Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR .25. SEPTEMBER 1990. 17 ótið í Karate: rsson sigr- i flokknum óttahúsi Hagaskólans um helgina. Aö þessu ipni auk einstaklingskeppni og voru keppend- Ómar ívarsson, KFR, sigraði í opnum flokki löí í opnum flokki kvenna. ivarsson, KFR, sigraði í -65 kg flokki, Helgi ki, Grétar Halldórsson, KFR, sigraði í -80 kg a, B-sveit KFR var í öðru sæti og sveit Hauka -JKS • Pélur Ormslev. • Þorgrímur Þráinsson. Víðir Sgurðsson, DV, Kosice: Leikur Tékkóslóvakíu og íslands í Evr- ópukeppni landsliöa, sem fram fer hér í Kosice á morgun, miðvikudag, er fjórði A-landsleikur þjóðanna í knattspyrnu, Tveir þeir fyrstu fóru fram árið 1981 en þá voru þjóðirnar saman í riöli i undan- kepprú HM; Tékkar sigruðu, 6-1, í Brati- slava um vorið og skoruðu þá fj ögur mörk undir lok leiksins eftir að Magnús Bergs hafði minnkað muninn í 2-1. Um haustið varð jafntefli á Laugardalsvellinum, 1-1, og þá skoraði Pétur Ormslev mark íslands strax á 4. mínútu. Vorið 1986 mættust þjóð- irnar á Reykjavíkurleikunum á Laugar- dalsvellinum. Tékkar unnu, 2-1, og skor- aði Guðmundur Steinsson mark íslands. • Hvorki fleiri né færri en átta leik- menn, sem nú eru í íslenska landsliðs- hópnum, komu við sögu í HM-leikjum þjóðanna árið 1981. Þorgrímur Þráinsson, Amór Guðjohnsen, Atli Eðvaldsson og Pétur Pétursson léku í Bratislava, og Bjarni Sigurðsson var þá varamarkvörð- ur. Þeir Arnór, Atli, Pétur Ormslev, Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson voru síð- an í liðinu sem gerði jafntefli við Tékka um haustið. Þeir Ragnar, Amór, Pétur Ormslev, Sigurður Grétarsson, Pétur Pét- ursson og Guðni Bergsson léku síðan aliir gegn Tékkum 1986. Hins vegar var enginn þeirra sem nú skipa tékkneska landsliðið með í leikjunum árið 1981. • Eins og menn muna náöu Tékkar mjög góðum árangri í heimsmeistara- keppninni á Ítalíu í sumar. Þeir komust 1 8-liða úrslitin þar sem þeir féllu út á 0-1 tapi gegn verðandi heímsmeisturum Vest- ur-Þjóðverja. Tókkar unnu Bandaríkja- menn 5-1 og Austurríki 1-0 en töpuðu 0-2 fyrir ítölum í riðlakeppninni, og í 16- höa úrslitum sigruðu þeir Costa Rica, 4-1. • Tomas Skuhravy skoraði flest mörk Tékka á HM, 5 talsins, og varð annar markahæsti leikmaður keppninnar. Öll 5 mörkin gerði hann með skalla, þar af 3 gegn Costa Rica! Hin mörk Tékka gerðu Michal Bilek 2, Ivan Hasek 1, MOan Lu- hovy 1 og Lubos Kubik 1. • Borgin Kosice, þar sem A-leikur Tékka og íslendinga fer fram á morgun, er austast í landinu. Hún tilheyrir Slóvak- iu og er aðeins um 30 kflómetra norðan við ungversku landamærin, og um 100 kílómetra vestan við landamæri Tékkó- slóvakiu og sovéska lýðveldisins Úkrainu. Kosice er ekki í hópi stærstu borga lands- ins og óvanalegt að landsleikir fari þar fram. Kosice er í 500 kílómetra fiariægð frá höfuðborginni, Prag, í beinní lofthnu, og íslensku leikmennimir áttu því enn um klukkutima flug fyrir höndum þegar þeir lentu í Prag síðdegis í gær. Vegalengdin frá Prag til Kosice er svipuð og frá Lúxem- borg til Prag. • Héðinn Gilsson var með mjög góða skotnýtingu gegn Spandau. Héðinn lék vel „Þetta er alit að smella saman hjá okkur og þetta var besti leikurínn á keppnistímabilinu hingað til. Enn má þó bæta margt og mig vantar til að mynda meira úthald,“ sagði hand- knattleiksmaðurinn Héðinn Gilsson í samtali við DV en hann átti stóran þátt í góðum sigri Dusseldorf í 2. deild um liðna helgi. Dusseldorf lék þá á heimavelli gegn Spandau og sigraði, 22-18, eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 11-11. Staðan var síðan enn jöfn um miðjan síðari hálfleik, 16-16, en þá skoraði Dusseldorf ijögur mörk í röð og þar með var sigurinn tryggður. „Ég kom inn á þegar þrjár mínútur vora til hálfleiks og lék svo allan síðari hálfleikinn. Ég skor- aði sex mörk úr sjö tilraunum, þar af fjögur mörk úr vítaköstum. Þetta er aht á uppleíð hjá okkur og vonandi gengur þetta vel í næstu leikj- um,“ sagði Héðinn Gilsson. -SK/ÞS Þýskalandi Tékkóslóvakía-Ísland í Kosice á morgun: Mikil áhætta“ - Missir Guðni sæti sitt í liði Tottenham vegna Tékkaleiksins? Guðni Bergsson kom til móts við íslenska liðið í London í gær en á tímabili voru horfur á að hann yrði ekki með gegn Tékkum eins og DV skýrði frá í síðustu viku. Lið Guðna, Tottenham, mætir Hartlepool í ensku deildarbikar- keppninni annað kvöld en Guðni er búinn aö vera í byrjunarliði Totten- ham frá upphafl keppnistímabilsins. í fyrra var hann í svipaðri stöðu þeg- ar ísland lék í Austurríki, þá sleppti Guðni leik og vann sér ekki aftur sæti í hði Tottenham fyrr en mörgum vikum síðar. „Maður tekur mikla áhættu með þessu, það er engan veg- inn tryggt að ég verði í hði Totten- ham á laugardaginn kemur. Síðan þarf ég aftur að sleppa leik þegar ís- land mætir Spáni 10. október. Reynd- ar mat ég stöðuna þannig að rétt væri að ég kæmi í annan landsleik- inn og þá gegn Spánverjum en með tilvitnun í reglur knattspyrnusam- bands Evrópu og samning minn við Tottenham hafði stjórn KSÍ það í gegn að ég kæmi í báða leikina," sagði Guðni í samtali við DV í gær- kvöldi. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, átti fund með Terry Venables, fram- kvæmdastjóra Tottenham, í London siðasta fimmtudag. i samningi Guðna við Tottenham er ákvæði um að KSÍ hafi rétt á honum til 10 landsleikja á ári. Eggert segir að það komi aldrei til að menn verði sóttir í minni háttar leiki ef þeir séu að leika með félögum sínum á sama tíma. „Ég gerði Vena- bles grein fyrir því að við þyrftum á Guöna að halda í leiki í Evrópu- og heimsmeistarakeppni. Það ertilgangs- laust að vera með samninga sem síðan er ekki farið eftir. Við þurfum líka á okkar bestu leikmönnum að halda í hvert skipti ef við ætlum að ná ár- angri með íslenska landsliðið," sagði Eggert Magnússon. Allir leikmennirnir mættir til Kosice íslenski landsliðshópurinn varð fullmannaður á flugvellinum í Prag síðdegis í gær. Þar kom 16. og síðasti leikmaöurinn til móts við liðið, Sig- urður Grétarsson, sem kom beint frá Sviss. Tólf leikmenn héldu frá íslandi um áttaleytið í gærmorgun og í Lon- don, þar sem liðið beið í rúma þrjá tíma eftir flugi til Prag, mættu Ólafur Þórðarson, Guðni Bergsson, og Sig- urður Jónsson. • Ekkert var leikið í tékknesku 1. deildinni um síðustu helgi vegna landsleikjanna við ísland. Tékkneska 21 árs liðið notaði tímann vel og lék við úrvalslið frá sopvéska lýðveldinu Moldavíu. Tékkarnir unnu stóran sig- ur, 4-0. • Mikill áhugi er fyrir leik Tékka og íslendinga í Kosice, enda sjaldgæft aö landsleikir séu háðir í þessum hluta landsins. í gær var uppselt á leikinn en völlurinn í Kosice tekur 32 þúsund áhorfendur. • íslenska liðið kom til Kosice um áttaleytiö í gærkvöldi eftir tíu tíma ferðalag auk tveggja tapaðra stunda vegna tímamismunar. Bo Johansson landsliðsþjálfari lagði mikla áherslu á að liðið kæmist á æfingu þó seint væri orðið. Æfrngin hófst um klukkan hálf- tíu þannig að seint var farið í háttinn. Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður D V skrifarfráKosice 1. deildar liði FH í knattspyrnu hefur bæst góður liðs- auki fyrir næsta keppnistimabil. Júgóslavinn Izudin Dervic, sem lék með Selfyssingum í 2. deild i sumar, hefur ákveðið að leika með Hafnarfjarðar- liðinu á næsta keppnistímabili og gekk hann frá félagaskiptunum um sið- ustu helgi. Dervic er 27 ára sóknar- og miðjumaður og lék með Olimpija Ljubljana í Júgóslavíu áður en hann gekk til liðs við Selfoss. Dervic þótti leika vel með Selfyssingum í sumar og skoraði hann 8 mörk i 2. deildinni. Á myndinni er Dervic fyrir miðju ásamt Þóri Jónssyni og Viðari Halldórssyni. -GH Olíkur árangur Þegar litið er á árangur Tékka og íslendinga í Evrópukeppni landsliða frá upphafi er ólíku saman að jafna. Tékkar hafa einu sinni orðið Evrópu- meistarar, þegar þeir sigruðu Vest- ur-Þjóðveija í úrslitaleik í Belgrad árið 1976, og hafa tvisvar að auki hreppt bronsverðlaunin. íslendingar hafa hins vegar aldrei orðið ofar en í fjórða sæti í riðlakeppni. I þau skipti sem Tékkar hafa ekki komist í úrslit keppninnar, hefur litlu munað að þeir næðu þangað. Þeir misstu af því að komast í úrslit- in 1968 þegar þeir töpuðu mjög óvænt fyrir írum í lokaleik riðlakeppninn- ar, sátu heima 1972 á óhagstæöari markatölu en Rúmenar, töpuðu í hreinum úrslitaleik gegn Rúmenum um að komast í úrshtin 1984, og urðu einu stigi á eftír Dönum sem komust í úrslit 1988. í keppninni sem fram fór Í964-68 var útsláttarfyrirkomu- lag og þá töpuðu Tékkar fyrir Aust- ur-Þjóðverjum í 1. umferð. ísland tók fyrst þátt í keppninni 1962-64 og tapaði þá fyrir írlandi í 1. umferð. Síðan lá þátttaka íslands niðri þar til 1974-76, en frá þeim tíma hefur íslenska landsliðið ekki komist ofar en í 4. sæti í undanriðlum keppn- innar. -VS íþróttir • Pétur Pétursson. „Furðulegur leikur ’81“ Þeir flmm leikmenn sem nú eru í íslenska landsliðshópnum og spiluðu gegn Tékkum í Brat- islava 1981 eiga ekki sælar minningar úr þeirri ferð. Einn þeirra er Pétur Pétursson: „Þetta var furðulegur leikur. Við lentum 0-2 undir en svo skoraði Magnús Bergs, 1-2, seint í leiknum. Við vorum bún- ir að eiga skalla í þverslá og fleiri góð færi. Síðan ætluöu allir að fara fram og skora og þá skoruðu Tékkar fjórum sinnum á iokamínútunum." -VS/Kosice U-21 árs liðið leikurídag Víðir Sigurðsson, DV, Kosice: í dag klukkan 13.30 að íslensk- um tíma hefst viðureign Tékka og íslendinga í Evrópukeppni 21 árs landsliða í knattspyrnu í borginni Michalovce. Eins og aðrir leikir í keppninni er þessi jafnframt liður í undankeppni ólympíuleikanna. ísland hefur lokiö tveimur leikjum í keppninni og er með eitt stig. íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Albani í Kópávogi í vor en tapaði síðan, 0-1, fyrir Frökkum á KR-vellin- um fyrr í þessum mánuði. í þeim leik sýndi íslenska liðið að það getur fyllilega staðist öflugum andstæðingum snún- ing og var með eindæmum óheppið að fá ekki annað eða bæði stigin út úr þeirri viður- eign.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.