íraka kannski lengri tima til að fuU- gera atómsprengju? Um þróun þess- ara mála getur enginn maður spáð. En gerist það sem reiknað er með að gerist verður niðurstaðan aðeins ein, stríð. AUKABLAÐ Tölvur og tölvubúnaður Sér^takt aukablað um tölvur og tölvubúnað mun fylgja DV mið- vikudaginn 3. október nk. í blaðinu verður Qallað almennt um tölvutækni og tölvunotkun, tölvur og hugbúnað á markaðnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki og auk þess notkun tölva á nýjum sviðum, svo sem við upplýs- ingavinnslu, við skipulagningu sölustarfa, á sviði verkfræði, í arki- tektúro.fl. fjallað verður um hugbúnað til ýmissa verka, bæði nýjan hug- búnað og þann sem verið hefur á markaðnum fram að þessu, ýmis kerfi, jaðartæki og rekstrarvörur sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta tölvubúnað betur en áður, búnað sem eykur öryggi í gagnavinnslu og meðferð gagna o.fl. Einnig er ætlunin að Qalla nokkuðum menntunarmöguleika fólks á tölvusviði, bæði framboð á námskeiðum og framhaldsmenntun. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa i þessu auka- blaði, hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta. Vinsamleg- ast athugið að skilafrestur auglýsinga í þetta aukablað er til fimmtudagsins 27. september. ATH.! Póstfaxnúmerið okkar er 27079 og auglýsingasíminn er 27022. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.