Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. Utlönd Persaflóadeilan komin í alvarlegri hnút en nokkru sinni fyrr: Bush og Saddam sammála um að gefa hvergi eftir olíuverð álíka eftir yfirlýsingar gærdagsins og í olíukreppunni Höfuöandstæðingarnir í Persaflóa- deilunni hafa enn bætt viö yfirlýsing- ar sínar um aö engir möguleikar séu á málamiölunum. Ótti við stríð er nú meiri en hann hefur verið síðustu vikur og hefur verð á olíu ekki verið hærra en þegar það varð hæst í olíu- kreppunni á síðasta áratug. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að ekki kæmi til greina að gefa þumlung eftir og bandaríski herinn yrði ekki kallaður frá Saudi- Arabíu fyrr en írakar væru farnir frá Kúvæt og hefðu viðurkennt sjálf- stæði landsins. Saddam Hussein svaraði á móti að hertaka Kúvæt væri staðreynd sem ekkert fengi breytt. „Kúvæt er hluti af írak og við munum ekki gefa land- svæðið eftir þótt við verðjum að beij- ast í þúsund ár,“ sagði Saddam. Þótt liðnir séu tveir dagar frá því Saddam hótaði að eyðileggja ohu- lindir við Persaflóa og ráðast á ísrael ríkir enn ótti meðal olíukaupmanna um að leiötoginn geri alvöru úr hót- unum sínum. Þegar mörkuðum var lokað í gærkvöldi var olíuverðið 38 til 40 Bandaríkjadalir fyrir tunnuna en það er meira en tvöfalt það verð sem var í sumar áður en Persaflóa- deilan hófst. George Bush segir að ekki komi til ung eftir í deilunni við íraka. Verðbréf féllu í kauphöllum um allan heim í gær í kjölfar frétta af hækkandi olíuverði. í New York hef- ur verðbréfavísitalan ekki staðið svo greina að Bandaríkjamenn gefi þuml- Símamynd Reuter lágt í fjórtán mánuði sem nú. Gull hækkar í verði eins og aUtaf þegar óvissa ríkir og var í gærkvöldi komið í 400 Bandaríkjadali únsan. Á allsherjarþingi Sameinöuðu þjóðanna í gær voru írakar gagn- rýndir harðlega og var ekki að sjá að samstaðan, sem verið hefur í for- dæmingunni á Saddam, væri að rofna. Fulltrúi eftir fulltrúa fór í ræðustól og fór hörðum orðum um framferði íraka í deilunni. Til stóð að Tareq Aziz, utanríkis- ráðherra íraks, sæti fundinn en hann fékk ekki leyfi Bandaríjastjómar til að koma til Bandaríkjanna á íraskri þotu. Hann ákvað því að koma ekki eftir öðrum leiðum. Bandaríkjamenn sögðu að Aziz væri velkominn til Bandaríkjanna en hann gæti ekki komið á eigin þotu á sama tíma og í það minnsta 93 Bandaríkjamönnum væri haldið sem gíslum á stöðum sem eru hernaðarlega mikilvægir í írak. í gær tilkynntu íranar að þeir hefðu handtekið 29 menn grunaða um að ætla að smygla mat til íraks. Þetta þykja ekki góðar fréttir fyrir íraka því tilkynningin var látin út ganga á sama tíma og Afez al-Assad, forseti Sýrlands, var í heimsókn í íran. Al-Hassad hefur lengi verið svarinn óvinur Saddams. íranar hafa verið helsta von íraka um að létta eitthvað af þeim byrðum sem viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna hefur lagt þeim á herðar. Nú þykir mönnum sem heldur andi kaldar úr þeirri átt og að íranar hafi gefið í skyn að þeir gætu hugsað sér að vera aðilar að viðskiptabanninu. Ferð al-Hassads til írans þykir því hafa orðið til að þrengja heldur kost íraka. Sýrlendingar voru helstu bandamenn írana í Persaflóastríðinu og hafa því mikil áhrif á stjónina í Teheran. Al-Hassad hefur greinilega lagt hart að írönum að taka ekki undir með írökum og láta gylliboð Saddsams engin áhrif hafa á afstöð- una. Nú er von á Toshiki Kaifu, forsæt- isráðherra Japans, til Persaflóa- svæðisins. Hann mun fyrst hafa við- dvöl í Bandaríkjunum og ræða við Bush en verður kominn til Mið- Austurlanda í næstu viku. Japanir hafa heitið Bandaríkjamönnum mill- jörðum dala í aðstoð við að halda úti hemum í Saudi-Arabíu. Ferð forsæt- isráðherrans þykir benda til að Jap- anir líti málið stöðugt alvarlegri aug- um en þeir hafa sætt gagnrýni í Bandaríkjunum fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum í barátt- unni gegn Saddam. Reuter Æðsta ráð Sovétríkjanna hætti við að taka ákvörðun: Efnahagsvandanum vísað til Gorbatsjovs - Ryskov forsætisráðherra bjargaði stól sínum í bili Æðsta ráð Sovétríkjanna hefur ákveðið að setja allt traust sitt á Mic- hail Gorbatsjov, forseta landsins, og láta hann leita málamiölunarinnar sem virðist óhjákvæmileg varðandi efnahagsstefnu landsins í framtíð- inni. Ráðið gaf Gorbatsjov í gær aukin völd þvert gegn vilja rótækra manna eins og Boris Jeltsín sem varaði viö breytingunum á völdum forsetans. Niðurstaða ráðsins eftir storma- saman fund í gær var því að láta bíða um sinn aö vinna eftir svokallaðri 500 daga áætlun meðan forsetinn leit- ar málamiðlunar við þá sem vilja fara hægar í sakimar. Niðurstaðan í gær en að hluta sigur fyrir Nicolai Ryskov forsætisráð- herra sem hefur hefur barist hart gegn 500 daga áætluninni og ságt að svo róttækar breytingar hefðu hörm- ungar í fór með sér fyrir sovésku þjóðina. Um tíma leit út fyrir að Ryskov yrði undir og róttækhngarnir meö Boris Jeltsín í broddi fylkingar kæmu hugmyndum sínum fram. Þegar leið á fund ráðsins í gær tóku menn eftir því að Ryskov var bros- mildari en hann hefur verið undan- fama daga enda er nú ljóst að hann heldur stöðu sinni sem forsætisráð- herra þrátt fyrir háværar kröfur um afsögn síðustu daga. Fulltrúar Sovétlýðveldanna 15 í Æðsta ráðinu vom mjög á móti mála- miðluninni sem náöist fram í gær. Lúðveldin eiga að fá stórlega aukna sjálfstjórn ef 500 daga áætlunin nær fram að ganga. Gorbatsjov hefur nú í raun æðstu völd í öllum efnahagsmálum allt fram til marsloka árið 1992 en þá átti 500 daga áætluninni að ljúka samkvæmt upphaflegum hugmynd- um. Æðsta ráðið gaf frá sér vald til að segja hve hraðar breytingarnar verða á næstu mánuðum og hve rót- tækar þær eru. Vitað er að Gorbatsjov er í mörgum atriðum hallur undir hugmyndirnar sem koma fram í áætluninni en vill ekki ganga eins langt, t.d. hvað varð- ar rétt erlendra aðila til að eignast hluti í sovéskum fyrirtækjum. í gærmorgun var talið að Æðsta ráðið ætlaði að höggva á hnútinn þegar samþykkt var að vinna með hraði að breytingum á efnahag landins. Ekki var þó kveðið ná- kvæmlega á um það í upphaflegu samþykktinni hve snögglega skyldi gengið í málin. Þegar nokkuð var liðið á fund ráðs- ins í gær hélt Gorbatsjov ræðu þar sem hann lagði hart að fulltrúunum að gefa sér víðtæk völd til að stjórna efnahag landsins enda væri óhjákæmilegt að leita sátta í deilun- um sem upp væru komnar um fram- tíðarstefnuna. Talið er að Gorbatsjov ætli að taka inn í 500 daga áætlunina eins mörg atriði úr hugmyndum Ryskovs for- sætisráðhera og honum er unnt til að sætta gamla harðlínumenn við stefnuna. Hagfræðingurinn Stan- islav Sjatalín, höfundur 500 daga áætlunarinnar, segir hins vegar að þessar hugmyndir séu ósamræman- legarmeðöllu. Reuter Nicolai Ryskov var léttari á brún þegar leið á fund Æðsta ráðsins i gær en hann var við upphaf fundar. Honum tókst að framlengja líf sitt í sovésk- um stjónmálum um óákveðinn tíma. Símamynd Reuter Nýjung í eiturhemaði: írakareiga eit- urgassemónýt- irgasgrímur Þýska vikuritiö Der Spiegel tel- ur sig hafa heimildir fyrir þvi að vestur-þýsk fyrirtæki hafi látið íraka hafa búnað til að framleiða eiturgas sem ónýtir gasgrímurn- ar sem nú eru notaðar af herjun- um í Saudi-Arabíu. Blaðið segir að vestur-þýska leyniþjónustan hafi þegar sagt Bandaríkjamönnum frá þessari nýju hættu. Efnið sem um er að ræða er cyanidsvetni og á það að brenna göt á síurnar á grímunum sem nú eru notaðar. Sagt er að bæði breskir og bandarískir hermenn í Saudi- Arabíu séu þegar byrjaðir á að skipta um síur í grímunum en mjög hefur verið farið leynt með málið. Blaðið segir að írakar framleiði þetta sérstaka eiturgas í tveimur verksmiðjum í Samarra. Búnað- inn til framleiðslunnar hafi þeir fengið í Vestur-Þýskalandi. Ekki er sagt hvaöa fyrirtæki er um að ræða en nú þegar er verið að rannsaka nokkur fyrirtæki vegna ásakana um að hafa selt írökum búnað til að gera eitur- gas. Reuter írakarbúastvið eiturhernaði Margt þykir benda til að írakar séu aö búa sig undir eiturefna- stríð. Dagblaðið New York Tímes hefur það í dag eftir heimildum innan bandarísku leyniþjón- ustunnar að írakar hafi komiö upp hjálparstöövum fyrir her- menn sem orðið hafi fyrir eitur- gasi. Þetta þykir benda til að írakar ætli sér að nota eiturgas komi til átaka við Persaflóa. Þeir hafa áður notaö gas, bæðií baráttunni gegn írönum og Kúrdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.