Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. Spumingin Hvert ferðu út að skemmta þér? Kári Indriðason eðlisfræðingur: Grænlandshaf. Fór þangað síðast þegar ég fór út að skemmta mér. Jón Valdimarsson laus og liðugur: Hef ekki farið í tvo mánuði. Síðast var það Hótel Borg. Jón Valur Guðmundsson nemi og flatbökumeistari: Casablanca og Glaumbar. Ólafur Tómasson 12 ára: Ég fór í Glym. Núna eru það skólapartí eða bekkjarpartí. Hilmar Ævar Jóhannesson 12 ára: Ég fór í Glym í 1-2 skipti. Núna er það diskótekiö í skólanum. Halldór G. Guðmundsson 12 ára: Ég fór líka í Glym. Núna er það diskótek og svoleiðis dótarí. Lesendur Erlend matvæli vel þegin: Besta kjarabótin Rannveig Jónsdóttir skrifar: Loksins er að koma að því að eibt- iö birti til varðandi eilífðarmábð; innílutning á búvörum. Nú stendur til að Evrópubandalagið birti Usta með þeim landbúnaðarvörum sem bandalagið vill að komið verði til sölu í öðrum ríkjum haftalaust. Þetta nær til hinna svokölluðu EFTA-landa sem við erum í sam- tökum með. - En það eru enn ljón í veginum. Stærsta ljónið er e.t.v. landbúnaðarráðherra sjálfur sem vill að sjáUsögðu hefta aUan frjáls- an innflutning á þessum vörum til landsins. Neytendasamtökin eiga nú sterk- an leik á borði, að knýja á um að innílutningshöftum verði aflétt án tafar og þessi búhnykkur, að fá fijálsan innflutning á búvörum, verði að veruleika. Það má fullyrða að þetta yrði ein besta kjarabótin fyrir aUan almenning í landinu. - Neytendasamtökin hafa til þessa stutt innflutningsbann á búvörum og rökstutt það með því að á meðan nægUegt magn af innlendri gæða- framleiðslu sé fyrir hendi í landinu sé ástæðulaust að leyfa innflutning. Þessu orði „gæðaframleiðsla", á t.d. kjötvörum, skulum við nú bara horfa fram hjá því það er langt í frá að t.d. lambakjötið sé gæða- framleiðsla, þótt kjötið sjálft sé með bragðbesta kjöti sem finnst á mark- aðinum. - AUur frágangur og pakkning á t.d. frystu lambakjöti er fádæma lélegur. Og hinar svo- kölluðu „unnu kjötvörur“ eru yfir- leitt langt fyrir neðan það sem ger- ist í nágrannalöndum okkar. Neytendasamtökin eiga því án tafar að lýsa stuðningi sínum við innflutning á erlendum búvörum, einkum kjöti, smjöri og hvers kon- ar unnum kjötvörum, svo og ost- um. Krafan um niðurfeUingu inn- flutningshafta er orðin svo almenn að ekki er nokkur kostur fyrir Neytendasamtökin að líta fram hjá henni. Sá búvörusamningur, sem nú er til umræðu, mun ekki skUa neinum verðlækkunum til neytenda og eitt- hvað sem heitir „hagræðing" í landbúnaði verður aldrei vatn á myUu neytenda. Tilfinningamálin eru alltaf í fyrirrúmi þegar rætt er um búvörusamninga svo að líta verður á þá umræðu eins og hverja aðra vakningarsamkomu. - Og nú er fátt brýnna en að gera skýlausa kröfu til frjálsrar verslunar með búvörur, hér sem annars staðar. „Allur frágangur og pakkningar á t.d. frystu lambakjöti er fádæma lélegur", segir hér m.a. Undarlegur maður er Magnús Torf i! Jóhann Guðmundsson skrifar: Magnús Torfi Ólafsson virðist vita aUt betur en aðrir og alUr sem hafa skoðun og þekkingu skulu ekki viðra sbkt í bréfadálkum blaðanna. - Segja má um Magnús eins og sagt var forð- um „Þeir tala mest um Ólaf konung sem aldrei hafa séð hann,“ samanber vatnsþörf manna í Saudi-Arabíu. Ekki þarf Magnús að kenna mér eða segja frá aðstæðum í eyðimörk- inni í kring um Daharan flugvöll (ekki Danang eins og Magnús fór að blanda í umræðuna). Dvöl mín þar í tvö ár kenndi mér meira en Magnús getur nokkum tíma gert. - Trúi hann amerískum fréttamönnum betur þá hann um það. Sjálfur ber Magnús höfðinu við steininn en færi hann tfi Daharan vildi ég gjaman sjá til hans er hann drekkur 23 lítra vatns á sólarhring! Hætt er við að hann styngi höfði sínu í sandinn eftir svo sem fyrstu 20 lítr- ana! - Magnús; Skrifaðu um það sem þú þekkir. íslenskir alþýðumenn geta líka haft þekkingu og nær væri þér að treysta þeim. Það hefur hins vegar lengi loðað viö íslendinga að trúa öllu sem kem- ur erlendis frá. Og er það ekki mála sannast að upphefðin komi að utan? Stöö 2 og Glitnir hf: Engin eignafengsl Kristján Óskarsson, framkvæmda- stjóri Glitnis hf„ skrifar: í lesendahréfi í DV fimmtudaginn 20. sept. sl. eru bollaleggingar um að Glitnir hf. sé e.t.v. einn af eigendum Stöðvar 2. Tfiefni þessara bollalegg- inga virðist vera frétt um ráðningu Eddu Helgason sem ráögjafa í sér- stök verkefni fyrir Stöðina. Rétt er að fram komi að engin eign- artengsl eru á mfih Stöðvar 2 og Ghtnis hf. Edda Helgason sat í stjóm Ghtnis hf. við góðan orðstír sem fuh- trúi Sleipner UK Ltd. frá stofnun fé- lagsins þar tfi hún lét af störfum hjá Sleipner í nóv. 1988 og hélt tfi starfa á öðrum vettvangi. Sleipner UK Ltd. var á þessum tíma einn af eigendum Glitnis hf. en eins og kunnugt er hefur íslandsbanki hf. nú eignast öll hlutabréf í félaginu. Gunnar Þorsteinsson skrifar: Það er haft eftir formanni Apó- tekarafélagsins í frétt í Morgun- blaðinu hiim 19. sept. sl. að meðul hérá landi séu ckki dýr, miðað við nágrannalöndin. Er það ekki dýrj að þurfa að greiða 13.120 krónur fyrir kilöið áf kodimagnýltöflum, á meðan sams konar verkjatöflur kosta ekki meira en 900 krónur kg t.d. í Bandaríkjunum? Hér á landi er hægt að kaupa slíp- aöa eðalsteina svo sem „ametyst tígurauga“ og ópala langt undir þvi verði sem kódhnagnýltöflur kosta. - Væri ekki rétt að ríkið tæki upp framleiðslu og innflutning á öðrum lyfjura og verðmætari til að rétta við fjárhaginn úr því það er svona ábatasamt að selja lyf og töflur í smásölu? Annars er það með eindæmum hvað álagning er há á lyf og lyfja- vörur hér á landi. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að þessar vörur eru með þeim dýrustu sem Ifið op- inbera greiðir, og þótt við borgum ekki fullt verð þá lendir þetta engu að síður á okkur skattborgurunum. - Það er þess vegna ekki vanþörf á að skoða nánar hvermg verðmynd- unin er til komin á algengmn lyQ- um eins og t.d. verkjatöflum sem eru mikið seldar bæöi til einstakl- inga og til nota í sjúkrakössum fyr- irtækja og víðar. „ ... úr því það er svona ábatasamt að selja lyt og töflur í smásölu?" Á hvaða blaðsíðu er Bylgjan? Jóhann Ingi Pálssori skrifar: Mikið finnst mér sumar útvarps- stöðvar vera orðnar lágkúrulegar. - Tökum Bylgjuna sem dæmi: Eftir stórgóðan morgunþátt Eiríks Jónssnar tekur við Páll Þorsteins- son frá kl. 9-11. Hefur Páli farið mikið aftur sem útvarpsmanni. Hann virðist htinn metnað hafa til annars en að tala um veðrið, segja okkur hvað klukkan sé, spfia sveitatónlist og bjóða „vinum“ og „vandamönnum“ í mat. Það nýjasta hjá Páh er spum- ingakeppni þar sem hann gefur hlustendum fyrst svar við ein- hverri spurningu sem enginn veit hver er fyrr en klukkutíma seinna. Dæmi: Á hvaða blaðsíðu er Bylgj- an? - Nú mega allir hringja inn, og síminn verður auðvitað rauögló- andi eins og venjulega. í verðlaun er bók (Speki Konfúsíusar) sem er öragglega vinsælt lestrarefni meö- al ungs fólks sem hringir í morgun- þátt Páls. Annars virðast flestir starfsmenn Bylgjunnar vera með sömu takt- ana, sömu frasana og sama létta húmorinn, þ.e.a.s. þegar starfs- menn era að gantast hver við ann- an. Okkur hlustendum, mörgum hverjum a.m.k., finnst svo gaman að innanhússbröndurunum þeirra... Hvernig væri að hafa eina út- varpsstöö þar sem tónhst er leikin stanslaust að frátöldum auglýsing- um? - Hlustunarkannanir myndu fljótt leiða í ljós vinsældir slíkrar stöðvar, það er ég viss um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.