Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. Fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi: Eggert Haukdal ætlar að verja þingsætið - óvíst hvort fallið verður frá fyrirhuguðu prófkjöri Arni Johnsen og Þorsteinn Pálsson að tafli. Þær raddir heyrast að Eggert Haukdal hafi um helgina leikið klók- lega þegar hann bauðst til að vera í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, á eftir skák- mönnunum Árna og Þorsteini. Sjálfstæðismenn á Suðurlandi búa við sérstakt skipulag þar sem hver sýsla í kjördæminu á eitt af fjórum efstu sætum á framboðslista flokks- ins kosningar eftir kosningar. Einn viðmælenda DV sagði að kjördæma- breytingin, sem gerð var 1959, hefði ekki náö til sjálfstæðismanná á Suð- urlandi. í Suðurlandskjördæmi eru Árnessýsla, Rangárvallasýsla, Vest- ur-Skaftafellssýsla og Vestmanna- eyjar. Ovænt staða er komin upp innan flokksins á Suðurlandi. Búið var að ákveöa að viðhafa prófkjör en nú Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson hefur Eggert Haukdal skrifað kjör- dæmisráðinu bréf þar sem hann býðst tU að taka þriðja sæti listans. Ef fallist verður á þetta verður ekk- ert af áður fyrirhuguðu prófkjöri. Kjördæmisráðiö hefur verið kallað saman til fundar næsta laugardag þar sem ræða á þessu nýju stöðu. Engin kjördæmisbreyting Lengst af áttu Rangæingar, með Ingólf Jónsson sem sinn mann, fyrsta sæti á framboðslistanum. Vest- mannaeyingar hafa oftast átt annað sætiö, Ámesingar það þriðja og Vest- ur-Skaftfellingar það fjórða. Við kosningamar 1978 hætti Ingólf- ur Jónsson á Alþingi. Rangæingar héldu efsta sæti hstans með nýjum manni, Eggert Haukdal. Vestmanna- eyingar héldu sínu sæti. Þar var einnig nýr maður, Guðmundur Karlsson. Rangæingar áttu áfram annað sæti og Vestur-Skaftfellingar það fjórða. Viö kosningamar 1979 urðu tals- veröar breytingar á framboðslistan- um. Eggert Haukdal var færður úr fyrsta sæti. Hann undi því ekki held- ur bauð fram sérstakan hsta, L-lista. Eggert náði kjöri í kosningunum. Steinþór Gestsson var í fyrsta sæti D-hstans, Guðmundur Karlsson í öðru og Sigurður Óskarsson, Hehu, í þriðja sæti. Við kosningarnar 1983 var viðhaft prófkjör við val á hstann. Prófkjörið var svæðaskipt. Þátttakendur urðu að velja frambjóðendur úr öhum hlutunum flóram. Þorsteinn Pálsson sem fuhtrúi Rangæinga hreppti fyrsta sæti. Óh Þ. Guðbjartsson varð undir. Ami Johnsen hafði betur en Guðmundur Karlsson og skipaði annað sæti hstans. Eggert Haukdal var í þriðja sæti og Siggeir Björns- son, Holti í Kirkjubæjarhreppi, var í íjórða sæti. Eggert og Siggeir vora saman á L-hstanum í kosningunum 1979. Þeir vom að koma aftur til Sjálfstæðisflokksins. Eggert var einn af -stuðningsmönnum ríkissfjórnar Gunnars Thoroddsen á árunum 1979 til 1983. Eggert hafði betur en Árni Við síðustu kosningar var ekki við- haft prófkjör heldur var skoðana- könnun innan kjördæmisráðsins. Stuðningsmenn Eggerts börðust fyr- ir því að hann fengi annað sæti og Árni Johnsen þaö þriðja. Ámi var ekki ánægður meö baráttu stuön- ingsmanna Eggerts. Þrátt fyrir mót- bámr hafði Eggert betur og lenti í ööru sæti. Ámi náði ekki kjöri th Alþingis. Sjálfstæðismenn vilja kenna óvæntu framboði Borgara- flokksins, með Óla Þ. Guðbjartsson í fyrsta sæti, um hvernig fór. Við næstu kosningar reikna sjálf- stæöismenn með að fá þrjá þingmenn kjörna. Eggert Haukdal hefur skrifað kjördæmisráðinu bréf þar sem hann býðst til að taka þriðja sæti hstans. Kjördæmisráðið hefur áður ákveðið að viðhafa prófkjör sem á aö fara fram 27. október. Ef fallist veröur á tillögu Eggerts verður ekkert af próf- kjörinu. Þess skal getið að Eggert var sam- þykkur próíkjöri þegar það var ákveðið á fundi fyrir um ári síðan. Kjördæmisráðið á að ráða „Samkvæmt okkar skipulagsregl- um ákveður kjördæmisráð hstann, stundum eftir prófkjör og stundum aö undangengnum uppstilhngartil- lögum. Hvorug þessara aðferða er talin vera algild. Kjördæmisráðin þurfa að meta aðstæður hverju sinni og taka ákvarðanir um prófkjör eða uppstillingu. Sú ábyrgö hvíhr fyrst og fremst á kjördæmisráðinu. Þing- mennirnir reyna að halda sér til hlés í þeim ákvörðunum," sagði Þor- steinn Pálsson, fyrsti þingmaöur Suðurlands og formaöur Sjálfstæðis- flokksins, þegar hann var spurður hvort hann teldi eðhlegt aö falla fra prófkjöri vegna bréfs Eggerts Hauk- dals. - Fæ ég'ekki þína persónulegu skoð- un á þessu. Getur Eggert með þessu erindi eignað sér þriðja sætið og þar með útilokað aöra Rangæinga frá sæti ofarlega á hstanum? „Ég vh leyfa kjördæmisráðinu að taka þá ákvörðun,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Heimildir DV herma aö Eggert ótt- ist að missa sæti Rangæinga. Hann bar á móti því í DV í gær. Eggert sagðist hafa tekið ákvörðun sína th að koma í veg fyrir átök sem hann sagði ahtaf fylgjá prófkjörum. Þor- steinn Pálsson taldi þessa skýringu Eggerts mjög eðhlega. Þorsteinn sagði að sjálfstæöismenn á Suðurlandi væru ekki einhuga um hver ætti að skipa annað sæti listans og hver það þriðja. Á fundi kjördæm- isráðs næstkomandi laugardag ræðst hvort prófkjör verður eða ekki. Einn viðmælenda DV sagði að ef Eggert næði fram vhja sínum næði hann að forðast átök heima fyrir um sæti Rangæinga ofarlega á hstanum og þar með að eigna sér þingsætið. Boöa rassíu meðal verktaka sem hafa meö höndum sprengiefni: Ekki þarf að sækja um leyfi fyrir bráðabirgðageymslum „Það er ekki neitt strangt kerfi í kringum eftirht með sprengiefni á vinnustöðum. Það þarf ekki að sækja um leyfi fyrir öhum sprengiefna- geymslum, smáum sem stóram. Það þarf reyndar leyfi fyrir staðsetningu á fóstum sprengiefnageymslum en það er ekki fóst thkynninga- eða leyf- isskylda varöandi bráðabirgða- geymslur og þess háttar," sagði Eyj- ólfur Sæmundsson, forstöðumaður Vinnuefirlits ríkisins, áður Öryggis- eftirhts ríkisins, í samtali við DV. Vinnueftirlitið hefur með höndum viku námskeiö í meðferð sprengiefn- is og prófar menn áður en þeir fá pappír upp á að mega hafa sprengi- efni með höndum. Sprengjusérfræðingur Landhelgis- gæslunnar sagði í DV í gær að með- ferð sprengiefna væri í algerum ólestri. Þá hefur komið fram aö engin reglugerð er th sem kveður nánar á um meðferð sprengiefnis, aðeins al- menn ákvæði í lögum. - Er ekki bagalegt að ekki skuh finnast reglugerð þar sem tíundað er nákvæmlega hvernig meðferð á sprengiefni skuh háttað? „Auðvitað er það bagalegt. Þó sum- um finnist nú nóg um reglugerða- farganið þá eru alveg hverfandi reglugerðir th um ýmis öryggismál- hér á landi miðað við erlendis. Mönn- um hefur ekki gefist ráðrúm th að semja ítarlegar reglur um þessi mál en það hefur verið á dagskrá lengi. Það er hins vegar á vegum dóms- málaráðuneytisins. Geta ekki skotist undan ábyrgð - Er ekki erfitt og nánast ógerlegt að framfylgja virku efirhti með með- ferð sprengiefna ef engar reglur em th að styðjast við? „Það er erfltt en ekki ógerlegt." - Geta menn, sem ekki fara alveg eftir lögunum, ekki rifið kjaft þar sem engar nákvæmar reglur em th? „Jú, sjálfsagt geta þeir það. Arinars hefur ekki verið tahn þörf á því hér á landi að hafa reglugerðarbókstaf yfir alla hluti. Máhð er að setning reglugerðar um þessi mál hefur verið skoðuð. Það var vinna í þá vem í gangi fyrir þó nokkrum ámm en engin lokaniðurstaöa varð úr þeirri vinnu. Erlendis em mjög flóknar og ítarlegar reglur um þessi mál. í Nor- egi em th aö mynda þijú myndarleg hefti með reglum um sprengiefni. Annars vh ég taka skýrt fram að ábyrgðin er hjá verktökum og öörum slíkum fyrirtækjum. Þeir vita alveg hvað em góðar og traustar aðferðir í þessu sambandi. Það er engin ábyrgð tekin af þessum mönnum þó ekki sé th reglugerð. Þetta er kennt á námskeiðum og frá því Vinnueftir- htið tók við námskeiðunum hafa um 200 manns, sem em að vinna með þessi efni úti í þjóðfélaginu, útskifast frá okkur. í lögunum er almennt ákvæði um að menn skuh gæta fyhstu varúðar þannig að þeir geta ekki skotið sér undan ábyrgð." - Ef slys verður vegna ógæthegrar meðferðar sprengiefnis geta menn þá ekki smokrað sér undan ábyrgð þar sem reglugerð finnst ekki? „Jú, og menn reyna það ömgglega. Reglugerðin væri þannig mjög th bóta.“ Dínamít í miðbænum Eyjólfur sagði þessi mál almennt vera að þróast th betri vegar. Hann sagði að verstu skussamir hefðu ver- ið teknir í gegn fyrir 4-5 árum. „Verstu skussamir vom þá teknir af lögreglunni fyrir ógæthega með- ferð sprengiefnis við flutning. Menn vom th dæmis teknir niðri í miðbæ með dínamít í bílum þar sem þeir vom í ónauðsynlegum flutningum á efninu. Það lá hreinlega í bhunum meðan mennirnir vom í pappírs- stússi í tohinum og víðar. í einu th- felh var komið að ólæstum bíl fullum af sprengiefni í miðbænum. Þaö var tekið mjög hart á þessu og skrifuðum við lögreglustjóra erindi þar sem þess var óskað að sprengiefnarétt- indi þessara manna yrðu tekin af þeim. Þessar aögerðir voru th mikhla óþæginda fyrir viðkomandi menn og komu á vissum aga.“ Rassía Eyjólfur segir að á næstu vikum hafi veriö ákveðið að gera rassíu hjá verktökum og öðmm aöilum sem hafa með sprengiefni að gera. Verður öhum verktökum skrifað bréf og þeir heimsóttir. „Þetta em viðbrögðin við atburðum helgarinnar." -hlh Kristján Jónsson veiðivörður með sprengiefnið sem hann fann. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.